Tíminn - 29.10.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.10.1991, Blaðsíða 1
Báti með tveim sjómönnum og fimm 15 ára skólapiltum á sjóvinnunámskeiði hvolfdi utan Hornafjarðaróss: Fimm skolaði á land • 2 fórust við Höfn Hryggilegt sjóslys varð utan við Höfn í Hornafirði í gær er vél- bátnum Mími RE-3 hvolfdi. Um borð voru skipstjóri og vél- stjóri, en auk þeirra voru fimm 15 ára skólapiltar á sjóvinnu- námskeiöi er voru að undirbúa sig fyrir 30 tonna skipstjórnar- próf. Skólapiltarnir, sem allir voru klæddir björgunarvestum eða flotbúningum, komust af. Líki annars mannsins úr áhöfn Mímis skolaði á land í gær, en hins mannsins var enn saknað þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Skipverjar á vélskipun- um Erlingi og Steinunni voru sjónarvottar að slysinu. Þeir segja að kvika hafi skyndilega komið aftanundir Mími og hvolft honum á örskotsstund. Skip- verjar beggja bátanna sáu mann í sjónum og reyndu hvað þeir gátu að bjarga honum, en allt kom fyrir ekki. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.