Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminíi baugaFdaguP 16. tnars 1991 Rannsóknarlögregla ríkisins hefur handtekið tvö ungmenni, sem hafa játað að hafa ráðist á tvo menn og raent þá með þeim afleiöingum að annar þeirra lést: Grunnskólanemi játar aðild að ránsmorðinu Rannsóknarlögregla ríkisins handtók sl. miðvikudag tvö ung- menni, 17 ára pilt og 15 ára stúlku, og hafa þau við yfirheyrslur viðurkennt að hafa lokkað Úlfar Úlfarsson, 28 ára gamlan Reyk- vfidng, inn í bakgarð við Bankastræti 14 aðfaranótt 3. mars sl., þar sem pilturínn réðst á hann, rændi af honum veskinu og veitti honum áverka sem leiddu til þess að hann lést. Þau hafa einnig viðurkennt að hafa ráðist á annan mann í bakgarði við Hverfis- götu 14 sömu nótt, veitt honum mikla áverka og rænt af honum veskinu. Samkvæmt upplýsingum frá RLR höfðu ungmennin um 2000 krónur upp úr krafsinu. RLR barst vísbending sl. miðviku- dag, sem leiddi til þess að ung- mennin voru handtekin. í fyrradag játuðu þau síðan að hafa ráðist á mennina tvo í þeim tilgangi að ræna af þeim veskjunum. Stúlkan mun hafa lokkað mennina með sér inn í áðurnefnda bakgarða þar sem pilturinn beið með heimatilbúin hnúajárn, réðst síðan á mennina og stal af þeim veskjunum. Ulfar fannst látinn í bakgarðinum snemma á sunnudagsmorgninum. Hann var veskislaus, en veski hans fannst síðan klukkan tíu sama morgun í garði stjórnarráðsins. Eftir að ungmennin réðust á Úlfar, um klukkan fjögur um nóttina, fóru þau niður í Lækjargötu, gengu einn rúnt um bæinn, sáu síðan annan mann á Lækjartorgi og lokkaði stúlkan hann með sér upp Hverfisgötuna. Pilturinn fór á undan, en þau voru búin að koma sér saman um að hún elti hann og lokkaði manninn með sér inn íþað húsasund þar sem pilturinn myndi bíða hans. Pilturinn fór síðan inn í bakgarð við Hverfisgötu 14 og stúlkan fylgdi manninum þangað. Pilturinn réðst síðan á manninn og stal af honum veskinu. Hann slasaðist mikið, marðist m.a, og nefbrotnaði. Lögreglan fann hann illa á sig kominn niðri í Lækjar- götu laust fyrir klukkan hálf sex um morguninn. Veski hans fannst rétt hjá þeim stað þar sem á hann var ráðist. Stúlkan hefur einu sinni áður komið við sögu lögreglu í tengsl- um við þjófnað, en pilturinn aldrei áður. Þau hafa viðurkennt að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar Eiturefna- námskeið Dagana 8. og 9. apríl nk. verður haldið námskeiö um notk- un eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra, ef næg þátttaka fæst. Nám- skeiðið er einkum ætlað þeim, sem vilja öðlast leyfisskír- teini til að mega kaupa og nota efni og efnasamsetningar í X- og A-hættuflokkum. Þátttaka í námskeiðinu veitir þó ekki sjálfkrafa rétt á skír- teini. Skal sækja um það sérstaklega. Þátttökugjald er kr. 6000. Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins á Keldnahoiti, Reykjavík, og skal tilkynna þátt- töku til Sigríðar Jansen, Hollustuvernd ríkisins, s. 91- 688848, eigi síðar en 2. apríl. Hollustuvemd ríkisins Rannsóknastofnun landbúnaðaríns Vinnueftiriit ríkisins Portið við Bankastræti þar sem ránsmorðið var framið. Timamynd: Ámi Bjama þau frömdu voðaverkin. Aðspurð- ur sagði Sigurbjörn Víðir Eggerts- son, deildarfulltrúi hjá RLR, sem stjórnað hefur rannsókn málsins, að ekki væri hægt að flokka þau sem heimilislausa utangarösung- linga, þau byggju bæði í foreldra- húsum. Stúlkan er nemandi í grunnskóla en pilturinn er ekki í skóla. Pilturinn hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 17. apríl nk., en stúlkan, sem er undir lögaldri, veröur í forsjá barna- verndarnefndar meðan á rannsókn málsins stendur. —SE Helgi Daníelsson yfiriögreglu- þjónn, Sigurbjöm Víðir Egg- ertsson deildarfulltrúi og Þórír Oddsson vararannsóknaríög- reglustjóri á blaðamannafundi í gær þar sem greint var frá handtöku ungmennanna. Tímamynd: Ámi Bjama Bílaleiga Flugleiða tekur við Hertzumboðinu á íslandi: Kaupa bfla fyrir 200 millj. t UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarspitalans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum i þrjár afldreifitöflur. Töflurnar skulu afhentar i tveim áföngum, í ágúst 1991 og í febrúar 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fra og með þriöjudeginum 19. mars gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 23. april kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Veiðiá eða vatn Óskum að taka á leigu veiðiá eða vatn. Mætti þarfnast ræktunar. Upplýsinaar í síma 91-678833 eða heima 91- 617028, Olafur. króna á næstu tveimur árum Samningur milli Bílaleigu Flug- leiða og alþjóðlegu bfialeigunnar Hertz um að Bfialeiga Flugleiða hafi með höndum umboð fyrir Hertz á íslandi var undirritaður á fimmtudag. Bílaleigan gekk ný- lega frá samningi við Toyotaum- boðið á íslandi um kaup á 218 nýjum bfium á næstu tveimur ár- um. Bfiarnir kosta samtals um 200 milljónir króna. Þetta er stærsti bfiakaupasamningur sem Flugleiðir hafa gert og jafnframt stærsti sölusamningur Toyota. Starfsemi bílaleigunnar verður breytt til samræmis við staðla Hertz og til undirbúnings því fór fram á miðvikudag fyrsta nám- skeiðið fyrir starfsfólkið. Bílaleiga Flugleiða verður hér eftir seld er- lendis undir merkjum Hertz og hún verður hér eftir í tölvusölu- neti Hertz, sem nær um tugi landa. Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Flug- leiða, sagði við undirritun samn- ingsins að hann væri mjög mikil- vægur fyrir bílaleiguna. „Við höf- um endurnýjað allan bílaflotann og bjóðum uppá yngsta bílaleigu- Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðra- sveit Akureyrar halda sameiginlega tónleika í dag, laugardag, kl. 16:00 í Háskólabíói. Lúðrasveitirnar munu fyrst spila hvor í sínu lagi, en síðan báðar saman og verður þá fjöldi hljóðfæraleikara um 70 tals- flota á íslandi. Við höfum fjölgað afgreiðslustöðum og afgreiðslu- netið nær nú um land allt. Við höf- um skoðað alla þætti þjónustunn- ar. Samningurinn við Hertz gefur okkur færi á að setja bílaleiguna víðar á markað gegnum sölunet Hertz erlendis og gæðastaðlar Hertz, sem við fylgjum, eru þekkt- ir hvarvetna í veröldinni." ins. Óhætt er að kalla slíka sveit „stórhljómsveit". Stjórnandi L.A. er Atli Guðlaugs- son, en formaður er Einar Jónsson. Stjórnandi L.R. er Eiríkur G. Steph- ensen en formaður Kristján Á. Ing- ólfsson. Stórhljómleikar í Háskólabíói

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.