Tíminn - 11.09.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.09.1991, Blaðsíða 1
Tíifiifm Stjórnarandstæðingarnir Steingrímur Hermannsson og Ólarur Ragnar Grímsson láta sér fátt um finnast þegar kemur að því Grettistaki sem ríkisstjórnin kveðst vera að lyfta í ríkisfjármálum: Óskalistar skornir og skattar hækkaðir Formenn Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags, þeir Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson, virðast ekki eins sann- færðir og talsmenn stjórnarliða um að verið sé að lyfta einhverju Grettis- taki í ríkisfjármálum við gerð fjárlaga að þessu sinni. Reyndar virðast þeir þvert á móti telja að hinir nýju stjórn- arherrar hafi blásið upp sem alvarleg- an fjárlagavanda árvissar óskir ráðu- neyta um útgjaldaaukningu, og bend- ir Steingrímur t.d. á að slíkir óskalist- ar upp á milljarða séu ekki að koma fram í fyrsta sinn núna. Ólafur Ragn- ar segir að megnið af sparnaði ríkis- stjórnarinnar sé í raun niðurskurður á pappírstillögum ráðuneytanna. Báðir flokksformennirnir gagnrýna hins vegar að eini raunverulegi niður- skurðurinn sé á velferð og að ríkis- stjórnin hafi valið þá leið að auka skattaálögur á þá sem síst skyldi. • Blaðsíður 2 og 3 Samningaviðræður eru nú hafnar milli vinnuveitenda og launþega. í gær ræddu fulltrú- ar ýmissa aöildarhópa AS( við vinnuveitendur og á myndinni má sjá þegar verslunar- menn gengu til fundar í húsakynnum VSÍ i Garðastræti og Magnús L. Sveinsson, form. VR, og Einar Oddur Kristjánsson, form. VSÍ, takast i hendur. Sjá bls. 5. Tlmamynd: Aml Bjama Verður erfðavísavakt sett á launafólkið? ' 'f' '>}'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.