Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						I
Paö tekur aöeins
eimt       m
¦virkan
dag
aö koma póstlnum ^^Æ   pqSTUR
Mhm rít .1.11,,     --——'    Q6 SÍMI
þínum til skiía
STOFNAÐUR 191 7
80. árgangur
Miðvikudagur 14. ágúst
151. tölublað 1996
Fjármálarábherra minnir á ab
forsvarsmenn heimilislaekna
fullyrtu fyrir nokkrum mánuö-
um ab uppsagnir þeirra tengd-
ust alls ekki kjarabaráttu:
Fengu 10%
hækkun á
hluta tekna
ífyrra
„Vlb erum ab tala um mánabar-
launin samkvæmt kjarasamning-
um. Tekjur lækna eru ab u.þ.b.
þribjungi kominn frá kjarasamn-
ingum en tveir þribju í greibslum
frá Tryggingastofnun. Er ekki
ósanngjarnt ab vib séum bara ab
fjalla hér um þribjung teknanna,"
spurbi Fribrik Sóphusson, fjár-
málarábherra, á blabamanna-
fundi í gær þar sem farib var yfir
forsögu þeirra hópuppsagna sem
tóku gildi mebal heimiiislækna
um síbustu mánabamót.
„Það er búið að semja við lækna
um þessa 2/3 hluta heildartekna
sinna. Að okkar mati fengu þeir um
10% hækkun þann 15. júní í fyrra á
greiðslur sínar frá Tryggingastofn-
un."
í ljósi þess að forsvarsmenn
heimilislækna sögðu á fundum við
ráðherra og í fjölmiðlum, eftir að
meirihluti heimilislækna sagði upp
störfum þann l.feb., að uppsagn-
irnar stæðu ekki í neinu sambandi
við kjarabaráttu heldur eingöngu á
skipulagi heilbrigðisþjónustunnar,
vildi fjármálaráðherra árétta að yfir-
völd hafa verið tilbúin til samn-
ingaviðræðna við samninganefnd
lækna. Hins vegar hafi kröfugerð
ekki komið frá læknum fyrr en
þann 18. júlí, 12 dögum áður en
uppsagnir þeirra tóku gildi.  -LÓA
Humarvertíð
framlengd
Sjávarútvegsrábuneytib hefur
ákveðið aö framlengja yfir-
standandi humarvertíö til og
með 31. ágústnk.
Ákvöröun þessi er tekin að
beibni útgerðarfélaga í Þorláks-
höfn og Grindavík og að fenginni
umsögn Hafrannsóknastofnunar-
innar, sem samþykkti framleng-
ingu vertíðarinnar.         ¦
Fribrik Sophusson, fjármálarábherra og Cunnar Björnsson, formaour samninganefndar ríkisins.
Tímamynd fiC
Umdeild svœbi nprban Kolbeinseyjar veriö til umfjöllunar milli íslendinga og Dana í rúm tutt-
ugu ár. Halldór Ásgrímsson utanríkisrábherra:
Menn verða að svna raunsæi
„Þab er í sjálfu sér ekki mjög
mikið nýtt í því. Þetta mál hef-
ur verið til umfjöllunar milli
þjóðanna í rúm tuttugu ár. Við
höfum staðið á okkar og þeir á
sínu," svarar Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra að-
spurður um hyer staðan sé í
samskiptum íslendinga og
Dana varðandi umdeilt hafs-
svæði norður af Kolbeinsey.
„Við höfum að sjálfsögðu fylgt
íslenskum lögum í þessu sam-
bandi. Hins vegar hefur verið
leitast við í gegn um tíðina að
reyna að forða stórvandræð-
um. Þess vegna hafa átt sér
stað samtöl um þetta mál í
gegn um tíðina. Og það hefur
nú tekist, þrátt fyrir allt. Það
er   hugmyndin
reyna  að  gera
að
það
áfram."
En hvað segir Halldór
um hugmyndir um að
færa efnahagslögsöguna
nær Grænlandi en sem
nemur miðlínu milli
landanna?
„Aðalatriði málsins er
Halldór.
nú það að þegar landhelgin var
færð út á sínum tíma þá var
þessi leið valin og við höfum
staðið þannig að málum og
miðað við Kolbeinsey. Það var
gert í ljósi þess að mönnum
fannst með því vera gætt sann-
girni að miða við ystu línur ís-
lands og jafnframt taka mið af
ystu línum Grænlands án tillits
til búsetu. Það hefur
okkur alla tíð verið ljóst
að auðlindir út af Aust-
ur-Grænlandi hafa ver-
ið lítt nýttar þaðan,
heldur frá Vestur-
Grænlandi, frá íslandi
og síðan frá nokkrum
öðrum Evrópuríkjum. í
þjóðarréttinum er það
nú talið að búsetan skipti ekki
eingöngu máli, heldur lög
landsins. Ég held að það sé mjög
erfitt að fara að taka það mál
upp á nýjan leik. En við verðum
hins vegar að vænta að menn
sýni sanngirni í okkar garð
vegna þess að við teljum að við
höfum sýnt fulla sanngirni á
sínum tíma þegar við færðum
Reykjavíkurborg ab draga sig út úr rekstri fyrirœkja:
Selja eöa undirbúa sölu
Borgarráb Reykjavíkurborgar
hefur samþykkt ýmist ab selja
eignarhlut borgarinnar í fyrir-
tækjum, eba hefja undirbúning
ab henni.
Samþykkt var ab leita samráðs
við ríkið um sölu allt að 30% hluta-
bréfa í SKÝRR hf. Reykjavíkurborg
og Rafmagnsveita Reykjavíkur sam-
eiginlega bjóði 15% hlutafjáreignar
fala og ríkið önnur 15%. Borgin
selji 95% eignarhlut sinn í Pípugerð
Reykjavíkur hf. til hæstbjóðanda á
markaði og haft verði samráð við
Aflvaka hf. sem er eigandi 5%
hlutafjár í fyrirtækinu.
Einnig verði hafinn undirbún-
ingur ab stofnun hlutafélags um
rekstur Malbikunarstöðvar og
Grjótnáms, en hlutafélagið verði í
eigu borgarsjóbs. Samþykkt var ab
gera rekstrarúttekt á Trésmiðju
Reykjavíkur og birgðastöð.
Sjálfstæðismenn  í  minnihluta
borgarstjórnar gerðu bókun þar
sem þeir segja flestar einkavæðing-
arhugmyndir R-listans endurtekn-
ingu á undirbúningsvinnu sem
hefði hafist í för sjálfstæðismanna á
síðasta kjörtímabili og fulltrúar
vinstri flokkanna þá mótmælt
harblega. Fagnað er því sem sagt er
augljós sinnaskipti hjá R-listanum.
Einnig er bókun frá R-lista þar
sem tillögurnar eru sagbar í sam-
ræmi vbi stefnu sem mörkuð var í
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyrirárið 1996, þar sem gert var ráð
fyrir 300 milljón kr. tekjum í borg-
arsjób vegna sölu eigna.
Sagt er fráleitt að líkja skýrslu nú-
verandi borgaryfirvalda við „leyni-
skýrslu" þá sem hafði verið á þeirra
vegum á síðasta kjörtímabili. Gera
verður ráð fyrir að átt sé við „leyni-
skýrslu" sjálfstæðismanna, þó ekki
komi skýrt fram hverjir „þeir" séu.
-ohr
út okkar lögsögu, ekki síst með
tilliti til þeirrar hefðar sem við
höfðum varðandi nýtingu á
þessum svæðum."
„Það er^riú með þessi ákvæði
Hafréttarsamningsins, þau eru
að sjálfsögðu ekki það skýr að
það sé hægt að fullyröa að eitt
sé rétt og annað rangt," segir
Halldór aðspurður hvort líkúr
séu til að íslendingar beiti þessu
ákvæði Hafiéttarsáttmálans
gegn Dönum. „Það kom t.d. í
ljós í þeim úrskurði sem var
felldur í deilu milli Dana og
Norðmanna að því er varðar
línu milli Grænlands og Jan
Mayen. Þess vegna eru þarna
ýmis sjónarmið sem eru höfð í
huga í sambandi við úrskurð
mála. Vonandi getum við kom-
ist að niðurstöðu um þessi mál
með samningnum. Það hefur
verið reynt að forða því að þessi
mál færu til úrskurðar á alþjóð-
legum vettvangi. Það er nátt-
úrulega alveg ljóst aö ef við fær-
um að breyta íslenskum lögum
og færa landhelgina frekar út en
orðið er í átt til Grænlands þá er
komin upp mjög hörð deila sem
mundi enda með úrskurði frá
þriðja aðila."
Halldór segir engar deilur
spennandi að sínu mati, „en
menn verða að láta sig hafa það
til þess að standa á sínum rétti.
Hins vegar verða menn að sýna
fullt raunsæi í þessum málum
og taka mið af ákvörðunum sem
voru teknar fyrir áratugum."
-ohr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16