Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. janúar 1992 5. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Háskólarektor telur óhjákvæmilegt aö takmarka fjölda háskólastúdenta. Breytt fyrirkomulag á skráningu nýstúdenta hugsanlegt strax í vor: STUDENTAR SIAÐIR MEÐINNTÖKUPRÓFI „Ég held að þegar litið er til framtíðar verði Háskólinn að fara sömu leiðir og þjóðir í kringum okkur hafa farið og takmarka heildarfjölda nemenda sem teknir eru inn í Háskólann," sagði Sveinbjöm Björas- son háskólarektor. Hann sagði hugsanlegt að sérstök könnunarpróf verði lögð fyrir nýstúdenta strax í vor sem yrði fyrsta skref í átt til þess að komið yrði á inntökuprófum í Háskólanum. Sveinbjörn sagði að ef sú leið yrði farin að takmarka aðgang að Há- skólanum væri eðlilegast að gera það með því að líta á námsgetu nemenda. Háskólinn stæði hins veg- ar frammi fyrir því að erfitt væri að láta stúdentsprófið eitt skera úr um námsgetu. Sveinbjörn benti í þessu sambandi að framhaldsskólarnir notuðu mismunandi einkunnakerfí og prófin væru ekki samræmd milli skóla. Hann sagði að vegna þessa hefði hingað til verið sú stefna ríkj- andi í Háskólanum að leyfa öllum sem það vilja spreyta sig í Háskólan- um í eitt eða tvö misseri og Iáta reyna á námsárangur í prófum um jólin eða á vorin. Sveinbjörn sagði að því væri ekki að neita að því fylgdi talsverður kostnaður fyrir skólann að taka inn svo marga nemendur sem í mörgum tilvikum uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar eru í Háskólanum. Þess vegna teldi hann réttast að fara sömu leið og aðrar þjóðir hefðu far- ið, að takmarka fjölda í skólann. Hins vegar værum við með þá sér- stöðu að vera með aðeins einn skóla á háskólastigi í allflestum greinum. Kennslumáianefnd Háskólans hef- ur um nokkra hríð verið að undir- búa að leggja fyrir alla nemendur, sem hug hafa á að stunda nám í Há- skólanum, sérstök könnunarpróf. Ráðgert er að leggja prófin fyrir nemendur í framhaldsskólunum sjálfum um leið og þeir ljúka stúd- entsprófi. Sveinbjörn sagði ekki úti- lokað að þetta próf yrði lagt fyrir stúdentsefni strax í vor, en ákvörðun um það hefði ekki verið tekin ennþá. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor og formaður kennslumálanefndar Háskólans, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvenær prófin yrðu lögð fyrir nemendur. Hann sagðist síður eiga von á að þau yrðu lögð fyrir á þessu ár, en þó væri hugsanlegt að gerð yrði einhvers konar tilraun með þau síðar á þessu ári. „Þetta er vandasamt mál og við viljum vanda okkur við undirbún- inginn. Fyrst í stað yrði þetta lagt fyrir í tilraunaskyni," sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði að til að byrja með yrðu prófin lögð á til könnunar á námsgetu. Þau myndu ekki gilda sem eiginleg inntökupróf fyrr en síðar þegar reynsla yrði fengin af þeim. Með prófunum væri hægt að bera saman gildi stúdentsprófs milli einstakra skóla. Þorsteinn sagði að nýlega hefði verið skipuð í mennta- málaráðuneytinu sérstök nefnd sem á að fjalla um lokapróf í framhalds- skólum og hvaða réttindi það á að veita. Sveinbjörn sagði að einstakar deildir Háskólans þyrftu að kveða skýrar á um hvaða kröfur þær gerðu til nemenda sinna, þannig að nem- endur vissu á hverju þeir ættu von. Ef slíkar kröfur Iægju fyrir gætu nemendur undirbúið sig betur ef þeir teldu sig vanbúna eftir að hafa lokið stúdentsprófi, t.d. með því að sækja námskeið í öldungadeildum framhaldsskólanna. -EÓ Töluvert frost hefur herjað á landsmenn að undanförnu og er nú svo kom- ið að Tjörnin í Reykjavík er ísilögð og ekki sést betur en að hún sé mannheld. Ekki sá Ijósmyndari neina á skautum þar í gær, en það hlýtur að styttast í það. -PSfTímamynd PJetur Jolaviöskiptin svipuö og í fyrra á heildina Iiti<3: Kreppuþjóöin saumaöi og föndraði fyrir jól Framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna áætlar að verslanir hafi selt fyrir álíka upphæð í krónum tal- ið fyrir þessi jói og um síðustu jól. Nokkur munur sé þar hins vegar á milli einstakra greina. Mikil sala hafi verið á vefnaðarvörum og öðru til sauma og sömuleiðis á vörum til föndurs. Og mikið hafi selst af ódýr- um fatnaði. Á hinn bóginn hafi nú selst minna af dýrum fötum og dýr- um tækjum en í fyrra. „Það veit þetta vitaskuld enginn. En á heildina Iitið held ég að þetta hafi Reykvískir sjómenn komn- ir með verkfallsheimild Fundur stjómar- og trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt að veita stjórn og samninganefnd verkfallsheimild í kjaradeilu fiskimanna. Jafnframt samþykkti fundurinn að framfýlgja ákvæðum kjarasamnings fiskimanna um forgangsrétt félagsmanna Sjó- mannafélagsins til starfa á fiskiskipum gerðum út frá Reykjavík. -EÓ komið út með svipaða krónutölu og í fyrra, en þó líklega nokkuð misjafnt milii greina. Heldur hafi dregið úr hjá sumum og svo aukist hjá öðmm,“ sagði Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, spurður hvort menn hefðu þar nokkra tilfinningu fyrir hvemig ,jóla- vertíðin" reyndist í verslunum lands- ins þegar upp var staðið. Tölur um þetta liggja eðlilega ekki fyrir ennþá. Magnús sagðist því byggja þessar áætlanir sínar á viðræðum sem hann hafi átt við fjölda kaupmanna vítt og breytt um landið. „Þegar svona samdráttur er í þjóðfé- laginu breytist innkaupamynstrið á einhvem hátt. Það er mikið leitað eft- ir ódýmm hlutum. Sala á efnum og öðm til fatagerðar hefur aukist og sömuleiðis á vömm til föndurgerðar. Ég held að menn hafi ekki dregið við sig í mat. Enda hefur ríkt mjög mikil verðsamkeppni í þeirri grein, sem m.a. hefur valdið því að t.d. ýmsar bökunarvömr vom núna ódýrari en í fyrra. Þetta er alger nýlunda," sagði Magnús. Á hinn bóginn telur hann ljóst að einhver samdráttur hafi orðið í sölu hjá þeim sem selja „lúxusvör- ur“, þ.e. dýrar gjafavömr, dýran fatn- að og stærstu rafmagnstæki. - HEI Gestabókin á Stöng ber vitni óvenju mikils músagangs í Þjórsárdal: Þjóðveldisbærinn úr allri hættu Allmikils músagangs hefúr að undanfömu orðið vart í Gnúpveija- hreppi í Ámessýslu. Einkanlega hafa mýsnar heijað á svmahús, enda er þar mikiö af mjöU sem þær þrífast vel á. Mýsnar hafa einnig heijað á þjóð- veldisbæinn í Þjórsárdal. Að sögn Ásólfs Pálssonar gæslumanns átu þær þar bæklinga og gestabók i haust og var þá gripið til þess láðs að eitra fyrir mýsnar. Við það skán- aði ástandið. Ásólfúr sagði að mýsnar hefðu haft góð skilyrði tfl að flölga sér í bh'ðviðrinu í fyrrasumar, enda hefðu sveitungar hans á orði að aUt væri krökkt af mús og samkvæmt fomri trú væri það fyrirboði harðs vetrar. —-SBS, Seifossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.