Tíminn - 21.08.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 21. ágúst 1992 154. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ríkisendurskoðun skilar skýrslu um Atvinnuleysistryggingasjóð: Atvinnuleysi má ekki fara yfir 2% Atvinnuleysistryggingasjóður getur aðeins staðið undir 2% atvinnu- leysi að mati Ríkisendurskoðunar. Hún vill endurskoða Atvinnuleysis- byggingasjóð og segir að gjaldþrot blasi við verði ekkert gerL Þetta kemur m.a fram í nýlegri skýrslu frá Rddsendurskoðun „Staða sjóðsins er þannig að verð- bréfeign hans verður uppurin og greiðsluþrot blasir við á árinu 1994 komi ekki til sérstakra fjár- veitinga," segir í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórn- sýsluendurskoðun hjá Atvinnuleys- istryggingasjóði. Þá segir jafnframt: „Núverandi tekjustofnar sjóðsins geta aðeins staðið undir kostnaði vegna u.þ.b. 2% atvinnuleysis. Jafnframt er nauðsynlegt að huga þegar að þeim félagsiegu vandamálum sem at- vinnuleysi orsakar." Einnig segja skýrsluhöfundar að greiðslur á eftirlaunum til aldraðra eigi ekki heima í Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Þá kemur og fram í skýrslunni að kanna þurfi sérstakieg hvort At- vinnuleysistryggingasjóður eigi fremur að heyra undir félagsmála- ráðuneyti en heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið. Það er skýrt með því að sjóðurinn starfi nú í samvinnu við Tryggingastofnun en stjórn atvinnumála sé í höndum fé- lagsmálaráðuneytisins. I skýrslunni kemur fram að stétt- arfélög fái um 5% af útborguðum bótagreiðslum í sinn hlut fýrir að sjá um útborgun bóta. Á síðasta ári námu þessar greiðslur 41 milljón króna en í ár verða greiddar út 90 milljónir í þessu sambandi að mati skýrsluhöfunda. Þessu vilja þeir jafnframt breyta og segja orðrétt: „Gróf athugun á kostnaði við sam- svarandi afgreiðslur á skrifstofu At- vinnuleysistryggingasjóðs bendir til þess að veruiegur sparnaður geti náðst með því að færa vinnsluna þangað." -HÞ 0,5 prósent verðbólga Verðlagsvísitölur hafa afsr lítið breyst og oft jafhve! eWn hækkað Þannig reyndist nú vísitala bygging- úst sem og fmmfærsluvfaitalan. Af þessu leíótt að lánskjaravfaitalím hækkaði aðeins örlítið miIIÍ mánaða, eða 0,03%, sem svam mundi tQ 0,4% verðbólgu á heilu ári. Frá þv» í ágúst í fyrra hefur hefur vísitala byggingarkostnaðar (bygg- ingarkostnaður) haekteð aðeins um 1,3%. Það þýðir td. aö íbúð sem kostaði 8 milljónir að byggja heilu ári mundi nú kosta 8,1 miöj- ón. Lánskjaravísítalan, sem oftast er notuð ttí útreiknings verðbóta, Ld. á lán, hefur hækkað um 1,6% á þessu sama 12 mánaða túnaMli Það svar- ar tA. til þess að skuld upp á 1.000 þús.kr. fyrir ári væri nú 1.016 þús- und kr. með verðbótum, þ.e. ef ckk- ert hafði verið greitt af höfuðstóln- um. - HEl Kennararáðningar í grunnskóla: Reyndir kennarar í atvinnuleit í samtölum við skólamenn víða um land kemur fram að ráðning kennara í grunnskóla landsins hefur gengið betur í ár en um margra ára skeið. Þetta gerist þrátt íyrir fjölgun í bekkjum og minni yfir- vinnu sem eru fylgifiskar niðurskurðar ríkisstjómarinnar. Kennarar eru þegar farnir aö undirbúa vetrarstarfiö og um 100 þeirra voru síöastliðna viku á ráöstefnu í Álftamýrarskóla um sveigjanleika kennsluhætti í grunnskólum. Tímamynd Ami Bjama í Reykjavík og á Reykjanesi hafa um 50 stöður verið lagðar niður. Á Norður- landi-eystra og á Vestjörðum eru menn þeirrar skoðunar að sjaldan eða aldrei hafi jafnmargir kennarar með fullgild kennsluréttindi sótt um. Þar er ekki um að ræða nýútskrifaða kennara held- ur eru líka áberandi reyndir kennarar af höfuðborgarsvæðinu. Fækkar um 50 í Reykjavík og Reykjanesi! ,Jíftir því sem ég best veit eru kenn- araráðningar frágengnar," segir Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykja- vík. Hún segir að í nær öllum stöðum séu réttindakennarar nema þá í ein- hverjum sérgreinum. Hún telur að fleiri kennarar hafi sótt um en áður. Ás- laug reiknar með minni yfirvinnu kennara en verið hefur en að það verði ekki endanlega ljóst fyrr en í haust þar sem kennarastöðum í Reykjavík hafi féekkað um 30 milli ára. Hún telur að ekki hafi þurft að grípa til uppsagna vegna þessa en einhverjir kennarar hafi Ánægðir með samkeppni! Bifreiðastjórar á Reykjavíkursvæð- inu fagna samkeppni við fyrirtækið Almenningsvagna um farþega að næturlagi um helgar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Frama sem er félag leigubif- reiðastjóra. Þar segir jafriframt að fólk leigi oft bíl saman og þannig verði ódýrara og þægilegra að nota leigubíl. -HÞ þurft að færa sig milli skóla. „Við viljum auðvitað lengri skóladag og færri nem- endur í bekki en við verðum að taka því sem stjómvöld ákveða," segir Áslaug. Hún bætir við að 25 nemendur séu að meðaltali í bekk í Reykjavík. Á fræðsluskrifstofu Reykjaness var upplýst að í ár hefði gengið betur að ráða kennara en oftast áður. Þar hefúr yfirvinna kennara minnkað í kjölfar samdráttar sem nemur um 18 til 20 kennarastöðum. Nær fullráðið á lands- byggðinni Á Vesturlandi fengust þær upplýsingar að búið væri að ráða réttindakennara í nær allar stöður. Á Vestfiörðum segir Pétur Bjamason fræðslustjóri að betur gangi að ráða kennara en mörg undanfarin ár. Hann segir að oft hafi um þetta leyti árs verið lausar 10 til 20 stöður en nú sé óráðið í 5 sem samt sé búið að sækja um. Víða úti á landi virðist ástandið óvenju gott Þannig segir fulltrúi á fræðslu- skrifetofú Norðurlands- eystra að hlut- fall kennara með réttindi og reynslu sé hærra en verið hafi áður og mjög vel gangi að ráða kennara núna. í sama streng tekur fulltrúi á fræðsluskrifetofú Austurlands. Þar er td. búið að manna alla skóla í fjórðungnum. Fræðslustjórinn á Suðurlandi, Jón R Hjálmarsson, álítur að kennarar séu fastari á stöðum sínum en oft áður. Hann segir að þar sé einnig búið að manna alla skóla og að ekki hafi þurft að segja neinum kennara upp þrátt fýr- ir samdrátt Eðlilegur höfuðborgar- flótti „Það er eðlilegt að í niðurskurðinum hafi hópur kennara leitað eftir störf- um úti á landi. Það er auðvitað gott ef hlutfall réttindakennara eykst þar,“ segir Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands. „Það eru reyndar fleiri félagsmenn á atvinnu- leysisskrá núna en verið hefur en það eru flestir leiðbeinendur," segir Svan- hildur. Hún telur það eðlilegt að það fólk detti fyrr út af því að réttindafólk gangi fyrir um kennarastöður. Hún bætir við að erfitt sé að sjá hvort allir réttindakennarar fái kennslu fýrr en skólar byrji. Svanhildur segir að þrátt fyrir þetta hafi verið leitað eftir um 350 undanþágum fyrir réttindalausa kennara sem ekki er búið að afgreiða. Hún bendir á að að færri umsóknir en áður séu um undanþágur fyrir leið- beinendur sem ekki hafi kennslu- reynslu. Svanhildur segist ekki vita hvemig nýútskrifuðum kennurum hafi geng- ið að fá störf en heldur að þeir hafi helst reynt fýrir sér úti á landi. „Það er verið að undirbúa mjög mikla umræðu um stöðu kennarastéttar- innar í heild á vegum Kennarasam- bandsins um allt land. Þá ekki sfet í ljósi þess hvemig komið er kjömm hennar," sagði Svanhildur að lokum. HÞ Trúarlíkneski hefur verið valinn staður við Hádegishóla: Búdda í Kópavoginn Fjögurra metra hátt trúarlíkneski verður reist við Hádegishóla í landi Kópavogs í haust. „Mín meining er að líkneskið verði til góðs. Það er táknrænt fýrir visku og kærleik og það er það sem ég held að við þörfnumst hér á plánetunni okkar," segir Þórhalla Björnsdóttir sem stend- ur ein á bak við uppsetningu verksins. Eins og Tíminn skýrði frá í júlí hafði hún áður sótt um að verkið fengi að rísa í landi Reykjavíkur. Umhverfisráð Reykjavíkurborgar gat ekki unnt henni þess og sendi umsóknina til borgarráðs sem einnig neitaði. Enginn ágreining- ur var aftur á móti í Umhverfisráði Kópavogs þegar umsóknin kom til kasta þess. „Við fórum gaumgæfilega yfir þá staði sem komu til greina og það ríkir nú einu sinni trúfrelsi í land- inu,“ segir Einar Sæmundsen, yf- irgarðyrkjustjóri Kópavogsbæjar. „Þetta er skúlptúr byggður sam- kvæmt aldagamalli nepalskri hefð og er til víða um heiminn." Þórhalla segir líkneskið vera al- heimstákn sem hafi þróast f mis- munandi menningarsamfélögum, en það sem nú rís við Hádegishóla verður í tíbetskum anda. Hlutirnir í verkið eru handunnir af Nepalbúum og gerðir eftir ákveðnum reglum. Mikilvægt er að líkneskinu sé komið fýrir þar sem það sést langt að en það er 4 metrar á lengd, breidd og hæð. í holu í verkinu verður örlítlu Búddalíkneski komið fýrir. „Þetta er fallegt á að líta og kop- arhlutarnir sem það er gert úr hafa allir táknrænar skírskotanir," segir Einar. Þórhalla hefur búið lengi í Nepal og heldur þangað bráðlega aftur. Von er á nokkrum Tíbetum til landsins til að blessa staðinn þar sem líkneskið rís. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.