Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. febrúar 1992 22. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Félagsmálaráðherra segist óttast að uppsagnir hjá ríkinu komi illa við konur, ekki síst fullorðnar konur: Jóhanna ætlar að beita sér vegna uppsagnanna Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstaka nefnd, sem í eiga sæti aðstoðarmenn þriggja ráðherra, til að fjalla um afleiðingar upp- sagnar ríkisstarfsmanna og leiðir til að koma til móts við þá sem missa vinnuna. Tilefni þessarar ákvörðunar er uppsagnir á Landa- koti og fleiri stöðum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Sóknarstarfsmenn sem vinna á Landakotsspítala sendu Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra ályktun í gær þar sem skorað er á hana að beita sér í þessu máli. Bent er á að uppsagnir komi sérstaklega iila við konur sem hafa unnið fyrir spítal- ann í mörg ár á lágum launum. Yfir 70% Sóknarstarfsmanna á Landakoti er fólk 50 ára og eldra. Ekki er fyrir- sjáanlegt að þessum konum gangi vel að fái vinnu ef mið er tekið af því at- vinnuástandi sem ríkir í dag. Landa- kot áformar að endurráða ekki 170- 200 af þeim sem búið er að segja upp. Sjúkraliðafélag íslands sendi í gær einnig frá sér svipaða ályktun. Skorað er á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir aðgerðum sem verða mættu til þess að leysa starfsmenn Landakots- spítala úr þeim „gíslatökum" sem þeir eru nú beitir af stjómendum sjúkra- hússins í baráttu við óbilgjamt stjóm- vald. Jóhanna sagðist hafa áhyggjur af þessu máli og vilja leita leiða til að auðvelda þessu fólki að fá aðra vinnu. Hún sagði að nefndin myndi byija á að leita upplýsinga um umfang upp- sagna hjá opinberum fyrirtækjum. Jafnframt væri beðið eftir niðurstöð- um könnunar sem Þjóðhagsstofriun og vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins em að vinna um áætl- aða þörf 600 atvinnufyrirtækja fyrir vinnuafl. í framhaldi af því verði leitað leiða til að auðvelda þessu fólki að fá vinnu. Jafnframt hefur verið ákveðið að kalla saman ráðgjafanefnd vinnu- málaskrifstofunnar, en í henni sitja fulltrúaráð vinnumarkaðarins, sveit- arfélaga og Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögur um aðgerðir þegar horf- ur eru á samdrætti í tilteknum at- vinnugreinum eða á tilteknum svæð- um. „Það er mjög brýnt að því verði hrað- að að fá niðurstöðu í þetta mál, þann- ig að það verði hægt að eyða þeirri óvissu sem þetta fólk býr við. Upp- sagnarfrestur starfsfólksins á Landa- koti tekur gildi um mánaðamótin og það er mikilvægt að þetta fólki fái að vita hvar það stendur," sagði Jóhanna. Hún sagði ljóst að erfitt væri fyrir konur komnar yfir miðjan aldur að fá vinnu ekki síst nú þrengir að á vinnu- markaði. Hún sagðist ætla að fela nefndinni að skoða nokkrar leiðir til að bæta úr þessu, en vildi ekki greina frá því í hverju þær væru fólgnar. Um áramótin mældist atvinnuleysi á landinu 2,4%. Þetta jafingilti því að um 4.300 manns væru án atvinnu. Eitt prósent atvinnuleysi á ári þýðir að Atvinnuleysistryggingasjóður þarf að greiða um 650 milljónir í atvinnu- leysisbætur. í fjárlögum er 1.130 milljónum króna varið til sjóðsins og er þá miðað við að atvinnuleysi á ár- inu verði að meðaltali 2% á árinu. -EÓ RARIK KAUPIR HITAVEITUNA Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur gert samning við Rafmagnsveitur ríkisins um sölu á dreifikerfi Hitaveitu Seyðisfjarðar og mun Rarik taka við rekstri hitaveitunnar. Söluverð dreifikerfisins er 76 milljónir króna. í samningnum er kveðið á um að viðskiptavinir Hitaveitunnar munu á næstu tveimur árum kaupa heita vatnið á sambærilegum kjörum og verið hefur, en einnig munu heimæðagjöld lækka til samræmis við aðrar hitaveitur Rarik. Að tveimur ár- um liðnum munu hitataxtar Ragmagnsveitnanna á Seyðisfirði verða sam- ræmdar, bæði hvað varðar orku og tengigjöld. Hitaveitan hefur annast dreif- ingu og sölu á heitu vatni til húshitunar, en hefur keypt orkuna frá kyndistöð Rafmagnsveitna ríkisins. -PS Skattaleg meðferð 900 mHljóna Sameinaðra verktaka: Ríkislögmaður áað höfða mál Friðrik Sophusson Qánnálaráð- heira óskaði efiör því við ríkislög- una um skattalega meðferð á þeim 900 miijjónunj sem Sameinaðir verktakar greiddu hluthðfum sín- um fyrir almenna dómstóla. Ivssi ósk Qármálaráöherra kero- ur f kjölfar álitsgerðar frá ríkis- skatuýóra um úrskurð rítós- skattaneíhdar frí 8. janúar «L í máli Félags vatnsvirkja hf., þar sem nefndin fellst á þá kröfu fé- lagsins að heimUt væri að endur- meta eignarhluta Sameinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverk- tökum sf. við útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Samkvæmt álitsgerö þessari kfypir úrskurður rQdsskatta- nefndar fótunum undan langri skattaframkvæmd í þessum efn- um, sem byggst hefur ááliti ríkis- skattstjóra og túlkun embættisins á lögum og reglugerðum um tekjuskatt og eignaskatt, sem ekki hefur verið leitast við að hnekkja fyrr en nú. Þá telur ríkisskatt- stjóri að úrskurðurlnn veki upp ýmsar spumingar varðandi túlkun og framkvæmd laga og reglu- gerða. Embætti ríkiaskattstjóra mælir þess vegna með því, með tilvísan til þeirra afkiðinga sem breyting á framkvæmd f þessu efní getur haft, að leitað verði at- beina dómstóla til að fá niður- stöðu rflrisskattasefndar hnekkL Þessi málsmeðferð þýðir að tep- lega 200 hluthafar f Sameinuðum verktökum munu þurfa að borga skatt af þorra þess fjár sem þeir fengu útborgað á aðalfúndinum í sfðustu viku. Komist dómstólar að því að þessir penlngar hafl eldd verið skattskyldir fá þefr féð end- urgreitt. Sérstæð samkeppni í áfengissölunni: „Tólf tappa“ kvöldverður Bann við auglýsingum á áfengi hefur orðið til þess að samkeppnin milli umþoðsmanna áfengistegunda fer út í ólíklegustu farvegi. Þannig hefur um- boðsmaður Bell’s-vískýs á íslandi td. heitið veitingamönnum verðlaunum, ef þeir selja mikið af þeirri tegund á veitingahúsum sínum. Eigandi Bell’s umboðsins er Herluf Clausen, en verðlaunin eru í því fólgin að ef veit- ingamaðurinn safnar 12 töppum af Bell’s viskýflöskum og skilar þeim til umboðsmannsins fær hann að laun- um málsverð á veitingahúsinu Café Óperu, sem er einnig í eigu Herlufs Clausen. Umboðsmenn áfengisteg- unda á íslandi fá úthlutað fé frá fram- leiðendum til auglýsinga á vörum sín- um hérlendis, en vegna augiýsinga- banns á áfengi hafa umboðsmenn reynt að fara ýmsar leiðir til að aug- lýsa vörur sínar og hefur það aðallega beinst að veitingamönnum. Algengt er að umboðsmenn leggi fé í innrétt- ingar á börum og fleira. -PS Leikhópar fá fjárframlagið sitt Tilkynnt hefur verið um skiptingu á fjárframlögum samkv. fjárlögum til atvinnuleikhópa, en skiptingin byggir á tillögum frá úthlutunar- nefnd Leiklistarráðs. Útlutun fjár- framlaganna fór fram í gær. Hæsta framlagið rennur til Alþýðuleik- hússins, en það er ekki lengur sér- stakur liður á fjárlögum og fellur nú undir liðinn „Starfsemi at- vinnuleikhópa" í fyrsta sinn í ár. Heildarfjárveitingin til þessa liðar nemur 12 milljónum króna og fékk Alþýðuleikhúsið tæplega 4 milljóna óskilyrt framlag. Sjö aðr- ir Ieikhópar skiptu með sér þeim 8 milljónum sem eftir eru. Helm- ingur þeirrar upphæðar mun fara í uppsetningu á verkum Henriks Ib- sen eða 4,5 milljónir. Leikhópur- inn Kaþarsis hlýtur 2,5 milljónir til áð vinna Heddu Gabler og leik- hópurinn Þíbilja hýtur 2 milljónir til að vinna Brúðuheimilið. Þá fékk Eggleikhúsið eina milljón til að vinna Hernaðarlist svíns eftir Raymound Cousse; Auður Bjarna- dóttir fær eina milljón til að vinna Ólafur Amarson, aðstoöarmaöur menntamálaráðherra afhendir fulltrúa Þíbylju framlagið. Tímamynd Áml BJama dansverkin Ertu svona kona og uppsetningu á La Boheme eftir Sögusvuntan fær 350 þús til að Gárur; Óperusmiðjan fær eina Puccini; Frú Emelía fær 500.000 vinna brúðuleikhúsverk fyrir milljón til að halda áfram með kr. „til að halda sér á floti“; og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.