Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 197. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						4 Tíminn
Þriðjudagur 19. október 1993
Tíniinn
Ritstjóri:    Þór Jónsson ábm.
AOstoöam'tstjóri:   Oddur Ólafsson
Fréttastjóri:   Stefán Ásgrfmsson
Utgefandi:   Mótvægi hf.
Framkvæmdastjóri:   Hrólfur Ölvisson
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsíngasími: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tírnans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1400-, verð f lausasölu kr. 125,-
Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Fanginn og
vörðurinn
Bandarískur skemmtikraftur verður fyrir aðkasti á
götum Reykjavfkur vegna þess að hann er svartur á
hönind. Hugsjónir nasista öðlast aukið fylgi um ger-
valla Evrópu, þó að ekki séu nerha 50 ár liðin frá hel-
för gyðinga. Tilraun hefur verið gerð til þjóðarmorðs á
Kúrdum í írak.
Ákvörðun Nóbelsnefndarinnar norsku að veita friðar-
verðlaunin í ár til stuðnings lýðræðisþróun í Suður-
afríku og baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni, er tíma-
bær og vel til fundin, þótt við fyrstu sýn virðist ein-
kennilegt að „fanginn", Nelson Mandela leiðtogi ANC,
og „fangavörður" hans, F.W. de Klerk forseti Suðurafr-
íku, skipti nú með sér verðlaununum.
Mandela er óumdeilanlega vel að friðarverðlaunun-
um kominn. Hann er virtur um heim allan, málsvari
mannúðar og jafnaðar og andstæðingur ofbeldis og
vopnaskaks. Friðarverðlaunin eru ekki einvörðungu
viðurkenning á því, sem hann hefur áorkað nú þegar,
heldur mikilvægur pólitískur og siðferðilegur stuðn-
ingur í lokahrinu baráttunnar gegn aðskilnaði svartra
og hvítra í Suðurafríku.
Þróunin frá herradæmi hvíta kynstofnsins til lýðræð-
is hefur ekki farið fram án fórna. Meira en ellefu þús-
und manns hafa fallið í valinn á síðustu þremur árum.
Hægri öfgamenn eira engu og berjast fyrir aðskilnað-
arstefnunni með kjafti og klóm. En þótt þeir séu öfl-
ugur þrýstihópur hljóta þeir engan stuðning hjá de
Klerk.
Mandela og de Klerk hafa marga hildi háð á hinum
pólitíska vettvangi, en keppa þó að sama markmiði og
gera sér grein fyrir sögulegri nauðsyn þess, að eyða
„aldargamalli tortryggni sem gróið hefur úr kynþátta-
aðskilnaði" og „leiða Suðurafrfku til lýðræðis", eins og
Nóbelsnefndin orðar það.
Friðarverðlaunin til de Klerk Suðurafríkuforseta eru
þess vegna viðurkenning á pólitísku hugrekki hans,
sem fólst í að láta Mandela lausan úr fangelsi, heimila
starfsemi ANC og hefja viðræður við svarta íbúa lands-
ins.
Þegar ANC-foringinn Luthuli og Tutu biskup hlutu
friðarverðlaun Nóbels brugðust suðurafrísk stjórnvöld
ókvæða við, en nú er komið annað hljóð í strokkinn.
De Klerk segir að verðlaunin séu sér hvatning að halda
áfram á sömu braut. (Án þess að halla á de Klerk, má
ímynda sér að ýmsir öfgahópar í Suðurafríku hefðu
eflst, ef einungis leiðtoga ANC, og ekki forsetanum,
hefði verið veitt þessi verðlaun).
Hugurinn hvarflar ósjálfrátt til annars friðarverð-
launahafa Nóbels, nefnilega Mihails Gorbatjov, sem
afnam alræðisvald Sovétríkjanna undan sjálfum sér.
Hann og de Klerk hafa báðir verið þjónar einhvers
konar einræðiskerfis, en orðið leiksoppar atburðarás-
ar, sem þeir hafa raunverulega enga stjórn haft á, en
þó haft nægan pólitískan og siðferðislegan styrk til að
aftra ekki hinni eðlilegu þróun til lýðræðis.
Þótt aðgerðir Mandela og de Klerks leiði - vonandi -
til sömu raunverulegu niðurstöðu, að lýðræði og jöfn-
uði verði komið á í Suðurafríku, er enginn vafi á hvor
þeirra er hugsjónamaðurinn og baráttumaðurinn, og
hvor stjórnmálamaðurinn. Báðir eiga skilið friðar-
verðlaunin, þótt forsendur að baki þeim séu að sumu
leyti ólfkar.
Kóngaættaðir heimsborgarar
íslendingar, landar Garra, eru víst
heilmiklir heimsborgarar. Þa6 vill
Garrí að minnsta kosti halda - og
vera sjálfur, ekki sfður en bankaliðið
og ríkisstarísmennirnir sem sí og æ
eru að ferðast utan til að ræða hugð-
arefni sín við útlendinga, banka- og
álmenn. Þesstr rrienn að minnsta
kostí hljóta að vera af konungaætt-
um eins og raunar lesa má um í
fornsögum og þeir bera flestallir
með sér ættarmótíð í bæði útliti og
frarnkomu.
Konungbomir menn þurfa ekkert
að standa í þvf að hegða sér eins og
þrælar og þý, tíl dæmis með því að
standa f biðröðum í bönkum og
breruiMnsbúðum. Sumir þeirra
teUa sig heldur ekkert upp á það
kornna að vera eitthvað sérstaklega
að leggja sig eftir almennum
mannasiðum, hvaö bá í umgengni
við þrælsættaða útlendinga og siíkt
óæöra fólk.
Þannig les Garri bað í Tfmanum
sínum í dag að bandarískur píanó-
leikari og söngvari sem hér hefur
dvalið um hríð og skemmt hinum
konungbornu norðurhjaramönnum
er eiginlega búinn að fá upp f háls af
urngengrtisháttum og ókurteisi
landans. Píanóleikarinn, sem býr á
hóteli í trriðborginni og gengur ti!
vinnu sinnar og frá í grenndinni auk
þess sem hann ástundar gönguferðir
f frítfma sínum, fer sjaldnast að vera
óáreittur.
Hann hefur ferðast um vegna starfs
súts f rúm 15 ár og til fjölmargra
landa og segist hvergi hafa rnætt
þeirri frarnkornu sem honum hefur
verið sýnd hér. Sú framkoma felst
einkum í því að ungt fðlk, einkan-
lega karlmenn á aldrinum 16-25 ára
að því honum sýnist, öskra á eftír
honum ókvæðisorð eins og fuck
you, nigger og annað í þeim dúr.
Maðurinn sem var í vamarliðinu á
Keflavfkurflugvelli fyrir rumum 15
árum segir að sér virðist ástandið á
mannasiöum íslendinga vera tals-
vert bágbomara nú, en það var þá.
Garri hefur raunar áður orðið var
við óskemmtilegheit af þessu tagi og
ófyrirgefanlega framkomu gagnvart
fólki sem á einhvern hátt er öðruvísi
í útliti eða hátt en flestír þeirra inn-
fæddu. Þannig hefur oft heyrst af því
I
að böm séu Iqgð í eineltí af skóla-
systkinum sínum svo dæmi sé tekið.
Þá er ekki langt síðan stúlka frá
Sómalfu, fsienskur ríkisborgari,
sagði f tímarilsviötali frá framkomu
íslenskra karlmanna við sig á
skemmtistöðum ogvar bað ekki sér-
lega no tal eg lesni ng.
Hinir konungbomu norðurhjara-
buar voru lengi hatursmenn Dana
og kenndu þéim um afltsem miður
haföi farið á íslandi allar götur frá
upphafi sturlungaaldar Ifklega.
Garri minnist þess að fslensk kona
sem fiuttí ung utan og bjó lengi í
Danmörku ásamt eiginmanni sínum
og börnum, sagði frá því þegar huh
kom hcim ásanrt fjölskyldu sinni í
strfðstok að í veislu sem haldin var
þeim tíl heiðurs réðist að henni tals-
vert þekktur maður í Reykjavík á
þeirri tíð, helltí yfir hana óbóta-
skömmum fyrir að leggja lag sitt við
óþjóð þessa og sullaði síðan úr
brennivínsgiasi sínu yfir konuna.
Garri var fyrir ekki iöngu staddur
eldsrtemma að morgni á Hótel Loft-
leiðum að bíða eftir flugrittunni til
Keflavíkur. Þar var í sömu erindum
gamall maður og ung kona, trúlega
dóttir mannsins. Skyndilega nær
hin danska tunga eyrum ungs,
drukJdns manns sem þama var líka
staddur. Sá tók snarlega tíi við að
heöa sér yfir gamaimennið á ein-
hverjum tungumáJahrærigraut og
kenndi því um eitthvað sem hann
sagði vera kugun Dana á íslending-
um og bjóst til að berja gamla maruv
ina Einhver nærstaddur toksig til í 1
þetta skiptið og las uiigu fyllibytt-
unni smá pistil í mánhasiðum og
forðaði honum þannig frá því að
verða sér meir til skammar.
Fjölmargir nýbúar hér á Jandi hafa
slikar sögur að segja af samskiptum
sínum við Jslendinga én sem betur ¦;
fer eru tii sæmtlega mennilegir !s-:
lendingar serrt ekki hagá sér með
þessura tettí og karinskí eru þeir
flestir þrátt fyrir ailt Kanriski þeir
séu barasta ekki nógu grimmir við
að hirta dónana og þeir taka lin- i
kindina sem ávfsun á það að þeirra
hegðun sé sú rétta og ferast í auk-
ana.Máleraðlinni.
Garri
Tilboð sem ekki er
hægt að neita
Brugg og leynivínsala voru uppi-
staðan í velgengni Cosa Nostra á
bannárunum í Bandaríkjunum á
fyrri hluta aldarinnar. Rekstur
hóruhúsa og spilavíta gaf einnig
vel í aðra hönd og best var þegar
öll þessi atvinnustarfsemi var á
sömu hendi.
Þegar banninu var aflétt og alkó-
hólsalan gaf minna í aðra hönd
einbeitti Mafían sér af enn meiri
krafti að hinum greinunum.
Spilavíti voru bönnuð í flestum
fylkjum en spilakassar voru aftur
á móti leyfðir sums staðar. Um
skeið var rekstur þeirra ein höf-
uðtekjulind athafnamannanna frá
Sikiley sem settust að í New York
og nærliggjandi byggðarlögum.
Barátta glæpakííkanna og fjöl-
skyldnanna um yfirráð spilakass-
anna, sem ganga undir heitinu
„einhentu ræningjarnir", var og
er löng og ströng og blóði drifin.
Veitingamenn og verslanaeigend-
ur voru þvingaðir til að taka spila-
kassa frá tilteknum glæpaflokk-
um og þeim hótað afarkostum
ella. Svo réðust mafíubófamir inn
á yfirráðasvæði hvers annars og
hótuðu, limlestu og myrtu til að
ná yfirráðum spilakassanna eða til
að verja sína eigin.
Lifa ógurlegar sögur af þeim við-
skiptahátfum öllum.
Hliðstæður
Spilavítin í Reno og Las Vegas,
sem að mestu leyti eru varla ann-
að en glæsihallir yfir spilakassa,
eru sífellt bitbein undirheima-
lýðs. Þótt virðulegir kaupsýslu-
menn og hóteleigendur séu sagð-
ir reka undirstöðuatvinnuvegi
nefndra borga, eru það opinber
leyndarmál hver gróðann hlýtur
að lokum.
Saga spilakassanna vestur í
henni Ameríku er samfellt gull-
æði og er órjúfanlega tengd of-
beldi og græðgi og alltaf er
grunnt á mafi'ósunum þegar farið
Nú er lag
er að glugga agnarlítið í þá sagn-
fræði.
Nú er hafið spilakassastríð á ís-
landi og svipar um margt til átaka
um einhentu ræningjana fyrir
vestan haf. Okkar spilakassar eru
betri en ykkar spilakassar segja
höfuð fylkinganna sem eiga gull-
námurnar.
Vítt og breitt)
Vlð heimtum að fá okkar kassa í
allar sjoppur og ölkrár, segir guð-
faðir upplýsingarinnar í landinu
við yfirvöldin og capo il capo
hinna fiölskyldnanna hótar sömu
yfirvöldum afarkostum ef hreyft
verður við hans spilavélum í
sjoppum og brennivínsbúllum.
Atburðarásin verður eins og allir
viðkomandi séu sannir Sikiley-
ingar með bandarískan borgara-
rétt. Annar fjölskylduhópurinn
safnar saman öllum glæsikermm
sem hann hefur yfir að ráða og ek-
ur framhjá heimilum ráðamanna
til að sýna mátt sinn og eiginkon-
ur og börn yfirvaldanna eru látin
taka við skilaboðum, sem eru til-
boð sem ekki er hægt að neita.
Einstaklingar innan fjölmiðl-
anna eru virkjaðir.
Það er eins og allir kassarekend-
urnir kunni handbók Cosa Nostra
utan að. Þeir klikká hvergi í að-
ferðafræðinni.
Ekki bregst bogalistin þegar
stjómmálamenn eru til kallaðir að
taka afstöðu með einhverjum fam-
ilíum á móti öðrum familfum. At-
kvæðaveiðaramir eru kallaðir fyrir
og þeim sýnt fram á að vald þeirra
kemur frá kjósendum og að þeim
sé fyrir bestu að átta sig á hvaða
spilakassa eigi að leyfa og hverja
beri að banna.
Pólitíkusarnir fá skýr skilaboð
um hverjir ráði atkvæðunum:
„Dómsmálaráðherra hlustar ekki á
FÓLKIÐ í LANDINU." Fyrr en var-
ir eru einhentu ræningjarnir
orðnir höfuðáhugamál löggjafar-
samkundunnar. En þar er ekki
deilt um hvort leyfa eigi þá eða
ekki, heldur hvaða ættleggir ey-
byggjanna eigi að fá að reka þá og
hirða gróðann.
A meðan jagast höfuðpaurarnir
um hvort þeir reki spilakassa eða
spilavíti.
Útgerð spilakassanna er öll rekin
undir yfirskyni góðgerðastarfsemi.
Svo langt gengu þeir Al og sá lukk-
unnar pamffll Luciano og félagar
þeirra aldrei í réttlætingu á bralli
sínu og baráttunni um að troða
sínum peningamaskínum í sjopp-
ur og búllur.
Starfshættir þeirra sem spila á
spilafíkn annarra virðast alls stað-
ar eins. Það liggur í hlutarins eðli.
Græðgin í leyfi til að gera út
happdrætti, lottó og alls kyns fjár-
hættuspilverk, eykst jafnt og þétt
og tækin og vinningarnir verða æ
stórbrotnari. Útgerðin er vaxin
spilafíflum langt upp yfir höfuð,
svo ekki sé talað um markaðinn.
Nú er lag fyrir ríkisvaldið að
koma skikk á þessi mál. Ríkið á
sjálft að reka happdrætti og lottó
og önnur fjárhættuspil á að skatt-
leggja eins og gert er alls staðar
nema á Sikiley norðursins.
Þá verður ekki hægt að beita hót-
unum'um að hætt verði að spoma
við náttúruhamförum.
OÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16