Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						8 Tíminn
Miövikudagur 8. nóvember 1989
inn samning
Samningar ekki
Frá blaðamannaf undinum í gær þar sem þeir Mitterand, Steingrímur og Jón Baldvin greindu frá árangursríkum viðræðum sínum fyrr um daginn.
EFTIR STEFÁN ÁSGRÍMSSON
Mitterand Frakklandsforseti ræddi í
gær við Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson í
Reykjavík um samskipti Efnahagsbanda-
lagsins og EFTA og viðræður um efna-
hagssvæðið Evrópu.
Flugvél Frakklandsforseta lenti á
Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegið í
gær. Á móti Mitterand tóku Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra, Guð-
mundur Benediktsson ráðuneytisstjóri,
Sveinn Björnsson siðameistari, sendi-
herra Frakklands o.fl.
Ekið var síðan rakleiðis að Ráðherra-
bústaðnum við Tjarnargötu þar sem ekki
var tvínónað við hlutina heldur hófust
viðræður forsetans og íslensku ráðherr-
anna með það sama og stóðu með litlum
hléum fram undir kl 15 er blaðamanna-
fundur hófst að Hótel Sögu.
Viðræðurnar voru óformlegar og engar
skriflegar yfirlýsingar voru gefnar að
þeim loknum. Tilefni heimsóknar Mitter-
ands er þó það að hann kemur hingað til
íslands sem forystumaður Efnahags-
bandalags Evrópu til viðræðna við þá
sem forystu hafa af hálfu EFTA í viðræð-
um við EB um að Evrópa verði eitt
efnahagssvæði 1992 en Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra hefur
stýrt þeim viðræðum af hálfu EFTA
undanfarið.
Undirbúningsviðræður hafa staðið yfir
undanfarnar vikur í Genf og víðar og
málið hefur nú náð því stigi að óðum
nálgast sá tími að beinar samningavið-
ræður milli bandalaganna tveggja hefjist.
Það mun verða strax eftir áramótin svo
fremi að náist innbyrðis samkomulag hjá
báðum bandalögunum um það efni á
ráðherrafundum bandalaganna sem
verða um og upp úr miðjum desember
n.k.
Gagnlegar viðræður
Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra stýrði fundinum og byrjaði með því
að bjóða Frakklandsforseta velkominn
og sagði að viðræður þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráherra við
hann hefðu verið afar jákvæðar og þeir
utanríkisráðherra hefðu fundið góðan
skilning Mitterands á nauðsyn þess að
Evrópa yrði eitt efnahagssvæði. J?eir
hefðu jafnframt lýst vilja EFTA til þess
að svo mætti verða.
Mitterand sagði síðan að markmið
bandalaganna beggja væri að skapa frjáls-
an innri markað í Evrópu og slíkt hefði
vissa áhættu í för með sér hvað varðaði
einstaka sérþætti. Mitterand var spurður
um hvort fiskveiðar og fisksala yrði
akkillesarhæll íslendinga í hugsanlegu
efnahagssamstarfi Evrópu sem hugsan-
lega gæti útilokað þá frá Evrópumark-
aðnum eða hins vegar gert þá ómynduga
í sambandi við yfirráð yfir þeirra helstu
auðlind, fiskinum innan lögsögunnar.
Mitterand sagði að einhverja millilausn
hlyti að þurfa að finna sem íslendingar og
aðrir aðilar gætu sætt sig við og ekki bryti
í bága við fjórþætt markmið Efnahags-
bandalagsins um frjáls vöruskipti, Frjáls-
ar hreyfingar fjármagns- og þjónustu og
frjálsan rétt fólks til búsetu og atvinnu.
Bent var á að reglur EB kveða á um
gagnkvæman rétt þjóða innan efnahags-
lögsögu hverrar annarar og hvort að
einhverjar undanþágur frá því kæmu til
greina varðandi íslenska fiskveiðiland-
helgi í ljósi þess að 75% af tekjum
íslendinga byggjast á fiskveiðum.
Enginn samningur án
undantekninga - Enginn
samningur bara undantekningar
Mitterand svaraði að væru engar
undanþágur þá væri enginn samningur.
Ef samningur er eintómar undanþágur þá
væri heldur enginn samningur. Taka
mætti sem dæmi að íslendingar og Norð-
menn teldu sig þurfa sérstakar undanþág-
ur vegna fiskveiða, Svisslendingar færu
fram á undanþágur vegna fjármálastarf-
semi sinnar, Austurríkismenn teldu sig
þurfa undanþágur vegna flutningamála.
Héldi þessi listi áfram að lengjast, hvers
konar samning yrði þá eigihlega um að
ræða?
Hins vegar hlytu alltaf að verða ein-
hverjar undanþágur og þar sem efnahag-
ur íslendinga byggðist að svo miklu leyti
á fiskveiðum væri á ferðinni mikið vanda-
mál sem taka þyrfti sérstaklega á.
Mitterand sagðist síðan hafa minnt
íslensku ráðherrana á að árið 1974 þegar
deilur voru uppi í EB um kvóta á
landbúnaðarafurðir, einkum mjólk, hefði
hann sjálfur verið talsmaður íra í því máli
innan bandalagsins sem hann veitti for-
ystu í þann tíð. Varðandi fiskveiðimálin
og sérstöðu íslendinga að því leyti hlyti
það nú að vera í verkahring diplómata og
embættismanna að komast niður á tillögu
að lausn á málinu.
Sérstaða íslands
skýrð fyrir Mitterand
Forsætisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson skaut hér inn í að þeir Jón
Baldvin hefðu haft gott tækifæri til að
skýra þessi mál fyrir Mitterand og hefðu
þeir fundið að forsetinn skildi glöggt
hversu þetta mál varðaði íslendinga'
miklu og kvaðst viss um að þeir ættu hauk
í horni í Mitterand þegar til samningavið-
ræðnanna kæmi í byrjun næsta árs.
Mitterand hefði verið gerð grein fyrir því
að fiskveiðar og -iðnaður væru iðnaður
íslendinga og nauðsynlegt yrði að tak-
marka f járfestingar erlendra aðila þannig
1,1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16