Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						AUCLÝSINCASÍMAR:680001 — 686300
RÍKISSKiP
NUTIMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvogötu,
S 28822
SAMVINNUBANKINN
Lí BYGGÐUMIANDSINS
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
DAGARTIL JOLA
Tíminn
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra gagnrýndi Bush í ræöu á
ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í gær:
„Mér fannst ástæða til þess að taka sérstaklega upp
umræður um að dregið yrði úr vígbúnaði á höfunum, en
Bush Bandaríkjaforseti gat þess í skýrslu sinni um
viðræðurnar við Gorbachev að hann hefði vísað þessu á
bug. Ég leyfði mér að lýsa vonbrigðum okkar með þessa
afstöðu Bush og að ég skildi í raun ekki hvers vegna
samkomulag um einhverskonar jafnvægi inilli stórveldanna
í vopnabúnaði á höfunum þyrfti að þýða hættu fyrir
N-Atlantshafssiglingaleiðina," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra eftir ráðherrafund Atlantshafs-
bandalagsins í gær.
„Maður hefur það á tilfinning-
unni að það sé ekki hvað síst hin
pólitíska og efnahagslega þróun
sem veldur bjartsýni manna nú,"
sagði forsætisráðherra.
- En kom einhver ótti fram á
fundinum í gær um að Sovétríkin
væru að liðast í sundur?
Steingrímur Hermannsson sagði
að víst hefðu menn rætt þau mál.
Ekki væri blöðum um það að fletta
að efnahagsstaða Sovétríkjanna
væri mjög erfið. Fólk þar hefði haft
miklar væntingar vegna slökunar-
stefnu Gorbachevs en þegar hún
hefði ekki leitt til batnandi efna-
hags hefðu vonbrigði orðið afar
mikil og slíkt gæti leitt til upplausn-
ar.
Forsætisráðherra gerði þróunina
í A-Evrópu að umtalsefni í ræðu
sinni og lagði þunga áherslu á að
vestræn ríki yrðu að taka þátt í
þeim breytingum sem þar eru að
verða, án þess að valda óróa eða
að trufla jafnvægi meir en þegar
væri orðið né að vekja tortryggni
Sovétríkjanna.
Hann sagði að vandi Sovétríkj-
Forsætisráðherra var sá eini sem
gerði afvopnun í höfunum að um-
talsefni og gagnrýndi afstöðu
Bandaríkjaforseta í málinu.
Forsætisráðherra sagði við Tím-
ann í gær að ráðherrafundurinn
hefði verið afar jákvæður og tals-
vert öðruvísi heldur en fyrri fundir.
Segja mætti að umræðan hafi miklu
meir en áður snúist um efnahags-
mál og hina pólitísku þróun í
A-Evrópu en um hugsanleg átök
og vopnaskak við þessi ríki.
Á fundinum í gær gaf George
Bush skýrslu um fund sinn með
Gorbachev við Möltu, en einnig
greindu þeir Andreotti forsætisráð-
herra ítalíu og Mulroney forsætis-
ráðherra Kanada frá viðræðum
sínum við Gorbachev, en Mulro-
ney var nýlega í Sovétríkjunum en
Gorbachev á ftalíu nýlega.
Forsætisráðherra sagði að fram
hefði komið hjá Bandaríkjaforseta
að hann væri afar bjartsýnn um að
takast mætti að Ijúka samningi um
takmörkun langdrægra eldflauga,
um efnavopn og um hefðbundin
vopn í Evrópu strax á næsta ári.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra.
anna væri áhyggjuefni, enda væri
ekkert áhlaupaverk að koma efna-
hag þeirra á kjöl og vöruskortur og
samgönguörðugleikar gætu reynst
slökunarstefnu Gorbachevs og
honum sjálfum skeinuhætt.
Forsætisráðherra gerði síðan
umhverfismál að umtalsefni í ræðu
sinni og lýsti vilja fslendinga til að
taka þátt í alþjóðasamstarfi á þessu
sviði. Þá benti hann á að það væri
ósvinna að nota hafið sem rusla-
kistu fyrir geislavirkan úrgang og
efnaúrgang af ýmsu tagi og leita
þyrfti hið snarasta leiða sem dygðu
til að stöðva slíkt.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra.
Kalda stríðinu er lokið
„Kalda stríðinu er lokið. Hug-
myndafræðistríðinu er lokið.
Skilnaði Evrópu er að ljúka.
Möguleikar á afvopnun standa upp
á gátt og vonir manna um nýja
Evrópu sem grundvallast á sam-
starfi og friði blómstra," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra eftir ráðherrafundinn í
gær.
Utanríkisráðherra sagði að upp
úr viðræðum leiðtoga stórveldanna
stæði, að leiðtogarnir hefðu slegið
því föstu og handsalað það að þeir
myndu undirrita samning um helm-
ingsfækkun og eyðileggingu lang-
drægra kjarnavopna um mitt næsta
ár.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
að fram hefði komið að menn
hefðu vaxandi áhyggjur af getu
Gorbachevs til að lifa pólitískt séð
af það breytingaskeið sem gengið
væri í garð. Sagan kenndi að heims-
veldi sem væru að liðast í sundur
gætu verið hættuleg. í annan stað
værí hugsanlegt að þar gæti hafist
stjórnleysísskeið þar sem efnahags-
kerfi Sovétríkjanna væri í lama-
sessi og um afturför hefði verið að
ræða s.l. tvö ár hvað varðaði
lífskjör.
„Allar væntingar fólks á Vestur-
löndum um að Glasnost muni leiða
til skjótra umbóta eru barnaskap-
ur. Priðja heims ríki í efnahagsmál-
um sem er á slíku breytingaskeiði
sem raunin er getur ekki vænst
þess að uppskera árangur fyrr en
að löngum tíma liðnum.
Menn verða að átta sig á að
Sovétríkin eru án allra lýðræðis-
legra hefða og í meir en 70 ár hefur
varla nokkur maður kynnst fyrir-
tækjarekstri, verðmyndun í sam-
félaginu og svo framvegis.
Bush lýsti því hins vegar yfir að
nú væri lokið eftirstríðstímabili og
árekstrum sem byggðust á tor-
tryggni og vopnavaldi milli austurs
og vesturs. Nú væri að taka við
samstarfsskeið. Hér er því lýst yfir
í fyrsta sinn ótvírætt að Gorbachev
sé okkar maður og við styðjum
Perestrojku," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra.
(
Sjálfstæðismenn
hafa 55% fylgi
Samkvæmt     skoðanakönnun
Stöðvar 2 og Skáís sem gerð var á
fimmtudag, föstudag og Iaugardag í
síðustu viku, hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn fylgi tæplega 55% kjósenda.
Þetta er tvöfalt meira fylgi en flokk-
urinn fékk í síðustu kosningum. Um
45% þeirra sem spurðir voru í
könnuninni, hvaða flokk þeir myndu
kjósa tóku ekki afstöðu.
Allir stjórnarflokkarnir utan
Framsóknarflokksins hafa tapað
fylgi frá því að síðasta könnun var
gerð í september. Framsóknarflokk-
urinn hefur samkvæmt skoðana-
könnuninni nú fylgi 15,2% þeirra er
tóku afstöðu, en hafði í september
14,5% fylgi og tæplega 19% fylgi
eftir síðustu kosningar. Alþýðu-
flokkurinn fær nú stuðning 6,6%
þeirra er tóku afstöðu, höfðu 7,1%
fylgi í september og um 15% við
kosningar 1987. Alþýðubandalag
missir sömuleiðis fylgi og hefur nú
stuðning liðlega 9% kjósenda, hafði
í september tæplega 11% og 13% í
síðustu kosningum. Kvennalistinn
fær í þessari könnun 8,8% og er þá
í fyrsta sinn kominn niður fyrir það
10% fylgi er listinn hafði þegar kosið
var síðast. Hæst komst Kvennalist-
inn fyrir rúmu ári síðan þegar hann
hlaut fylgi um 30% þeirra sem tóku
afstöðu.
Tæplega 70% þeirra sem tóku
afstöðu til núverandi ríkisstjórnar
voru andvígir henni, en 32% voru
henni fylgjandi. Yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra er spurðir voru um
afstöðu til ríkisstjórnarinnar tóku
afstöðu, eða 84%.          -ÁG
Klakastíf lur í
Skjálfandafljóti
ollu vatnavöxtum
Miklar rigningar í Köldukinn
um helgina urðu þess valdandi að
vatnavextir urðu í Skjálfandafljóti,
svo miklir að menn telja hér mestu
flóð síðan 1940.
Vatnavextirnir hófust um hádegi
á laugardag, þegar stífla myndaðist'
við brúna yfir Skjálfandafljót og
flæddi þá upp á hlað á Húsabakka.
Sú stífla losnaði um sólarhring
síðar, en þá myndaðist önnur stífla
og voru þá tveir bæir umflotnir
vatni. A Utkinnavegi mældi vega-
gerðin um eins metra djúpt vatn á
veginum, en vatnsmagnið fór síðan
að rýrna síðdegis á sunnudag.
Þá urðu einnig flóð í Hvítá í
Borgarfirði sem náðu hámarki um
miðnætti á föstudagskvöld og
flæddi vatn yfir veginn, en
skemmdir á veginum voru ekki
teljandi.               -ABÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16