Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriðjudagur 21. nóvember 1989
Tíminn  5
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að verði ekki samið um sölu á síld og öðrum
sjávarafurðum til Sovétríkjanna á næstunni sé grundvöllur fyrir slíkum viðræðum brostinn:
Rússum refsað fyrir
að kaupa ekki síld?
Umræður utan dagskrár um sfldarsölusamninga við Sovét-
menn fóru fram á þingi í gær að ósk Matthíasar Á. Mathiesen.
Hann gagnrýndi aðgerðir ríkisstjórnarínnar í málinu, sérstak-
lega þá ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra, að
undirríta samning um kaup á olíu frá Sovétríkjunum, áður en
gengið hafi veríð frá sfldarsamningum. Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra sagði í umræðunni að ef ekki næðust
fijótlega samningar um sölu á sfld, freðfiski og lagmeti til
Sovétríkjanna, hefði það mjög alvarleg áhrif á viðskipti
ríkjanna og grundvöllur fyrir frekari sölu á sfld til Sovétmanna
væri brostinn.
Halldór fullyrti að líklega hefði
aldrei meira verið gert en nú, til þess
að greiða fyrir samningum á sölu
saltsíldar til Sovétríkjanna. Það
væru hins vegar mikil vonbrigði að
sá samningur sem nú hefði verið
gerður skyldi ekki hafa verið sam-
þykktur af hálfu sovéskra ráða-
manna. Hér væri ekki einungis um
síldarsölusamninga að ræða, nú
væru að hefjast viðræður um kaup á
frystum fiski og lagmeti. Síðan sagði
ráðherrann:
„Það er alveg ljóst að ef að ekki
fæst niðurstaða fljótlega um síldar-
sölumálin og ekki gengur vel í við-
ræðum um hin málin tvö sem ég
nefndi, er brostinn grundvöllur fyrir
þessum viðræðum í framtíðinni."
Sjávarútvegsráðherra vék að
undirritun olíukaupasamninganna
við Sovétmenn í síðustu viku og
sagði að þó svo að málin hefðu verið
nánast frágengin er hann kom að
þeim, væri ekki þar með sagt að
hann hefði verið þeirrar skoðunar
að ekki hefði átt að undirrita. Það
lægi á hinn bóginn fyrir, að ef að
ekki yrðí af þessum viðskiptum nú,
hlyti það að koma áþreifanlega, og
mjög alvarlega, fram í þeim samn-
ingum sem væru að hefjast í þessari
viku um áframhaldandi viðskipti
þjóðanna.
Halldór sagðist engu að síður hafa
fengið það staðfest að mikill og
góður vilji væri fyrir því að samning-
ar kæmust á. Hins vegar hafi ekki
fengist upplýst hvenær niðurstöðu
væri að vænta, en menn tryðu því
ennþá að jákvæð niðurstaða fengist
og lslendingar seldu síld til Sovét-
ríkjanna eins og verið hefði. Sá
dráttur sem hefði orðið á málinu
væri þegar bagalegri en nokkru sinni
fyrr.
Fer ráðherra til Moskvu?
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði það fjarri sanni
að ísiensk stjórnvöld hefðu ekki lagt
sig fram við að reyna að gera það
sem í þeirra valdi hefði staðið til þess
að tryggja samninga á sölu saltsíldar
til Sovétríkjanna. Spurningin væri
sú, hvenær menn teldu ástæðu til
þess að gera enn frekari ráðstafanir,
eins og til dæmis að ráðherra færi tií
Moskvu til þess að þrýsta á um
staðfestingu á gerðum samningum.
Það yrði gert, væri slíkt talið óum-
flýjanlegt. Utanríkisráðherra dró
það sérstaklega fram að samningar
lægju fyrir bæði um magn og verð,
samkvæmt gildandi rammasamningi
á milli ríkjanna. Það eina sem eftir
væri, væri að taka pólitíska ákvörð-
Halldór Ásgrímsson.
un á vegum ráðherranefndar í
sovésku ríkisstjórninni. Utanríkis-
ráðherra varði þá ákvörðun sam-
flokksmanns síns viðskiptaráðherr-
ans, að undirrita samninga um kaup
á olíu frá Sovétmönnum, áður en
gengið hafði verið frá síldarsamning-
„Okkar meginrök eru þau, að
viðskiptin eru Sovétmönnum
hagstæð, verða það á þessu ári og
hafa verið það s.l. fjögur ár," sagði
Jón Baldvin. „Það er því ekki neitt
að sakast við okkur sem viðskiptaað-
ila. Við borgum í hörðum gjaldeyri
fyrir þessi viðskipti og höfum þannig
greitt fyrir því að þessi viðskipti geti
haldið áfram. Það er rangt sem
haldið hefur verið fram í þessum
umræðum að deilur um talnagrund-
völl hafi spillt fyrir samningum. Það
er rangt, því að okkar hálfu var gerð
fullkomin grein fyrir því hvernig hið
íslenska mat á þessari stöðu væri og
það tókst í tæka tíð, aldrei þessu
vant að fá Sovétmenn til að fallast á
sameiginlega niðurstöðu."
Matthías Á. Mathiesen sagði í
seinni ræðu sinni, að umræður þær
er spunnist hefðu sönnuðu að full
ástæða hefði verið til að fara með
þetta mál inn í sali Alþingis. Vegna
þeirra breytinga sem átt hefðu sér
stað, og væru að eiga sér stað, í
Sovétríkjunum, hefðu menn þurft
að huga betur og fyrr að samninga-
málum á milli Rússa og íslendinga
en gert hefði verið.         -ÁG
Sértilboð en
ekki eggjastríð
iiason og Vigdís Finnbogadóttir
Ted Árnason
fær fálkaorðu
Kristján Teodor Árnason, eða
Ted Árnason, fyrrum bæjarstjóri í
Gimli í Manitoba í Kanada var sl.
föstudag sæmdur riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu. Ted Árnason
er landskunnur fyrir störf sín í þágu
aukinna samskipta Vestur-lslend-
inga við skyldmenni sín hér heima.
Árið 1972 stofnaði hann ásamt fleir-
um ferðaskrifstofuna Viking Travel
gagngert í þeim tilgangi að auðvelda
ferðalög milli íslands og íslendinga-
byggða í Vesturheimi. Ted er kvænt-
ur Marjorie Árnason, sem hefur
tekið virkan þátt í störfum Teds að
samskiptamálum fslendinga hér og
fyrir vestan.
LEGÐRETTING
Þau leiðu mistök slæddust inn í
frétt um lát Guðmundar Björns-
sonar á Akranesi, að rangt var
farið með nafn eiginkonu hans.
Hið rétta er að eftirlifandi kona
hans er Pálína Þorsteinsdóttir.
Hluteigandi eru beðnir velvirð-
ingar á því nafnabrengli sem þarna
varð.
Þá er rétt að taka fram að þess
láðist að geta í fréttinni um
Guðmund, að hann var um áratuga
skeið fréttaritari Tímans á Akra-
nesi og var vakinn og sofinn í þeirri
viðleitni að blaðið missti ekki af
neinu fréttnæmu úr byggðarlaginu
og að Akraness væri getið að
verðleikum hvenær sem tækifæri
gafst til. Samstarf Guðmundar og
Tímamanna var ávallt með þeim
ágætum að aðilar þóttust hafa
nokkurn hag af og bar ekki skugga
á það góða samstarf.
Geir Gunnar Geirsson eggjabóndi
á Vallá segir að verðlækkunin á
eggjum sem varð á limmtudaginn sé
vegna þess að framleiðendur séu
með sértilboð á eggjum. Geir segir
að samstaða meðal eggjabænda sé
ekki að bresta. Sala á eggjum hefur
verið mjög lífleg síðan verðið lækk-
aði.
Geir Gunnar Geirsson eggjabóndi
á Vallá segir að ekki sé hægt að segja
að skollið sé á eitthvert eggjastríð á
markaðinum. Um sé að ræða tilboð
sem sé ætlað að gilda í stuttan tíma.
„Þetta tilboð er í eðli sínu ósköp
svipað og þegar ríkið setur lamba-
kjötið á útsölu. Við getum ekki
framleitt egg á þessu verði í langan
tíma. Ég geri ráð fyrir því að verðið
fari fljótlega upp í það sem það var."
Geir sagði að eggjaframleiðsla
hefði verið of mikil á síðustu mánuð-
um og framleiðendur myndu draga
úr framleiðslu og stilla hana betur
inn á markaðinn. „Það er alveg
fráleitt að halda því fram að sam-
staðan sé eitthvað að bresta meðal
eggjabænda."
Geir sagði að sala á eggjum væri
nokkuð jöfn yfir árið og dregið hefði
úr sveiflum milli mánaða.
Eggjasala hefur verið mjög lífleg
síðan verðið lækkaði. í Miklagarði
hefur verið mjög mikil sala í eggjum.
Þórður Sigurðsson verslunarstjóri
sagðist ekki eiga von á að þetta lága
verð myndi standa í langan tíma.
Jón Ásbergsson framkvæmda-
stjóri Hagkaups sagðist hafa orðið
var við greinilega aukningu í sölu á
eggjum. Jón var spurður af hverju
verðlækkun einnar verslunar kallaði
á svo sterk viðbrögð á markaðinum.
„Ég á erfitt með að skýra þetta.
Það má vera að á þessu séu sögulegar
skýringar.  Eggjamarkaðurinn  er
búinn að vera mjög tilþrifamikill
undanfarin ár. Það er líkast til
einhver spenna á smásölumarkaðin-
um og eins meðal framleiðenda.
Þessi vara kallar á mjög sterk við-
brögð á öllum markaðinum. Þetta er
án ef efni í lærðar greinar um
markaðsfærslu á íslandi.
Af okkar hálfu var málið einfald-
lega það að við ætluðum okkur að
vera með egg á tilboði í eina viku
sem tengist svokölluðu bökunartil-
boði sem við höfum alltaf verið með
fyrir jólin. Við keyptum því mikið
magn af eggjum með staðgreiðslu.
En þetta virkaði eins og sprengja inn
á markaðinn."
Má ekki með nokkrum rökum
halda því fram að eggjamarkaðurinn
lúti markaðslögmálum? Eggjafram-
leiðendur segja að það sé offramboð
á eggjum og það kallar á verðlækk-
un. Er þetta ekki alveg eftir bókinni
um hinn frjálsa markað?
„Jú, ég býst við því að þetta sé
eftir fræðunum," sagði Jón Ásbergs-
son.                     -EÓ
Fjögurra millj. kr. tap hjá Árlaxi hf.:
Ellefu þúsund
laxar köfnuðu
Tíu til ellefu þúsund laxar drápust
úr súrefnisskorti hjá Árlaxi hf. á
Kópaskeri á aðfaranótt mánudags.
Tjónið er talið nema um fjórum
milljónum króna. Orsök óhappsins
var sú að dæla sem dæla átti sjó í
eldisker bilaði og varadæla virkaði
ekki rétt. Viðvörunarbúnaður sem
ekki var fullfrágenginn virkaði held-
ur ekki.
í ágúst á þessu ári drapst verulegt
magn af löxum hjá Árlaxi, er tvö
eldisker brustu. Það óhapp reið
fyrirtækinu að fullu, en það var tekið
til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu.
Kerið sem fiskarnir drápust í nú var
eina kerið sem eftir var á Kópaskeri.
Ætlunin var að slátra löxunum sem
drápust í mars og apríl á næsta ári.
-ÁG
Ók inn í húsagarö:
Lagði ölvaður á f lótta
Ökumaður, grunaður um ölvun
við akstur ók á kyrrstæðan bíl og
þaðan inn í húsagarð á horni
Dyngjuvegar við Austurbrún að-
faranótt mánudag. Hann lagði á
flótta, en lögreglan náði honum
skammt frá.            -ABÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16