Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						4 tíminn
Þriðjudagur 14. júlí 1987
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum með félagslegar kannanir:
Hví f lytur fólkið og
hvað gera unglingar?
9
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyj-
um eru nú að kanna hvaða ástæður
liggja á bak við brottflutning fólks
þaðan og til stendur að gera könn-
un á því hver viðfangsefni unglinga
í Vestmannaeyjum eru.
Að sögn Arnalds Bjarnasonar
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum,
var í vetur á kreiki sterkur orðróm-
ur um að fyrir dyrum stæði fólks-
flótti frá Vestmannaeyjum þar sem
óvenjumargir hefðu flutt eða
áformuðu að flytja frá Eyjum.
Hann sagði að bæjaryfirvöld hefðu
haft áhuga á að vita hvort einhverj-
ar tilteknar ástæður lægju þar að
baki, s.s. hátt vöruverð, orkuverð,
menntunaraðstaða, húsnæðisvand-
amál, atvinnuskortur eða þess
háttar. Ef svo væri gætu bæjaryfir-
völd tekið sérstaklega á þeim þátt-
um eftir því sem á valdi bæjarfé-
lagsins væri.
Bæjarstjórn ákvað því að senda
brottfluttum Vestmannaeyingum
sérstaka spurningalista þar sem
grennslast var fyrir um ástæður
brottflutnings.
Arnaldur sagðist að svo komnu
máli ekki geta sagt til um hvort
sérstakar ástæður lægju að baki
brottflutnings  fólks  frá  Vest-
mannaeyjum. Þar sem ekki kæmi
fram á innsendum spurningalistum
hver sendi þá væri erfitt að ýta á
eftir svörum og enn vantaði um tíu
spurningalista til að könnunin geti
talist marktæk. Niðurstöður lægju
því ekki fyrir.
Arnaldur sagði einnig að svo
virtist sem ótti um stórkostlegan
fólksflótta væri ekki á rökum reist-
ur. Brottflutningur hefði ekki verið
meiri en áður, en hins vegar hefðu
margir flutt frá Eyjum á skömmum
tíma í upphafi ársins. Þá hefðu
færri flutt til Vestmannaevja en
undanfarin ár svo bæjarfélagið sæti
nú með örlítinn mannfjölgunar-
halla. Hann gæti þó jafnast út
síðari hluta ársins.
Þá sagði Arnaldur að ákveðið
hefði verið að gera könnun á
viðfangsefnum unglinga í Vest-
mannaeyjum. Gert væri ráð fyrir
að vinna þá könnun í vetur og væru
hugmyndir á lofti um að fá
nemendur og kennara á félags-
fræðibraut í framhaldsskólanum í
Vestmannaeyjum til að vinna það
verkefni.
-HM
Matthías
samsfarfs-
Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun
var samþykkt, að tillögu forsætisráð-
herra, að Matthías Á. Mathiesen
samgönguráðherra yrði jafnframt
samstarfsráðherra Norðurlanda í
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar.
Matthías var einnig samstarfsráð-
herra í ríkisstjórn Steingríms Her-
mannsson þar til 16. október 1985,
að Halldór Ásgrímsson tók við.
Halldór gegndi embættinu það sem
eftir lifði valdatíma ríkisstjórnarinar
Byggingarframkvæmdir Reykjavíkurborgar
að Vesturgötu 7:
Nýtt form
reynt í
verk-
samningum
Reykjavíkurborg hefur ákveðið
að reyna nýja leið í samningum við
verktakafyrirtæki um framkvæmdir
á stórverkefnum. Er hér um að ræða
svokallaða markgildissamninga sem
tíðkast mikið í stórframkvæmdum
erlendis.
Borgarráð hefur samþykkt að
þetta form verði við haft við bygg-
ingu á Vesturgötu 7 þar sem fyrir-
hugað er að rísi heilsuverndarstöð,
þjónustumiðstöð fyrir aldraða og
þjónustuíbúðir aldraðra. Um þessar
mundir eru borgaryfirvöld í samn-
ingaviðræðum við Istak hf. um
markgildíssamning fyrir 1. áfanga
byggingarinnar sem er uppsteypa á
húsinu. Áætlað er að kostnaður við
þann áfanga verði 65 til 75 milljónir
króna.
Verktakasamband íslands hefur
sent borgarráði bréf þar sem skorað
er á borgarráð að endurskoða á-
kvörðun sína um að ganga til mark-
gildissamninga við fstak, en gefa
þess í stað öðrum hæfum verktökum
kost á að taka þátt í samkeppni um
framkvæmdir á Vesturgötu 7 með
útboði, að undangengnu forvali
Reykjavíkurborgar. Þá hefur
Byggðaverk, sem nú sér um bygg-
ingu Kringlunnar, sent borgarráði
bréf þar sem fyrirtækið lýsir áhuga á
verkefninu. Bréf þessi voru lögð
fram á síðasta fundi borgarráðs en
ráðið breytti ekki fyrri ákvörðun
sinni um samninga við fstak.
Við gerð markgildissamnings er
yfirleitt gengið til samninga við að-
eins einn aðila án undangengins
útboðs. Samið er um svokallað
markgildi, sem er áætlaður kostnað-
ur, og ákveðna þóknun sem verktak-
inn fær fyrir verkið. Verkkaupi fylg-
ist með bókhaldi verktaka og getur
gert úttekt á verkinu þegar þörf
þykir. Nái verktaki að halda kostn-
aði undir markgildi skipta verktaki
og verkkaupi með sér hagnaði af
sparnaðinum og umframkostnaður
skiptist einnig á milli þessara aðila í
sömu hlutföllum.          -HM
Vaxtahækkun 21. júlí:
HÆKKUN ÚTLÁNA
INNLANA
Samvinnubankinn hefur ákveðið
hækkun innláns- og útlánsvaxta,
sem tekur gildi 21. júlí. Meðaltals-
hækkun innlánsvaxta í Samvinnu-
bankanum verður 2,5% og er
hækkunin mest á almennum spari-
sjóðsbókum og spariveltureikning-
um eða 4%.
Útlán hækka hins vegar nokkuð
meira eða um 4,1% að meðaltali.
Vextir á víxillánum hækka um
4,5%, vextir á verðtryggðum
skuldabréfum hækka um 1%, en
mest hækka vextir á afurðalánum,
um5%.
Þá upplýsti Brynjólfur Helgason
forstöðumaður     markaðssviðs
Landsbankans að bankinn mundi
taka ákvörðun um vaxtahækkun á
morgun, Hver hækkunin yrði hefði
enn ekki verið ákveðið, en þó taldi
hann að hún yrði í lægri kantinum
miðað við aðra banka. En bankar
hafa leyfi til að hækka vexti þann
11. og 22. dag hvers mánaðar.
-ÞÆÓ
Starfsmaður miðstöðvarinnar veitir uppiýsingar.
Reykjavík:
Upplýsingamiðstöð
oonuð í miðbænum
Upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn var opnuð í fyrradag, að
Ingólfsstræti 5 og mun hún verða
starfrækt framvegis sem alhliða upp-
lýsingamiðstöð þar sem útlendingar
og íslendingar geta fengið allar al-
mennar upplýsingar um hina ýmsu
staði víðsvegar um landið og þá
þjónustu sem þar er í boði m.a.
gistingu, bílaleigur o.fl.
Veittir verða upplýsingabækling-
ar, boðið upp á myndbandasýningar
auk þess sem Búnaðarbankinn mun
hafa aðstöðu í húsinu og mun hann
veita þjónustu þrátt fyrir að aðrir
bankar séu lokaðir. Einnig verða
seld frímerki og almenningssími
verður á staðnum. Engin önnur
sala verður hins vegar í upplýsinga-
miðstöðinni, hvorki á kortum,
minjagripum né ferðum. Síðar er.
fyrirhugað að miðstöðin verði tölvu-
væddur upplýsingabanki.
Nú er í kjallara upplýsingamið-
stöðvarinnar óinnréttað pláss þar
sem síðar er fyrirhugað að halda
ýmiskonar kynningar. Jafnframt
mun miðstöðin taka að sér að panta
þjónustu og gistingu gegn greiðslu
staðfestingargj alds.
Þetta er í fyrsta skipti sem slík
þjónusta er starfrækt í Reykjavík en
hin ýmsu ferðamálaráð um landið
sáu að brýn þörf var á nokkurs konar
tengilið, sem miðstöð bæklinga-
dreifingar, kynninga o.fl. Upplýs-
ingamiðstöðinni er því ætlað að
leysa af hólmi Turninn á Lækjartorgi
sem verður fjarlægður innan
skamms. Mörg fyrirtæki hafa sýnt
þessu verkefni mikinn áhuga og lagt
fram stofnkostnað m.a. Ferðamála-
sjóður, Álafoss, Samband veitinga-
og gistihúsa og ferðaskrifstofur. Auk
þess hefur Reykjavíkurborg lagt
fram stofnkostnað. Þeir sem munu
reka upplýsingamiðstöðina eru
Ferðamálaráð fslands, Ferðamála-
samtök landsbyggðarinnar og ferða-
málanefnd Reykjavíkur. Upplýs-
ingamiðstöðin verður opin alla daga
frá kl. 8-20 til 1. okt. Forstöðumaður
verður Áslaug Alfreðsdóttir.
IDS
Jón Baldvin um ráðherrabílakostnaðinn:
„Sparnaðurinn eins og
krækiber í helvíti"
í tilefni þess að Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra hef-
ur afsalað sér ráðherrabíl og bíl-
stjóra var hann spurður hvort hann
hefði reiknað út sparnaðinn í út-
gjöldum ríkisins vegna þessarar ák-
vörðunar sinnar.
Svaraði Jón Baldvin því eins og
hann áleit að Sverrir Hermannsson
fyrrverandi menntamálaráðherra
mundi svara spurningunni og sagði
„að sá sparnaður væri eins og kræki-
ber t helvíti en löng leið byrjar á
smáu skrefi".
Um það hvort hér væri aðeins um
táknræna aðgerð að ræða sagði Jón
Baldvin að þetta sparaði einhverja
peninga, þar fyrir utan hefði enginn
bíll eða bílstjóri verið í fjármála-
ráðuneytinu þegar hann kom þangað
og hafi því ekki verið um neina
raunverulega ákvörðun af sinni hálfu
að ræða, en þetta væri ekkert
stórmál.                -ÞÆÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20