Tíminn - 14.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1992, Blaðsíða 1
Sylvía Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Dagrún Jónsdóttir og Helena Kristjánsdóttir höfðu lokið af 10.250 snittum, þegar þessi mynd var tekin. Tímamynd: Ámi Bjama Sérstakur hátíðarfundur borgarstjórnar í dag: Smurt fyrir Ráöhúsveislu Nú fara í hönd miklar breytingar á húsnæðismálum borgaryfirvalda. í dag kl. 12:00 verður síðasti fundur borgarráðs á gamla staðnum við Austurstræti, og í dag kl. 16:00 er hátíðarfundur borgarstjórnar í hinu nýja Ráðhúsi Reykjavíkur. Af því tilefni voru smurðar hvorki meira né minna en 9000 snittur í eldhúsi Kjarvalsstaða í gær, til að bjóða gestunum upp á. Smur- brauðsdömurnar hafa ekki enn lokið vinnu sinni, því á morgun er annað teiti í Ráðhúsinu, að þessu sinni fyrir verkamenn og starfsfólk hússins. Snittumar eiga að verða 18.000 talsins fyrir báðar veislurn- ar, og verða 18 tegundir. 40 manns munu vinna á börum, í fatahengi og þjóna til borðs í veisl- unum. —GKG. Rekstrardagar aldrei verið færri í sögu Sementsverksmiðjunnar: Sementsalan sú minnsta síðan 1970 Fara verður meira en tvo áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um minni sölu á sementi heldur en 1991 hjá Sementsverksmiðju ríkis- ins. Alls seldi verksmiðjan um 110.760 tonn af sementi á síðasta árí. Þetta var þriðja áríð í röð með samdrátt í sölu, og samt er áætlað að sementssala minnki enn umtals- vert á þessu ári. Starfsmönnum verksmiðjunnar hefur fækkað ár frá ári í heilan ára- tug. Árið 1982 voru stöðugildi 191, en hafði fækkað niður í 125 í lok síð- asta árs, og áætlað er að þeim fækki enn í 122 í lok þessa árs. Verð á sementi frá verksmiðjunni hækkaði einu sinni á árinu, um 7% í maí. Rekstrartekjur Sementsverksmiðj- unnar voru um 817 milljónir kr. á árinu. Hagnaður á fjármunatekj- um/gjöldum var svipaður bæði árin, tæplega 65 milljónir í fyrra. Niður- stöðutalan varð hins vegar 2,2 millj- óna kr. hagnaður í fyrra, í stað meira en tveggja milljónatuga taps árið áð- ur. Þar munar mestu að framlag í fyrningarsjóð viðskiptakrafna lækk- aði úr 26 milljónum árið 1990 niður í 5 milljónir kr. á síðasta ári. Eigið fé Sementsverksmiðjunnar var 873 milljónir í lok ársins, og hafði aukist um rúmlega 53 milljón- ir á árinu. Eiginfjárhlutfall var 65,3% í árslok. Veltufjárhlutfall var 1,36 f lok ársins. Veltufjármunir umfram skammtímaskuldir voru um 106 milljónir kr. - HEI Umsóknarfrestur um stöðu flugmála- stjóra rann út fyrir helgina: Níu manns sóttu um Staða flugmálastjóra var auglýst laus í 43. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins þann 18. mars sl., með um- sóknarfresti til 10. apríl 1992. Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna: Erling Aspelund starfsmannastjóri hjá SIS, Grétar H. Óskarsson fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm, Guðmundur Matthíasson fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm, Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri, Hörður Hafsteinsson flug- maður, Þórður Óskarsson flugum- sjónarmaður, Þórður Öm Sigurðs- son framkvæmdastjóri hjá Flug- málastjórn, Þorgeir Pálsson prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur. —GKG. INGALO FER TIL CANNES Ingaló, kvikmynd Ásdísar Thorodd- sen, hefur verið valin til sýninga á Can- nes-kvikmyndahátíðinni í Suður- Frakklandi. Þetta er í annað sinn, sem íslensk kvikmynd kemst í opinbera keppni í Cannes. Ingaló er ein sjö kvikmynda í fullri lengd, sem sýndar verða á svokallaðri „Viku gagnrýnenda", en hún er hluti af hinni opinberu keppni. Tvenn verð- laun standa til boða í þessum flokki. Annars vegar verðlaun fyrir bestu mynd vikunnar og hins vegar fyrir bestu frumraun kvikmyndahátíðar- innar. ,T“etta hefur mjög mikla þýð- ingu fyrir okkur,“ segir Ásdís Thorodd- sen. „Það er eftársótt og mikill heiður að komast inn í þennan opinbera hluta Cannes- hátíðarinnar." Að sögn Ásdísar hefur aðsókn að myndinni innanlands verið upp og of- an, mjög góð sumstaðar en annars staðar siæleg. -ÁG. Mikill jarðskjálfti í Rínardalnum aðfaranótt mánudags: Mestu skjálftar í 200 ár Mikill jarðskjálfti skók vestanvert Þýskaland og hluta Belgíu og Hollands aðfaranótt mánudags. Jarðskjálftamælum ber ekki saman um stærð skjálftans, en í Diisseldorf mældist hann 5,6 stig á Richter. Þetta er mesti jarðskjálfti á svæðinu í 200 ár. Upptök hans voru í Roermund nálægt Maastricht í Hollandi. Or- sökin er rakin til fellingahreyfinga í jarðskorpunni. Fjöldi fólks særðist og mikið fjár- hagslegt tjón varð þegar byggingar skemmdust Bærinn Heinsberg ná- lægt Aachen varð verst úti, þar sem 21 maður særðist, þar af 4 alvarlega. Borið hefur á eftirskjálftum og von er á fleirum. Að sögn Páls Halldórs- sonar iarðeðlisfræðings hjá Veður- stofu íslands, er hér um að ræða þekkt jarðskjálftasvæði og urðu jarðskjálftar þar af svipaðri stærð ár- in 1756 og 1878. Svæðið nær frá Ölpunum og niður Rínardalinn. , j'að, sem gerir þessa skjálfta hins vegar oft á tíðum svakalegri, borið saman við skjálfta á íslandi," sagði Páll, „er að þeir hafa fúndist mjög greinilega í 200 km fjarlægð. Deyf- ingin í jörðinni er miklu minni en hér.“ Jarðskjálftinn í Vatnafjöllum árið 1987 var til dæmis af stærðinni 5,8. Gróflega áætlað var hann búinn að deyfast á 70 km niður í svipuð áhrif og skjálftinn í Evrópu gerði á 200 km. Páll kvað ástæðuna vera þá að hér væri bergið miklu yngra og laus- ara í sér. Þar af leiðandi var svæðið miklu stærra sem varð skjálftans vart í Evrópu, og kom hann meðal annars fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. —GKG. Páll Halldórsson bendir á stóra skjálftann í Evrópu á mæli Veð- urstofunnar. Timamynd: Aml Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.