Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1995, Blaðsíða 1
*> * \mwFiu/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 79. árgangur STOFNAÐUR 1917 Laugardagur 18. nóvember 1995 Póstleggiö jólabögglána tímanlega til JjarUvgra kntda. pósturogsími 218. tölublað 1995 Kristín Á. Gunnarsdóttir, formaöur Sjúkraliöafélags Islands, segir aö heilbrigöisþjónustan veröi aö láta af gœluverkefnunum. Hún talar um „skólasystrasamfélagiö" sem kosti mikiö: „Skyndibitastaðir" í heilbrigðisþjónustu „í staö þess ab leggja áherslu á aukna framleiðni með sem minnstunr tilkostnaði eru vinaböndin og skólasystra- samfélagið raektað af alúð með miklum tilkostnaði og minni afköstum, á kostnað annarra starfshópa. Starfs- hópa með mikla reynslu og starfsþjálfun. Fyrirtæki sem þannig væri rekið legði fljótt upp laupana gæti það ekki gengið í opinbera sjóöi." Þannig lýsir Kristín Á. Guö- mundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands rekstri sjúkrahúsanna í blaði sjúkraliða. Hún segir að venju- leg fyrirtæki mundu ekki fjölga yfirmönnum jafnt og þétt án þess að skilgreina þarf- irnar, á sama tíma og það fækkaöi starfsfólki í fram- leiðsludeildum sínum. Kristín óttast að kröfur fjár- veitingarvaldsins um endurtek- inn flatan niðurskurð komi niö- ur á gaeöum heilbrigðisþjónust- unnar fyrr eða síðar. „í því felst hvorki sparnabur né heilsubót fyrir þjóðina, sé dæmib reiknað til enda. Það má spyrja hvort það sé heilsubót eða sparnaður fyrir einstaklinga að sækja þjónustu, sem áður var veitt á sjúkrahúsum á einhvern „skyndibitastaö"' án innlagn- inga," segir Kristín og spyr hvort það geti veriö að „skyndi- bitastaöir" í heilbrigðisþjónustu geti jafnast á við þjónustu sjúkrahúsanna. Þá telur Kristín hættu á að efnahagur fólks geti valdið því ab það sæki nú síður lækningu og dragi við sig að leita hjálpar. Krefst Kristín þess að ráða- menn opni augun fyrir því að lengra verður ekki gengið. Stjórnendur veröi að draga sam- an seglin og láta af ýmsum gæluverkefnum sínum. Al- menningur krefjist þess að op- inber fyrirtæki séu rekin með hagsmuni heildarinnar að leið- arljósi, en ekki með sérhags- muni einstakra hópa á kostnab annarra, án aukinnar fram- leiðni eða meiri gæba. -JBP um mæli inn í íslenska lögsögu ennþá. Það eru mikil mistök," sagði Halldór Ásgrímsson. Halldór sagðist vægast sagt undrandi á útspili Norðmanna varðandi síldina á fundinum í London. Hugmyndir Norð- manna væru fáránlegar. Varla væri hægt að eyða mörgum orðum um þær. „Þetta er alveg út í hött og ekki nokkur maður tekur alvar- lega svona tillögur. Sá sem spil- ar þeim út verður ekki tekinn alvarlega. Svo ég ætla nú ekkert að fara að æsa mig yfir svona hlutum," sagði Halldór Ás- grímsson. Hann taldi að hér hlytu embættismenn í Noregi ab standa bak við. Tillögur þeirra yrðu aðeins til að spilla fyrir samningum milli þjóð- anna. -JBP Grandi styrk- ir forvarnir Það var óvenju fjölmennt í fiskvinnslu Granda hf. í gær- morgun á tíu ára afmælisdegi fyrirtækisins. Fjöldi skóla- barna þáði boð Granda um að kynna sér nútíma fiskvinnslu á lifandi hátt. Grandi hefur efnt til svo- nefnds Grandadags einu sinni á ári undir yfirskriftinni „Fiskur — já takk" og er þá öllum nem- endum í 6. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu boðið í heimsókn. Grandadagur var haldinn í gær og komu alls um 1800 börn í heimsókn til aö kynna sér nútíma fiskvinnslu og bragða á framandi fisktegund- um. Grandi starfar meb ungu fólki fleiri daga en Grandadaga því á annaö hundrað unglingar vinna þar á sumrin. Stjórn Granda hf. þótti því við hæfi að halda upp á afmæli fyrirtækis- ins m.a. með því ab leggja mál- efnum unglinga lið. Stjórnin hefur ákveðið að gefa tvær milljónir króna til forvarnar- starfs SÁÁ gegn vímuefnaneyslu unglinga. Veitt verður ein millj- ón króna á ári í tvö ár til verk- efnisins. Peningarnir verba meðal annars notaðir til ab gera fræöslumyndband um afleiö- ingar vímuefnanotkunar og í útgáfu á fræðslubæklingi fyrir unglinga. -GBK Forstjóri Ríkisspítalanna: Veröur ekki ráöinn strax Ekki verður rábib í stöbu for- stjóra Ríkisspítalanna þegar Davíb Á. Gunnarsson lætur af því starfi um næstu mánaba- mót. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir ab ástæðan sé sú að verið sé að vinna að aukinni samvinnu á milli sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. „Við ætlum að sjá hverju fram vindur í viðræöum um aukna samvinnu þessara sjúkrahúsa. Þar til viö sjáum hvert vib kom- umst í þeim viöræðum tel ég ekki rétt að binda þessa mikil- vægu stöbu." -GBK Krakkarnir úr Seljaskóla kunnu vel viö sig í Granda. Tímamynd: CS Island og Grœnland verja úthafskarfann. Halldór Asgrímsson utanríkisráöherra um síldarút- spil Norömanna: Gjörsamlega út í hött en gæti spillt samningum íslendingar og Grænlending- ar þjöppubu sér saman um tillögu varbandi úthafskarf- ann á fundi Norbaustur-Atl- antshafsfiskveiðinefndarinn- ar — NEFAC — í London í gær. Tíminn náði tali af Hall- dóri Ásgrímssyni, utanríkis- ráðherra. „Að því er varðar karfann, þá tel ég að málið hafi þróast í rétta átt. íslendingar og Græn- lendingar lögðu fram sameigin- lega tillögu. Ég hef alltaf talið mikilvægt að við stæbum sam- an í því máli. Ef ekki getur náðst þar samkomulag, þá hljótum við að stefna að því að tekin verði upp tvíhliða stjórn- un á því svæði af hálfu íslend- inga og Grænlendinga, rétt eins og gert er í Barentshafi af Norðmönnum og Rússum," sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra. Ráöherra var spurbur um síldarútspil Norömanna á fundinum í London. „Varðandi síldina þá hefur engin framþróun orðið í því máli. Norðmenn lögðu fram þá tillögu ab 4% af norsk-íslenska stofninum verði veidd á alþjóð- legu hafsvæði. En Norðmenn verða að fara að gera sér þaö al- veg ljóst að veiöar verða ekki takmarkaðar meb nægilegum hætti úr þessum stofni, nema þeir viðurkenni sögulegan rétt og framtíðarrétt Islendinga í sambandi vib síldina. Því mið- ur virðast þeir líta mest á út- breiðslu stofnsins eins og hann er í dag, og þá staðreynd að hann hefur ekki komið í mikl-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.