Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 13. júlí 1989 Mikillar fjölgunar villtra refa hefur oröið vart á s.l. fimmtán árum. Stofninn hefur fjórfaldast á Vesturlandi og Vestfjöröum: VilKum refum fjölgar um rúm 100% á f iórtán árum Villtum refum hér á landi hefur farið ört fjölgandi á síðast liðnum árum og hefur stofninn rúmlega tvöfaldast á einum og hálfum áratug. Síðustu útreikningar á stofnstærð eru frá árunum 1986-87 og eru þá villtir refir á íslandi áætlaðir 2400-2800 talsins. A árabilinu 1971-1973 var hins vegar mun minna af tófunni hér á landi eða 900-1200 dýr. upplýsingar fengnar, hefur tófu- stofninn staðið í stað og sumstaðar fækkað, á svæðinu frá Skagafirði til Norður Þingeyjarsýslu. í Arnes- sýslu og syðst á Suðurlandi hefur hins vegar orðið töluverð fjölgun þó hún sé ekki eins mikil og á Vesturlandi og Vestfjörðum. Að sögn Páls gæti sú fjölgun átt rætur sínar að rekja til aukins fjölda refa vestanlands, en í kjölfar fjölgunar þar óx stofninn á Suð-Vesturlandi og breiddist sú fjölgun síðan út yfir í Ámessýslu.Ekki eru til áreiðan- Iegar tölur um fjölgun á suð- vest- urhorni landsins, en þar hefur fjölgunin orðið mest, en á áttunda áratugnum varð lítið sem ekkert vart við tófur á því svæði. Smitsjúkdómur er veldur hvolpaláti og ófrjósemi Páll Hersteinsson segir að stærsti áhrifavaldur í breytilegri stærð Fjölgun hefur orðið áberandi mikil á Vesturlandi og Vestfjörð- um. Þar var stofnstærðin áætluð á bilinu 300-400 dýr veturinn 1972- 1973 og talin f lágmarki. Fjórtán árum seinna, árið 1986-1987 er áætluð tala refastofnsins á sama svæði komin upp í 1400-1600 dýr. Þar er því um fjórföldun að ræða. Séu teknir aðrir landshlutar, Norðurland, Austurland og Suður- land, samanlagt hefur stofninn ekki breyst mjög mikið. Þar náði fjöldi refa lágmarki árið 1971-1972 og var þá talinn vera á bilinu 600-800 dýr. Veturinn 1986-1987 var stofninn talinn vera 1000-1200 dýr og hafði þá fjölgað um þriðjung. Þetta er meðaltal innan þriggja landsfjórðunga og segir þess vegna ekki mikið um einstök svæði. Á sumum svæðum hefur engrar fjölgunar orðið vart og sumstaðar jafnvel fækkunar. Að sögn Páls Hersteinssonar veiði- stjóra, en frá honum eru þessar Stálpaður tófuhvolpur situr yfir bráð sinni refastofnsins séu veiðarnar, en hugsanlega hafi komið upp sýking í stofninum á Suð-Vesturlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Þar sem lítið var farið að fylgjast með sjúkdómum í refum í byrjun átt- unda áratugarins eru ekki til áreið- anlegar skýringar á þessari fækkun. Það þykir hins vegar hugsanlegt að orsök fækkunarinnar hafi að ein- hverju leyti verið svo kallaður refavanki, sem er sjúkdómur er veldur ófrjósemi og fósturláti í tófum. Sjúkdómurinn er ekki bráðsmitandi, hann smitast með eðlun og eins með slefu og munn- vatni. Dýr sem smituð eru af refavanka geta þó komið upp hvolpum og í sumum tilfellum gengur got með eðlilegum hætti. En oftar veldur sjúkdómurinn af- föllum á hvolpum, að einhverju eða öllu leyti. Eins og er er sjúk- dómurinn mjög sjaldgæfur á Suð- vestur- og Vesturlandi og að sögn Páls gæti það stafað af því að hann hefði nærri því útrýmst þegar stof- ninn var í lágmaríci. Refavankinn er aftur á móti mun algengari í dýrum á Austurlandi og Norður- landi og mælist þar mótefni í 25%-65% dýra, mismunandi eftir svæðum. Grenjaskyttur fara seint af stað í ár Vegna óvenjumikilla snjóalaga og þess hve voraði seint, hafa grenjaskyttur víða um land farið seinna af stað nú í sumar til þess að Ieita á grenjum, en venja er til. Þá eru einhver brögð af því að got hafi misfarist vegna klaka og bleytu í grenjum og refaskytta á Norður- landi sem Tíminn hafði samband við taldi ekki ósennilegt að ástand- ið nú hefði verið svipað og það var árið 1949, en þá voraði seint og hvolpadauði var mikill vegna kulda og bleytu. ÁG Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins ber til baka að kratar vilji litlu fórna til að fá Borgaraflokkinn í stjórn: Stendur ekki á krötum Júlíus Sólnes formaður Borgara- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins segir Alþýðuflokksmenn vera til viðræðu um að láta af hendi ráðuneyti til Borgaraflokksins, gangi flokkurinn til liðs við ríkisstjómina. Jón Baldvin sagði mjög skiptar skoðanir um þetta innan Alþýðuflokksins, enda ekki komið tíl niðurstöðu um hvort af stjórnarþátttöku Borgara verður cöð ekki* Utanríkisráðherra sagði öll ráðu- verður stjórnarflokkur eða ekki. neyti hafa verið nefnd í þessu sam- bandi. Áður hefur verið greint frá í Tímanum að alþýðubandalagsmenn séu til umræðu um að gefa eftir samgöngumálaráðuneyti og fram- sóknarmenn dómsmálaráðuneyti og jafnvel eitthvað því til viðbótar. Hvað þetta eitthvað er sem fram- sóknarmenn eru til með að láta af hendi til viðbótar, er ekki að fullu ljóst, en Borgarar hafa lýst áhuga fyrir því að fá heilbrigðisráðuneytið í sinn hlut. Eftir því sem næst verður komist, er um þrjú ráðuneyti að ræða, sem komið gætu til greina að flyttust til, frá krötum, til Borgara- flokksins. Þau eru: Félagsmálaráðu- neytið, viðskiptaráðuneytið og iðn- aðarráðuneytið. Ljóst er að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun verða treg til að láta af ráð- herraembætti og þess vegna líklegra að það ráðuneyti sem kratar gefa eftir til Borgara verði annað hvort ráðuneyti Jóns Sigurðssonar, iðnað- ar- eða viðskiptaráðuneytið. Allt veltur þetta á því sem ekki er ljóst enn, það er hvort Borgaraflokkurinn flokksins er í sumarfríi og mun verða erlendis til 20. þessa mánaðar. Jón Baldvin segir að ekki séu neinar formlegar viðræður í gangi þessa dagana, hins vegar hafi menn hist og málinu sé haldið vakandi. Þingflokk- ar stjómarflokkanna funda þessa dagana og taka þá m.a. ákvörðun um hvað þeir eru tilbúnir að láta af hendi. Engra ákvarðana er aftur á móti að vænta fyrr en formaður Borgaraflokksins kemur aftur heim. Jón Baldvin Hannibalsson segir að til greina komi að Borgarflokkurinn fái ráðuneyti frá Alþýðuflokknum og það megi skoða öll þeirra ráðu- neyti í því augnamiði. Verð á loðnu gefið frjálst Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum á þriðjudag að gefa frjálsa verðlagningu á loðnu til bræðslu. Ákvörðunin nærtilbræðslu loðnu frá byrjun loðnuvertíðar sumarið 1989 til loka hennar 1990. -ABÓ BRANDUGLUUNGIÁ VESTFJÖRÐUM Minkaskyttan Sævar Sigurðsson rakst á sjaldséðan gest á einni af ferðum sínum um Vestfirðina fyrir skömmu. Þar var um að ræða stálpaðan brandugluunga sem var á vappi við vegkantinn. Sævar óttaðist að unginn yrði fyrir bfl, tók hann heim með sér og hafði samband við Ævar Petersen fuglafræðing. Brandugla Timamynd Pjetur Ævar sagði honum að algengt væri að þessir fuglar yfirgæfu hreiðrið áður en þeir væm orðnir almennilega fleygir en móðirin væri venjulega nærri til að fylgjast með og þvi þyrfti ekki að hafa nokkrar áhyggjur af unganum. Sævar fór því með hann aftur og sleppti. „Við fundum ungann við veginn milli Króksfjarðamess og Hóla, á sunnudagskvöldið var. Ég hef ver- ið á minkaveiðum hér á Vestfjörð- um og fylgist vel með öllu fuglalífi og þess vegna rak ég augun í hann. Ég hef aldrei sé brandugluunga áður. Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast þessum unga því hann starir alltaf í augun á manni. Við athuguðum þetta, veifuðum hendi fyrir framan augun á honum og færðum andlitið hratt að honum, en það var alveg sama, hann starði allan tímann beint í augun á okkur. Ef ég fór of næirri, gerði hann sig líklegan til að gogga í andlitið á mér. Einu hljóðin sem komu frá fuglinum vom smellir og skellir í goggnum" sagði Sævar þegar Tíminn hafði samband við hann. Branduglan er eina uglutegund- in sem með vissu getur talist varp- fugl á fslandi, en varpheimkynni hennar em víðsvegar um jörðina. Uglan er þó fremur sjaldgæf hér á landi og telur stofninn aðeins um nokkur hundmð varppör. Hún er fremur stygg og vör um sig og helst á ferðinni í ljósaskiptum þó hún sé bæði dag- og náttfugl. Um tveggja vikna gamlir yfirgefa ungamir hreiðrin en em samt háðir foreldr- unum um matföng í nokkrar vikur eftir að þeir verða fleygir. Brandugla er láglendisfugl og auðþekkt frá öðmm íslenskum varpfuglum. Hún er staðfugl að einhverju leyti en ekki er vitað í hvaða mæli hún heldur sig hér að vetrarlagi. Hljóð uglunnar ein- kennast af gelti, hvæsi og vængja- smellum. Raddir unganna eru lítið þroskaðar framan af en þeir hvæsa þó þegar æti er annars vegar. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.