Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.05.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 23. maí 1996 Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi alþingismaöur og ritstjóri Tímans Sérhver einstaklingur í þjóðfé- laginu skilur eftir sig spor. Af eðlilegum ástæðum verða spor- in misjafnlega áberandi, en allir geta verið sammála um það að Þórarinn Þórarinsson markaði dýpri spor í sögu íslensku þjóð- arinnar en almennt gerist. Hann steig ekki alltaf þungt til jarðar, en með þrotlausu starfi sem markaðist af hógværð og rökhyggju hefur hann haft meiri áhrif en flestir aðrir á 80 ára sögu Framsóknarflokksins. Hann naut mikils trausts alla tíð innan Framsóknarflokksins enda var hann þingmaður, rit- stjóri, formaður þingflokksins og formaður utanríkismála- nefndar Alþingis og rækti öll þessi störf með miklum sóma. Þórarinn var ritstjóri Tímans í yfir 50 ár og sem slíkur var hann þekktur á flestum heimil- um landsins. Hann talaði ávallt fyrir sátt- um og sanngirni og hógværð hans í orði og æði aflaði hon- um margra stuðnings- og vel- vildarmanna um allt þjóðfélag- ið án tillits til flokka og óvini átti hann enga. Þórarinn skrifaði sögu Fram- sóknarflokksins frá stofnun hans og fram til ársins 1976, sem er mikið verk og vandað og ómetanleg söguleg heimild um stjórnmál aldarinnar. Verk- ið er skrifað af manni, sem var oftast í miðri þeirri atburðarás, sem hann lýsir af sanngirni og drenglyndi um samstarfsmenn og andstæðinga í stjórnmálum. Hann var sjálfur mikilvægur hluti af þessari sögu, sem hann skrifaði enda ferill hans í ís- lenskum stjórnmálum svo langur og farsæll að varla eru nokkur dæmi slíks. Ég kynntist Þórarni Þórarins- syni fyrst eins og margur annar í gegnum skrif hans í Tímann. Leiðarar hans og önnur pólitísk skrif báru vitni um mikið hyggjuvit og víðtæka þekkingu á stjórnmálum, jafnt innan- lands sem utan. Þeir sem lásu það sem Þórarinn skrifaði hlutu því ab verða fyrir áhrifum. Síð- ar átti ég því láni að fagna að starfa með Þórarni alllengi á Al- þingi og undir leibsögn hans. Hann var góður stjórnandi þingflokks Framsóknarmanna og lagði mál mjög vel upp og átti auðvelt með aö finna kjarna máls og finna tillögur til lausnar í erfiðum úrlausnarmál- um. Mér er sérstaklega minnis- stætt hvernig Þórarinn hélt á umræðum um landhelgismálið, en hann hafði gífurlegan áhuga á því og var sá maður, sem hvað mest mótaði stefnu Fram- sóknarflokksins í því máli. Ráð- herrar flokksins leituðu til hans um ráð og hann leiðbeindi þeim í mörgum vandasömum deilumálum. Hann lagði sér- staka rækt við að leiðbeina mér þegar ég steig mín fyrstu skref í stjórnmálum, sem ef til vill ein- kenndist af því að hann sjálfur hóf afskipti af þjóbmálum þeg- ar hann var mjög ungur að ár- um og hafði því mikið ab gefa okkur, sem yngri vorum. Þórarinn Þórarinsson var fýrsti formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og þá spurði hann m.a. þeirrar spurn- ingar: „Af hverju stafar sundur- lyndi?" Hann svaraði: „Það á rætur sínar í því að menn kunna ekki að vinna saman. Þeir meta eigin hag svo mikils að þeir geta ekki tekið réttlátt tillit til annarra og af því rísa deilurnar." Þórarinn gerði sér grein fyrir því að sundurlyndið er versti andstæðingur allra þjóða og hann vann að því alla tíð að vinna gegn því. Hann hafði ekki eigin hag í huga og tók ekki sérstakt tillit til sjálfs sín. Sem ungur maður hóf hann baráttu fyrir aukinni sam- vinnu og samheldni. Fram- sóknarflokkurinn á Þórarni Þór- arinssyni meira að þakka en flestum öbrum, sem í flokknum hafa starfað. Hann hafði meiri áhrif á stefnu flokksins en menn gera sér almennt grein fyrir og hugsjónir hans munu lifa áfram. Um leib og ég þakka af heil- um hug hans gifturíka framlag votta ég Ragnheiði konu hans innilega samúð okkar Sigur- jónu og við biðjum Guð að styrkja hana þegar hún nú kveður mann sinn, sem hún hefur stutt í gegnum þykkt og þunnt á langri og erilsamri ævi. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Þórarinn Þórarinsson ásamt Einari Ágústssyni átti mestan þátt í því að rífa upp fylgi Framsóknarflokksins í Reykja- vík á sjöunda áratugnum. Það var ekki heiglum hent, enda harður áróður gegn framsókn- armönnum í Reykjavík í þá daga. Þórarinn kunni hins vegar öðrum fremur þá Iist að benda á sameiginlega hagsmuni þétt- býlisbúa og landsbyggðar- manna til að draga úr gagn- kvæmri tortryggni þeirra. Þann- ig öðlaðist hann traust langt út fyrir kjördæmi sitt Reykjavík, sem hann þjónaði dyggilega í tæpa tvo áratugi. Þórarinn Þórarinsson naut mikils trausts framsóknar- manna í Reykjavík og eignaðist fjölda stuðningsmanna. Var með ólíkindum hversu vel hann ræktaði samband sitt við kjósendur sína, þrátt fyrir eril- söm störf á Alþingi, þar sem hann gegndi stöðu þingflokks- formanns ásamt því að vera stjórnmálaritstjóri Tímans. Það var mér ómetanlegt sem ungum manni að fá tækifæri til ab njóta handleiðslu Þórarins á árum mínum sem blaðamaður á Tímanum. Hann kunni þá list að skilja kjarnann frá hisminu og var jafnan fljótur að átta sig á aðalatriðum hvers máls. Þór- arinn var ekki öfgamaður og taldi að Framsóknarflokkurinn gæti unnið ýmist til hægri og vinstri. En engin launung var það þó, að hann taldi að Fram- sóknarflokkurinn ætti frekar að vinna með félagshyggjuflokk- unum svonefndu, ef þess væri kostur. Það átti ekki fyrir Þórarni að liggja að verða ráðherra. Hann sóttist heldur ekki eftir því. Sem stjórnmálaritstjóri Tímans og þingflokksformaður hafði hann jafnmikil áhrif og ráb- herra. Hann barst aldrei á og vann sín verk meira í kyrrþey. Það var hans stíll. Þórarinn átti við vanheilsu að stríða hin síöari ár. Þó gat hann fylgst með fréttum og í samtöl- um, sem ég átti við hann, spurði hann mafgs úr stjórn- málabaráttunni. Að leiðarlokum þakka ég og kraftar entust, sem voru stuttar og hnitmiðaðar að hætti góðs blaðamanns. Hann var á rit- stjóratíð sinni ekki aðeins höf- undur forustugreina og annars ritstjórnarefnis, heldur var hann fastur dálkahöfundur um alþjóðamál. Ég vil nú að leiðarlokum þakka allt þetta starf og veit að ég tala þar fyrir munn allra að- standenda Tímans og annarra velunnara blaðsins. Orð eru ekki mikils megnug að tjá þær þakkir. Aðstandendum hans votta ég dýpstu samúð. Jón Kristjánsson Kær vinur, Þórarinn Þórarins- son, er allur. Hugurinn leitar langt aftur til fornra kynna í kyrrlátri minn- ingu um samvistir vib góðan dreng, sem aldrei mátti vamm sitt vita og öllum vildi gott gera. Minningin um Þórarin Þórar- insson er ljúf og mild. Við hjónin sendum Ragn- heiði og fjölskyldu samúðar- kveðjur á þessari stund minn- inganna. Þær þökkum við og biðjum að þær megi ylja ykkur á ókomnum tíma. Andrés Bjömsson og Margrét Vilhjálmsdóttir t MINNING fjölskylda mín Þórarni sam- fylgdina um leið og við vottum Ragnheiði konu hans og fjöl- skyldu samúð á skilnaðar- stundu. Blessuð sé minning Þórarins Þórarinssonar. Alfreð Þorsteinsson Fyrri hluti þessarar aldar voru umbrotaár í íslenskum stjórn- málum. Þá voru umbrotatímar í kjölfar nýfengins fullveldis, heimskreppan setti sitt mark á íslenskt þjóðlíf og leiddi til harðra stéttaátaka hérlendis. Heimsstyrjöldin síðari um- breytti íslensku þjóðfélagi og um miðja öldina voru harðvít- ug átök um hvar bæri að stað- setja hið unga lýðveldi í alþjóð- legum samskiptum með tilliti til öryggismála. í þessum jarðvegi mátti finna marga litríka stjórnmálamenn. Hinn litríkasti og umdeildasti þeirra allra var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann var athafna- samur með ólíkindum og með- al þess sem hann hrinti í fram- kvæmd var að fá unga menn til þátttöku í því verkefni að skapa nýtt samfélag á íslandi. Einn af þessum mönnum var Þórarinn Þórarinsson, sem viö kvebjum nú í dag. Einn af merkari stjórnmálamönnum þessarar aldar er horfinn yfir landamær- in miklu. Okkur samferða- mönnunum er efst í huga þakk- læti fyrir trausta leiðsögn og samfylgd þessa heiöursmanns. Ævistarf Þórarins var með ólíkindum. Hann sat á Alþingi um árabil og ritstýrði Tímanum áratugum saman. Þetta tvennt er þó ekki nema toppurinn af ísjakanum, ef svo má að orði komast. Sem þingmanni var honum falinn mikill trúnaður. / Hann var um áratugi talsmaður flokksins í utanríkismálum og mér er kunnugt um að hann var um tíma lykilmaður í flest- um erlendum samskiptum. Hann tók virkan þátt í þeim stórmálum að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins og sjálfstæðisbaráttunni hinni síð- ari ab koma hafréttarsáttmálan- um á sem fulltrúi á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um árabil. Jafnframt þessu gaf hann sér tíma til að sinna rit- störfum og skrifa sögu Fram- sóknarflokksins, en hann var flestum mönnum kunnugri henni. Þórarinn lét ekki mikið yfir sér né fór með hávaða á stjórn- málavettvanginum. Hann var traustið uppmálað, farsæll for- ustumaður sem er þyngdar sinnar virði í gulli í hverjum stjórnmálaflokki. Þingmönn- um, sem lutu hans forustu er hann var formaður þingflokks Framsóknarflokksins, ber sam- an um það. Hans hlutverk var að leggja línurnar í samvinnu vib þingmenn og forustu flokksins, draga aðalatriði frá aukaatriðum og koma þeim til skila í skrifum um stjórnmál. Hann var virtur blaðamaður og ritstjóri. Slíkt hlutverk sem hann hafði krefst árvekni og skýrrar hugsunar. Persónuleg kynni okkar Þór- arins voru ekki mikil, enda hafði hann dregið sig út úr hringiðu stjórnmálanna er ég kom þar inn. Hins vegar hög- uðu atvikin því þannig að ég var á sviptingatímum í sögu Tímans kallaður til hans gamla hlutverks, sem var að skrifa um stjórnmál í blaðið. Það var mér mikil uppörvun ab fá frá hon- um upphringingar þar sem hann fór viburkenningarorðum um starf mitt. Ég hef ávallt metið hann mikils og óskir hans voru mér gott veganesti. Hann bar ávallt mikla um- yggju fyrir Tímanum og vildi hag hans sem mestan, og skrif- abi greinar í blaðið meðan Þórarinn Þórarinsson hafði stjórnmál að starfi langan aldur sem ritstjóri og alþingismaður. Þegar ferill hans er athugaður koma í hugann orðin þolin- mæði, hófsemi og þrautseigja. Þau voru einkenni hans og gerðu hann farsælan stjórn- málamann. Þórarinn kom víða við sögu, en nú finnst mér að sérstök ástæða sé til að minnast á þorskastríð og hafréttarmál. Þar var Þórarinn í fremstu röð áhrifamanna. Það réð á sinni tíð úrslitum þegar stjórnarand- staðan á síðustu árum Viðreisn- arstjórnarinnar sameinaðist um stefnu í þeim efnum. Um þá stefnu var kosið og Veiðreisnar- stjórnin felld eftir 12 ára völd. Á þeim sama grundvelli lauk svo deilunni við Breta með sigri íslendinga, svo sem allir ættu að vita. í þeirri vinnu, sem lá að baki samstöðu og sigri í þessum haf- réttarmálum, átti Þórarinn mik- ið starf. Þar komu kostir hans fram og urðu sigursælir. Hann var mannasættir, Iaginn og drjúgur málamiðlari. Þeir, sem endast lengur en svo að þeir nái meðalaldri, sjá á bak mörgum félögum og sam- ferðamönnum þegar árin líba. Hópur samstarfsmanna og fé- laga þynnist. Þeir eru nú fáir eftir sem með mér unnu við Tímann þegar ég kom þar til starfa um hríb fyrir hálfri öld. En margs er að minnast. Með þakklátum huga nýt ég minn- inganna frá samstarfinu vib Þórarin Þórarinsson. Það var margs að njóta í þeirri sam- fylgd. Honum var gott að fylgja. H.Kr. Svo spáði spaks manns vör, ab vín veiti stundargleði, hjóna- band munað fárra mánaða, en garðyrkja heillar ævi hamingju. Þannig var Þórarinn Þórarins-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.