Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						AUCLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagötu,
s 28822
ruomrf^
.fjárrnál
VERÐBBÉFAtftBSKIPTI
SAMVINNUBANKANS
SUÐURtANOSBfiAUT 18, SlMI: 688568
„LÍFSBJÖRG f
NORÐURHÖFUM"
Útvegsbankinn Seltj.
Gíró-1990
Gegn náttúruvernd
á villigötum
DlBIL ASr
ÞRÖSTUR
685060
VANIR MENN
Tlminn
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1989
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra,
um heræfingu um varnir islands:
Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra, telur
að til greina komi að setja
takmörk við fjölda hermanna
sem komi hingað til lands til
hefðbundinna heræfinga
varaliðs varnarliðsins á
Miðnesheiði. Hann bíður nú
eftir úttekt Varnarmálaskrif-
stofunnar á umfangi heræf-
ingar sem fyrirhugað er að
halda innan varnarsvæðis
bandai íska hersins á Miðnes-
heiði síðari huta júnímánað-
ar, en þó ekki fyrr en eftir
þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Samkvæmt upplýsingaskrifstofu
varnarliðsins verður um tveggja
vikna æfingu að ræða þar sem farið
verður yfir alla þætti í vörnum
íslands. Þar verður farið yfir loft-
varnir, landvarnir og varnír með
skipum og kafbátum. Sá þáttur sem
lýtur að sjóvörnum verður aðeins
æfður með svokallaðri pappírs-
vinnu, þ.e. að engin skip eða kafbát-
ar koma til landsins, nema með
ímyndunaraflinu.
Þeir landvarnarmenn sem hingað
koma til æfinganna eru meðlimir í
varaliði varnarliðsins á Miðnesheiði
og koma hingað í sumarleyfum
sínum. Erfitt er því að halda slíka
æfingu nema á þeim tíma árs. Ekki
hefur verið staðfest hversu margir
.lóii Baldvin Hannibalsson, utanrík-
isráðherra.
varaliðsmenn koma til íslands, en
samkvæmt einhverjum heimildum
Útvarpsins hefur því verið fleygt að
fjöldi þeirra verði á annað þúsund
manns. Svo háa tölu hefur hvorki
varnarliðið né utanríkisráðherra
viljað staðfesta né neita.
Síðast er haldin var svipuð æfing
komu hingað á milli 2-300 varaliðs-
menn. I viðtali við Tímann sagði Jón
Baldvin að til greina kæmi að tak-
marka fjölda varaliðsmannanna.
Hins vegar yrðu menn að hafa í huga
Ný biðröö myndast í Húsnæðisstofnun:
Um 900 í nýrri
kaupleigubiðröð
„Ljóst er að enn ein biðröðin
hefur myndast hjá Húsnæðisstofnun
því ekki verður unnt að sinna nema
hluta af þessum lánsumsóknum (um
byggingu kaupleiguíbúða) á árinu,"
segir m.a. í umfjöllun um íbúða-
byggingar í nýrri ársskýrslu Verk-
takasambands íslands.
Samkvæmt skýrslunni liggja nú
fyrir 900 umsóknir vegna byggingar
kaupleiguíbúða á árinu 1989 a þess-
um nýjasta biðlista Húsnæðisstofn-
unar. Alls 240 lán til byggingar
kaupleiguíbúða voru veitt á s.l. ári.
Alls hafa því borist um 1.140 um-
sóknir um lán til byggingar kaup-
leiguíbúða á því eina ári síðan lögin
um kaupleiguíbúðir voru sett.
A árunum 1981-1986 var lokið
byggingu á um 1.650 íbúðum ár
hvert að meðaltali. Fái allur „kaup-
leigubiðlistinn" lánsloforð virðist
ljóst að kaupleiguíbúðir verða mjög
stór hluti væntanlegra íbúðabygg-
inga á næstunni. Jafnframt má ætla
að hundruð nýrra kaupleiguíbúða
komi til með að fækka umsóknum
um almenn húsnæðislán frá Bygg-
ingarsjóði ríkisins vegna nýbygginga
eða kaupa á eldri íbúðum.   - HEI
að í varnarsáttmála íslands og
Bandaríkjanna ergert ráð fyrir vara-
liðinu. Því yrðu að hníga að því
veruleg rök ef banna ætti þessu
varaliði að kynna sér að hluta til
aðstæður hér á landi eða meina því
um lágmarks aðstöðu innan varnar-
svæðisins á Miðnesheiði. Það væri
þó rétt að utanríkisráðherra hefur
síðasta orð um hvort, hvar og hve-
nær slík æfing verði haldin á íslandi.
„Það er lítil samkvæmni í því að leita
eftir því við bandarísk yfirvöld að
þau annist varnir íslands ef til ófriðar
dregur, en meina þeim síðan að
kynna sér aðstæður í því landi sem
þau hafa skuldbundið sig til að
verja," sagði Jón Baldvin.
Heræfing þessi var til umræðu í
ríkisstjórn í gærmorgun og kom
fram talsverð andstaða af hálfu ráð-
herra Alþýðubandalagsins við áform
varnarliðsins eins og þau hafa birst í
fréttum Útvarps og Sjónvarps síð-
ustu daga. Einnig hefur Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
sagt að hann telji slíkar æfingar
verulega tímaskekkju og óþarfar.
Kvennalistakonur komu saman í
gær og samþykktu ályktun þar sem
þær mótmæla því að slík æfing fari
fram og það á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn. Það hefur hins vegar komið
fram núna að ekki er ætlunin að
æfingin hefjist fyrr en eftir 17. júní
og standi því fram í júlímánuð, en
endanleg dagsetning liggur ekki fyrir
ennþá.
Sigurgeir Ingólfsson, bóndi ¦' Hlíð, handfjatlar fálkann og virðist fara vel á
með þeim.
Fálki í fóstri á bæ undir Eyjafjöllum hjá Sigurgeir Ingólfssyni í Hlíð:
Hlupu fuglinn
uppi á túninu
„Við erum með fálka í búri.
Fálkinn var hér úti á túni og við
hreinlega hlupum hann uppi, en
hann gat ekki hafið sig til flugs,"
sagði Sigurgeir Ingólfsson í Hlíð
undir Eyjafjöllum við Tfmann.
Sigurgeir sagði að þetta væri ungur
fálki og svo virtist sem hann væri
heill og óbrotinn, en hefði verið
slappur og tuskulegur. Það var á
miðvikudagskvöldið sem Sigurgeir
handsamaði fálkann og var hann
afar framlágur í fyrstunni. Sigurgeir
hafði strax samband við Dýraspítal-
ann í Reykjavík og héraðsdýralækn-
inn sem ráðlögðu að gefa fálkanum
hrámeti, helst hrátt kjöt og lifur.
Fuglinn var mjög farinn að hressast
í gær og hafði Sigurgeir smíðað
handa honum stórt búr sem hann
geymir úti í hlöðu.
Fuglinn var þá mjög farinn að
venjast heimilisfólkinu og var ekkert
sérlega órólegur yfir heimsóknum.
Sigurgeir sagði að hann hefði verið
búinn að veita fuglinum athygli, en
hann hefði haldið sig nokkuð við
bæinn undanfarið og hefði hann
meðal annars flogið inn í fjósið fyrir
nokkru, eftir smáfugli sem hann var
að eltast við.
Heimilisfólkið í Hlíð ætlar að
fóðra fuglinn og hlynna að honum
þar til hann verður ferðafær og
sjálfbjarga aftur. Þá verður honum
sleppt.                    -sá
Verður ekkert af frekari viðræöum um byggingu nýs álvers í Straumsvík?
Kostnaðurinn meiri
en reiknað var með
Stofnkostnaður við byggingu nýs
álvers í Straumsvík er mun meiri
en ráðgert var í upphafi. Hækkun-
ina má að hluta til rekja til kostnað-
arhækkana innanlands frá því að
upphafleg áætlun var gerð í sept-
ember á síðasta ári, en auk þess
hefur verð á tækjabúnaði til álvera
hækkað almennt.
Álviðræðunefnd sú er skipuð
var af fyrirtækjunum fjórum
(Grángers Aluminium. Svíþjóð,
Aluminet, Hollandi, Austria
Metal, Austurríki og Alusuisse,
Sviss) og gerði hagkvæmniathugun
á stækkun álversins í Straumsvík
mun halda fund með fyrirtækjun-
um í fyrstu viku næsta mánaðar,
þar sem skýrt verður frá niðurstöð-
um hagkvæmniathugananná. Þá
mun væntanlega liggja fyrir hvort
áhugi er fyrir hendi hjá viðkomandi
fyrirtækjum til áframhaldandi at-
hugana. Að sögn Guðmundar G.
Þórarinssonar alþingismanns, sem
á sæti í samstarfsnefnd er skipuð
var af hálfu íslendinga til að vinna
að forkönnun á hagkvæmni nýs
álvers, er mjög erfitt að átta sig á
hver framvinda málsins verður.
Guðmundur flutti ítarlegt erindi
um  nýtt  álver  og  uppbyggingu
stóriðju á Islandi á miðstjórnar-
fundi Sambands ungra framsókn-
armanna fyrir skemmstu, þar sem
hann sagði að áhugi álfyrirtækj-
anna fjögurra hefði minnkað til
muna eftir að athuganir hefðu leitt
í ljós að kostnaður við nýtt álver í
Straumsvík væri mun meiri en gert
var ráð fyrir í upphafi.
Guðmundur vildi, í samtali við
Tímann í gær, ekki segja hversu
hækkunin væri mikil í prósentum.
en ljóst væri að hún væri verulec.
-ÁG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20