Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 134. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 26. júlf 1991
Tírriihri"T9
IÞROTTIR!
Rallakstur:
RALLAÐ í
SKAGAFIRÐI
Á morgun, laugardag, heldur
Bflaklúbbur Skagafjarðar rall-
keppni, Hótel Áningar-rallið, og
er það liður í íslandsmeistara-
keppninni í rallakstrí.
Lagt verður af stað frá Hótel Án-
ingu á Sauðárkróki kl. 8.00. Fyrsta
sérleið verður vestur yfir Þverár-
fjall og veg nr. 741, Neðri- Byggð,
og síðan austur yfir Þverárfjall aft-
ur. Þessar Ieiðir verða eknar tvisv-
ar. Eftir hádegishlé kl. 13.20 verð-
ur ræst inná Nafir, sem er innan-
bæjarleið á Sauðárkróki. Sú leið
verður einnig ekin tvisvar. Þar
gefst áhorfendum kjörið tækifæri
til að fylgjast með rallbflunum. Kl.
14.40 verður síðan ræst inná Kiða-
skarð, sem liggur frá Mælifelli yfir
í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Sú
leið verður ekin til baka aftur og
keppninni lýkur um kl. 17.00 við
Hótel Áningu.
Um kvöldið verður kvöldverður
og verðlaunaafhending á Hótel Án-
ingu.
Allir helstu rallkappar landsins
verða á meðal keppenda, þar á
meðal þeir Rúnar og Jón, Stein-
grímur og Guðmundur, og Asgeir
og Bragi á Metro.
Leiðabækur fyrir áhorfendur
munu liggja frammi í verslunum á
Sauðárkróki og víðar, þannig að
áhorfendur geti sem best fylgst
með keppninni. Áhorfendum er
bent á að bestu útsýnisstaðirnir
eru við Golfskálann á Nöfum og
við Þverárfjall báðum megin. Veg-
urinn yfir Þverárfjall verður lokað-
ur frá kl. 07.55, sem og aðrir vegir
sem ekið er um, meðan á keppni
stendur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Bfla-
klúbbur Skagafjarðar heldur rall-
keppni, en hingað til hefur klúbb-
urinn aðallega staðið fyrir rallí-
cross- og íscrosskeppnum. Bif-
reiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur
hefur verið heimamönnum innan
handar við undirbúning keppninn-
ar.                     BL
Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu:
— Þór, Víðir, FH og Valur komust í undanúrslit Mjólkurbikarkeppninnar
2. deildarliö Þórs frá Akureyri
kom heldur betur á óvart í gær-
kvöld, er liðið sló efsta Uð 1.
deildar, KR, út úr Mjólkurbikar-
keppninni í knattspyrnu. Þór
vann öruggan sigur, 4-2, og leik-
menn liðsins verða því áfram
skeggjaðir, því þeir hafa ekld rak-
að sig síðan keppnin hófst og svo
verður áfram meðan liðiö er ekki
slegið út úr keppninni.
KR-ingar komust yfir í leiknum,
er Ragnar Margeirsson skoraði, en
HalldórÁskelsson jafnaði fyrir Þór.
í síðari hálfleik kom Bjarni Svein-
björnsson Þór f 4-1 með tveimur
mörkum, en síðasta orðið átti Atli
Eðvaldsson, 4-2.
VÍÐISMENN ÁFRAM
Neðsta lið 1. deildar, Víðir úr
Garði, komst í undanúrslit keppn-
innar með því að sigra Stjörnuna
3-2. í fyrri hálfleik komst Víðir í 2-
0. Björn Vilhelmsson skoraði fyrra
markið, en það síðara var sjálfs-
mark Stjörnunnar. Valdimar Krist-
ófersson og Lárus Guðmundsson
jöfnuðu fyrir Stjörnuna í síðari
hálfleik, en rétt fyrir leikslok skor-
aði Guðjón Guðmundsson, fyrir-
liði Víðis, sigurmarkið, 3-2.
FRAMLENGT Á VALSVELLI
Á Valsvelli var hart barist á blautu
grasinu. Hvorugu liði tókst að
skora í fyrri hálfíeik, en í upphafi
þess síðari tókst Steindóri mark-
varðahrelli Elíssyni að skora fyrir
Blika. Bjarni Sigurðsson hálfvarði
skot Steindórs, en Steindór fékk
boltann aftur og skaut í Bjarna og
inn. Tíu mín. síðar átti Pavol
Kretovic misheppnaða sendingu
12. alþjóðlega rallkeppnin á Islandi:
SEX ERLENDAR AHAFNIR
HAFA BOÐAÐ KOMU SÍNA
— í KUHMO-rallið sem hefst 6. september
aftur á Eirfk Þorvarðarson, Gunn-
ar Már Másson komst inn í send-
inguna og skoraði, 1-1, og þar við
sat.
f framlengingu tókst hvorugu lið-
inu að skora og því var gripið til
vítaspyrnukeppni. í henni misnot-
uðu Blikarnir Hilmar Sighvatsson
og Steindór Elísson og Valsmaður-
inn Ágúst Gylfason spyrnur sínar
og því sigruðu Valsmenn saman-
lagt 5-4.
GÓÐ FRAMMISTAÐA
LEIFTURS
Leiftursmenn frá Ólafsfirði, sem
leika í 3. deild, reyndust 1. deildar-
liði FH erfiður mótherji í gær.
Gunnlaugur Sigursveinsson kom
Steindór Elísson skoraöi fyrir
Breiðablik gegn Val í gærkvöld.
Hér reynir hann aö leika á Ág-
úst Gylfason Valsmann. Báðir
fóru þeir síðan illa að ráði sínu
í vítaspyrnukeppni, en Vals-
menn komust áfram 5-4.
Leiftri yfír undir lok fyrri hálfleiks,
en í þeim síðari jafnaði Hörður
Magnússon fyrir FH.
í lok framlengingar tókst Hlyni
Eirfkssyni, varamanni FH, að
skora og tryggja FH sæti í undan-
úrslitunum.
Dregið verður í undanúrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar á hádegi
í dag.
BL
Meðal keppenda í KUHMO-rallinu,
12. alþjóðlegu rallkeppninni sem
haldin er á íslandi og hefst 6. sept-
ember nk., verða 6 erlendar áhafnir,
þar af þrjár á öflugum fjórhjóla-
drifnum bílum. í gær var gerður
samningur milli Bifreiðaiþrótta-
klúbbs Reykjavíkur og Hjólbarða-
hallarinnar við Fellsmúla, um að
fyrirtækið verði aðalstyrktaraðiii
keppninnar. Hjólbarðahöllin flytur
inn KUHMO-hjóIbarða, sem keppn-
in er kennd við.
Hjólbarðahöllin var einnig aðal-
styrktaraðili keppninnar í fyrra, en
keppni þessi er eini alþjóðlegi við-
burðurinn í bifreiðaíþróttum hér á
landi á þessu ári.
Þær erlendu áhafnir, sem boðað
hafa komu sína, eru: Peter Geitel,
Finnlandi, Mazda 323 Turbo 4x4;
Saku Vieimaa, Finnlandi, Lancia
Delta Integrale 4x4; Andrew Or-
chard, Bretlandi, Ford Sierra Cosw-
orth 4x4; Philippe Gobert, Frakk-
landi, Fiat Uno Turbo; Alistair Smith
Skotlandi, VW Golf GTi; og Alan Bat-
ho, Englandi, Lada2105.
Margar af bifreiðum þessum eru
hreinar keppnisbifreiðir, en þess má
geta að Lancia Delta Integrail, Ford
Sierra og Mazda 323 berjast nú um
heimsmeistaratitil framleiðenda í
ralli.
KUHMO-rallið stendur yfir f 3 daga
og leggja keppendur af stað þann 6.
september frá Perlunni í Öskjuhlíð,
enda liggur fyrsta sérleið um sjálfa
Öskjuhlíðina. Síðan verður haldið út
á Reykjanes. Snemma á laaugar-
dagsmorgun taka við sunnlenskar
heiðar og fjallvegir, í bland með
styttri leiðum kjörnum fyrir áhorf-
endur. Á sunnudeginum verður
haldið í Borgarfjörð og komið til
baka um Kaldadal og Tröllaháls. Alls
verða eknir um 1000 km í rallinu,
þar af um 400 km á sérleiðum.  BL
HM öldunga i frjálsum iþróttum:
SIGURBORG KOMST
í ÚRSLIT í 200M
Sigurborg Guðmundsdóttir tók í
gær þátt í 200m hlaupi 35-40 ára
kvenna á heimsmeistaramóti öld-
unga, sem haldið er í Lahti í Finn-
landi um þessar mundir. Sigurborg
komst í úrslit og varð þar í 7. sæti á
26,84 sek. Hlaupið vannst á 25,5
sek., sem er mjög góður tími.
Ólafur Unnsteinsson keppti í spjót-
kasti í gær, í flokki 50-55 ára, og
hafnaði í ca. 20. sæti af um 60 kepp-
endum. Hann kastaði 39,56m. Kasta
þurfti 47m til að komast í úrslit.
Öldungurinn síungi, Jóhann Jósson
úr Garði, keppti í langstökki í flokki
70-75 ára. Hann stökk 4,09m og varð
í 11. sæti. Langstókkið vannst á
4,98m. í dag keppir Unnur Stefáns-
dóttir í undanrásum í 400m hlaupi,
en úrslit í greininni verða á morgun.
26 keppendur eru skráðir til keppni í
400m hlaupið.             BL
Birgir Vagnsson frá Hjólbaröahöllinni og Tryggvi M. Þórðarson,
keppnisstjóri I KUHMO-rallinu, handsala samninginn f Perlunnl I
öskiuhlíð í aær.                                    Timamvnd Plotur
GARÐS L ATTU R
Tökumaðokkuraðslágarða.
Kantkllppum og tjartaeg)umíheyið
Komum, skoðurrr og gerum verðtii
Upplýsingar (síma 41224, eftir kl. 18
::-:-:;H

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12