Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Tíminn  3
Laugardagur 19. nóvember 1988
Landsbanki íslands eignast skip Víkurskipa, Eldvík og Hvalvík; Keflavík slegin Saltsölunni:
niimii ir;
; i irciciti •  i-ík
í gær rann út sá frestur sem skipafélagið Víkurskip hafði
til að sýna fram á greiðslugetu sína en sem kunnugt er átti
félagið hæsta tUboð í eigin skip á uppboði sem fram fór fyrir
um hálfum mánuði í Reykjavík. Þarna er um að ræða
flutningaskipin Eldvík og Hvalvík. Að frestinum liðnum kom
í Ijós að félaginu hafði ekki tekist að útvega nægilega
fjárupphæð til kaupa á skipunum. Var því gengið að þeim
aðila sem átti næsthæsta tilboð í skipin, í þessu tilfelli
Landsbanki íslands, sem telst þvi eigandi skipanna.
Einnig fór í gær fram uppboð á
þriðja skipi Víkurskipa, Keflavík og
fór það fram í Vík í Mýrdal. Hæst-
bjóðandi í það skip var Saltsalan en
hún mun vera dótturfyrirtæki Víkur-
skipa. Tilboð Saltsölunnar hljóðaði
upp á 161 milljón króna. Næsthæsta
tilboð átti Eimskipafélag fslands 160
milljónir og fimmhundruð þúsund.
En hvernig ætla Víkurskip að
fjármagna kaup Keflavíkurinnar úr
því að þeim mistókst fyrirhuguð
kaup á Eldvík og Hvalvík?
Að sögn Finnboga Kjeld forstjóra
Víkurskipa mun ætlunin vera sú að
gera það á sama hátt og til stóð með
hin skipin. Reyndar er hann vongóð-
ur um að geta einnig útvegað fé til
kaupa þeirra ef Landsbankinn sam-
þykkir. Hann sagði það mikil von-
brigði að ekki skyldi hafa tekist að
útvega nægt fé til kaupanna, en það
mætti rekja til þeirrar meginástæðu
að sá aðili er hann hefði átt í hvað
mestum viðræðum við hefði lent í
bílslysi og því ekki getað gengið frá
samningum í tæka tíð. Ekki vildi
Finnbogi segja nákvæmlega til um
hvaða aðila hann ætti við en sagði þó
að þarna væri á ferðinni sterkur
þýskur aðili í kaupskipaútgerð. Ef
til kæmi yrði um að ræða langtíma-
samninga eða svokallaðar tímaleigur
þannig að Víkurskip myndu að hluta
til sigla fyrir þetta þýska félag og að
hluta til í eigin erindum. Finnbogi
segir að þessir þýsku aðilar hafi
staðfest að hægt verði að ganga frá
samningum fyrir mánaðamót og að
hann vonaðist eindregið til að
Landsbankinn myndi gefa honum
frest til að ganga frá þessum málum
svo hann geti keypt skipin á ný, í
stað þess að selja þau einhverjum
öðrum aðilum. Með því vonaðist
hann til að hægt yrði að draga úr
þeim harmleik sem þetta mál væri
þegar orðið.              -áma
Tilkynnt var um 24.310 tonn af loðnu á 12 tímum í gær:
Met dagur á loðnu
30 loðnubátar tilkynntu
um samtals 24.310 tonna afla
frá miðnætti í fyrrinótt til
hádegis í gær, sem er það
mesta sem tilkynnt hei'ur ver-
ið um það sem af er þessari
vertíð, að sögn Ástráðs Ingv-
arssonar hjá loðnunefnd.
Loðnan veiddist að þessu
sinni á miðunum við Kol-
beinsey. Það sem af er vertíð-
inni er því búið að tilkynna
um 106.550 tonna afla.
Hákon Magnússon skipstjóri á
Húnaröstinni ÁR-150 sagði í samtali
við Tímann í gær þeir hefðu verið að
koma inn til Þórshafnar með full-
fermi, eða 620 tonn. „Þetta var
fyrsta almennilega veiðinóttin og nú
er hún komin á þessar hefðbundnu
veiðislóðir. Það léttist mikið hljóðið
í mönnum, þegar koma svona skot.
Hún þétti sig alltaf meir og meir
þegar líða tók á nóttina," sagði
Hákon. Hann sagði að þó svo að
veiðin hefði verið góð þá hefðu þeir
þurft nokkuð mörg köst til að ná
henni, en undir morguninn voru
köstin orðin stærri. Veðrið undan-
farna daga hefur verið mjög gott, en
Hákon vildi lítið spá um framhaldið.
„Það er svo erfitt að spá í það, hún
gefur sig af og til. Hleypur saman af
og til, verður félagslynd, þá er gott
að veiða hana," sagði Hákon.
Þeir bátar sem tilkynntu um lönd-
un á afla í gær voru: Helga II með
100 tonh á Siglufirði, Hilmir með
1300 tonn á Neskaupstað, Guðrún
Þorkelsdóttir með 720 tonn á Eski-
firði, Bergur landaði 510 tonnum á
Siglufirði, Húnaröst með 620 tonn á
Þórshöfn, Börkur með 1250 tonn á
Neskaupstað, Guðmundur Ólafur
með 600 tonn á Ólafsfirði, Bjarni
Ólafsson með 1150 tonn á Seyðis-
firði, Björg Jónsdóttir með 550 tonn
á Þórshöfn, Keflvíkingur með 530
tonn á Raufarhöfn, Sighvatur
Bjarnason með 700 tonn í Vest-
mannaeyjum, Huginn með 590 tonn
á Siglufirði, Höfrungur með 860
tonn á Siglufirði, Harpa með 570
tonn á Raufarhöfn, Þórður Jónasson
með 700 tonn á Krossanesi, Beitir
með 1250 tonn í Neskaupstað, Erl-
ing með 670 tonn á Siglufirði, Súlan
með 800 tonn á Krossanesi, Víkur-
berg með 560 tonn á Þórshöfn,
Gullberg með 620 tonn en löndunar-
staður var óákveðinn, Dagfari var
með 520 tonn á Raufarhöfn, Fífill
var með 640 tonn á Siglufirði, Jón
Kjartansson með 1100 tonn á Eski-
firði, Örn 750 Krossanesi, Hilmir II
með 590 tonn, löndunarstaður ó-
ákveðinn, Kap II var með 700 tonn
til Vestmannaeyja, Sigurður með
1400 tonn - einnig landað í Vest-
mannaeyjum, Guðmundur með 900
tonn í Vestmannaeyjum, Skarðsvík
með 660 tonn á Raufarhöfn og
Þórshamar með 600 tonn en löndun-
arhöfn var óákveðin.
-ABÓ
bað
Borgarráð ræ&ir,.-
kaup á kvikmyndinni
„Land og synir":
Guðrún
um
frestun
Á fundi borgarráös síðastliðinn
þriðjudag var lagt frani bréf for-
stöðunuuiits Skólaskrifstofu þess
efnis að Reykjavíkurborg keypti
afnotarétt af kvikmyndiniii
„Land og synir". Ætlun borgar-
inuar iueí) kaupum á afnotarétti
ér að sýna hana i skóiakerfinu.
Búíst var við því að máiið fengi
endanlega afgreiðslu, en afnota-
ri'tturiiin, sem Reykjavíkurborg
hugðist tryggja sér er metinn á
krónur 400.000 þúsund.
Guðrún Ágústsdóttir, aðstoð-
armaður menntamálaráðherra
sat fundinn fyrir Alþýðubanda-
lag, Hún bað um frestun á af-
grejðslu malsins. Tírninn spurði
hversvegna hun hefði farið fram
á að málinu yrði frestað, „Ég fór
fram á frestun, þvf égvildi aðeins
kynna mér málið frekar og ég hef
lokíð þeírri skóðun," sagði
Guðrún.
-Hvað kom út úr þeirri
skoðun?
Guðrún sagðist vilja skoða
nánar hyerjir væru að kaupa
þessa niynd. „Ef Nómsgagna-
stpfntm er að kauþa afnotarétt af
þíessari merku mynd, sem er mjög
heppileg til að sýna í skólum
laiidsins, þá er spurning hvort
Reykjavíkurborg þurfi að koma
inn í myndina. Það var það sem
ég ætlaði að kanna."
Guðrún taldi mjög líklegt að
hún myndi greiða fyrir framgangi
þessa máls næst þegar það yrði
tekið á dagskrá og bætti við að
eitthvað mikið mætti koma upp á
ttl að hún gretddt þvi ekki atkvæði
sitt.;:  .               -ES
Stóðhestastöð ríkisins:
Selja þrjá af
eldri hestum
Það sem af er hausti hafa ráðu-
nautar og starfsmenn Stóðhesta-
stöðvar ríkisins verið á þönum víða
um land og leitað nýrra efnilegra
stóðhesta.
Líður nú senn að fundi kynbóta-
nefndar en þar munu verða teknar
ákvarðanir varðandi þetta mál.
Nokkrir eldri hestar stöðvarinnar
hafa þegar verið vanaðir og aðrir
verða seldir hæstbjóðendum. Þetta
eru:
1. Efi, grár 5 vetra frá Eyjólfsstöð-
um S-Múl. F:Máni 949 Netilsstöð-
um, M:Perla 4886 Eyjólfsstöðum.
Þarna er á ferðinni klárhestur með
vígalegu tölti. Lágmarksverð er kr.
150.000.-.
2.  Sólberg, rauður 5 vetra frá
Vatnsleysu í Skagafirði. F:Glaður
852 Reykjum í Kjósarsýslu. M:Há-
tíð 5218 Vatnsleysu. Sólberg er kröf-
tugur, rúmur á skeiði en með slaka
hófa. Ekki er tilgreint hvert lág-
marksverð hans er.
3. Smyrill, gráblesóttur, fjögurra
vetra frá Eyjólfsstöðum i S-Múl.
F:Verðandi 857 frá Gullberastöð-
um, M:Perla 4886 Eyjólfsstöðum.
Hann er fallegur alhliða foli og
lágmarksverð er kr. 180.000.-
Hrossaræktarráðunautur veitir
upplýsingar og skriflegum tilboðum
skal skilað fyrir kl. 16:00, fimmtu-
daginn 24. név. til skrifstofustjóra
Búnaðarfélags Islands.      -áma.
ÞU NÆRÐ SETTU
ÍMARKI í VERD-
BRÉFAVIÐSKIPTUM
HJÁ OKKUR.
¦ Við veitum þér faglega og persónu-
lega ráðgjöf, hvort sem þú þarft að
ávaxta fé eða afla þess.
B Viljir þú ávaxta fé bjóðum við þér
örugg verðtryggð skuldabréf með
góðum og öruggum raunvöxtum.
Lánstími skuldabréfanna getur verið
frá nokkrum mánuðum til nokkurra
ára. Við bjóðum þér einnig varðveislu
og innheimtu keyptra skuldabréfa án
endurgjalds.
1 Þurfir þú á fé að halda veitum við
þér góð ráð og aðstoð við öflun þess.
¦ Þú getur verið viss um að ná settu
marki í verðbréfaviðskiptum hjá
okkur.
¦ Vertuávalltvelkominníafgreiðslu
okkar að Suðurlandsbraut 18.
gérmáteruoUcarfiigt
uERÐBRÉFAUIÐSKIPTI
SAMUINNUBANKANS
SUÐURLANDSBBAUT 18 • Sl'MI 688568
Teiknað hjá Tómasi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24