Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriöjudagur 14. febrúar 1989
Tíminn 5
Samninga BSRB og ríkisvaldsins beðið með óþreyju vegna fordæmisgildis fyrir almenna kjarasamninga:
BSRB vill verðtryggðan
skdmmtímdkjdrdsamning
Aðstæður á vinnumarkaðnunt eru þær að BSRB gegnir
nú lykilhlutverki í sambandi við kaup og kjör á vinnumark
aðnum . almennt. Beðið er eftir því með óþreyju að
samningaviðræður hefjist milli BSRB og fjármálaráðherra
þar sem væntanlegir kjarasamningar þeirra munu hafa
mjög stefnumarkandi áhrif á kjarasamninga á hinum
frjálsa vinnumarkaði.
Formenn aðildarfélaga BSRB
funduðu í gær og í ályktun fundar-
ins er hvatt til samstöðu með öilum
launþegum og segir meðai annars
að launamisrétti hafí skapast f
landinu, lífskjöt aimennings hafi
rýrnað en hagur fjármagnseigenda
vænkast veruiega.
Fólk geti ekki sætt sig við
óbreyttan kaupmátt lágra iauna og
gegn launamisrétti verði að sporna
og stuðia að réttlátri tekjuskipt-
ingu. Leitað verði eftir skamm-
tímakjarasamningi sem gilda skuli
til ársioka og verði kaupmáttar-
trygging innifalin í samningnum.
Síðan segir:
„í samvinnu við önnur samtök
launamanna verði gengið tii við-
ræðna við ríkisvaldið um leiðir til
að efla velferðarkerftð og skapa
launafólki betri lífskjör. Rætt verði
um bann við vaxtaokri, lækkun á
tilkostnaði heimilanna, skattamái,
húsnæðísmál, tryggingamál, dag-
vistarmál og annað sem lýtur að
velferð almenns launafólks."
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB sagði við Tímann í gær að
svo virtist sem nú væri að skapast
samstaða í kjaramálum milli aiira'
helstu launþegasamtaka landsins
um að þrýsta á stjórnvöld um ýmis
efnahagsmál, svo sem vaxtamál og
skattamái.
„Við erum hér að tala um ASÍ,
BHMR, kennara og þessi heistu
samtök launamanna og það verður
fróðlegt að sjá hvað stjórnvöld og
t.d. forsætisráðherra segja við
þessum hugmyndum."
En það eru ekki bara opinberir
starfsmenn sem bíða með eftir-
væntingu, heldur einnig aðilar hins
frjálsa vinnumarkaðar.
Þórarinn V. Þórarinsson sagði í
gær við fréttamenn að svigrúm til
almennra launahækkana væri ekk-
ert og því tómt mál um að tala. Hjá
VSÍ biðu menn með eftirvæntingu
eftir kjarasamningum ríkisstarfs-
manna því að þeir samningar yrðu
óhjákvæmiiega stefnumarkandi
fyrir samninga milli aðila vinnu-
markaðarins. Verðtryggðir kjara-
samningar kæmu þó ekki til greina
við núverandi aðstæður.
Samningar aðildarfélaga ASÍ
eru allir fastir enn, en tíu félög
verða með iausa samninga þegar
bráðabirgðalögin renna út á
morgun, 15. febrúar. Meðal þess-
ara tíu félaga eru Alþýðusamband
Vestfjarða, Sjómannasambandið,
járniðnaðarmenn, flugmenn og
*flugfreyjur. Samningar Verka-
mannasambandsins og Lands-
sambands iðnverkafóiks verða hins
vegar lausir 10. apríl og samningar
annarra félaga og sambanda losna
síðan fram eftir ári.
Þórarinn kvaðst því vart eiga
von á að samningaumleitanir hæf-
ust miili VSÍ og ASÍ að neinu
marki fyrr en séð yrði hver niður-
staða i kjarasamningum fjármála-
ráðherra og rfkisstarfsmanna yrði.
Fram hefur komið hjá fjármála-
ráðherra að af hálfu ríkisins verði
ekkí um að ræða samninga sem
fela í sér kostnaðarauka fyrir rt'kið.
Ekki sé svigrúm til annars en að
kaupmáttur launanna verði sá sami
í lok ársins og hann var í upphafi
árs og aðeins verði unnt að bæta
kjör þeirra lægri launuðu með
annarri tekjuskiptingu en nú
tfðkast.                 - sá
ft
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra.barupp
kvíða gagnvart kjarnorkuslysum í lífríki hafsins:
Nauðsyn er á
afvopnun á
landi og sjó
James A. Baker, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna,
sagði í svari við spurningu
Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar,       utanríkisráðherra
íslands, að hann sæi ekkert
þvi til fyrirstöðu að Banda-
ríkin eða bandalagsríki Nató,
tækju frumkvæði að viðræð-
um um afvopnun í höfum
hvað varðar kjarnorkukaf-
báta. „Ég vakti athygli hans
á þessu þar eð við erum þjóð
sem byggjum alla okkar af-
komu á lífríki sjávar og nýt-
ingu sjávarauðUnda. Ég
skýrði honum frá því að við
íslendingar bærum kvíðboga
fyrir hugsanlegum slysum
eða bilunum á tæknibúnaði,
gagnvart lífríki hafsins,"
sagði Jón Baldvin í viðtaU
við Tímann í gær.
Sagðist Jón Baldvin einnig hafa
gert utanríkisráðherranum grein fyr-
ir því að á Alþingi hafi verið sam-
þykkt að íslendingar hefði talsvert
frumkvæði í þessum málum á alþjóð-
legum vettvangi. Jón Baldvin óskaði
síðan eftir að vita hver væri afstaða
forseta Bandaríkjanna, George
Bush, tii þessa þáttar afvopnunar-
mála. „Svar hans var sannarlega
einnar messu virði," sagði Jón
Baldvin. Tók hann að vísu skýrt
fram að Bandaríkin væru flotaveldi
og líflína Atlantshafsbandalagsins
væri flótastyrkur þeirra á N-Atlants-
hafi. Um kjarnavopn gegndi þó
öðru máli og þá sérstaklega kafbáta
búna kjarnorkuvopnum. Þessi þátt-
ur mun vera á dagskrá í Salt-við-
ræðunum í Genf, en hins vegar ekki
á dagskrá Vínarviðræðnanna sem
hefjast í næsta mánuði, þar sem þær
viðræður eru takmarkaðar við hefð-
bundinn vopnabúnað.
Þriggja liða viðræður
Viðræður Jóns Baldvins og Bakers
skiptust aðallega í þrjá hluta að sögn
Jóns Baldvins. 1 fyrsta lagi var rætt
um samskipti austurs og vesturs og
þar með áðurnefnar afvopnunarhug-
myndir. í annan stað var til umræðu
tvíhliða mál íslands og Bandaríkj-
anna. í þriðja lagi var stuttlega
drepið á viðhorf gagnvart Evrópu-
bandalaginu og stöðu ríkja utan
bandalagsins frá sjónarmiði frjálsra
heimsviðskipta.
í síðasta hluta viðræðnanna var
rætt sérstaklega um þau áhyggjuefni
islenskra stjórnvalda að útflutningur
til Bandaríkjanna hefur stórlega
minnkað á síðustu árum. Hefur
hann dregist saman úr 25-30% af
útflutningi fslands niður í 18-20% á
síðasta ári. Nú stefndi, að sögn Jóns
Baldvins, í að útflutningur til BNA
yrði rétt um 12% af heildarútflutn-
ingi íslands á þessu ári og hefði hann
gert utanríkisráðherranum grein fyr-
ir þessari þróun.
Undirbúningur að
fríverslun
„Þetta hefur hér með verið tekið
upp þrisvar við bandarísk stjórnvöld
og vitnaði ég til þess er George
Shultz, fyrrv. utanríkisráðherra
BNA, sagði í fyrra, að hann sæi
ekkert því til fyrirstöðu að hefja
mætti undirbúning að slíkum við-
ræðum," sagði Jón Baldvin. Undir-
búningur slíkur myndi þá miða við
þau fordæmi sem til eru í samskipt-
um við ísrael og Kanada o.fl. Einnig
Ekfcí voru allír hrifnir af komu James A. Baker til Keflavíkur, enda þurftu margir komufarþegar annarra flugvéla
að bíða misjafnlega þoiinmóðir meðan landganginum var haldið auðum af öryggisástæðum.       Tímamynd Pjetur
hendur íslendingum vegna hval-
veiðiþáttar vísindaáætlunar. Þetta
fullvissaði hann Jón Baldvin um
þrátt fyrir að í ljós hafi komið að
stjórn Bush leggur meiri áherslu á
umhverfismál en fyrri stjórn. Svar
Jóns Baldvins mun hafa verið á þá
leið að íslenskum stjórnvöldum væri
eðli málsins samkvæmt sýnt um
umhverfismál. Staða landsins og at-
vinnuvegir gerðu það að verkum að
landsmenn standi í meira návígi en
margar aðrar þjóðir við lífríki
hafsins, verndun lífríkisins og nýt-
ingu dýrastofna.
Vatnsbólin ekki útkljáð
Meðal þess sem Jón Baldvin mun
hafa ætlað að ganga frá til ákvörðun-
ar á þessum fundi í Keflavík, var
vandamálið vegna mengunar vatns-
bóla þar í bæ. Utanríkisráðherra
BNA mun hins vegar ekki hafa verið
tilbúinn til að ljúka málinu með
þessum fundi og komust þeir að
þeirri niðurstöðu að rétt væri að
bíða eftir niðurstöðum úr annarri
rannsókn Bandaríkjamanna sjálfra
á orsökum mengunarsiyssins. Baker
hét því þó að jafnskjótt og niður-
stöður á grunnvatnsrannsókn lægi
fyrir yrði gengið til samninga um
endurnýjun á vatnsbólum Suður-
nesja.                    KB
£ *$j		* j» tfpjf	
v 'JSk-		Zí Jm	
B  <w fl	^L^ áá	|l| II   J	H
	BgKB		w ¦FL  .....
Jón Baldvin Hannibalsson og James A. Baker fyrir fund sinn í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar í Keflavík.                              Tímamynd Pjelur
þyrfti slíkur undirbúningur að miða
við ákvarðanir sem teknar verða
fyrir árið 1992 varðandi viðskipti
milli Evrópubandalagsríkjanna.
„Tími framkvæmda er því fyrir 1992
og á það lagði ég áherslu," sagði Jón
Baldvin. Þess má geta að Baker var
einn af frumkvöðlum að stofnun
fríverslunarsamninga milli Banda-
ríkjanna og Kanada, meðan hann
var fjármálaráðherra undir stjórn
Ronalds Reagan.
Staðffestingarkæran
Að auki var rætt á þessum hálfs
annars klukkutíma fundi utanríkis-
ráðherranna hvernig afstaðan væri
til kæru hvalfriðunarsinna í Banda-
ríkjunum gegn vísindaáætlun íslend-
inga. Fullyrti Baker að bandarísk
stjórnvöld myndu hald'a til streitu
tilraunum sínum fyrir bandarískum
dómsstólum til að koma í veg fyrir
að staðfestingarkæra verði gefin út á
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20