Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 14. mars 1989
Tíminn 11
rir síðari leik Vals og Magdeburgar um næstu helgi.
num á sunnudagskvöld.
Jlak:
n HK um helgina - Öruggur
Btúdentum í Reykjavík w
árið, við idið deildurmeistnratitils og hugs-
anlega sigurlaunanna úr bikarkeppninni.
Allir ieikir vetrariiis hafa unnist og
»   blakararnir aafa vakið verðskuldaða at-
l   . hygli bæj urbiia. í þessum leik var það Fei
þjálfari sem best spilaði, en liðið allt er
í   mjög jafnt. HK-piltarnir börðust vel i
annarri og þriðju hrinu, en voru einfald-
>   lega að etja kappi við sér sterkara lið.
t.    I Reykjavík var einn leikur í úrslita-
keppni karla. Þróttarar unnu öruggan
sigur gegn Stúdentum 3-0 í Hagaskóla. I
' kvennaflokki vann ÍS 3-0 sigur gegn UBK
¦ og á langardag umiu Víkingsstúlkur örugg-
an sigur á Þrótti Nes. 3-0.
Einn leikur var í fjögurra liöa úrslitum í
bikarkcppni kvenna á Húsavík. HK-stúlk-
ur unnu 3-0 sigur gegn Völsungi.  JB/BL
Körfuknattleikur:
KR vann taugastríðið -
Njarðvíkingar úr leik
Það ríkti mikil taugaspenna í
íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöld er
KR-ingar tóku á móti Njarðvíking-
um í síðari leik liðanna í undanúrslit-
um íslandsmótsins í körfuknattleik.
Taugastríðið var jafnt inná vellinum
sem og í troðfuUrí áhorfendastúk-
uniii. Njarðvíkingar urðu að vinna
leikinn til þess að eiga möguleika á
titlinum og KR-ingar vildu ólmir
losna við að fara til Njarðvíkur í
oddaleik.
Það var mikil pressa á Njarðvík-
ingum fyrir þennan leik, eftir tapið
á föstudag urðu þeir að vinna leik-
inn. Liðið hefur staðið sig allra liða
best á mótinu í vetur og því margir
sem höfðu reiknað með þeim sem
íslandsmeisturum. En KR-ingar
voru á öðru máli. Þeir réðu lögum
og lofum í Hagaskóla í gærkvöld og
unnu öruggan sigur. Fljótlega í
leiknum náðu þeir 9 stiga forystu
22-13 og þeir létu þessa forystu ekki
af hendi. í leikhléi var staðan 40-32
KR i vil.
KR-ingar komnir í úrslit íslandsmótsins í körfuknattleik
Það hafa vafalaust margir reiknað
með því að Njarðvíkingar rækju af
sér slyðruorðið í síðari hálfleiknum
en það var öðru nær. Langtímum
saman gekk hvorki né rak hjá hvor-
ugu liðinu vegna taugaspennu, en
um miðjan hálfleikinn hrökk Guðni
Guðnason í gang og gerði út um
leikinn. Guðni gerði hverja körfuna
á fætur annarri og munurinn var allt
í einu orðinn 20 stig, 60-40. Þrátt
fyrir að KR-ingar misstu 4 leikmenn
sína út af með 5 villur á lokamínút-
unum þá kom það ekki að sök. Fyrst
fór Birgir út af þegar staðan var
62-45 og 5:20 mín. eftir. Guðni hlaut
sömu örlög.þegar 4:09 mín. voru
eftir og staðan var 62-47. Þeir Matt-
hías Einarsson og Lárus Árnason
hlutu sömu örlög áður en yfir lauk
og sigri KR-inga varð ekki ógnað.
Lokatölurnar voru 72-59.
Bæði liðin léku mjög illa í þessum
leik. Taugaspennan var gífurleg og
mistök leikmanna fjölmörg. Þrátt
fyrir það var leikurinn mjög
skemmtilegur á að horfa, en spennan
var þó ekki veruleg eftir að KR hafði
náð 20 stiga forystu. ívar Webster
átti stórleik hjá KR-ingum og sópaði
skotum Njarðvíkinga frá KR-körf-
unni sem strákústur. Sem aftasti
maður í pressuvörn KR var hann
lykilmaður í sigrinum. Guðni
Guðnason sýndi að hann er að
komast í sitt gamla form. Hann var
KR-ingum mjög mikilvægur í sókn-
inni og Birgir Mikaelsson var
drjúgur. Annars eiga allir leikmenn
KR heiður skilinn fyrir mikla bar-
áttu.
Lið Njarðvíkinga hefur vart leikið
verr í vetur en í þessum leik. Hittni
leikmanna var nánast engin og þeir
hittu ekki hringinn í skotum sínum
undir lok leiksins. Teitur Örlygsson
var þeirra skástur þótt hann hitti
mjög illa. Þeir mega þó eiga það
Njarðvíkingarnir að þeir gáfust ekki
upp þótt staða þeirra væri vonlaus.
Stigin KR: Guðni 23, Birgir 18,
Ivar 8, Jóhannes 8, Matthías 5,
Gauti 5, Lárus Á. 2, Ólafur 2 og
Lárus V. 1. UMFN: Teitur27, Helgi
15, Friðrik Ragnars. 6, fsak 4,
Hreiðar 3, Kristinn 3 og Friðrik
Rúnars. 1.
„Ég vonast til að verða íslands-
meistari annað árið í röð, annars
reiknaði ég ekki með að við ynnum
Njarðvík í tveimur leikjum. Ég vil
þakka þetta því að við höfum lagt
mikið á okkur við æfingar og pressu-
vörnin gekk upp í leikjunum. Ann-
ars er ég bara ánægður og þreyttur,"
sagði ívar Webster KR-ingur eftir
leikinn.
„Ég er ánægður, en ekki fullkom-
lega sáttur við leik minna manna.
Við áttum slæma kafla í þessum leik.
Það kom okkur til góða ¦' þessum
leik að við höfum notað 9 leikmenn
¦ öllum leikjum okkar í vetur. Ég
reiknaði ekki með því að vinna
Njarðvík í tveimur leikjum. í úrslit-
iimini reikna ég með að lenda á móti
Keflvíkingum," sagði Laszlo Ne-
meth þjálfari KR-inga eftir leikinn í
gærkvöld.                 BL
Körfuknattleikur:
IBK stefnir í úrslitin
Frá Margréti Sanders fréttamanni Tt'mans:
Tölur úr leiknum: 2-0,9-10,15-14,
15-25, 28-39, 41-42, 47-49. 49-49,
61-62, 76-69, 85-75, 96-81, 99-86.
Keflvíkingar sigruðu Valsmenn
99-86 í fjögurra liða úrslitum íslands-
mótsins í körfuknattleik, en leikur-
inn fór fram í Keflavík á sunnudags-
kvöld. Valsarar leiddu í Ieikhléi
47-49.
Leikurinn var jafn og spennandi
og oft og tíðum vel leikinn. Keflvík-
Vann Valsmenn með 13 stiga mun í Keflavík
ingar komust í 3-0, en þá náðu
Valsarar yfirhöndinni og leiddu nær
allan hálfleikinn og voru mest 11
stigum yfir 28-39, en Keflvíkingar
minnkuðu muninn í lok fyrri hálf-
leiks.
Liðin skiptust á um forystuna í
síðari hálfleik, en um miðjan hálf-
leikinn kom góður kafli hjá Keflvík-
ingum á meðan ekkert gekk hjá
Völsurum og breyttu Keflvíkingar
þá stöðunni úr 67-67 í 85-75 og héldu
þessum mun til loka.
Bestur í liði Vals var Tómas
Holton, Matthías Matthíasson var
einnig góður og Hreinn Þorkelsson
átti góðan leik í fyrri hálfleik. Jón
Kr. var bestur Keflvíkinga, skoraði
mikið í fyrri hálfleik og spilaði vel
allan leikinn. Guðjón Skúlason var
góður í síðari hálfleik, einnig stóð
Axel vel fyrir sínu.
Þokkalegir dómarar voru þeir Jón
Otti Ólafsson og Helgi Bragason.
Jón Kr. Gíslason 27, Guðjón
Skúlason 23, Axel Nikulásson 17,
Magnús Guðfinnsson 10, Sigurður
Ingimundarson 9, Albert Óskarsson
6, Nökkvi Jónsson 4 og Falur Harð-
arson 3. Valur: Hreinn Þorkelsson
22, Matthías Matthíasson 18,Tómas
Holton 15, Björn Zoéga 11, Ragnar
Þór Jónsson 10, Bárður Eyþórsson 7
og Ari Gunnarsson 3.      MS/BL
Handknattleikur:
Aftur jafntefli hjá KA
Annað jafnteflið í suðurferð KA-
manna í handknattleiknum var
staðreynd um helgina er liðið gerði
jafntefli við Stjörnuna í Digranesi
23- 23. I'.ins og kunnugt er þá gerði
KA jafntefli við KR á föstudags-
kvöld.
Leikurinn á sunnudagskvöld var
mjög jafn og spennandi, en gestirnir
voru með frumkvæðið lengst af. í
leikhléi höfðu norðanmenn 2 mörk
yfir 13-15.
Jafnræði var mikið með liðunum í
síðari hálfleik og þegar upp var
staðið var sanngjarnt jafntefli stað-
reynd 23-23. KA-menn geta ekki
kvartað yfir helginni, þeir fóru ósigr-
aðir til síns heima og endanlega
sloppnir af fallsvæðinu.
Erlingur Kristjánsson, Guðmund-
ur Guðmundsson og Sigurpáll Aðal-
steinsson voru bestir norðanmanna,
en sem fyrr voru þeir Gylfi Birgis-
son, Sigurður Bjarnason og Skúli
Gunnsteinsson afgerandi hjá Garð-
bæingum.
Mörkin, Stjarnan: Sigurður 7,
Gylfi 6, Skúli 5, Hafsteinn 3, Einar
1 og Axel 1. KA: Erlingur 6, Guð-
mundur 5, Sigurpáll 5, Pétur 3,
Jakob 2 og Friðjón 2.         BL
NUERHANN TVÖFALDUR
Petta éru tölurnar sem upp komu 11. mars.
Heildarvinningsupphæð var kr. 4.673.066,-
Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur sem var kr. 2.151.826,-
við 1. vinning á laugardaginn kemur.
Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 374.216,- skiptist á 8 vinningshafa og
fær hver þeirra kr. 46.777,-
Fjórar tölur róttar, kr. 645.392,-, skiptast á 209 vinningshafa, kr. 3.088,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.501.632,- skiptast á 5.688 vinningshafa, kr. 264,- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15
minútum fyrlr útdrátt.____________
Sími 68 5111. Upplýsingasímsvari 681511.   1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20