Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 5
nniíniT l Tíminn 5 Laugardagur 1. apríl 1989 Jón Baldvin eftir fund meö utanríkisráðherrum Norðurlanda, þar sem hvalamálið bar á góma: Segir ekki von á stuðn- ingi frá Norðurlöndunum Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fram fór í Færeyjum í gær og fyrradag ræddi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra utan dagskrár við hina ráðherrana um hvalveiðar íslendinga. „Ég kynnti fyrir þeim okkar málstað, sem þeir töldu sig þekkja og afleiðingamar af þessum viðskiptaþvingunum, en ég fékk engin vilyrði um neinn stuðning,“ sagði Jón Baldvin I samtali við Tímann. Skömmu eftir komuna til Fær- eyja í fyrradag ræddi danska út- varpið við Jón Baldvin og spurði hann hvort við væntum einhvers eða hefðum einhvern stuðning hinna Norðurlandaþjóðanna. „Ég svaraði því til að við hefðurh engan slíkan stuðning fengið og væntum einskis slíks stuðnings, frá ríkis- stjórnum þessara landa,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði ennfremur að skæruhernaður grænfriðunga á hendur þjóðunum í N-Atlantshafi væri út af fyrir sig ekki ríkisstjórna- mál, heldur mál sem almenningur yrði að gera upp við sig. Hann sagði ennfremur í þessu viðtali að ekki sakaði að einstakir stjórn- Jón Baldvin Hannibalsson. málamenn hefðu hugrekki til þess að lýsa yfir stuðningi við okkar málstað, því hann væri góður. Á blaðamannafundi að aflokn- um ráðherrafundinum í gær voru hinir utanríkisráðherrarnir spurðir hvernig þeim líkaði ummæli Jóns Baldvins og hvort þeir teldu þau vera rétt. „t>á komu nú bæði frá Uffe Elleman Jensen utanríkisráð- herra Danmerkur og Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs, vandlega valin orð um að þeir teldu að grænfriðungar, í ann- ars ágætri baráttu sinni hefðu geng- ið helst til langt í viðskiptum sínum við íslendinga," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að ráðherrarn- ir væru hræddir við almenningsálit- ið í sínu landi og telji það vera almennt séð á bandi umhverf- isverndarsinna. Á blaðamannafundinum færði Uffe Jóni Baldvin öskju með undir- málskarfa, með þeim orðum að Jón hafi skrópað í veiðiferð hjá þeim um morguninn, en ráðherr- arnir fóru á skak. Uffe sagði að til marks um stuðning sinn við íslend- inga vildi hann færa Jóni karfatitt- inn. „Ég sagðist ekki taka við þessum karfatitti, enda væri hann lítill og ómerkilegur, og gengi varla undir nafni á íslandi. Þar að auki þættist ég þess fullviss að þeir félagar í veiðifélaginu ættu ekkert í karfanum þar sem þeir hefðu ekki kvóta í færeyskri fiskveiðilögsögu. Að því er varðar þátttökuleysi mitt í veiðiferðinni, þá sagði ég að það væri andstætt lögum á íslandi að atvinnumenn væru að fúska kvóta- lausir, með amatörum," sagði Jón Baldvin. Aðspurður hvort Uffe hafi móðgast við þetta, sagði Jón Baldvin það af og frá enda væri hann glimrandi danskur húmoristi. -ABÓ Ríkisstjórnin framlengir niðurgreiðslur frá verðstöðvunartímabilinu: Niðurgreiðslur áfram út apríl Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur ákveðið að fram- lengja allar niðurgreiðslur, sem cfnt var til vegna nýlega lokinnar verð- stöðvunar, um einn mánuð. Ákvörð- unin er byggð á þeim aðstæðum sem skapast hafa í verðlags- og kjaramái- um eftir að verðstöðvun lauk um mánaðamótin mars/apríl. Þetta þýðir að verð á öllum búvör- um mun haldast óbreytt út aprílmán- uð, sem niðurgreiddar hafa verið, en það er kindakjöt og mjólkurafurðir. Jafnframt hefur verið ákveðið að ákvarðanir um niðurgreiðslur eftir þann tíma verði teknar í tengslum við niðurstöður kjarasamninga og markmið í verðlagsmálunt sem mót- ast munu á þessum tíma. í fjárlögum var gert ráð fyrir að þessum niðurgreiðslum í tengslum við verðstöðvunartímabilið lyki nú um mánaðamótin mars/apríl. Gert var ráð fyrir að þessi niðurfelling myndi leiða til 5-15% hækkunar á verði kindakjöts og mjólkurafurða. Var upphaflegt markmið þessara niðurgreiðslna ríkisstjórnarinnar að verð á búvörum hækkaði ekki á verðstöðvunartímabilinu er hófst á síðast liðnu hausti. KB Frumsýnt í óperunni í kvöld: Brúðkaup Fígarós í kvöld frumsýnir íslenska óper- an Brúðkaup Ftgarós eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Söguþráðurinn er saminn eftir leikriti Frakkans Beumarchttis scm var stórpólitískt verk þegar það var frumsýnt í París árið 1784. Beumarchais samdi einnig Rakar- ann í Sevilla auk fleiri verka. Ádeiluna má enn skynja í öllu glensi og gamni óperutextans sem ltalinn Lorenzo da Ponte skrifaði við tóna Mozarts. En óperan sjálf •var frumsýnd t Vínarborg ártð 1786. Sagan gerist öll á einum degi. Fígaró, þjónn Almavíva greifa, og Súsanna, þema greifynjunnar, ætla að ganga í hjónaband. Greifinn er veikur fyrir Súsönnu en greifynjan hefur hug á að snúa ást hans aftur til sín. Vegna þessa er stofnað til margvíslegs ráðabruggs af allra hálfu. Inn í söguna blandast sfðan fleir aðilar sem flækja málið. Til dæmis fyrrverandi ráðskona greif- ans sent Fígaró skuldar peninga og hefur lofað að ganga að eiga geti hann ekki greitt skuldina. En allt fer þó vel að lokum, í ljós kemur að ráðskonan er móðir Fígarós og í stað þess að stefna honum fyrir heitrof giftist hún föður hans. Greifahjónin ná saman á ný og Súsanna og Fígaró einnig. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hildur Þorleifsdóttir og stjórnandi hljómsveitarinnar er Anthony Hose. Leikmynd hefur Nicolai Dragan hannað en búningamir eru hönnun Alexanders Vassilievs. Samvinna þessara listamanna ætti að vera að góðu kunn frá sýningum á Ævintýrum Hoffntans nú fyrr í vetur. Með helstu hlutverk fara Krist- inn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir. John Speight, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Viðar Gunnars- son, Hrönn Hafliðadóttir, Sigurð- ur Björnsson, Sigríður Gröndal, Inga J. Backman og Soffía H. Bjarnleifsdóttir. Sýningar verða frekar fáar þar sem Kristinn Sig- mundsson fer af landi brott í maf. jkb Þeir voru tilnefndir heiðursfélagar Landssambands fískeldis- og hafbeitarstöðva, talið f.v. Jón Kr. Sveinsson, Kristinn Guðbrandsson og Skúli Pálsson. Tímamynd Árni Bjarna. Fiskeldismenn samþykktu sameiginlegt gæðakerfi og að kanna grundvöll tryggingafélags: Tryggir kaupendum gæðaf isk fyrirf ram Á aðalfundi Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva sem fram fór í gær var samþykkt að koma á fót sameiginlegu gæðakerfi fyrir ís- lenska fiskeldisframleiðendur. Jafn- framt samþykkti aðalfundurinn að stjórn LFH beitti sér fyrir gagngeri endurskoðun tryggingaskilmála í fiskeldi, jafnframt því að kanna grundvöll fyrir stofnun tryggingafé- lags í eigu fiskeldisstöðva, eins og Tíminn greindi ítarlega frá í gær. Þá voru þrír menn tilnefndir heið- ursfélagar LFH, fyrir vel unnin brautryðjendastörf í þágu fiskeldis á íslandi. Þessir menn eru Skúli Pálsson, Laxalóni, Jón Kr. Sveins- son, Lárósi og Kristinn Guðbrands- son í Björgun. Á fundinum greindi Álflteiður Ingadóttir formaður Tryggingasjóðs fiskeldislána frá því að þegar hefðu fjórar umsóknir borist til sjóðsins, en milli 30 og 40 umsóknareyðublöð verið sótt, þannig að von væri á fleiri umsóknum. Hún lagði áherslu á að sjóðstjórnin hraðaði verkum sínum sem frekast væri unnt, enda hefðu fiskeldismenn beðið lengi aðgerða í þessa átt. Búast má við að fyrstu umsóknir verði afgreiddar frá sjóðn- um nú í apríl. Eins og fram kom í upphafi var samþykkt að koma á sameiginlegu gæðakerfi og voru lagðar fram stefnumarkandi tillögum landssam- bandsins í því sambandi. Þar kemur fram að sameiginlegt gæðakerfi fyrir íslenska fiskeldisframleiðendur sé grundvallaratriði fyrir áframhald- andi vaxtarmöguleikum atvinnu- greinarinnar. Sölumöguleikar í framtíðinni ntunu verða háðir því hvaða reynslu kaupendur verða fyrir í samskiptum sínum við íslenska seljendur og mistök eins framleið- anda gæðalega séð geta orðið dýr- keypt fyrir heildina. Þá segir í til- lögunum að nauðsynlegt sé að byrja strax á sameiginlegum aðgerðum í gæðamálum sem Itefðu það að mark- miði að skilgreina framleiðsluafurð með sömu hlutlægu gæðaeinkennin þó svo hún sé framleidd af mörgum ólíkum fyrirtækjum. Eins og gefur að skilja skiptir þetta kaupendurna höfuðmáli, þ.e. að vita íyrirfram hvernig afurðin muni líta út þegar kaupin eru ákveðin. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun sem fjallar um erfðablöndun og kemur hún til af töluverðri um- ræðu vegna uggs um neikvæð áhrif •- flökkulax úr eldi, á náttúrulega stofna. í ályktuninni segir að aðal- fundur LFH vilji ftreka að þessi uggur sé að mestu byggður á líkum, enginn óyggjandi dæmi eru til um að erfðir Atlantshafslaxa hafi spillst vegna blöndunar við eldislax. Þá segir orðrétt: „Þá er og vert að geta þess að ólíklegt er að eldislax sé verulega frábrugðinn villtum laxi hérlendis vegna þess hversu fáar kynslóðir lax Itafa verið í eldi hér- lendis. Einnig er óvíst um fjölda og fjölbreytileika íslenskra laxastofna m.a. vegna fiskiræktarstarfscmi Kollafjarðarstöðvarinnar undanfar- in ár.“ - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.