Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Fimmtudagur 14. apríl 1994 70. tölublað 1994 „Nú er mœlirinn fullursegirÁsta Möller vegna yfirlýsinga formanns Sjúkraliöafélagsins: „Reka kjarabaráttuna vib rúmstokkinn" Sólveig Birgitta Guömundsdóttir starfsmabur ieggur sitt af mörkum til ab koma 700 þúsund bókum á sinn stab. Tímamynd CS Bókum raðað í Þjóðarbók- hlöbu Starfsmenn Háskólabóka- safns og Landsbókasafns ís- lands eru þessa dagana að raða fyrstu bókxmum uþp í hillur í kjallara Þjóðarbók- hlöðunnar. Þeir eiga töluvert verk fyrir höndum því söfnin eiga samanlagt um sjö hundr- uð þúsund bækur. Slíkur bókafjöldi tekur gífur- legt pláss eins og sést á hillun- um í kjallaranum en saman- Iögð lengd þeirra er um nítján kílómetrar, sem samsvarar vegalengdinni frá Lækjartorgi upp í Mosfellsbæ. í kjallaranum verður þó aðeins hluti bókanna því þar verður lokuð bóka- geymsla sem einungis bóka- verðir hafa aðgang að. Stefnt er að því að opna nýja bókasafnið 1. desember næstkomandi en þá sameinast söfnin tvö undir einu nafni. Einar Sigurðsson háskólabókavörður segir að nýja safnið hafi ekki hlotið nafn ennþá en hann vonast til ab Þjóðbókasafn íslands verði fyrir valinu með undirtitlinum Bókasafn Háskóla íslands. Safn- ið verður á fjómm hæbum auk kjallarans. Gert er ráð fyrir að um níu hundmð þúsund bækur rúmist í húsinu auk þess sem þar verbur lesaðstaða fyrir allt að 800 manns. Reiknað er með að áttatíu til eitt hundrað manns starfi í nýja safninu. ■ ísafjörbur: Þrjú snjóflóö Formaður Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga segir að hjúkmnarfræðingar hafl feng- ið sig fullsadda af yfirlýsingum formanns Sjúkraliðafélagsins. Hún segir aö formaðurinn beiti vafasömum aðferðum í kjara- báttu félagsmanna sinna sem geti haft áhrif á starfsandann á spítölunum. Ásta Möller, formabur FÍH, segir að almennt sé gott samkomulag milli hjúkmnarfræðinga og sjúkraliöa sem vinni saman. „Vinnuandinn er góður á spítöl- unum. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar vinna að sama mark- miði og almennt er ekki streita á milli þeirra í starfi. Ég hef hins vegar áhyggjur af því ab stöðugar væringar, eins og Kristín Guð- mundsdóttir stendur fyrir, verði til þess ab þaö komi upp ágrein- ingur." Asta segir aö heilbrigðisstéttir hafi deilt gegnum tíðina en þab sé aðferðin sem Sjúkraliðafélagið beiti í baráttu sinni nú sem valdi henni áhyggjum. „Hingab til hafa deilumar verið á vettvangi félaganna. Kristín rekur hins veg- ar félagsmálapólitík sína við rúm- stokkinn hjá sjúklingunum og um leið verður hjúkranin eins og að aukaatriði. Þaö finnst mér al- varlegt. Ég hef heyrt það bæði frá hjúkmnarfræðingum og sjúkra- liðum að þeim finnst þessi félags- málapólitík óþægileg." Ásta segir að hjúkmnarfræðingar hafl setið á sér lengi en nú geti þeir ekki orða bundist lengur. „Við höfum látið eitt og annað yfir okkur ganga. Nú er mælirinn orðinn fullur og þess vegna erum við famar að svara fyrir okkur." Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags íslands, segir í Sjúkralibanum, nýút- komnu tímariti félagsins, að hjúkmnin hafi orðið aubveldari vegna þess hversu læknavísind- untun hafl fleygt fram. Þess vegna telur hún vafamál að þörf sé á háskólamenntuðu hjúkrun- arfólki í jafnmiklum mæli og áð- ur. Ásta Möller segir þetta vera al- rangt. „Þetta sýnir hreinlega van- þekkingu hennar á þróun heil- brigðisþjónustunnar. Þróunin hefur valdið því að sumum sjúk- lingum, t.d. þeim sem gangast undir ákveðnar aögerðir sem framkvæmdar em með kviðsjá, batnar fyrr en ábur var og fara jafnvel heim daginn eftir. Hins vegar em mörg tilvik þar sem ver- ið er að meðhöndla sjúkdóma sem drógu fólk til dauða áður. Oft er um að ræða mjög langar og flóknar meðferðir sem taka ekki bara til líkamlegra þátta heldur einnig félagslegrá og sálrænna þátta. Þannig ab það er fráleitt ab hjúkmnin sé orðin einfaldari en áður." Ásta segir að þrátt fyrir þetta sé mikil þörf fyrir sjúkra- liða. „Um leið og þörfín fyrir hjúkmnarfræðinga eykst á bráða- deildum hefur stööugildum sjúkraliða fjölgað á öldmnar- og langlegudeúdum. Sjúkraliðar hafa aftur á móti ekki sýnt þeim starfsvettvangi mikinn áhuga." -GBK ígær Þrjú snjóflób féllu í nágrenni ísa- fjarðar í gær og I framhaldi af þeim var lokað fyrir umferð um Breiðadalsheiði og Kirkjubóls- hlíb. Um þrjúleytið féll snjóflóð á Breiðadalsheibi og lokaöi vegin- um yflr heiðina. Um klukkutíma síðar féllu tvö stór flóð á Kirkju- bólshlíð ofan vib flugvöllinn og fór annað þeirra niður á veginn. Tveir menn horfðu á flóbin falla og var því strax talið fullvíst að enginn hefði veriö á ferð um veg- inn þegar þau féllu. -GBK Gjaldþrot Kaldbaks hf. á Grenivík: Ekkert fararsnið á Grenvíkingum Gubný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri á Grenivík segist vonast til þess að línur fari kannski eitthvað ab skýrast í vikulok í því endurreisnarstarfl sem unn- ið er ab eftir að fiskvinnslufyrir- tækiö Kaldbakur varb gjald- þrota. En um helgina er ætiun- in að kynna stöðu mála fyrir þingmönnum kjördæmisins. Meðal þeirra hugmynda sem unnið er að þar nyrðra er m.a. að stærstu útgerðir staðarins taki höndum saman ásamt fleirum og leigi eða kaupi vélar og tæki þrotabúsins svo hægt verði að hefja vinnslu á nýjan leik. Vegna gjaldþrotsins hafa 50 til 60 manns misst atvinnuna á Greni- vík sem lætur nærri að vera inn 40% af íbúmn staðarins. Heima- menn hrósa þó happi yfír því að kvóti þeirra skuli ekki vera í neinni hættu þrátt fyrir gjaldþrot- ið því frystihúsið átti engan kvóta. „Þab má segja að þetta sé fisk- vinnsla í hnotskum," segir Guð- ný aðspurb um ástæbur fyrir gjaldþroti Kaldbaks sem hljóðar uppá 80-90 milljónir króna. Hún segir að það hefði verib hægt að fá lán til að standa við gerðan nauðasamning við helstu lánar- drottna fyrirtækisins og þannig hefði verib hægt aö framlengja lífdaga þess um nokkrar vikur. Hinsvegar hafl þab ekki verið tal- ið heiðarlegt að fara þá leið í ljósi þess að reksturinn var þá kominn fram af hengifluginu. Sveitaxstjórinn segist ekki hafa orðib vör vib að einhverjir heima- menn séu að hugsa sér til hreyf- ings frá Grenivík vegna atvinnu- ástandsins. Enda sé þaö hægara sagt en gert ab útvega sér aðra vinnu eins og ástandib er í at- vinnumálum landsmanna. „Menn vilja eiga hér heima og bíða og sjá," segir Guðný Sverris- dóttir sveitarstjóri. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.