Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 5. október 1989 Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrí kisráðherra íslands á 44. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 4. október 1989: Góðirhnettirvandfundnir Ég vil í upphafi taka undir með fyrri ræðumönnum og árna yður heilla, herra forseti, vegna kjörs yðar sem forseta 44. allsherjarþings- ins. Ég fullvissa yður jafnframt um að íslenska sendinefndin mun veita yður fullan stuðning í störfum yðar. Nýtt tímabil alþjóðasamskipta Þar sem íslendingar byggja eyju sem aðskilin er frá grannþjóðum af víðáttu úthafsins, má vera að þeir geri sér betur en flestar þjóðir grein fyrir því hversu fjarlægðirnar hafa haft æ minni þýðingu í alþjóðamálum. Hin nánu tengsl sem mynduð hafa verið meðal þjóða koma greinilega fram á hinum ýmsu stigum - á sviði tækni, efnahagsmála og umhverfis- mála. Þess vegna vex nú meðvitund þjóða heimsins um heildarhagsmuni þeirra og sameiginleg örlög. Það er ekki einungis óhjákvæmi- leg söguleg þróun sem liggur því að baki að málefni sem áður þóttu vera einkamál þjóðríkja varða nú alla heimsbyggðina. Þar hafa beinar aðgerðir á sviði stjórnmála einnig skipt máli. Hinar viðamiklu breyt- ingar sem nú eiga sér stað í samskipt- um austurs og vesturs, eins og nýlega hefur komið fram í tvíhliða viðræð- unr Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, hafa sýnt okkur fram á að árangursrík stjórnmálaforusta getur haft úrslitaáhrif. Við höldum nú inn í nýtt tímabil alþjóðasamskipta þar sem mögulegt virðist vera að breyta í grundvallar- atriðum þeim pólitíska, hugmynda- fræðilega ágreiningi, sem dregið hefur víglínu um Evrópu þvera, og eitrað samskipti austurs og vestur á tímabilinu eftirseinni heimsstyrjöldina. Það krefst pólitísks vilja og ímyndunarafls til að ryðja nýjar brautir í alþjóðasam- skiptum ef komast skal farsællega gegnum núverandi breytingaskeið. Samtímis er nauðsynlcgt að taka tillit til þeirrar áhættu og óvissu sem því fylgir. Tilraunir til að vinna bug á grun- semdum og tortryggni í samskiptum austurs og vesturs hafa stuðlað að því að skapa umhverfi þar sem tækifæri býðst til að veita auðlindum frá hinu kostnaðarsama hernaðar- kapphlaupi til jákvæðari verka á alþjóðavettvangi. Það er því enginn vafi að ntinnkandi spenna milli aust- urs og vesturs mun einnig stuðla að bættum samskiptum norðurs og suðurs. Aukið gildi alþjóðalaga Mér þykir hlýða að votta aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna virðingu mína vegna hins mikilvæga framlags hans til lausnar á alvarlegum milliríkjadeilum og svæðisbundnum deilum, og styrkja þar með hlutverk og ímynd Samein- uðu þjóðanna. Til aukins styrks Sameinuðu þjóð- anna heyrir næmari skilningur og gildi laga í samskiptum ríkja. Það er sérstakt fagnaðarefni óvopnaðri þjóð, sem barðist fyrir sjálfstæði sínu án þess að grípa til ofbeldis, að meðvitund samfélags þjóðanna um gildi alþjóðalaga er að aukast. Breytingar á stöðu mála í heimin- um gefa nú Sameinuðu þjóðunum tækifæri sem aldrei hafa gefist áður. Þar sem hugarfar kalda stríðsins er nú á undanhaldi getur stofnunin í fyrsta sinn gert sér raunhæfar vonir um að gera megi hugsjón sáttmála hinna Sameinuðu þjóða að veru- leika. Um leið hafa Sameinuðu þjóð- irnar sem stofnun öðlast meiri áhrif til að koma fram breytingum. Verndun umhverfisins Það má líta á okkur sem nú lifum sem gesti, sem aðeins hafa skamma um hér hljótum við að gegna þeim skyldum að varðveita sameiginlega arfleifð forfeðra okkar og vernda lífsskilyrði afkomenda okkar, kom- andi kynslóða. ísland byggir afkomu sína að lang- mestu leyti á nýtingu auðlinda hafsins. Verndun umhverfisins er íslendingum mál upp á líf og dauða hvorki meira né minna. Við erum þakklát fyrir það frum- kvæði sem tekið hefur verið á mörg- um sviðum umhverfisverndar á al- þjóðavettvangi; það tekur til vernd- ar ósónlagsins, mengunar sem berst langar leiðir milli ríkja og nú síðast flutnings hættulegra efna milli landa. Fyrir tveimur árum fögnuðum við hér skýrslu Alþjóðanefndarinnar um umhverfi og þróun, sem hinn nor- ræni stjórnmálaleiðtogi, Gro Har- lem Brundtland, veitti forstöðu. f skýrslunni var ástandi umhverfisins lýst og tillögur gerðar um aðgerðir til frambúðar. Á þessu ári hófum við undirbúningsstarf að ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem halda á árið 1992. Með þessum aðgerðum er brugð- ist við þörf sem heimsbyggðinni er sífellt að verða Ijósari. Meðal iðn- væddra þjóða lítum við inn í hinn skuggalega bakgarð þeirrar menningar sem við höfum skapað, hvort sem er á landi, á hafi eða í andrúmsloftinu. Það er að verða öllum Ijóst, ekki síst leiðtogum þró- unarlandanna, að hagvöxtur næst ekki nema dregið verði úr fátækt og umhverfið verndað. Við erum nú vitni að því að loftslag á jörðinni fer hlýnandi, hin- um svonefndu gróðurhúsaáhrifum, regnskógar hitabeltisins eyðast, skóglendi minnkar, súrt regn fellur til jarðar, eyðimerkur þenjast út og ósónlagið eyðist. Rétt er að minna íbúa meginland- anna á þá staðreynd að höf þekja yfir 70% afyfirborði hnattarins. Þau eru og munu í framtíðinni verða grundvöllur lífins á jörðinni. Fyrir þjóð mína, íslensku þjóðina, er verndun auðlinda hafsins óumdeilt forgangsmál. Eins og sagt er á ís- lensku: „Föðurland vort hálft er hafið“. hafsins sem varaforða heimsins. Vaxandi mengun hafanna, sem ekki er síst að kenna geislavirkni og þeim ósið að nota úthöfin sem sorphaug, er því verulegt áhyggjuefni, ekki einungis strandríkjum, heldur einnig öllum heimi. Við getum borið þessa þróun mála saman við þá ógnun sem stafar af völdum gereyðingarvopna sem geta haft jafnvcl cnn meiri eyðilegg- ingu í för með sér. Við þurfum aðeins að minnast þeirrar eyðilegg- ingar sem slík vopn ullu í lok síðustu heimsstyrjaldar. f græðgi sinni og skammsýni virð- ist sú lífvera sem drottnar yfir jörð- inni og veitt hefur sjálfri sér heiðurs- nafnbótina „hinn viti borni maður“ ekki einungis reiðubúin til að leiða hjá sér afleiðingar gerða sinna fyrir móður jörð, heldur er hún jafnframt tilbúin að heyja algert stríð gegn náttúrunni, jafnvel tilbúin að tor- tíma henni. Mér var brugðið við að heyra þau dapurlegu tíðindi frá höfundum Brundtland-skýrslunnar að 6 millj- ónir hektara af arðbæru þurrlendi yrðu árlega að gagnslausri eyði- mörk; og að árlega eyddust yfir 11 milljónir hektara skóglendis. Á þremur áratugum næði slík eyðing til landsvæða á stærð við Saudi- Arabíu og Indland. Skýrslan varar okkur við þeim afleiðingum mann- legra athafna sem leiða til stórfelldra breytinga á lífríki jarðar og ógna fjölda lífvera, sem hana byggja, þar á meðal manninum. Réttarreglur um umhverfisvernd Er staða okkar vonlaus gagnvart þeim hættum sem steðja að jörðinni? Ég svara neitandi. - Telja má að aðgerðir þar, sem ég vísaði til áðan, grundvallist á viðurkenningu á þeirri lagaskyldu að okkur beri að vinna saman til að vernda okkar sameigin- legu heimkynni. Þá skyldu má rekja til grundvallarreglna sáttmála Sam- einuðu þjóðanna, sem mæla fyrir um störf okkar hér á þinginu. Meg- inreglur sáttmálans kveða á um skyldur mannkyns og ríkisstjórna og menga hvorki jörðina né stunda vægðarlausa rányrkju á náttúruauð- lindum okkar. skyldur sem eru siðrænar og siðferð- islegs eðlis. Gerðir okkar í fortíð, nútíð og framtíð mynda órofa vist- fræðilega heild. Biblían minnir okk- ur á að það sem maður sáir það mun hann og uppskera. Allsherjarþingið hefur samþykkt ályktanir þar sem nokkrar þær reglur koma fram sem að þessu lúta. Þeirra á meðal eru ályktunin frá 1982 þar sem alheimsyfirlýsing um náttúruna var samþykkt. Hér á þinginu hefur verið tekið undir reglur Stokkhólms- yfirlýsingarinnar sem samþykkt var í lok ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins árið 1972. Einnig má nefna 55. gr. Viðbótar- bókunar I við Genfarsamningna frá 1949. Árið 1982 samþykktu þjóðir heims Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en í XII. hluta hans eru mikilvægákvæði um umhverfisvernd hafsins. Niðurstaða Brundtland- nefndarinnar var sú, að „stærsta skrefið, sem þjóðir heims gætu tekið í þágu vistkerfis hafsins, sem nú er ógnað, væri að fullgilda samning- inn“. Meðal hinna 24 reglna alheimsyf- irlýsingarinnar um náttúruna eru ákvæði um að virða skuli náttúruna og að ekki skuli stofna í hættu lífvænleika erfðavísa á jörðinni. Viðbótarbókun I viðGenfarsamn- ingana kveður á um að þess skuli gætt í stríði að hlífa náttúrulegu umhverfi við varanlegum og óbætan- legum skaða. Hópur lagasérfræðinga sem vann fyrir Brundtland-nefndina setti fram meginreglur, sem til dæmis lýstu yfir grundvallarrétti allra manna til heilbrigðs umhverfis. Það er þó Hafréttarsamningurinn sem getur orðið okkur aflvaki til frekari aðgerða á þessu sviði. Þjóð mín, og margar þjóðir meðal þróun- arríkja, eru stoltar af því að við vorum á undan samtíð okkar þegar þessari „stjórnarskrá" hafsins. í hafréttarsáttmálanum má finna skuldbindinguna um vernd og varð- veislu auðlinda hafsins með sam- vinnu milli ríkja á alþjóða- og svæð- isbundnum vettvangi. Að okkar mati eiga ákvæðin um bann við losun úrgangsefna og mengun and- rúmsloftsins að fá lagagildi. Sjónarmið og tillögur íslands Ríkisstjórn íslands er þeirrar skoðunar að styrkja beri núgildandi alþjóðasamninga um umhverf- isvernd. Til eru ýmsir samningar sem gilda um sérstök svið umhverf- isverndar, en þörf er á nýjum, til dæmis hvað snertir loftslagsbreyting- ar. Kanna ber ný svið og því fögnum við frumkvæði Möltu um að leggja til nýjan lið á dagskrá þingsins um umhverfisvernd utan forráðasvæðis ríkja. Við erum þó einnig þeirrar skoðunar að við getum stigið fleiri skref með því að nýta þá reynslu sem fékkst við gerð Hafréttarsamnings- ins. Leggja ætti grunn að nýjum gagnorðum löggerningi, þar sem settar yrðu fram reglur um réttindi og skyldur ríkja sem giltu almennt um öll svið umhverfisverndar. Regl- ur þessar skyldu gilda um rétt allra manna til heilbrigðs umhverfis, kvöðina til að varðveita náttúruauð- lindir og viðhalda líffræðilegri fjöl- breytni; og þær ættu að mæla fyrir um réttinn til nýtingar náttúruauð- linda með þeim hætti að fenginn væri besti langtímaafrakstur, til þess að hamla gegn rányrkju. Þessar reglur ættu að mæla fyrir um að ástand umhverfisins yrði metið eftir stöðluðum viðmiðunum og að ríkj- um sé skylt að vinna saman að umhverfisvernd. Það væri við hæfi að allsherjarþingið sjálft staðfesti fyrirætlanir sínar í þessu efni með því að taka nauðsynleg skref til að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. undirbúa slíkan samning, annað hvort á eigin vegum eða við undir- búning ráðstefnunnar um umhverfi og þróun, árið 1992. dómari við Alþjóðadómstólinn, hef- ur nrinnt okkur á, að „góðir hnettir eru vandfundnir“. Við skulum því láta okkur skiljast og viðurkenna í auðmýkt að við verðum að lifa í friði, ekki einungis okkar í milli, heldur einnig við móður jörð. Þróun mála í Mið* og Austur-Evrópu Breytingar í átt að auknu efna- hagslegu og pólitísku frelsi í Mið- og Austur-Evrópu hafa orðið örari og róttækari en áður var búist við. Þróun mála sýnir, sérstaklega í Pól- landi og Ungverjalandi, að lönd Austur-Evrópu eygja nú tækifæri til að kasta fyrir róða pólitísku og efnahagslegu kerfi sem varþröngvað upp á þau í kjölfar síðari heimsstyrj- aldarinnar, kerfi sem var menningar- arfleifð þeirra öldungis framandi, og stórskaðlegt fyrir efnahagslegar framfarir þeirra. Þessi þróun á mikinn þátt í að leggja grunninn að bættum sam- skiptum austurs og vesturs. En við verðum að gera okkur grein fyrir því, að breytingar innan Austur- Evrópu eiga sér ekki stað í einangr- un frá umheiminum. Það kann að fara eftir viðbrögðum umheimsins að verulegu leyti, hvort hinar innri breytingar ná því stigi að ekki verði aftur snúið. Því þarf að styðja þær breytingar sem nú ryðja sér til rúms í Austur- Evrópu. Þær færa okkur einstakt tækifæri til að gerbreyta samskiptum austurs og vesturs; tækifæri til að tryggja varanlegan frið, sem ljær aðgerðum á sviði stjórnmála meiri þunga og hemaðarráðstöfunum. Takmörkun vígbúnaðar og afvopnun á og í höfunum í kjölfar þess að minni líkur eru á beitingu hervalds í samskiptum aust- urs og vesturs en nokkru sinni fyrr frá lokum seinni heimsstyrjaldar er takmörkun vígbúnaðar og afvopnun í brennidepli. Þessber þó að gæta að takmörkun vígbúnaðar komi ekki í staðinn fyrir raunverulegan árangur á öðrum sviðum samskipta austurs og vesturs. Það á ekki sízt við um mannréttindamál. Niðurstöður Vín- arfundar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu í janúar sl. voru yfirvegaðar og hafa stuðlað að því að setja þá þætti öryggismála, sem á dagskrá eru, í rétt samhengi. Það fer þó ekki á milli mála að árangur á sviði takmörkunar vígbún- aðar hefur haft jákvæð áhrif langt út fyrir þann ramma sem lýtur að eiginlegum öryggismálum. Það er ekki síst mikilvægt að árangur náist innan tíðar í þeim samningaviðræð- um í Vín um hefðbundin vopn og traustvekjandi aðgerðir í Evrópu sem fram fara á vegum Ráðstefnunn- ar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Samkomulag um að eyða því mis- vægi sem ríkir á sviði hefðbundinna vopna myndi ryðja úr vegi mikil- vægri orsök þeirrar spennu sem ríkt hefur milli austurs og vesturs, og stuðla að breytingum á pólitískum samskiptum í Evrópu. Líkurnar á raunverulegum árangri í afvopnunarviðræðum hafa einnig aukist verulega eftir að Bandaríkin og Sovétríkin lýstu yftr vilja sínum til að hætta framleiðslu efnavopna og eyðileggja þær birgðir sem fyrir eru. Við lýsum ánægju okkar með tillögur Bush, Bandaríkjaforseta, inu í síðustu viku og viðbrögðum sovéskra stjórnvalda við þeim. Fækkun hins gífurlega magns kjarnavopna er engu veigaminni prófraun fyrir samskipti austurs og vesturs en samningaviðræður um hefðbundin vopn og traustvekjandi aðgerðir í Evrópu. Ef draga má einhvern lærdóm af fortíðinni má telja ólíklegt að tímabil samvinnu renni upp, nema það takist að hafa hemil á samkeppninni um kjarna- vopn. Samningurinn um útrýmingu meðaldrægra kjarnavopna á landi hefur sýnt eftirminnilega fram á hvernig veruleg fækkun kjarna- vopna getur stuðlað að bættu öryggi. Því er full ástæða til að fagna þeim árangri sem nýlega hefur náðst við að ryðja úr vegi hindrunum fyrir gerð samnings um fækkun lang- drægra kjarnavopna. Sáárangursem náðst hefur í því skyni að hægt verði að staðfesta samninginn um tak- mörkun tilrauna með kjarnavopn neðanjarðar og samninginn um kjarnorkusprengingar í friðsamleg- um tilgangi er nauðsynlegt skref í þá átt að setja allsherjarbann við tilraun- um með kjarnavopn. Af hálfu íslands hefur sú skoðun verið sett fram að þegar samninga- viðræðurnar í Evrópu hafa skilað viðunandi árangri eigi traustvekj- andi aðgerðir og takmörkun vígbún- aðar að ná til hafsvæða. Þrátt fyrir að nokkrir samningar nái til haf- svæða hefur þeim ekki verið gert hátt undir höfði í afvopnunarviðræð- um. Full ástæða er til að beina at- hyglinni meira en gert hefur verið að vígbúnaðarkapphlaupinu á höfun- um í því augnamiði að tryggja ör- uggara umhverfi hafsins. Það er okkur því ánægjuefni að á því er vaxandi skilningur að ekki er síður nauðsynlegt að efla stöðug- leika og traust á höfunum en á landi. Á því er einnig aukinn skilningur að traustvekjandi aðgerðir á höfunum verða að vera í samræmi við megin- regluna um frelsi til siglinga og taka mið af þeirri staðreynd að ríki eru í mismunandi miklum mæli háð höfunum og tryggum flutningaleið- um um þau. Viðræðurnar um langdræg kjarna- vopn gefa vonir um verulega fækkun þeirra, einnig þeirra sem eru á og í höfunum. Að okkar mati ætti einnig að hafa í huga hinn mikla fjölda annarra kjarnavopna, sem ætluð eru sjóherjum, sem viðfangsefni í við- ræðum um afvopnun og traustvekj- andi aðgerðir á höfunum. Oryggis- og umhverfismál tengjast í auknum mæli. Þjóðir sem byggja afkomu sína á auðlindum hafsins hljóta að taka mengun þess alvar- lega. Endurtekin slys sovéskræ kjarnorkukafbáta minna okkur á hinar ægilegu afleiðingar sem af þeim gæti leitt ef þau ættu sér stað á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.