Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 19. september 1989
Tíminn 3
Fyrirframsamningar um sölu á saltaðri síld:
Samkomulag náðist
við Svía og Finna
Samningar hafa tekist um söluverð og aðra söluskilmála við
saltsfldarinnflytjendur í Svíþjóð og Finnlandi, fyrir komandi
vertíð. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkar söluverðið á
hefðbundnum tegundum um 6-7% frá fyrra ári og er það sem
fyrr í sænskum krónum og finnskum mörkum.
Sem og á undanförnum árum hafa
kaupendur í þessum löndum nokk-
urn frest til að staðfesta endanlegt
samningsmagn, en búist er við að
það verði svipað og selt var með
fyrirframsamningum á sl. ári. J?á
voru seldar á bilinu 60 til 70 þúsund
tunnur, miðað við síldina haus-
skorna og slógdregna, en um er að
ræða allmargar tegundir, þ.m.t.
ýmsar tegundir af flakaðri síld.
Á undanförnum árum hefur tekist
í vaxandi mæli að selja saltsíldina til
Norðurlanda flakaða, ýmist fersk-
flakaða á söltunarstöðvunum eða
flakaða eftir að hún er fullverkuð.
Aðdragandi þessara breytinga er
orðinn alllangur, en vöruþróun þessi
varð öll auðveldari eftir að tilrauna-
stöð Síldarútvegsnefndar tók til
starfa fyrir 4 árum. Frá þeim tíma
hafa um 55 þúsund tunnur af full-
verkaðri síld verið teknar þar til
ýmiskonar flakavinnslu fyrir erlenda
markaði, þar af 25 þús. tunnur frá
sfðustu vertíð. Áætlað er að útflutn-
ingsverðmæti þeirrar síldar, sem
unnin hefur verið á stöðinni frá
byrjun hafi aukist um 140 milljónir
króna miðað við núverandi gengi.
Gert er ráð fyrir að sú starfsemi sem
tilraunastöðin hefur með höndum
flytjist til söltunarstöðva, sem að-
stöðu hafa til slíkrar vinnslu, þegar
aðstæður leyfa.
Samningaumleitanir um fyrir-
framsölu á saltaðri síld til Sovétríkj-
anna eru þegar hafnar en formlegar
viðræður hafa enn ekki hafist og
ennþá liggur ekki ljóst fyrir hvenær
Sovétmenn verða tilbúnir til við-
ræðna.                 - ABÓ
Hvammstangi:
Rekstur Verts-
hússins leigður
Nýr yfirmaður Atluntshufsflota Nató, Frank B. Kelso og Jón Baldvin
I lannibalsson utanrikisráðberra.                    Tímamvnd; Ami Bjarna.
Nýr yfirmaður Atlantshafsflota Nató,
Frank B. Kelso í opinberri heimsókn á íslandi:
Varaflugvöllur
radar og vatn
Egill Egilsson matreiðslumaður á
Hvammstanga hefur tekið rekstur
Vertshússins á leigu frá 1. september
sl. og er leigutíminn 1 ár. Vertshúsið
sem er hótel þeirra Hvammstanga-
búa var úrskurðað gjaldþrota í síð-
asta mánuði og í kjölfar þess auglýsti
skiptaráðandi rekstur þess til leigu.
Rekstur Vertshússins var búinn að
vera erfiður alllengi. í byrjun þessa
árs bað stjórn hússins um greiðslu-
stöðvun sem siðar var framlengd.
Þegar ljóst var að skuldir fyrirtækis-
ins voru orðnar meiri en eignir
ákvað stjórn hlutafélagsins að fara
fram á gjaldþrotaskipti. Ekki liggur
enn fyrir um hvað stórt gjaldþrot er
að  ræða  en  kröfulýsingarfrestur
rennur út í næsta mánuði. Stærstu
kröfuhafar munu vera Ferðamála-
sjóður, Sparisjóður V-Húnavatns-
sýslu og Byggðasjóður. í samtali við
Egil Egilsson kom fram að ekki eru
fyrirhugaðar stórvægilegar breyting-
ar á rekstri Vertshússins frá því sem
verið hefur, gistiaðstaða verður opin
allan sólarhringinn en matsala frá kl.
12-20 nema um helgar þá verður
opið frameftir nóttu. Hótelið er í
nýlegu húsnæði og ágætlega búið
tækjum. Pað eina sem vantar að
sögn Egils eru fleiri gestir en um þá
er harður slagur yfir sumartímann
þar sem tvö Eddu hótel eru starfrækt
skammt frá Hvammstanga.   - ÖÞ
„Við áttum gagnlegan vinnufund
í gærmorgun þar sem við fyrst og
fremst ræddum samskipti íslendinga
við varnarliðið. Það var farið yfír
býsna mörg mál, meðal annars upp-
byggíngu nýju radarstöðvarna og
um hlut íslendinga við gerð hugbún-
aðar fyrir þær, vatnsveituna nýju á
Suðurnesjum, niðuTstöður æfing-
anna á s.l. vetri og fleira af því tagi.
Pá bar varaflugvallarmálið á góma,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra á stuttum blaða-
mannafundi með nýjum yfirmanni
Atlantshafsflota Atlantshafsbanda-
lagsins, Frank B. Kelso aðmíráli.
Kelso kom í opinbera heimsókn í
boði utanríkisráðherra í gær en hann
er nýlega tekinn við þessari stöðu en
undir hana heyrir m.a. yfirstjórn
herstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli.
Kelso sagði í gær að nýlegir merk-
isviðburðir í A-Evrópu tengdust án
minnsta vafa styrk og samheldni
Natóríkjanna og nú væri tækifæri til
að styrkja enn frekar þróun í átt til
friðar og stjórnmálalegs frelsis í
álfunni.
J?ó væri það enn sem fyrr nauðsyn-
legt fyrir Vesturveldin að sýna styrk
og hyggindi og glata ekki getunni til
að snúast til varnar ef nauðsyn
krefði.                   - sá
Hamarinn
afhjúpaður
Síðastliðinn föstudag var lista-
verkið Hamar, eftir Gest Þor-
grímsson, afhjúpað á lóð Lækjar-
skóla í Hafnarfirði. Verkið er gert
í tilefni 60 ára afmælis skólans á
núverandi stað og er gefið af
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og
Listaverkasjóði ríkisins. Það var
núverandi skólastjóri Lækjarskóla
Björn Ólafsson sem átti hugmynd-
ina að uppsetningu verksins, en á
myndinni sést Þorgeir Ibsen fyrr-
verandi skólastjóri afhjúpa Ham-
arinn, sem kenndur er við klettinn
Hamar í Hafharfírði.      - ÁG
Heildarupphæð  vinninga
16.09. var 4.939.856,-.
1 hafði 5 rétta og fær hann
kr. 2.279.694,-
Bónusvinninginn fengu 4
og fær hver kr. 98.565,-.
Fyrir 4 tölur réttar fær hver
5.113,- kr. og fyrir 3 réttar
tölur fær hver um sig 361,-
kr.
Sölustaðir loka 15 mlnútum fyrír útdrátt f
Sjónvarpinu.
Sínii 685111".
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína99 1002

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16