Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu,
g 28822
SAMVINNUBANKINN
í BYGGÐUM LANDSINS
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
DAGAR TIL JOLA
Tíminn
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989
Ráöherrafundir EB og EFTA samþykktu að hefja formlegar viöræður um
evrópska efnahagssvæðið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
PBMnagiMaa
Leíðtogar Evrópubandalagsríkjanna sam-
þykktu og staðfestu á fundi sínum í Strassborg
að> Evrópubandalagið gengi til samninga við
EFTAríkin um stofnun evrópsks efnahagssvæð-
is og lýstu sig reiðubúna til að staðfesta það á
sameiginlegum fundi utanríkisráðherra beggja
aðila sem haldinn verður 19. desember.
„Af EFTA hálfu hefur orðið
sama niðurstaða hér í Genf. Það
liggur því fyrir að efasemdum um
framhaldið hefur verið eytt. Hér
eftir má slá því föstu að formlegir
fundir muni byrja einhverntíma á
fyrri hluta árs 1990 og af beggja
hálfu er því lýst yfir að menn
stefni að því að útlínur samnings
liggi fyrir um mitt ár. Viðræðum
verði síðan lokið fyrir árslok 1990
þannig að hið sameiginlega evr-
ópska efnahagssvæði geti komið
til framkvæmda á sama tíma og
Evrópubandalagið lýkur sínum
samrunaferli fyrir árslok 1992,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra í gær.
Utanríkisráðherra sagði að
þessi niðurstaða staðfesti að þær
tímaáætlanir sem settar hefðu ver-
ið í upphafi könnunarviðræðna
EFTA og EB í lok apríl hefðu
staðist eins og stafur á bók.
Hann sagði að annað meginum-
ræðuefni fundarins hefðu verið
atburðir í A-Evrópu og um það
efni hefði verið samin sérstök
ályktun þar sem fram kæmi
ánægja með og stuðningur við
þróun mála í átt til pólitísks lýð-
ræðis, markaðskerfis í efnahags-
málum, réttarríkis og viðurkenn-
ingu á mannréttindum í ríkjum
A-Evrópu.
Utanríkisráðherra sagði að ný-
næmi væri að ráðherrar EFTA
gerðu pólitfskar ályktanir af þessu
tagi en stuðningur við A-Evrópu-
ríki fælist í þrennu: í fyrsta lagi
væri um að ræða tvíhliða samskipti
ríkjanna. í annan stað væri um að
ræða samskipti EFTAríkjanna
sem heildar við einstök ríki A-
Evrópu, svo sem Júgóslavíu og
Ungverjaland.
A fundinum hefði verið endan-
lega staðfest áætlun um að stofna
sérstakan iðnþróunarsjóð fyrir
Júgóslavíu að upphæð 100 millj-
Jón Baldvin 1 lannibalsson,
utanrikisráðherra.
ónir dala.  Hvað varðaði Ung-
verjaland þá hefði verið tekið
jákvætt í tillögur sem Ungverjar
hafa lagt fyrir EFTA um sameigin-
lega yfirlýsingu EFTA og Ung-
verjalands sem kveður á um nán-
ara formlegt samstarf nefnda sem
hver um sig kanni sérstök svið í
samskiptum Ungverja og EFTA-
landanna með það að framtíðar-
markmiði að geta stefnt að frí-
verslunarsamningi milli EFTA og
Ungverjalands.
Utanríkisráðherra lætur af for-
mennsku í ráðherranefnd EFTA-
ríkjanna nú um áramótin og við
taka Svíar. Utanríkisráðherra
sagði að á fundinum í gær hefði
verið annar tónn í Svíum en var
þegar íslendingar tóku við foryst-
unni. Hann sagðist ekki f annan
tíma hafa orðið að sitja undir jafn
miklum lofræðum þeirra og raun-
ar annarra vegna frammistöðu
íslendinga í viðræðunum.
i
¦    ¦    ¦   ¦
Lindalax
gjaldþrota
Stærsta strandeldtsstöð landsins
Lmdalax hf. í Vatnleysustrandar-
hreppi var tekið til gjaldþrota-
skipta í gær. Skuldir fyrirtækisins
eru um einn milljarður króna, en
ekki er að fulhi ljóst hversu miklar
eignir Líndatax á upp í skutdirnar.
Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun
í september og átti greiðslustöðv-
unartíminn að renna út 27. des-
ember. Tímann átti að nota til að
endurskipuleggja reksturinn og fá
inn nýtt hlutafé, sem ekki tókst.
Skuldirnar eru um 1 milljarður og
eru veðkröfur þar af um 750 rntllj-
ónir og almennar ótryggðar kröfur
um 210 milljónir. Stærstu veð-
kröfuhafar eru Iðnaðarbankinn og
Den Norske Kreditbank.
f fyrirtækinu eiga íslendingar
rúman meirihluta, en Norðmenn
eiga afganginn. Bústjórar hafa ver-
ið skipaðir.
-ABÓ
Á myndinni má sjá aðalspenninn í nýju aðveitustöðinni í Hafnarfirði.
Tímamynd Árni Bjarna
Hafnarfjörður:
Sinfónían ferðast
Ný adveitustöð
Dagana 12.-15. desember fara fé-
lagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands í
sínar árlegu heimsóknir á sjúkrahús
og stofnanir í Reykjavík og ná-
grenni, og verður dagskrá sem hér
segir:
Rafveita Hafnarfjarðar hefur tek-
ið í notkun nýja aðveitustöð. Raf-
magnið til nýju s öðvarinnar kemur
frá aðveitustöð 1 andsvirkjunar við
Hamranes. Spen lan á aðflutnings-
línunni er 132 þú ;und volt og eykst
orkuflutningsgeta til bæjarins marg-
falt miðað við fiu! ningsgetu Hafnar-
fjarðarlínunnar fr i Elliðaánum, sem
verður innan skamms Iögð niður.
Um leið og ;iðveitustöðin var
tekin í notkun var spenna á há-
spennudreifikerfinu í bænum hækk-
uð úr 6000 voltum í 11000 volt. Við
þetta eykst flutningsgeta kerfisins
um 83%, spennufall og orkutap
lækkar verulega og rekstraröryggi
eykst.
í gær voru 85 ár liðin síðan
Jóhannes Reykdal trésmíðameistari
tók í notkun rafstöð við Hamars-
kotslæk, þar sem trésmíðaverkstæð-
ið Dvergur er í dag. Hann notaði
rafmagnið fyrir trésmíðaverkstæði
sitt, sem var vélvætt og einnig leiddi
hann rafmagn í hús sitt að Brekku-
götu 2. í framhaldi af því fengu 15
önnur hús rafmagn frá stöðinni.
Þetta var fyrsta almenningsrafveita
á landinu og þar með upphafið að
rafvæðingu landsins.         -EÓ
13. desember
kl. 10.00 Hrafnista
íReykjavík
Vífilsstaðir
geödeUd
Hvíta bandiö
Tjaldanes
kl. 10.30 Reykjalundur
kl. 11.00 Vífilsstaðir
k\. 11.15 Hlíðarbxr
Droplaugast.
Skálatún
kl. 13.00 Landspítali
Dalbraut
Tréblásaraveit
Strengjasveit
Málmblásarasveit
Tréblásarasveit
Strengjasveit
Málmblásarasveit
Tréblásarasveit
14. desember
kl. 10.00 Kleppur
Seljahlíð
Sólvangur
kl. 10.15 Borgarspftali
kl. 1100 St.Jóscfsp.
kl.lí.15 HátúnlO
Sunnuhlíð
Grensásdeild
Kópavogshæli
kl. 13.00 Vogur
Hrafnista,
í Hafnarfirðir
Hátún 12
Málmblásarasveit
Tréblásarasveit
Stréngjasveit
Tréblásarasveit
Strengjasveit
Tréblásarasveit
Málmblásarasveit
Tréblásarasveit
Tréblásarasveit
Strengjasveit
15. desember
kl. 11.00 Elliheimilið
Grund          Málmblásarasveit
Á efnisskrá eru lög sem tengjast
jólunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20