Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						SIMI
631600
STOFNAÐUR 1917
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
78. árgangur
Laugardagur 5. nóvember 1994
209. tölublað 1994
Cóbœri í rœkjuiönaöi hefur ekki skilaö sér í hcerra
rœkjuverbi til útgerbar:
Skiptarækju
fyrirsíld
Sverrir Leósson, útgerbarmabur
lobnuveibiskipsins Súlunnar
EA 400, segir ab margir útgerb-
armenn, sem eiga innan vib
200 tonna rækjukvóta, skipti
honum fyrir 1220 tonna síldar-
kvóta. Hann segir hagkvæmis-
sjónarmib rába þessu hjá út-
gerbum nótaskipa, sem geta
notab sömu veibarfæri vib síld-
og lobnuveibar. í útgerb lobnu-
skipa sem og raunar í allri út-
gerb kappkosta menn vib ab
reyna ab hámarka tekjurnar og
halda kostnabi í lágmarki.
Sverrir segir ab þab sé engin
hætta á að rækjukvótinn muni
ekki veibast og telur ab fleiri skip
séu á rækjuveiðum en oft áður.
Meðal þeirra er hans eigið skip
sem er með 138 tonna rækju-
kvóta. Hann gagnrýnir talsmenn
rækjuverksmiðja fyrir að horfa á
málin aðeins út frá þröngum sér-
hagsmunum í stað þess að líta á
þau af raunsæi. Á sama tíma og
góðæri er í rækjunni, en Þjóð-
hagsstofnun telur að rækjuiðn-
aburinn sé rekinn meb 19%
hagnaði miðað við rekstrarskil-
yrbi í ágúst sl, þá séu verksmiðj-
urnar að greiða sama verið fyrir
úthafsrækjuna og þær hafa gert
undanfarin ár.
Eins og fram hefur komið þá
hafa hagsmunaaðilar í rækjuiön-
aði, og þá einkum fyrir vestan og
noröan, gagnrýnt útgerðarmenn
þeirra sem skipa sem eiga ein-
hvern slatta af rækjukvóta fyrir
ab nýta hann ekki sem skyldi á
sama tíma og verksmiðjurnar sjá
fram á hráefnisskort. Sérstaklega
þegar haft er í huga að marks-
verð á rækju er á uppleið á
heimsmarkaði vegna skorts á
rækju. Það stafar m.a. af því að
rækjuveiðar í Barentshafi hafa
brugðist og sömuleiðis veiðar á
svokallaðri Oregonrækju viö
strendur Bandaríkjanna, auk
þess sem framboð af eldisrækju
hefur minnkað vegna sýkingar. .
Stöbvum unglingadrykkju:
Vill aðgeröir
gegn landasölu
Átakið Stöðvum unglinga-
drykkju hvetur til aukinna að-
gerða gegn ólöglegu áfengi. í
bréfi frá framkvæmdastjóra
átaksins til lögreglustjóra og
sýslumanna segir að margir
þeirra sem séu stórtækir í landa-
framleiðslu beini sölunni fyrst
og fremst að unglingum. Vitað
sé ab margir þeirra séu forhertir
og hafi sumir jafnvel blandað
ofskynjunarsveppum í landann
Slasabist
alvarlega
Maður slasaðist alvarlegá í hörðum
árekstri á Austurvegi á Selfossi síð-
degis í gær. Áreksturinn varð með
þeim hætti að bifreið sem var ekiö
inn á Austurveginn skall utan í
annan bíl sem hentist á ljósastaur
við höggið. Ökumaður bifreiðar-
innar var fluttur á Sjúkrahúsiö á
Selfossi og var jafnvel talið að hann
yrði fluttur þaðan á Borgarspítal-
ann.                    ¦
Valt út í sjó
Bíll valt út af veginum við Hafrafell
rétt innan við ísaf jörð í gær og end-
aði úti í Skutulsfirði. Bílstjórinn var
einn á ferð og slapp hann ómeidd-
ur úr byltunni. Honum tókst að
koma sér út úr bílnum af sjálfsdáö-
um og upp á land. Bíllinn er lítið
skemmdur að sögn lögreglu.    ¦
til að auka vímuna og gera neyt-
endur háðari en ella. Margir
þeirra annist jafnframt sölu og
dreifingu á öðrum vímuefnum.
Forsvarsmenn átaksins telja
réttlætanlegt að leggja talsvert
fé í aðgerðir gegn framleiðend-
um og söluaðilum landa vegna
sparnaðar sem þær gætu leitt til
á öðrum svibum.           ¦
Framsókn á
Reykjanesi:
Þrjárkonur
viíja 1. sætib
Fram kom hjá Unni Stefáns-
dóttur á fundi framsóknar-
kvenna í fyrrakvöld ab yfir-
lýsingu hennar, um ab hún
stefndi á öruggt sæti á lista
Framsóknarflokksins       í
Reykjanesi í kosningunum í
vor, bæri ab túlka sem svo ab
hún stefndi á 1. sæti listans.
Þetta þýbir ab þrjár konur gefa
kost á sér til ab leiða listann á
Reykjanesi, en þær eru auk
Unnar þær Siv Friðleifsdóttir og
Drífa Sigfúsdóttir. Aðeins einn
karlmabur, Hjálmar Árnason
skólameistari, hefur gefib út yf-
irlýsingu um ab hann sækist
eftir fyrsta sætinu.         ¦
Framfaradag-
ur á Miöborg-
arstöð lög-
reglunnar
„Þetta er stór dagur og dagur
framfara hérna hjá okkur á
Miðborgarstöð lögreglunnar,"
sagði Oskar Bjartmarz varð-
stjóri í spjalli við Tímann í gær.
„Hér.er verið aö setja upp skilti
á stöðina meö áletruninni POL-
ICÉ," sagbi hann. Eftir þessari
merkingu hefur lengi verið kall-
að og nú er skiltið komið upp.
Að sjálfsögðu eru alltaf eín-
hverjir í sívaxandi hópi er-
lendra ferðamanna sem hingað
koma, sem þurfa að leita til lög-
reglu. Það er ljóst að sú leit hef-
ur verið nokkuð torveld, enda
segir skiltið LÖGREGLA ná-
kvæmega ekkert fyrir annarra
þjóða fólk.               ¦
Hér má sjá skiltiö góba og lög-
reglumennina jóhann Löve og
Císla Gubmundsson.
Tímomynd CS
Ástandiö í húsnœöismálum geöfatlaöra í Reykjavík er uggvœnlegt, segir Lára Björnsdóttir, fé-
lagsmálastjóri borgarinnar
38 geösjúkir eru nánast á götunni
38 gebfatlabir íbúar Reykjavík-
ur áttu hvergi höfbi sínu ab
halla síbastlibib vor. Þetta fólk
var á götunni sem kallab var.
Auk þess býr stór hluti þessara
sjúklinga vib afar óörugga bú-
setu og sumir dvelja á gistiheim-
ilum. Þetta kemur fram í skýrslu
samstarfshóps Svæbisskrifstofu
málefna fatlabra í Reykjavík, Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar og Hússjóbs Óryrkja-
bandalagsins sem birt var ný-
lega í félagsmálarábi borgarinn-
ar. Hér er um ab ræba fólk sem
skilgreint er sem krónískir geb-
sjúklingar sem ekki er talib ab
geti náb bata. Sumt af þessu
fólki er auk veikindanna háb
ýmsum fíkni- og ávanalyfjum.
„Vib höfum vissulega miklar
áhyggjur af þessu ástandi sem í
skýrslunni birtist og nú er leitað
úrræða hjá þeim aðilum sem að
málinu koma," sagði Lára Björns-
dóttir, félagsmálastjóri Reykjavík-
urborgar í samtali vib Tímann í
gær.
Samantektin sem samstarfshóp-
urinn gerbi leiðir í ljós aö 27 geð-
fatlaðir einstaklingar voru á sam-
ræmdum biblista eftir búsetu.
Eftir því sem vitab var reyndust
38 á götunni, 12 bjuggu á gisti-
heimili, 134 í óöruggu húsnæði,
og 43 á áfanga- og langlegudeild-
um.
Af þeim sjúklingum sem voru á
götunni reyndust vera 33 karlar
og 5 konur, meðalaldur þeirra 37
ar.
Þrjár stofnanir eru með búsetu-
úrræbi fyrir gebfatlaða í Reykja-
víkr
Öryrkjabandalagið, en á heildar-
biblista þar voru 568 einstákling-
ar, af þeim 179 gebfatlabir. Nú
þegar búa 55 í Hátúnshúsunum
en í þeim húsum búa milli 230 og
240 manns. Auk þess búa 10 í
íbúbum sem hafa þjónustu frá
Gebdeild Landspítala og 13 á
vegum Svæöisskrifstofu Reykja-
víkur. Abrir búa í íbúbum á veg-
um Hússjóös bandalagsins hing-
ab og þangab um borgina. Bib-
tími einstaklinga er orbinn 3-4 ár
og biðlistanum hefur veriö lokað
um óákveöinn tíma.
Félagsmálastofnunin er með
398 umsóknir um íbúbir fyrir
fólk á aldrinum 16-66 ára. Af
þessum umsóknum eru um 150
frá öryrkjum en ekki sundur-
greint hvers eölis örorkan er.
Stofnunin rekur 1.045 íbúðir. Fé-
lagsmálastofnun er í samvinnu
við geðdeildir Landspítala og
Borgarspítala um rekstur á vernd-
uðum heimilum fyriir geðsjúka,
10 heimili alls.
Svæöisskrifstofa Reykjavíkur er
með um 200 einstakíinga á bibl-
ista, þar af eru um 50 gebfatlabir.
Skrifstofan rekur 12 sambýli, þar
af eitt fyrir gebfatlaba, auk þess
sem 15 gebfatlabir búa í 10 íbúð-
um á vegum skrifstofunnar. Einn-
ig þarna er langur biðtími eftir úr-
lausnum.                 ¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20