Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						
\WREVF/iZ/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
Það tekur aðeins
eiiui
eiim       m  I         •"iufl
¦ virkan «1
daa
«ð koma póstinum ^^^M   PÓSTl
þfnum til skila
OG SÍMI
STOFNAÐUR1917
79. árgangur
Fötudagur 10. nóvember 1995
212. tölublaö 1995
Aflaverömœti á fjarlœg-
um mibum:
11-12 milljaro-
ar á 2 árum
Aflaverbmæti íslenska skipa á
fjarlægum mibum nam um
5,6 milljörbum króna á síb-
asta ári og veröur eitthvab
svipab á þessu ári. Þarna er
um ab ræba þorskveiöar í
Smugunni í Barentshafi, síld-
veibar úr norsk-íslenska síld-
arstofninum, karfaveiöar á
Reykjaneshrygg og rækjuveio-
ar á Flæmingjagrunni.
Þetta kom m.a. fram í ræöu
formanns LÍÚ á aöalfundi sam-
takanna í gær. Þar kom einnig
fram aö í fyrra veiddu íslensk
skip 37 þúsund tonn af þorski í
Barentshafi og það sem af er árs-
ins hafa veiöst um 30 þúsund
tonn af þorski í Smugunni einni
saman. Síldaraflinn í fyrra úr
norsk-íslenska stofninum var
um 21 þúsund tonn en 172 þús-
und tonn á þessu ári.
Veiði á úthafskarfa var um 47
þúsund tonn í fyrra en aðeins
24 þúsund tonn í ár. En eitthvað
af þessum samdrætti er talið að
megi rekja til verkfalls sjó-
manna á fiskiskipaflotanum fyrr
á árinu. Þá veiddust alls 2500
tonn af rækju á Flæmingja-
grunni, eða Flæmska hattinum í
fyrra. í ár hefur aflinn vaxið til
muna og nemur um 4500 tonn-
um það sem af er árinu.   -grh
Hafís úti fyrir
Vestfjörbum
Óvenju mikill hafís er úti fyrir
Vestfjörðum miðað við árstíma.
Búist er vib að ísinn haldist í
svipuðu horfi næstu daga.
Flugvél Landhelgisgæslunnar,
TF-SYN, fór í fyrradag í eftirlits-
og ískönnunarflug úti fyrir Vest-
fjörðum. ísbrúnin er nú næst
landi um 75 sjómílur norðvest-
ur af Barða og 78 sjómílur norð-
vestur af Straumsnesi.
Þór Jakobsson á Veðurstofu ís-
lands segir að hafísinn sé í
meira lagi miðað við árstíma.
ísinn sé einnig fremur þéttur en
ísdreifar með minni þéttleika
suðaustur af ísbreiðunni.
Þór segir að von sé á hæglætis-
veðri á þessum slóðum og búast
megi við að ísinn lóni á svipuð-
um slóðum næstu dægur. -GBK
I OOOrinn  nQnnO r Cf I  LLIO%*riLjL  málabur úr bátnum Toni vib hafnargarbinn á Akureyri. Togarinn er í
eigu þysks fyrirtœkis sem Samherji hf. á Akureyri hefur fest kaup á ab hluta. Toni heitir bátur Slippstöbvarínnar Odda sem starfsmenn fyrirtœkisins nota
vib málningarstörfin. Myndin ber vitni um uppgang í atvinnulífi á Akureyri þar sem bozbi útgerb og skipaibnabur koma vib sógu. Tíminn var á Akureyri á
dögunun og meb blabinu ídag fylgir aukablab þar sem mebal annars er fjallab um uppgang og eflingu atvinnulífs á stabnum.             Tímamynd: C5
Kannab hvort grundvöllur sé fyrir því aö fjöldaframleiba máltíöir fyrir grunnskólabörn:
Spurb hvab þau vilji borba
Fjöldaframleiddar skólamál-
tíbir fyrir grunnskólabörn er
ein þeirra hugmynda sem
verib er ab kanna á vegum
Atvinnu- og ferbamálastofu
Reykjavíkurborgar. Skipabur
hefur verib vinnuhópur sem
mun leggja könnun fyrir
nemendur, kennara og for-
eldra til ab sjá hvort grund-
völlur sé fyrir sltkri fram-
leibslu.
Verði niðurstaöa könnunar-
innar jákvæð verður kannað
hver kostnabur yrði af því að
gera tilraun til að fjöldafram-
leiða skólamáltíðir fyrir tvo
skóla til að byrja meb og með
hvaða hætti væri best ab gera
það. Reynslan af slíkri tilraun,
verði hún gerð, mun svo
væntanlega skera úr um fram-
haldið, þ.e. hvort fjöldafram-
leiðsla á máltíðum fyrir alla
grunnskóla borgarinnar verbi
að veruleika. Verið er að rala
um heitar máltíðir í svipuðu
formi og máltíðir sem'bornar
em fram í flugvélum.
Könnunin verður að líkind-
um lögð fyrir 8, 10 og 12 ára
börn í Breibageröisskóla og
Foldaskóla. Samkvæmt þeim
drögum sem hafa verið samin
verður leitast við að fá svör við
því m.a. hvernig mat nemend-
ur hafa með sér í skólann og
hvort þeim þætti betra að fá
mat í skólanum en koma með
hann að heiman. Þá verður
farið yfir það úrval sem verður
á boöstólnum og spurt hvern-
ig þeim líki við þaö úrval.
Foreldrum barnanna verbur
einnig sent bréf þar sem leitað
verður álits þeirra á hugmynd-
inni, m.a. með tilliti til þess
hvað yrði í bobi og á hvaba
verði. Ab lokum verður talað
við kennara og skoðanir þeirra
á hugmyndinni fengnar fram.
Róbert Jónsson, forstöðu-
maður Atvinnu- og ferðamála-
stofu, stýrir vinnuhópnum
sem vinnur að hugmyndinni.
Auk hans eru í hópnum full-
trúi frá Skólaskrifstofu Reykja-
víkur, fulltrúar kennara og for-
eldra og næringafræðingur.
-GBK
Útvegsmenn hvattir til aö breyta ímynd atvinnugreinarinnar hjá almenningi. Sjávarútvegsrábherra:
Sægreifar, grátkonur, braskarar og villimenn
„Ef ég ætti ab draga ályktun af
pví sem oftast heyrist í fjöl-
miblum um íslenskan sjávar-
útveg og draga upp mynd af
því, þá myndi mabur setja í
forgrunn sægreifa sem væri ab
arbræna alþýbuna í skjóli for-
réttinda sem vondir stjórn-
málamenn halda utan um. Til
hlibar væri grátkona meb
betlistaf vegna langvarandi
tapreksturs. í einu horninu
væru kvótabraskarar sem
væru ab upphefja nýtt sibleysi
í vibskiptum. f hinu horninu
væru svo villimenn sem
henda fiski og svíkja vigt,"
sagbi Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsrábherra.
Hann lét útvegsmenn heldur
betur heyra þab í ræðu sinni við
upphaf aðalfundar LÍÚ í gær
þegar hann gerði ímynd sjávar-
útvegsins að umtalsefni. Hann
sagði að sú ímynd sem blasir vib
fjölda fólks í fjölmiblum væri
ekki sem skyldi og gaf í skyn ab
þab væri vegna þess ab tals-
menn fyrirtækja og samtaka í
greinni væru of feimnir og ekki
nógu duglegir að bera á borð
fyrir fjölmiðla þann mikla ár-
angur sem náðst hefur í at-
vinnugreininni og þá fram-
sækni og aölögunarhæfni sem
þar væri að finna.
Ráðherrann brýndi útvegs-
menn m.a. til ab viðurkenna
það þegar vel áraði í atvinnu-
greininni. Hann sagði að um-
hverfi atvinnugreinarinnar
heföi tekið miklum stakkaskipt-
um á umliðnum áium og það
væri liðin tíð þegar allt kerfið
var miðstýrt á einn eða annan
máta. Þar fyrir utan væri það
einnig liðin tíð að hægt væri að
gera kröfu til stjórnmálamanna
og stjórnvalda að verja og hygla
sérhagsmunum. Þess í stað væri
það í verkahring stjórnmála-
manna að gæta heildarhags-
muna hverju sinni.      -grh
Qrátkona meb betlistaf? Svo
mœtti œtla af fjölmiblaumrœbu
samkvœmt því sem sjávarútvegs-
rábherra sagbi ígœr á landsfundi
LÍÚ ab vcerí ímyndin út á vib.
Tímamynd: CS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16