Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 1
Bréf stjórnarformanns SIS veldur óróa á nýjan leik ofan í batnandi hag fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi: Guðjón í bankaför vegna bréfs Ólafs Hið nýja hús Sambandsins við Laugarnesveginn í Reykjavik. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins hefur svarað óvenjulegu bréfi Ólafs Sverrissonar stjórnarformanns fyrirtækisins þar sem óskað var eftir ýmsum upplýsingum um áform forstjór- ans um reksturinn og afkomuna. Tímanum er kunnugt um að þessar bréfaskriftir hafa valdið áhyggjum hjá nokkrum helstu viðskiptaaðilum fyrirtækisins erlendis, sem telja að skoðanaá- greiningur sé á ný risinn í æðstu stjórn fyrirtækis- ins um rekstur þess og skipan. Þetta varð til þess að Guðjón B. hefur nú verið beðinn um að fara utan til viðræðna við þessa aðila, en Ijóst er að hann getur flutt þeim tíðindi um mjög batnandi afkomu fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra. • Blaðsíða 2 Gjaldkeri Framsóknarflokksins: NT ekki Tíminn Úlfar Þormóðsson listaverkasali: Kjarval úthýst Finnur Ingólfsson, gjaldkeri Framsóknar- flokksins, segir að niðurfelling fjármála- ráðherra á opinberum gjöldum Nútímans hf. hafi stórlega minnkað það tap sem ríkið stóð frammi fyrir ef þessi niðurfell- ing hefði ekki komið til og fyrirtækið farið í gjaldþrot. Finnur segir einnig að þegar rekstur NT hófst hafi biaðið keypt eignir dagblaðsins Tímans sem þá hætti að koma út. Þaö dagblað sem í dag heitir Tíminn er algerlega óskylt fyrirtæki. • Blaðsída 5 Finnur Ingólfsson Úlfar Þormóðsson iistaverkasali gagn- rýnir harðlega fyrirhugaða viðbyggingu við Kjarvalsstaði í Reykjavík, sem yrði að mestu neðanjarðar, en þar stendur til að hafa verk Jóhannesar Kjarvals til sýnis allt árið. Listaverkasalinn segir að með þessu ætli menn að úthýsa Kjarval af Kjarvaisstöðum til að koma að minni spámönnum og bætir því við að helm- ingur þeirra verka, sem á Kjarvalsstöðum eru sýnd, væri betur ekki sýndur. • Blaðsíða 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.