Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 1. september 1992 161.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Karl Steinar Guðnason, formaður tjárlaganefndar, segir að ríkisstjórnin verði að gera betur í ríkisfjármálum, en Guðmundur Bjarnason, talsmaður stjórnarandstöðunnar: Enginn spamaður er á stærstu útgjaldaliðum „Niðurstaðan í þessari skýrslu er bæði jákvæð og neikvæð. Það hef- ur ekki allt tekist sem ríkisstjórnin ætlaði sér, en margt hefur tekst vel. Skýrslan sýnir að við þurfum að taka betur á. Þetta er skýrsla um fyrstu sex mánuði ársins og segir ekki alla sögu. Hvort það tak- ist er erfitt að fullyrða um. Tekjur ríkissjóðs hafa minnkað mjög mikið vegna almenns samdráttar í efnahagslífinu. Útgjöld hafa einnig orðið meiri m.a. hjá Atvinnutryggingasjóði og vegna kjara- samninga. Það er ljóst að vandi ríkissjóðs er gífurlega mikill og við munum ekki hætta að eiga við hann fyrr en við höfum náð þeim árangri sem að er stefnt. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðarbúið og þjóðina alla,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður tjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrlu Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að halli ríkissjóðs stefn- ir í 9,5 milljarða kr. „Niðurstöðutölur ríkissjóðs stefna í að verða miklum mun hærri en fjár- lög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir allar heitstrengingar um að draga úr halla ríkissjóðs. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að útlit sé fyrir að hallinn verði 8 milljarðar og með aðgerðum síðar á árinu verði hon- um komið niður í 6-6,5 milljarða. Ríkisendurskoðun telur að hallinn verði 9-9,5. Ég hygg að sú tala sé nær sanni, m.a. vegna þess að mikið er í pípunum. Það kemur fram í skýrslunni að hátt á fjórða milljarð sé það sem kalla má óhafin framlög, þ.e. framlög sem stofnanir eiga rétt á en hafa ekki enn nýtt sér,“ sagði Guðmundur Bjamason, talsmaður minnihlutans f fjárlaganefnd. „Það má sjá að það hefur tekist að spara eitthvað á ýmsum minni lið- um, en á stóm liðirnir, menntamál og heilbrigðismál, virðast ætla að fara langt fram úr fjárlögum. Þetta kemur okkur ekki á óvart því að við sögðum strax við fjárlagagerðina að spamaðarhugmyndir þær sem sett- ar vom fram myndu ekki ganga upp. Um menntamálaráðuneytið segir t.d. að útgjöld vegna fjölbrautaskóla, gmnnskóla og fræðsluskrifstofa hafi verið svipuð og á síðastliðnu ári. Þannig að þar hefur enginn sparn- aður orðið á fyrri hluta ársins. Mér dettur ekki í hug að það takist að ná tvöföldum sparnaði á þeim mánuð- um sem eftir lifa af árinu. Mér sýnist einnig að hugmyndir um mörg hundmð milljón króna Húseigendur óttast auknar álögur á sveitarfélögin: Verða fasteigna- gjöldin hækkuð? „Ég geng alveg út frá því að fast- eignagjöld eigi eftir að hækka í byijun árs en þau hafa hækkað langt umfram verðþróun undan- farin ár,“ segir Kari H Karlsson, framkvæmdastjóri Húseigenda- félagsins. Hann býst við hækkun- um á gjöldum húseigenda f kjölfar aukinna álaga á sveitarfélög. Karl segir að húseigendur óttist um hag sinn í kjölfarið á auknum verkefnum sem lögð hafa verið á sveitarfélög á síðasta vetri. Nýlega var sagt frá því í ríkissjónvarpinu að mjög hallaði á húseigendur á leigumarkaðinum. Nú gætu leigj- endur nánast valið um íbúðir og væri algengt að hiti og rafmagn væri inni í leiguverði sem hefði lækkað mjög mikið undanfarið. Karl álítur sig ekki geta merkt að framboð á leiguhúsnæði sé langt umfram eftirspurn. Það segir hann að verði fyrst ljóst að liðnu hausti því alltaf sé mikið leigt á þessum árstíma. Þá kannast Karl ekki við að leiga hafi neitt lækkað né að inn í húsa- leigu sé greitt tyrir rafmagn og hita. „Leiga hefur staðið í stað um nokkurn tíma,“ bætir Karl við. Hann segir það hafi aukist að fólk geri húsaleigusamninga en þó sé allt of mikið um ósamnings- bundna leigu. „Leigulöggjöfin er svo flókin að það er ekki fyrir venjulegan mann að ganga tryggilega frá leigusamn- ingi,“ bætir Karl við að lokum. -HÞ Karl Steinar Guðnason. Guömundur Bjamason. sparnað við þessa undarlegu sam- vinnu Landakots og Borgarspítala ætla litlu eða nokkru að skila. Sama má segja um aðra útgjaldaþætti heilbrigðisráðuneytisins og TVygg- ingastofnunar. Þar næst ekki boðað- ur spamaður vegna lyfjakostnaðar eða sérfræðikostnaðar svo dæmi sé tekið. Þá sjást afleiðingar stjómarstefn- unnar vel á tekjuhlið ríkissjóðs. Boðskapur ríkisstjómarinnar hefur verið samdráttur á öllum sviðum. Þetta leiðir til þess að tekjur ríkis- sjóðs minnka mikið. Þá virðist ekki jafnmikil vinna vera lögð í að inn- heimta skatta eins og var í tíð fyrri ríkisstjómar og engar tillögur hafa komið fram um skattlagningu svartrar atvinnustarfsemi,“ sagði Guðmundur. -EÓ Nýtt vináttufélag stofnað Að undanfömu hefur veríð undir- búin stofnun Íslensks-mexíkósks vináttu- og samstarfsfélags en að- almarkmið undirbúningshópsins er að félagið muni stuðla að aukn- um samskiptum íslands og Mexí- kó á sem flestum sviðum. Að sögn Þorgeirs Ólafssonar er fé- lagið ekki hvað síst hugsað í þá veru að það verði tengiliður milli opinberra aðila og almennings í báðum löndunum. Félagið gæti þannig tekið að sér að annast sýn- ingar, kynningar og aðra viðburði hvort sem er á sviði lista eða við- skipta bæði hérlendis og í Mexíkó. Frumkvöðlar að stofnun félagsins eru allir fólk sem tengst hefur Mexíkó á einn eða annan hátt og dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Stofnfundur verður haldinn nk. fimmtudagskvöld að Hótel Sögu og eru allir sem áhuga hafa á auknum samskiptum Mexíkó og fs- lands boðnir velkomnir. Á stofn- fundinum koma fram hljómlista- menn frá Mexíkó: Þeir eru söng- konan og tónskáldið Nina Mares ásamt undirleikurum sínum þeim Miguel Pena gítarleikara og Victor Ruiz Pacos bassaleikara. Nina Mar- es og undirleikarar hennar eru þekktir listamenn í heimalandi sínu. Nina Mares á að baki klassíska menntun í píanóleik og tónsmíð- um og hefur samið fjölda laga sem eru þekkt um allan hinn spænsku- mælandi heim. Hún hefur samið lag sem hún tileinkar íslandi sér- staklega og mun m.a. flytja það á stofnfundinum á fimmtudag. —sá Nina Mares söngkona frá Mexíkó ásamt undirleikurum sínum þeim Miguel Pena gítarleikara tv. og Victor Ruiz Pacos. Timamynd Ámi Bjama Tónlistarfólk frá Mexíkó á íslandi:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.