Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.06.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RftqSSKIP NTJTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusmu v Tryggvagotu. S 28822 POSTFAX 91-68-76-91 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga iel HÖGG- > DEYFAR Verslið hiá fagmönnum varahluti Hamarsböföa I - s. !67-6T44 Iíniinn ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1991 <l Atlantsál og sex verkalýðsfélög hafa orðið ásátt um kjarasamningsramma þar sem VSÍ á ekki að fá nærri að koma. Þórarinn V. Þórarinsson, framkv.stj. VSl, segir að við verði brugðist: STRÍÐSYFIRLÝSING EÐA ÞÁ FRUMHLAUP? Sex verkalýðsfélög og Atlantsál hafa náð samkomulagi um að ekkert eitt stéttarfélag geti stöðvað vinnu í nýju, væntanlegu ál- veri. Einnig skulu væntanlegir kjarasamningar í nýju álveri gilda í 5 ár. Á móti skal Atlantsál semja beint við verkalýðsfélögin, án milligöngu Vinnuveitendasambandsins. Samkomulagið er í besta falli sérstakt. Það er talið mikilvægt skref í átt til þess að nýtt ál- ver rísi hérlendis í bráð. En hins vegar gæti það hleypt mjög illu blóði í samskipti verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Vinnudeilur hafa verið tíðar í ál- veri ÍSAL í Straumsvík. Á stund- um hefur legið nærri að öll fram- leiðsla legðist af. Atlantsál vill með samkomulaginu firra sig slíkum ósköpum. Tilgangur verkalýðsfélaganna er hins vegar tvíþættur. Þeim þykir flest til vinnandi að fá til sín álver. Og þau hafa lengi viljað semja við ÍSAL beint, án afskipta VSÍ. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir: ,Að okkar mati er það afar mikilvæg forsenda fyrir byggingu álvers að frá því sé tryggilega gengið hvernig afstaða er tekin til samninga. Það er al- veg Ijóst að það verður að vera með þeim hætti sem samkomu- lagið kveður á um, að allir starfs- menn taki sameiginlega afstöðu til þeirra. Einnig er það jákvætt innlegg til þess að verksmiðjan verði raunverulega byggð, að nú er tryggt að ekki komi til vinnu- deilna þar fyrstu fimm árin. Það er hins vegar alvarlegt og ámælisvert og kann að hafa af- leiðingar í för með sér, ef þær lausafregnir, sem við höfum haft, reynast réttar. Nefnilega þær, að þessi forréttindi, sem verkalýðs- félögin ku hafa lofað hinum er- lendu álfyrirtækjum, séu háð þeim fyrirvara að Atiantsál gangi ekki í samtök íslenskra atvinnu- rekenda. Ef þetta er rétt hefur verið brot- ið blað í samskiptum samtaka launþega og atvinnurekenda. Hin hefðbundnu viðhorf hafa jú verið þau að atvinnurekendur skiptu sér ekki með neikvæðum hætti af félagsaðild starfsmanna, heldur höfum við haft í kjarasamningum forgangsréttarákvæði, sem veita félagsmönnum verkalýðsfélag- anna forgang um vinnu í fyrir- tækjum okkar félagsmanna. Við höfum beinlínis rekið menn til þátttöku í verkalýðsfélögum, þó ugglaust sé það ámælisvert. Á móti hefur eðlilega komið að verkalýðshreyfingin hefur ekki skipt sér af félagsaðild atvinnu- rekenda fyrr en nú. Við því verður eðlilega brugðist. Verkalýðshreyf- ingin býður upp í þann dans að við krefjumst þess að starfsmenn félagsmanna okkar séu ekki í verkalýðsfélagi. Það væru eðlileg viðbrögð okkar. Annað hvort er, þetta mjög úthugsað, eða mjög vanhugsað." Karl Steinar Guðnason, verka- lýðsleiðtogi og einn af aðalhöf- undum samkomulagsins, neitar að svara því hvort verkalýðsfélög- in hafi krafist þess að Atlantsál yrði ekki í VSÍ. Hann segir það samkomulag milli verkalýðsfé- laganna og Atlantsáls. Aðspurður hvort það væri ekki óeðlilegt og byði heim þeirri hótun Þórarins V., að VSÍ krefðist þess af félags- mönnum sínum að ráða ekki fé- laga í verkalýðsfélögum, sagði Karl Steinar: „Þeir skulu prófa það þá.“ - aá. Vandi loðnuverksmiðja: Heildarstaðan er gífurlega erfið „Heildarstaða loðnuverksmiðja er ábyggilega gífurlega erfið um þessar mundir," segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra fiskimjölsframleiðenda. Jóni finnst miklu moldviðri hafa verið þyrlað upp í kringum vanda Síldarverksmiðja ríkisins, sem mik- ið hafa verið í fréttum undanfarið. „Við lentum í náttúruhamförum, því náttúran í hafmu brást okkur. Allar loðnuverksmiðjur eiga við tímabundna erfiðleika að etja, sem ekki var hægt að sjá fyrir. Þessi ver- tíð var rothögg fyrir marga í fram- haldi af síðustu vertíð, sem var lé- leg,“ segir Jón. Hann segir Síldarverksmiðjur rík- isins hafa lent illa í því vegna þess hvernig þær eru í sveit settar. Jón segir margar verksmiðjanna njóta þess að þær séu bundnar öðrum fyr- irtækjum. Þannig að þegar illa gangi hjá loðnuverksmiðjunum þá geti önnur fyrirtæki í eigu sömu aðila hjálpað upp á sakirnar. Þessu segir hann ekki vera að heilsa hjá SR, því þær hafi ekkert annað haldreipi en loðnubræðslurnar. Jón segir að ekkert fyrirtæki hafi fjárfest eins mikið og Síldarverk- smiðjur ríkisins gerðu á Seyðisfirði á síðasta ári, þar sem framkvæmdir kostuðu 525 milljónir. Um þetta sagði Jón: „Maður getur verið vitur eftir á. Loðnuvinnsla er erfiðasta greinin innan sjávarút- vegsins. Þú veist ekkert þegar lagt er upp að hausti hversu mikið hráefni verður til skiptanna og jafnvel ekk- ert um afurðaverðið." -HÞ Samband ungra framsóknarmanna: Tvískinnungi krata mótmælt Stjóm Sambands ungra fram- sóknarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á tvískinnungi forystumann;. Alþýðu- flokksins í málefnum íslands og EB. Segir að í umboði til samn- ingaviðræðna hafí utanríkisráð- herra umboð til að falla frá öilum fyrirvörum íslands, öðrum en þeim sem fjalla um sjávarútvegsmál. ,Jón Baldvin lýsir því síðan yfir á Alþingi að ekki sé raunhæft að gera kröfur um niðurfellingu tolla á öll- um sjávarútvegsvörum og virðist helst vaka fyrir honum að ganga inn í EES hvað sem það kostar,“ segir í ályktun SUF. Ennfremur segir að öllum megi það vera ljóst að þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar forystu- manna Alþýðuflokksins fyrir kosn- ingar um að aðild íslendinga að EB komi ekki til greina, sé unnið leynt og ljóst að því að flytja ákvarðana- töku í mörgum lífshagsmunamál- um þjóðarinnar úr landi. ,Alþýðuflokkurinn ætlar sjálfsagt að nota það sem rök fyrir aðild að EB að án aðildar höfum við ekkert að segja um mörg mál er varða þjóð- félagið miklu. Stjórn SUF telur að íslendingar fengju engu ráðið um sín mál þegar að kjötkötlunum í Brussel væri komið,“ segir að lokum í ályktuninni. Davíð Oddsson, borgarstjóri og forsæt- w isráðherra, opnar Elliðaárnar: FEKK EINN URRIÐA Davíö Oddsson, borgarstjóri f Reykjavík, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum á opnunardegi þar f gær. Fyrfr þvf hefur skapast hefð aö borgarstjórf veiði fyrstur i ánni. Davíö fékk elnn urrföa í elnu af fyrstu köstunum, en laxinn beít ekki á agnfö f þetta Skiptl. Timamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.