Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 8
8 ffifafftttl Mibvikudagur 29. júní 1994 Sumartónleikar í Skálholtskirkju í tuttugasta sinn Nú eru Sumartónleikar í Skálholtskirkju, þessi árlega tónlistarhátíö, aí> hefjast í 20. sinn. Sumartónleikarnir hafa veriö starfræktir frá árinu 1975, svo næsta sumar, árió 1995, ver&ur haldib upp á 20. afmælisár þeirra. Um helgar í júlí og byrjun ágúst veröur boðiö upp á tónleika á þeim fagra, sögufræga stab sem Skálholt er. Sumartónleik- arnir hafa einkum verib vett- vangur barokk- og nútíma- tónlistar og verba þab einnig nú. Margir góöir tónlistarmenn munu koma viö sögu í sumar. Staöartónskáld aö þessu sinni er Mist Þorkelsdóttir og af öðru listafólki má nefna semballeik- arana Helgu Ingólfsdóttur, Guörúnu Óskarsdóttur og Önnu Magnúsdóttur. Bach- sveitin veröur á sínum staö, en hún gaf út sinn fyrsta geisla- disk í fyrra. Þeir erlendu listamenn, sem sækja okkur heim aö þessu sinni, eru hollenski fiöluleikar- • inn Jaap Schröder, sænski fiöluleikarinn Ann Wallström, Ulf Söderberg orgelleikari, Laurence Dreyfus sellóleikari og Manuela Wiesler flautuleik- ari. Tvö námskeið á vegum Sum- artónleikanna verða í lok júní. Ian Partridge mun veita leið- sögn í barokksöng dagana 26.- 29. júní og 28.-30. júní mun Ja- ap Schröder veita tilsögn í leik á barokkfiölu. Fyrirlestrar um ýmis hugðar- efni verða kl. 13.30 á laugar- dögum og tvennir tónleikar þar á eftir kl. 15 og 17. Aðrir laugardagstónleikarnir eru svo endurfluttir kl. 15 á sunnudög- um, en kl. 17 veröa messur meö tónlistarívafi. Dagskrá Sumartónleikanna að þessu sinni verður eftirfarandi: Fyrsta helgi, 2. og 3. júlí. Laugardaginn 2. júlí fjallar hollenski fiöluleikarinn Jaap Schröder um sónötur J.S. Bachs fyrir fiölu og sembal, en síðan mun hann ásamt Helgu Ing- ólfsdóttur semballeikara flytja þær allar sex. Fyrstu þrjár á fyrri tónleikum laugardagsins og þær seinni þrjár á síðari tón- leikunum. Þá veröa fjórar són- ötur endurteknar á tónleikum sunnudagsins. Messa verður kl. 17 meö þáttum úr tónverkum helgarinnar og einleik Jaaps Schröder. Önnur helgi, 9. og 10. júlí. Önnur helgi Sumartónleik- anna hefst með því að sr. Guð- mundur Óli Ólafsson, sóknar- prestur í Skálholti, flytur er- indi: „Hús Guös og helgur söngur". Kl. 15 leika Ann Wallström fiöluleikari og Ulf Söderberg orgelleikari ítölsk verk frá 17. öld og síðan mun Bachsveitin í Skálholti ásamt einleikurum flytja hljómsveit- arverk og einleikskonserta eftir J.S. Bach, H.I.F. Biber og G.F. Hándel. Á sunnudagstón- leikunum verður úrval úr efnis- skrám laugardagsins endur- flutt. Messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar veröur kl. 17. Þriöja helgi, 16. og 17. júlí. Þriöju helgina veröa eingöngu flutt verk eftir J.S. Bach. Enn er þaö Bachsveitin sem mætt er til leiks, en nú ásamt söngvur- um og undir handleiðslu Laur- ence Dreyfus. Laugardaginn 16. júlí kl. 13.30 heldur Laur- ence Dreyfus fyrirlestur um kantötur Bachs, en á tónleik- um kl. 15 leikur hann Svítur Tryggingaskóla S.Í.T. slitiö: 33 nemendur brautskrábir Frá árinu 1962 hefur Samband íslenskra tryggingafélaga starf- rækt skóla fyrir starfsfólk vá- tryggingarfélaganna undir heit- inu Tryggingaskóli S.Í.T. Mál- efni skólans eru í höndum sér- stakrar skólanefndar, sem skipub er fimm mönnum. Dag- legan rekstur annast hins vegar Samband íslenskra tryggingafé- laga. Vátryggingarfélögin innan vé- banda S.Í.T. standa straum af kostnaöi við rekstur skólans. Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti, þ.e. annars vegar all- langt og viðamikiö grunnnám, og hins vegar sérnám, sem eru nám- skeiö um afmörkuö svið vátrygg- inga og vátryggingarstarfsemi, og er ætlað þeim er lokið hafa grunnnámi. Námskeiöum skól- ans lýkur jafnaðarlega meö próf- um. Einnig gengst skólinn fyrir fræbslufundum og hefur meb höndum útgáfustarfsemi. Tryggingaskólanum var slitið þriöjudaginn 7. júní 1994. Alls stunduöu 33 nemendur nám vib skólann í vetur. Gengust þeir allir nr. II og III fyrir selló, á barokk- selló. Kl. 17 veröa kantötur BWV 5 og 42 og mótetta BWV 228 á dagskrá. Sunnudaginn 17. júlí veröa endurfluttar svít- ur fyrir selló eftir J.S. Bach. Helginni lýkur með kantötu- messu kl. 17. Skálholtshátíð stendur yfir helgina 23. og 24. júlí. Fjórða helgi, 30. og 31. júlí. Tvær listakonur, Mist Þorkels- dóttir staðartónskáld og Manu- ela Wiesler flautuleikari, forma fjóröu helgi Sumartónleik- anna. Þorkell Sigurbjörnsson flytur erindi að þessu sinni: „Fyrri menn er fræöin kunnu". Verk eftir Mist Þorkelsdóttur fylla tvær dagskrár laugardags- ins. Kl. 15 verða flutt kammer- verk og nokkur þeirra frurn- flutt. Kl. 17 verður trúarleg tónlist, m.a. frumflutningur verks viö nýjan sálm Sigur- björns Einarssonar. Gunn- steinn Ólafsson mun stjórna kammerkór. Kl. 21.30 sama dag mun Manuela Wiesler flytja verk tileinkuö henni eftir Bo Andersen og Hjálmar H. Frá Skálholti. Ragnarsson, auk verka frá 18. öld. Á tónleikum sunnudags- ins leikur Manuela Wiesler verk eftir Bo Andersen, Hjálm- ar H. Ragnarsson o.fl. Kl. 17 veröur messa meö flutningi trúarlegra verka eftir Mist Þor- kelsdóttur. Fimmta helgi, 6. og 7. ágúst. Fimmta helgi Sumartónleik- anna og sú síðasta hefst laugar- daginn 6. ágúst kl. 13.30 með erindi Þorsteins Gylfasonar: „Er tónlist mál?" Kl. 15 flytur sönghópurinn Hljómeyki fjöl- radda kirkjuverk frá Bretlandi og kl. 17 leikur Guðrún Óskars- dóttir semballeikari sembal- tónlist frá 17. öld eftir Cham- bonniéres, d'Anglebert og L. Couperin. Sunnudaginn 7. ág- úst leikur Guðrún Óskarsdóttir einleik á sembal og í messunni mun sönghópurinn Hljómeyki flytja trúarleg verk. Aðgangur að Sumartónleikun- um í Skálholtskirkju er ókeypis og barnagæsla er á staðnum. Veitingar eru seldar í Skálholts- skóla. Aðstandendur óska gestum í sumar góðrar stundar. ■ undir próf og stóðust þau. Vib skólaslitin var nemendum afhent prófskírteini, en frá stofnun skól- ans hafa verib gefin út 853 próf- skírteini frá Tryggingaskólanum. Á síðari árum hefur uppbygging náms í skólanum í vaxandi mæli tekiö mið af því að vænta má auk- innar samkeppni erlendis frá á vá- tryggingasviði, m.a. vegna samn- ingsins um EES. Varðandi náms- tilhögun og þróun námskeiða hefur því verið horft til ýmissa nágrannaríkja íslendinga. Varaformaður Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, Ólafur B. Thors, aflrenti fimm nemendum bókaverölaun fyrir góban prófár- angur. Nemendur, sem verblaun hlutu að þessu sinni, voru þau Lára Jóhannsdóttir, Sjóvá- Al- mennum tryggingum hf., Sveinn Segatta, Sjóvá-Almennum trygg- ingum hf., Árni Gunnar Vigfús- son, Vátryggingafélagi íslands hf., Guöni Guðnason, Vátrygg- ingafélagi íslands, og Ingólfur Björnsson, Vátryggingarfélaginu Skandia hf. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977-2.fl. 10.09.94-10.09.95 kr. 1.054.663,40 1978-2.fl. 10.09.94-10.09.95 kr. 673.778,50 1979-2.fl. 15.09.94-15.09.95 kr. 439.259,90 INNLAUSNARVERÐ *) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1985-1 .fl.A 10.07.94- 10.01.95 kr. 63.478,80 1985-1.fl.B 10.07.94- 10.01.95 kr. 33.379,70**) 1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.94- 10.01.95 kr. 43.755,10 1986-1 .fl.A 4 ár 10.07.94- 10.01.95 kr. 49.251,40 1986-1 .fl.A 6 ár 10.07.94- 10.01.95 kr. 51.214,30 1986-1.fl.B 10.07.94- 10.01.95 kr. 24.618,80**) 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.94-01.01.95 kr. 40.935,90 1986-2.fl.A 6 ár 01.07.94-01.01.95 kr. 42.484,10 1987-1 .fl.A 2 ár 10.07.94- 10.01.95 kr. 34.410,30 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.94- 10.01.95 kr. 34.410,30 1989-2.ÍI.D 5 ár 10.07.94 kr. 17.691,60 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1994. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.