Tíminn - 21.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1986, Blaðsíða 1
ÍSLENSKI FÁNINN veröur ekki fótum troðinn í leikritinu Rauöhóla Rannsý sem Hitt leikhús- iö frumsýnir innan skamms. í gær náöist samkomu- lag milli Páls Baldvinssonar leikstjóra og Forsætis ráðuneytisins, um aö önnur sviðsmynd yrði notuð. SJÖUNDA UMFERÐ í opna flokki Skák|Dings Reykjavíkur var tefld sl. sunnudag. Staö- an eftir þá umferö er sú að efstur er Hannes Hlífar Stefánsson, 13 ára, meö 6 vinnin a.í ööru sæti er Bjarni Hjartarson meö 51/2 vinning og biðskák. i þriöja til fimmta sæti eru Davið Ólafsson, Þráinn Vigfússon og Þröstur Þórhallsson. Biðskákir geta breytt þessari röö. Áttunda umferð verður tefld á miövikudagskvöld. Umferöir eru alls ellefu. FULLTRÚUM ÍSHAFS HF. áHúsa vík og forráöamönnum Fiskveiöasjóös hefur enn ekki tekist að berja saman kaupsamning um togarann Kolbeinsey ÞH-10. Fiskveiöasjóöur vill fá mun hærra verö fyrir skipið en fram kemur í tilboöi Húsvíkinga. NYKJORIÐ stúdentaráð hefur sent frá sér harðorð mótmæli gegn vinnubrögðum menntamála- ráöherra viö setningu í stööu lektors í íslenskum bók- menntum viö háskólann. Telur stúdentaráð aö aö- ferðir ráöherra beri vott um lítilsviröingu hans í garö heimspekideildar og dómnefndarinnar og ekki sæma ráöherra menntamála í landinu. HAFNAREY SF-36 liggur enn á hafnar- botninum á Hornafiröi, þar sem hún sökk fyrir rúmri viku. Enn er ekkert farið aö eiga viö bátinn en hrepp- urinn mun sjá um aö fjarlægja hann. Togarinn Þór- hallur Daníelsson er á Höfn ennþá og hefur verið unnið aö þvl aö taka upp í honum vélarnar. Ljóst er aö tjónið á skipinu nemur tugum milljóna og að það veröur 3-4 mánuði frá veiðum. Skipio var á sóknar- marki þannig aö ekki veröur unnt að yfirfæra kvóta þess á önnur skip útgerðarinnar. VEGFARANDI tilkynnti lögreglu á Akureyri um fótbrotinn hest rétt noroan viö Dvergastein. Til- kynningin barst til lögreglu klukkan 10 á laugardaas- morgun og var búiö að finna bílinn sem hafði ekið á hrossið í gærkvöldi, þegarTíminn ræddi við lögreglu- varöstjóra á Akureyri í gærkvöldi. ÞRETTÁN ÁRA STÚLKA varófyhrbíi á Glerárgötu á Akureyri, rétt noröan við Gránufélags- götu í fyrrakvöld. Atburðurinn átti sér staö skömmu eftir kvöldmat. Stúlkan slapp vel frá óhappinu og telj- ast meiösli hennar ekki veruleg. MANNSKÆÐUR FELLIBYLUR gekk yfir Bretlandseyjar um helgina og létust nokkrir af hans völdum. Þrjár konur voru á ferö í bíl í Wiltskíri þegar storm-. urinn reif tré upp meö rótum og féll þaö á bílinn, meö þeim afleiðingum að konurnar létust. Tveir menn höföu brugöiö sér út á haf í litlum bát og ætluðu aö veiða sér í soðið en stormurinn sá þá ekki í friði, þeytti þeim út í ólgandi sjóinn þar sem krökkt var af hungr- uðum hvölum. Aö sögn lögreglunnar drápust 30.000 hænsni í kjúklingabúi í Sommerset er kofinn sem þau voru í fauk upp af völdum fellibylsins. Og nú er sagt að Davíð sé búinn að opna kosningasjónvarp! Vöruflutningabifreið frá Egilsstöðum valt ■ fyrrakvöld, nokkra kílómetra fyrir norðan Fáskrúðsfjörð. Bresmuslanga fór úr sambandi og læstust bæði framhjól bifreiðarinnar. Ökumaður slapp vel og bíllinn reyndist lítið skemmdur. Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsflrði sést á myndinni, þar sem verið er að bjarga farmi bifreiðarinnar. límamyndiR Bjami Nýtt frumvarp um námslán: 1 - 6% vextir ofan á verðtryggingu „Ég hef ekki séð þetta frum- varp og á því erfitt með að út- tala mig um það, en ég er sann- færður um að það þarf að breyta lögum og reglum um lánasjóðinn, því ég held að því miður hafi menn ætlað sér þar of mikið. Ég held þó að aðal- atriðið sé að tryggja endur- greiðslu á þessum lánum en vextirnir séu aukaatriði. Ég vil ekki að reglur sjóðsins verði þannig að þeir efnuðu hafi einir efni á því að taka lán úr honum,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann um frum- varpið um breytt lánafyrir- komulag hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna sem nú er verið að leggja síðustu hönd á í menntamálaráðuneytinu. Samkvæmt frumvarpinu sem byggt er á áfangaskýrslu nefnd- ar sem menntamálaráðuneytið skipaði til að endurskoða námslánareglurnar er gert ráð fyrir harðari endurgreiðslu- reglum, 30 árum í stað 40 ára eins og nú er og allt frá 1-6% vextir settir ofan á verðtrygg- inguna. Námsmönnum sem stundi nám við „arðbærar" náms- greinar verði veittir styrkir, afnumdir verði tekjuumreikn- ingar á námslán og aðild 1. árs nema að lánum skoðuð sér- staklega. Haft var eftir menntamálaráðherra í fréttum um helgina að ef ríkisstjórnar- flokkarnir tækju vel í frum- varpið myndi hann draga til baka reglugerð sem hann setti 3. janúar sl. sem kveður á um frystingu á krónutölu námslána eins og þau voru við úthlutun sl. haust. „Mér finnst það lágkúrulegt af menntamálaráðherra að ætla sér að stunda svona skiptistarf- semi á regiugerðinni og þessu nýja frumvarpi og mér finnst það furðulegt það skuli vera peningar til að veita forrétt- indahópum styrki til náms meðan ekki eiga að vera til peningar til að veita náms- mönnum lán samkvæmt lögum,“ sagði Björk Vilhelms- dóttir nýkjörinn formaður Stúd- entaráðs í samtali við blaðið. Hún sagði að nýskipuð sam- starfsnefnd Stúdentaráðs, Bandalags sérskólanema, Iðn- nemasambands íslands og Sambands íslenskra náms- manna erlendis hittist annan hvern dag til að ræða aðgerðir gegn reglugerðinni frá 3. janú- ar og frumvarpi menntamála- ráðherra. Þegar hefði nefndin ákveðið að halda fund í Há- skólabíói með fulltrúum allra þingflokka og menntamálaráð- herra og að leita eftir stuðningi ASÍ, BSRB, Kennarasam- bandsins og fleiri aðila við málstað stúdenta. Mrún Hnútukast ráðherra: Verður afleiðingin opinber klofningur? Hnútukast þeirra Alberts Guðmundssonar iðnaðarráð- herra og Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga vegna hins svokallaða kjötmáls hefur vak- ið mikla athygli. Síðast í gær lét Albert hafa eftir sér í DV að utanríkisráðherra væri „lítið balanseraður", sem ekki er hægt að túlka nema á einn hátt. Helstu forystumenn Sjálf- stæðisflokksins þ.á m. formað- urinn, Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra, hafa tekið sér stöðu við hlið Geirs í deilunni. Sú staðreynd og stigmögnun orðbragðs virðist benda til þess að Albert sé nú mun einangr- aðri en fyrr innan flokksins. Af því tilefni hafa heyrst raddir um, að opinber klofningur geti sprottið af deilunni. „Ég álít að hnútukast af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað. Hins vegar er það mín skoðun að álit lögfræðinganna sé rökrétt og ég hafði vonað að menn féllust á það, án þess að fyrirheit um slíkt lægi fyrir í upphafi," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann var spurður um það hvort að hann sem oddviti ríkisstjórnarinnar ætlaði að láta málið aftur til sín taka. „Albert hefur oft látið hlut- ina fjúka og oft meir en rétt get- ur talist, en það gera víst allir,“ sagði Steingrímur. -SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.