Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						4 Tíminn
Laugardagur 16. desember 1989
ÚTLÖND
Andrei Sakharov látinn
Andrei Sakharov, sem í meíra en áratug var af opinberum
yfirvöldum í landi sínu kallaður nöfnum eins og „landráða-
niaöur" og „rógberi" vegna mannréttindabaráttu hans, lést
á fimmtudagskvöldið. Innan örfárra klukkutúna lofsungu
æðstu menn Kremlar hann sem drengskaparmann.
Sakharov, sem varð 68 ára, virðist
hafa fengið hjartaáfall á skrifstofu
sinni meðan hann var að undirbúa
ræðu um hið sjúka efnahagslíf Sovét-
ríkjanna, sem hann ætlaði að flytja
í gær í þinginu, þingi þjóðkjörinna
fulltrúa, þar sem hann átti sæti.
Sakharov var í forystuhópi þeirra
sem bjuggu til fyrstu vetnissprengju
Sovétmanna 1953 en sagði síðar
skilið við vísindastörf og gerðist
leíðtogi sovéskra andófsmanna.
Þingmenn sovéska þingsins héldu
einnar mínútu þögn þegar þeim
hafði verið tilkynnt um dauða fyrr-
um forystukjarnorkueðlisfræðings-
ins sem hafði sagt skilið við þægilegt
líf til að berjast gegn hinum voldugu
sovésku yfirvöldum fyrir pólitísku
frelsi.
Gorbatsjov stóð til virðingar hin-
um látna meðan þögnin varði en
ávarpaði ekki þingið. Gorbatsjov
átti snörp orðaskipti við Sakharov á
þriðjudaginn var í þinginu, en það
var skv. fyrirskipun Gorbatsjovs,
sem nóbelsfriðarverðlaunahafanum
1975 var sleppt úr 6 ára útlegð í
Gorky árið 1986.
Gorbatsjov sagði blaðamönnum
fyrir utan þinghúsið að Sakharov
hefði haft sérstakt hlutverk með
höndum í uppbyggingu perestroika-
stefnu forsetans. „Háskólamaðurinn
Sakharov hafði sitt sérstaka verk-
efni, sitt sérstaka hlutverk á tímum
perestroikunnar," sagði Gorbatsjov.
„Hann var ekki leynimakksstjórn-
málamaður. Hann var maður með
eigin hugmyndir, sannfæringu sem
hann lét hreinskilnislega og án vafn-
inga í ljós. Þetta mat ég við hann,"
sagði Gorbatsjov. „Þar með er ekki
sagt að ég hafi verið honum sam-
mála, þó að okkur kæmi saman um
margt." Aðspurður hvort hann yrði
viðstaddur útför Sakharovs svaraði
Gorbatsjov því til að þingmenn yrðu
viðstaddir og hann væri einn þeirra.
Félagar hans í umbótahópnum á
þinginu og vinir í andófshreyfing-
unni sem hann veitti forystu sögðu
að enginn kæmi í hans stað sem
baráttutákn.
„Við höfum aldrei átt eins grand-
varan foringja. Dauði hans er meiri-
háttar ógæfa fyrir lýðræðið," sagði
ritstjóri frjálslynds blaðs. Vísinda-
maðurinn Roald Sagdeyev lýstí því
yfir að hann vissi ekki hvernig áfram-
haldið yrði hjá félögum hans þegar
ekki nyti lengur við algerra heilinda
Sakharovs.
Yevgeny Primakov, kosinn með-
limur forsætisnefndarinnar, var út-
nefndur sem formaður útf ararnefnd-
ar og fór í heimsókn til ekkju
eðlisfræðingsins og samstarfsmanns
í mannréttindabaráttunni, Jelenu
Bonner.
Útförin verður gerð á mánudag-
inn, segir talsmaður Eðlisfræðistofn-
unarinnar þar sem Sakharov vann.
Lík Sakharovs liggur á viðhafnar-
börum á mánudagsmorgun á stofn-
Líkfylgdin gengur til Luzhniki-
leikvangsins, þar sem Sakharov tal-
aði oft á almennum fundum, að
öllum líkindum til þess að nægt rúm
verði fyrir þær þúsundir manna sem
búist er við að vilji votta hinum látna
virðingu sína.
Skáldið og fjölskylduvinurinn
Vladimir Kornilov, sagði að Sakhar-
ov yrði grafinn í hljóðlegum kirkju-
garði í úthverfi Moskvu skv. beiðni
Jelenu Bonner.
Andrei Sakharov og eiginkona
hans, Jelena Bonner.
Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins samþykkir tillögur fyrir næsta leiðtogafund:
RISAVAXINN NIÐUR-
SKURÐUR VOPNABÚRA
Utanríkisráðherrafundi NATO
í Brússel lauk í gær en á fundinum
var gengið endanlega frá afvopn-
unartillögum Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna sem lagðar verða fram
á Vínarfundinum snemma á næsta
ári.
„Tillögurnar snúast um risavax-
inn niðurskurð á vopnum og
herjum. Þær voru mótaðar í grund-
vallaratriðum á utanríkisráðherra-
fundinum fyrir ári og drög þeirra
hafa síðan verið kynnt fulltrúum
Varsjárbandalagsríkjanna. Nú
hefur endanlega verið gengið frá
þeim. Jafnframt gera menn sér í
fúlustu alvöru vonir um að þessum
viðræðum ljúki með allsherjar af-
vopnunarsamningi á næsta ári,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra í gær.
Utanríkisráðherra sagði að á
fundinum í gær hefði ríkt almenn
bjartsýni um að nú loks muni fást
niðurstöður í samninga NATO og
Varsjárbandalagsríkjanna í Genf
um helmings niðurskurð lang-
drægra kjarnavopna og að samn-
ingur um það verði undirritaður á
fyrirhuguðum leiðtogafundi Bush
og Gorbatsjovs um mitt næsta ár,
þar sem einnig verði viðstaddir
leiðtogar allra ríkja Evrópu.
Á  utanríkisráðherrafundinum
var einnig lögð fram áætlun sem
hlotið hefur nafnið Open Skies. Sú
áætlun felur í sér að ríki NATO og
Varsjárbandalagsins fái gagn-
kvæman rétt til að skoða og hafa
eftirlit úr lofti með varnarviðbún-
aði hvers annars.
„Ef áætlunin nær fram að ganga
felur hún einnig í sér að Varsjár-
bandalagsríki fá rétt til að fljúga
yfir og athuga herstöðina í Kefla-
vík allt að fjórum sinnum á ári,"
sagði Jón Baldvin. Hann sagði að
þessi hugmynd yrði til nánari um-
fjöllunar á sérstakri ráðstefnu sem
Joe Clark utanríkisráðherra Kan-
ada hefur boðað til í febrúar n.k.
þar sem fulltrúar beggja bandalaga
munu hittast.
Utanríkisráðherrar NATO fjöll-
uðu einnig um áætlun um að bjóða
fræðimönnum og forystumönnum
í ríkjum Mið- og A-Evrópu til að
kynna sér sérstaklega starfsemi
lýðræðisstofnana á sviði stjórn- og
efnahagsmála á Vesturlöndum.
-En er NATO þá að tapa upp-
haflegu hlutverki sínu sem útvörð-
ur gagnvart hættunni úr austri?
„Bandalagið var stofnað vegna
þess að ríkin á Vesturlöndum töldu
að tilveru sinni væri ógnað af
hernaðarmætti og útþenslustefnu
Stalínismans í Sovétríkjunum. Til-
gangurinn var að koma í veg fyrir
styrjöld, að varðveita frið og
tryggja öryggi þjóða sem búa við
réttaröryggi og lýðræði.
Segja má að markmiðum með
stofnun NATO hafi verið náð með
eindæmum vel vegna þess að stór-
veldið sem ógnaði ríkjunum hefur
nú horfið frá villu síns vegar að
verulegu leyti og í þeim skilningi
hefur megin tilganginum verið náð.
Hins vegar er að hefjast þróun
sem ekki sér fyrir endann á og
staðreynd er að enn hafa ekki farið
fram lýðræðislegar kosningar í
neinum af þessum ríkjum. Rætur
þeirrar þróunar sem á sér stað í
A-Evrópu er að finna í Perestrojku
Gorbatsjovs og því er ekki að neita
að menn hafa þungar áhyggjur af
ástandinu í Sovétríkjunum.
Hagkerfi þar er á brauðfótum og
allar væntingar um að Gorbatsjov
geti bætt lífskjör fólks í Sovétríkj-
unum innan árs eða svo eru út í
hött. Efnahagur fólks og lífskjör
hafa versnað mjög tilfinnanlega
s.l. tvö ár. Þegar fólk þar hefur nú
fengið smjörþef af auknu frelsi er
hætt við að vonbrigði almennings
vegna versnandi afkomu auk vax-
andi þjóðernishyggju geti leitt til
upplausnarástands.
Það var sameiginleg niðurstaða
allra sem til máls tóku á ráðherra-
fundinum, að NATO ætti áfram að
gegna því hlutverki sínu að tryggja
lágmarks öryggi bandalagsríkj-
anna. Hins vegar þyrfti í stóraukn-
um mæli að leggja áherslu á pólit-
ískt samráð og hinn pólitíska þátt
í starfi bandalagsins," sagði utan-
ríkisráðherra.
Innan NATO er starfandi vís-
indanefnd og aðalverkefni hennar
eru umhverfismál. Á hennar veg-
um er fyrirhuguð ráðstefna um
mengunarvarnir á N-Atlantshafi
sem haldin verður í Reykjavík
snemma á næsta ári. Verður eink-
um fjallað um hættu á mengunar-
slysum af völdum kjarnorkuknú-
inna skipa og kafbáta og hvernig
þau verði fyrirbyggð.
Þessi mál voru að sögn utanríkis-
ráðherra talsvert á baugi á ráð-
herrafundinum og rætt var um að
reisa sérstaka miðstöð á íslandi
fyrir umhverfisvernd og -rannsókn-
ir á N-Atlantshafssvæðinu. Einnig
var rætt um að stuðla að því að
gerður yrði alþjóðasáttmáli með
lagagildi þar sem skilgreindar væru
skuldbindingar og réttindi þjóða
að því er varðar umhverfismál og
umhverfísvernd.           -sá
Glasqow hefur verið útnefnd höfuðborg lista og menningar í Evrópu, á næsta ári:
Boðið til listaveislu í Glasgow
Hvað dettur íslendingum fyrst í hug þegar Glasgow ber á góma?
Sjálfsagt eru þeir margir sem sjá fyrir sér, eða minnast úttroðinna
plastpoka frá hinum ýmsu stórmörkuðum. Fleytifullar ferðatöskur
og óttann við afskipti tollvarða. Einhverjum dettur sjálfsagt í hug
þjóðardrykkurinn, Whiskey, eða karlmenn í skotapilsum - þetta
klassíska tákn þeirra Skotanna.
Þeir eru sjálfsagt fáir Islendin-
garnir sem ferðast hafa til Glasgow,
gagngert til að öðlast menningarleg-
an innblástur og upplifun. En það
gæti breyst fljótlega. Glasgow hefur
verið útnefnd höfuðborg menningar
í Evrópu næstkomandi ár. Taka
borgaryfirvöld við þessu hlutverki af
hinni miklu menningarborg París.
Nýverið var haldinn blaðamanna-
fundur um efnið - Glasgow höfuð-
borg menningar í Evrópu 1990.
Tíminn var viðstaddur fundinn og
vissulega er það hlaðið borð kræs-
inga sem sælkerar á menningarsviði
geta gengið að á komandi ári í
borginni.
Glasgowbúar og raunar Skotar
allir verða minntir á menningarárið
l\^íÆM____M>.____i
strax er nýtt ár gengur í garð.
Viðhafnarflugeldasýning verður í til-
efni tímamótanna í Glasgow og
miðað við lýsingar heimamanna
verður hún ein sú eftirminnilegasta
sem haldin hefur verið. Sex fyrirtæki
í framleiðslu flugelda, frá jafnmörg-
um löndum, munu sjá um fírverkið.
Verður flugeldum skotið upp í sex
görðum sem mynda hring um borg-
ina. Þá verða einnig leysigeislar
notaðir til að auka enn á sjónarspil-
ið.
Ákvednir í að standa sig
Á yfirlýsingum þeim sem gefnar
hafa verið út vegna komandi árs og
hlutverks Glasgow er ljóst að borg-
aryfirvöld leggja allan sinn metnað í
að gera árið vel úr garði. „Þetta ár
mun heimurinn beina sjónum sínum
að Glasgow, menningararfleifð og
sögu borgarinnar.
Vegna þess að Glasgow varð fyrir
valinu mun borgin leggja metnað
sinn í að bjóða upp á og kynna listir
og menningu hinna ýmsu Evrópu-
landa og álfunnar sem eina heild,"
segir m.a. í fréttatilkynningu frá
skipulagsnefnd hátíðahaldanna.
En snúum okkur að kræsingunum
sem boðið verður upp á. Skoska
óperan mun setja upp fimm ný
óperuverk eftir hina ýmsu höfunda.
Ekki gleymast hinir ódauðlegu
meistarar og verða færðar upp óper-
ur m.a. eftir Strauss og Verdi.
Ballettáhugafólk fær nóg við sitt
hæfi. Ný spennandi verk eftir unga
danshöfunda, í Evrópu, verða færð
upp.
Sinfoníuhljómsveitin skoska bíð-
ur velkomna fjölmarga stjórnendur
frá Evrópu. Má þar nefna Neeme
-i  .", >i! '".i.v^ RBÐSU A.:/V.V\ zvi
eóög göjrö i6+3ti gíi j7/L".. rcr.v Shðít
Jarvi, James Loughran, Yuri Tem-
erkanov og Alexander Gibson. Há-
punktur sinfoníuhljómsveitarinnar
verður hinsvegar hinn 8. október,
þegar tekin verður í notkun ný
tónleikahöll í Glasgow, sem tekur
2.500 manns í sæti.
Börnin gleymast ekki þetta hátíð-
arár í Glasgow. Sérstök dagskrá
fyrir yngri kynslóðina hefur verið
tilkynnt og ljóst er að ALLIR íbúar
geta hlakkað til hátíðahaldanna.
í tilefni þess'að 27. janúar gengur
í garð nýtt ár, samkvæmt tímatali
Kínverja verður haldin sérstök sýn-
ing í Glasgow á hestum. Einhver
kann að spyrja hverju það sætir að
halda sýningu á hestum þó nýtt ár
gangi í garð í Kína. Jú, nýtt ár í Kína
verður ár hestsins.
Málverkasýningar verða í löngum
bunum í Glasgow allt árið. Rétt er
að geta um nokkrar þeirra. Konur
Degasar verður yfirskrift á sýningu
á verkum franska listmálarans Edg-
ars Degas. Degas hafði mikinn
áhuga á konum og í meirihluta allra
.'t'j'
ri li'i'Y)'  pc  v>'-.
verka hans voru þær viðfangsefnið.
Verk eftir annan frægan Frakka,
Camille Pissaro, verða til sýnis í
Burrell safninu4. maí til 17. júní. Er
þar á ferðinni mjög athyglisverð
sýning á verkum Impressionistans
Pissaro. Sýningin er samansett af
sjötíu málverkum, teikningum og
vatnslitamyndum.
í sama safni verður sett upp Van
Gogh sýning, í lok nóvember.
Eitthvaðfyriralla
Hér hefur aðeins fátt eitt verið
taUð upp. Það þyrfti eins og eina
útgáfu af Tímanum til að gera
dagsskrá listahátíðar Glasgowborg-
ar tæmandi skil. En víst er að allir
munu finna eitthvað við sitt hæfi í
höfuðborg lista og menningu á næsta
ári. íþróttaviðburðir, jazz, þjóðlaga-
tónlist, flugdrekasýningar, högg-
myndir, ýmiskonar farandsýningar
og gestaleikir. Nokkurn veginn hvað
sem listþenkjandi fólk getur látið sér
detta í hug.         .   .  .- ES
I    I'i iJI-f   .-3 )'tl't    l'l'i    'lj'. I    i ('•
n.-i.t'.('0;;.r. irJ2uðÍ2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24