Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.02.1993, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 2. febrúar 1993 21.tbl.77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Danir bjarga færeyska Sjóvinnubankanum frá gjaldþroti með 3,6 milljarða lánveitingu: Danir setja Færeyingum stöng skilyrði fyrir láni Danska ríkið veitti í gær færeyska Sjóvinnubankanum lán uppá 3,6 milljarða króna. An lánsins hefði bankinn orðið gjaldþrota en talið er að gjaldþrotið hefði haft keðjuverkandi áhríf á allt færeyskt efna- hagslíf. í reynd hefði gjaldþrotið þýtt þjóðargjaldþrot Færeyja. Dönsk stjórnvöld settu mjög ströng skilyrði fyrír lánveitingunni og er almennt litið svo á að með þeim hafi Færeyingar misst efnahags- legt sjálfstæði sitt; færeysk stjórnvöld geti ekki lengur tekið sjálf- stæða ákvörðun í efnahagsmálum. Færeyski Sjóvinnubankinn hefur í marga mánuði rambað á barmi gjald- þrots en talið er að hann hafi tapað um 4,5 milljörðum króna frá því í október á síðasta ári. Danska stjómin hefur ítrekað orðið að lána bankanum fé til að forða gjaldþroti bankans en flestir eru sammála um að gjaldþrot hans þýddi algjört skipbrot færeysks efnahagslífs. Gjaldþrotið myndi þýða að sá atvinnurekstur sem enn ber sig í Færeyjum myndi stöðvast og fyrirtæki og einstaklingar yrðu fyrir gífurlegu tjóni. Gjaldþrot Sjóvinnubankans hafi Fram til aldamóta þarf að skapa 20 þúsund ný störf eða sem nemur ígildi 40 álverksmiðja. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir skilboð at- vinnurekenda til launamanna skýr: Það er ekkert til skiptanna Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segir að viðfangsefnið framundan sé að reyna að vinna bug á atvinnuleysinu og jafnframt að leggja grunn að uppbyggingu efnahagsiífs- ins á nýjan leik. Að þessum markmið- um muni atvinnurekendur vinna í vetur. Yfirgnæfandi meirihluti verkalýðsfé- laga landsins eru með lausa samninga frá og með gærdeginum. Þórarinn V. Þórarinsson segir að það þurfi ekki langar viðræður við verkalýðshreyf- inguna til að skipta því út sem til skipta er enda sé raunverulega ekkert til skiptanna. „Það þarf ekki marga menn til að dvelja lengi yfir því. Skilaboðin eru skýr. Þau standa alls staðar og eru skráð á alla veggi.“ Framkvæmdastjóri VSÍ leggur áherslu á það vekefni að horfa til framtíðar og reyna að skapa einhvem sóknarkraft í þeim efnum. „Við höfum átt ágætis samtöl við for- ystu verkalýðshreyfingarinnar um Flutningabíll fauk út af Stór flutningabíll skemmdist tals- vert eftir að hafa fokið út af þjóðveg- inum í nágrenni Akraness við bæinn Ós í gær. Bflstjórinn sem var einn í bflnum slapp án meiðsla. Síðdegis var vemlega hvasst á vest- anverðu landinu, allt að 9 vindstig að suðvestan og hvassara í vindhvið- um. Búist var við ofsaveðri í gær- kvöldi suðvestanlands en er síðast fréttist hafði spáin heldur mildast og búist við hvassviðri. nauðsyn þess að leggja upp í nýja sókn í atvinnumálunum. Jafnframt höfum við í sameiningu reynt að gera okkur grein fyrir því verkefni sem ffamund- an er í þessum efnum og hvaða mark- mið við getum sett okkur. Á þessum sjö árum sem eru til aldamóta þarf að skapa 20 þúsund ný störf, ígildi 40 ál- verksmiðja. Þannig að verkefnið fram- undan er tröllaukið og við þurfum að auka útflutning okkar um meira en þriðjung svo nokkuð sé nefnL Okkur veitir svo sannarlega ekki af að taka höndum saman um hvar við eigum sóknarfæri og fara að gera eitthvað meira en að tala um þau.“ Hann seg- ist jafnframt vona að enginn láti sér það til hugar koma að verkföll og átök á vinnumarkaði skili sér í einhverjum bættum kjörum eða öruggari vinnu. „Við erum búnir að dragast aftur úr öðrum Evrópulöndum um 17% á síð- ustu sjö árum og erum enn að. Menn verða því að gera það upp við sig áður en langt um líður hvort þeir vilja held- ur stefna að fjölgun starfa, minna at- vinnuleysi og áframhaldandi stöðug- leika eða að því, sem sumir virðast kunna best að hrópa á götuhomum, einhverjar prósentuhækkanir launa." Framkvæmdastjóri VSÍ segir að þeir séu mjög fákunnandi sem haldi að það sé hægt að hrópa sig frá vandanum. Hann er ekki hrifinn af þeim sem tala um að stjómvöld og atvinnurekendur eigi ekki að komast upp með það nota slæmt atvinnuástand sem grýlu á Iaunamenn. „Svona tal dæmir sig sjálft og er yfir- máta hallærislegt. Menn ættu að fara tala við fólkið sem er búið að missa at- vinnuna og fólkið sem er hrætt við að missa hana og spyrja það að því hvort það sé ekki agalegt að verið sé að nota atvinnuástandið sem grýlu. Það er enginn að nota eitt eða neitt." -grh Verðlaunahafarnir ásamt forseta íslands. Frá vinstri: Vigdís Finnbogadóttir forseti fslands, Þorsteinn frá Hamri, Sverrir Tómasson, Guörún Nordal og Vésteinn Ólason. Tímamynd Ami Bjama Forseti íslands afhendir íslensku bókmenntaverðlaunin 1992: Þorsteinn frá Hamri var verðlaunaður Þorsteinn frá Hamri fékk ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1992 í flokki fagurbók- mennta fyrir fjóðabókina Sæfar- inn sofandi. í flokki fræðirita fengu verðlaunin Guðrún Nor- dal, Sverrir Tómasson og Vé- steinn Ólason fyrir íslenska bók- menntasögu I. bindi. Verðlaunin afhenti Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Fjöldi manna var viðstaddur af- hendingu bókmenntaverðlaun- anna í Listasafni íslands sfðdegis í gær. Verðlaunahafar þökkuðu fyr- ir sig með stuttum ræðum. Verð- launin nema 500 þúsund krónum hvor auk þess sem afhent eru skrautrituð verlaunaskjöl og feg- ur verðlaunagripur, smíðaður af Jens Guðjónssyni gullsmið, opin bók á granítstöpli með nöfnum verðlaunahafe. Áður en verðlaunin voru veitt flutti Jóhann Páll Valdimarsson ávarp fyrir hönd bókaútgefanda. Hann ræddi m.a. um þá ákvörðun stjómvalda að leggja virðisauka- skatt á bækur. Hann sagði að samdráttur í bókaútgáfu væri fyrsta og eðlilegasta afleiðing aukinnar skattheimtu á bókum. Skattheimtan myndi koma mikið við alla þá sem koma að bókagerð f Iandinu og fækka útgáfum stærri og viðameiri verka. Jóhann Páll sagði að ákvörðun stjórn- valda að auka skattheimtu bóka gengi þvert á þróunina annars staðar. Nýlega hefði t.d. fram- kvæmdastjóm EB hvatt til þess að virðisaukaskattur á bókum yrði afnuminn. Forysta EB óttað- ist minnkandi lestur almennings. -EÓ í reynd þýtt þjóðargjaldþroL Undir morgun í gær náðu dönsk og færeysk stjómvöld samkomulagi um að Sjóvinnubankinn fengi 3,6 milljarða króna lán frá danska ríkinu. Breyting- ar verða gerðar á starfsemi bankans. Deildum verður fækkað og 30 manns sagt upp störfum. Láninu fylgja mjög strangir skilmál- ar sem færeyska landsstjómin neydd- ist til að fallast á. Miklar breytingar verða gerðar á skatta- og trygginga- lögum í Færeyjum. Tekjuskattur verð- ur hækkaður en hann hefur verið lægri í Færeyjum en annars staðar í Danska ríkinu. Styrkir til sjávarútvegs verða skomir niður og allar opinberar framkvæmdir stöðvaðar. Nefnd verður skipuð til að endurskoða allan rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi en talið er að það þýði að skipum og fiskvinnslufyr- irtækjum verði fækkað. Samningamir hafa í för með sér verulegar breytingar fyrir ríkisflugfé- lagið Atlantic. Það mun ekki fá meira fjármagn úr opinberum sjóðum og mun það sennilega hafa þær afleiðing- ar að félagið hættir rekstri. Eitt af því sem talið er orsaka hve illa er komið fyrir Færeyingum í efna- hagsmálum er kjördæmaskipanin í landinu. Danir kröfðust þess í samn- ingunum í fyrrinótt að Færeyjar yrðu gerðar að einu kjördæmi. Niðurstaðan varð að kröfu Dana var breytt í áskor- un á landsstjóm og lögþing Færeyjar. Með þeim aðgerðum sem nú hafa ver- ið ákveðnar er talið að atvinnuleysi í Færeyjum muni enn aukast, fleiri fyr- irtæki hætti starfsemi og þrengja muni enn meira að fjárhag heimil- anna. í sjálfu sér er engin trygging fengin fyrir því að Sjóvinnubankinn sé alger- lega sloppinn frá yfirvofandi hættu á gjaldþroti. Talsmenn bankans sögðu f gær að bankinn væri tryggur a.m.k. út þetta ár. Tálsmenn annarra banka í Færeyjum sögðu að bankar þeirra væru ekki í bráðri hættu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.