Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 18. október 1989 Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða starfsmann til starfa hálfan daginn, eftir hádegi, til símsvörunar og almennra skrifstofustarfa. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsækjendur skulu senda skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til Sjávarútvegsráðuneytisins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, fyrir 27. október n.k. Sjávarútvegsráðuneytið 16. október 1989. Menntamálaráðuneytið Lausar stöður við framhaldsskóla Menntaskólinn við Sund: Kennarastaða í dönsku er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja vík fyrir 11. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! uíumferðar Uráð hh um vegmn! t Eiginkona mín Margrét Friðriksdóttir frá Kópaskeri, Hamraborg 14, Kópavogi verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. F.h. aðstandenda Þórhallur Björnsson. Jón Baldvin Hannibalsson og Vigdís Finnbogadóttir í Genf: Undirbúningur að viðræðum við EB gengur framar vonum „í ræðu minni hjá ráðgjafa- nefndinni í Genf á mánudag fjallaði ég um þrennt: í fyrsta Iagi lagði ég mat á árangur undirbúningsstarfs EFTA og undanfarinna viðræðna við Efnahagsbandalagið hingað til í samanburði við þær væntingar sem menn gerðu sér eftir Oslóar- yfírlýsingu leiðtoga EFTA-ríkj- anna,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Tímann. „í annan stað gerði ég grein fyrir niðurstöðum starfshópa sem þegar liggja fyrir og samningsstöðu EFTA gagnvart EB þó með þeim fyrirvara er varðar fimmta starfshópinn sem ekki hefur lokið störfum og lýkur ekki störfum fyrr en 24. okt. Þó gerði ég grein fyrir meginhugmynd- um og tillögum sem verið hafa að gerjast í umræðunni án þess að gefa niðurstöðu fyrirfram. í þriðja lagi gerði ég grein fyrir framhaldi málsins til loka þessa árs; hvað væri framundan Eftamegin og hvað varðar Evrópubandalagið til undirbúnings lokafundinum 19. des- ember í París þar sem utanríkisráð- herrar beggja aðila munu að lokum hittast til að meta hvort undirbúning- ur sé það vel á veg kominn að hægt sé að taka ákvörðun um það að hefja samningaviðræður í byrjun næsta árs,“ sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagðist telja að árangur þessa starfs hefði hingað til verið framar vonum. Fjórir starfs- hópar hefðu fjallað um hver sitt sérefni; fríverslun með vörur, frjálst Jón Baldvin Hannibalsson utanrflds- ráðherra. flæði fjármagns og þjónustu, um rétt einstaklinga og fjölskyldna til at- vinnu og búsetu og síðan fjórði hópurinn sem fjallaði um sérstök samstarfsverkefni, svo sem eins og menntamál, vísindi, umhverfismál. Starfsáætlanir þessara hópa hefðu allar staðist og þeir hefðu þegar skilað bráðabirgðaniðurstöðum fyrir fyrsta áfanga könnunarviðræðna sem fram fóru 25. júlí s.l. Um niðurstöðurnar mætti segja að kom- ið hefði á daginn að EFTA-ríkjunum hefði gengið betur en efasemdar- menn hefðu ætlað, að samræma sjónarmið sín og finna sameiginleg- um samningsgrundvöll. „Það mál sem flóknast er og pólitískt viðkvæmast að sumra mati er spurningin um þær breytingar sem gera verður á stofnunum og vinnubrögðum EFTA til að tryggja stjórnun á hinu sameiginlega evr- ópska efnahagssvæði. Jafnframt er þetta lokamarkmið þessara við- ræðna,“ sagði Jón Baldvin. Jón sagði að fríverslun með fisk- afurðir varðaði fslendinga hvað mest. Þetta væri þó ekki lengur einkamál íslendinga þar sem náðst hefði fram á Oslóarfundinum í mars að EFTA samþykkti að taka upp fríverslun með fiskafurðir og sú meginregla kæmi til framkvæmda um mitt næsta ár. Þá óskuðu EFTA- ríkin þess sameiginlega að fríverslun verði með fiskafurðir á markaðs- svæðum EFTA og EB. Á mánudag fundaði sá starfshópur EFTA, sem fæst við málefni atvinnu- lífs og vinnumarkaðar. Á fundinum var Ólafur Davíðsson hagfræðingur FÍI endurkjörinn formaður í þriðja sinn. í gær var Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands í opinberri vinnu- heimsókn í Genf og jafnframt átti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra tveggja tíma fund með forseta Sviss sem jafnframt er efna- hags- og atvinnumálaráðherra landsins. Áætlað er að undirbúningsfund- unum, sem haldnir verða ekki ein- ungis í Genf heldur í mörgum lönd- um EFTA-ríkjanna, Ijúki með óformlegum fundi utanríkisráðherra ríkjanna þann 27. október. n.k. Á þeim fundi verða lagðar frain niður- stöður ráðgjafanefndanna í fyrsta sinn og þær ræddar. -BG/sá VMSÍ þingið hafnaði tilmælum frá Hlíf í Hafnarfirði: Engan frjálsan inn- flutning á búvörum í tillögu um kjaramál frá fulltrúum verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði á þingi VMSÍ var þess krafist að leyfður yrði frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum og jafnframt yrði verð á dilkakjöti og öðrum íandbúnaðarafurðum stórlækkað. Tillögu þessari var vísað til nefnd- ar eftir fyrstu umræðu. Þar var tillögunni hafnað sem sjálfstæðu máli og því ekki vísað til þingsins til frekari umræðu. Meirihluti nefndar- manna taldi að ekki gengi að gera um helming íslenskra bænda gjald- þrota á nánast svipstundu en það yrði raunin kæmist tillagan í framkvæmd. Það voru einkum konur í nefnd- inni auk fulltrúa verkalýðsfélaga af Suðurlandi og Borgarfirði sem ekki gátu sætt sig við þann hluta tillög- unnar sem fjallaði um frjálsan inn- flutning landbúnaðarvara. Lyktir urðu þær að tilmælin um frjálsan innflutning voru felld niður en önnur atriði tillögunnar voru síðan felld inn í tillögu að kjaramála- ályktun 15. þings VMSÍ. Hins vegar lagði nefndin til að nýrri stjórn VMSÍ yrði falið að gangast fyrir viðræðum við samtök bænda um verðlagsmál landbúnaðarafurða. -sá Mannanöfn endurskoðuð Menntamálaráðuneytið hefur skipað starfshóp til að endurskoða frumvarp til laga um mannanöfn, sem lagt var fram á tveimur löggjaf- arþingum 1971 og í síðara skiptið vísað til ríkistjórnar. Sem kunnugt er gilda hér á landi mjög strangar reglur sem settar voru 1925. Starfshópnum er ætlað að skila ráðuneytinu niðurstöðum sínum, þ.e. endurskoðuðu frum- varpi með greinargerð fyrir 1. des- ember nk. -ABÓ Landsamtök heimavinnandi fólks: Heimilisstörf metin að verðleikum Landsamtök heimavinnandi fólks voru stofnuð á 300 manna stofnfundi á Holiday Inn á laugar- daginn. Helstu baráttumál þessara samtaka er að heimvinnandi fólk njóti sömu réttinda og fólk á úti á vinnumarkaðinum, einkum hvað varðar aðgang að lífeyrissjóði og eins gagnvart skattakerfinu. Er það krafa samtakanna að heima- vinnandi fólk njóti 100% persónu- frádráttar í stað 80% frádráttar eins og nú er. Það er mat samtak- anna að auka þurfi veg heimilis- starfa í þjóðfélaginu m.a. með því að þau verði metin að verðleikum sem starfsreynsla þegar sótt er um störf á almennum vinnumarkaði. Á stofnfundinn mættu fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem gerðu grein fyrir stefnu flokka sinna í fiölskyldumálum. Guðmundur Ágústsson alþingismaður gerði grein fyrir skipulagi og uppbygg- ingu samtakanna en hann var í forsvari fyrir nefnd sem falið hafði verið að semja reglur um það efni. Formaður Landsamtaka heima- vinnandi fólks var kjörin Ragn- heiður Ólafsdóttir, en Arndís Tómasdóttir varaformaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.