Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 29. ágúst 1992 Margir hafa sjálfsagt undrast nokkuð þegar þeim var sagt að Danir væru þjóð sem fram- leiddi bíla. Engu síður er það nú þannig: Nú er byrjað að flytja inn frá Danmörku raf- magnsbíla og er þetta í fýrsta sinn sem rafbílar eru boðnir til sölu á almennum markaði hér. Þótt svo að það hljómi ankannalega í eyrum einhverra að bflar séu fram- leiddir í öl- og smurbrauðslandinu Danmörku, þá eru rafbflamir ekki fyrsta tilraun Dana sviði farartækja: Á millistríðsárunum voru gerðar til- raunir með bflaframleiðslu sem að vísu ekki urðu langlífar. Eftir seinna stríð var lengi samsetningarverk- smiðja frá Ford í Suðurhöfninni í Kaupmannahöfn þar sem settir voru saman bflar af gerðunum Ford Anglia og Cortina. Einnig má geta þess að fyr- irtækið Fisker og Nielsen byrjaði að framleiða mótorhjól fljótlega upp úr aldamótunum en þeirri starfsemi var hætt upp úr 1960. Hjólin hétu Nimbus og er fjöldi þeirra enn í gangi og m.a. er eitt gott eintak til hér á landi. Þá eru til nokkrar danskar flugvélar á íslandi af gerðinni KZ. Knud Erik Vestergaard er eigandi Ke- wet fyrirtækisins sem framleiðir rafbfl- inn El-Jet sem nú er til sölu á íslandi. Hann hefur lengi verið iðnrekandi í Danmörku og átti lengi og rak verk- smiðju í Hadsund sem framleiddi há- þrýstidælur og búnað þeim tengdan. Um 800 manns störfúðu hjá fyrirtæk- inu og veltan var um fimm milljarðar ísl. kr. Hann seldi fyrirtækið árið 1988 og bókstaflega lokaði sig inni í ein tvö ár ásamt verkfræðingum og tækni- mönnum í þeim tilgangi að hanna og smíða rafbfl. Hvers vegna? Knud Erik Vestergaard: Úr dælum í bíla „Ég stofhaði dæluverksmiðjuna árið 1971 og fyrsta árið voru aðeins þrír starfsmenn auk mín. Árið 1988 fannst mér að kominn væri tími til að snúa sér að einhveiju nýju og ólíku því að framleiða háþrýstidælur. Ég kannaði ýmislegt og sá möguleika í því að hanna, þróa og ftamleiða rafbfl: Á heimsvísu er því þannig háttað að framleiddir eru um það bil 40 milljón bflar á hveiju ári. Ég taldi mig eiga innangengt í bflaframleiðslugeirann með þá hugmynd að skapa bíl sem tæki mið af framtíðinni en það er alveg ljóst að kröfur hljóta að verða stórhert- ar um bætta umgengni við umhverfið m.a. með vistvænni bflum. Slíkar kröf- ur eru ekki aðeins uppi í Evrópu held- ur einnig um alla veröldina. Þá verða ekki aðeins hertar kröfur um um- hverfisvænni farartæki heldur einnig um að bflaframleiðslan sjálf krefiist minni ágangs á auðlindir jarðar og að bflamir sjálfir þurfi minna viðhald. Með þetta að leiðarljósi byrjaði ég með fyrirtækið Kewet Industri og stofnaði það í þeim tilgangi að fram- leiða bfl sem uppfyllti fyrmefndar kröf- ur. Nú er það svo að menn sitja uppi með mörg og erfið vistræn vandamál, ekki síst í mörgum stórborgum þar sem loftmengun er mikil, aðallega af völdum bfla. Því eykst stöðugt þörf fyr- ir farartæki sem ekki spillir umhverfi og er ekki dýrara í innkaupi og rekstri envenjulegir bflar. Tveggja ára þró- unarvinna Kewet El-Jet bfllinn er hannaður þannig að burðarvirki hans er smíðað úr heitgalvaniseruðu stáli en allt ytra byrði er úr plasti. Bfllinn er miklu ein- fáldari að smíð en hefðbundnir bflar og efni þau sem notuð em í hann krefjast miklu minna viðhalds. Hann ryðgar ekki og þarínast yfirhöfúð miklu minna viðhalds en bflar almennt Ég ákvað í upphafi að fara rólega af stað og ekki byrja á því að reisa risa- verksmiðju með fjölda starfsmanna en vinna þróunarvinnuna og smíða fyrstu bflana með lágmarks mannafla, en við vomm alls fimm manns fyrstu tvö árin frá 1988 til 1990 en vomm í sambandi við mikinn fjölda undirverktaka sem skyldu framleiða einstaka hluta bflsins. í dag vinna aðeins 25 manns í verk- smiðjunni og við framleiðum tvo bfla á Kewet El-Jet, rafblll sem uppfyllir bílþörf þéttbýlisbúans án þess að spilla andrúmsloftinu. Farvegur fyrir umframorku íslenskra fallvatna. Knud Erik Vestergaard bílaframleiðandi: Baráttan viö mengun kallar á umhverfis- væna bíla — rafbíla dag. Verksmiðjan er nánast eirrvörð- ungu samsetningarverksmiðja að því undanskildu að við framleiðum aðeins sjálfan stálrammann, öryggisbúrið og undirvagninn. Allir hlutar aðrir koma frá undirverktökum, flestum í Dan- mörku. Um 80% hluta bflsins em smíðuð í Danmörku eftir okkar teikn- ingum og forskriftum sem em afrakst- ur þróunarvinnunnar. Afgangurinn er fenginn frá stórum erlendum framleið- endum sem einkum framleiða búnað fyrir bflaiðnaðinra Öryggiö fyrir öllu Það skiptir mig miklu að framleiða bfl sem er ömggur. Oft er talað um að smábflar séu hættulegir og hættulegri en stærri bflar. Það er okkar bfll ekki sem hefur sannast í fjölmörgum próf- unum eins og skylt er með bfla, ekki hvað sístvarðandi öryggi ökumanns og farþega. Bfllinn hefúr farið í gegn um sams konar prófanir og allir bflar þurfa til þess að hljóta viðurkenningu og gerðarskoðun. Þar á meðal er hið skylduga árekstrarpróf sem var fram- kvæmt á El-Jet bflnum hjá TNO stofn- uninni í Hollandi og leiddi í Ijós að bfll- inn er mjög ömggur og langt innan settra öryggismarka. Staðan er því sú hjá okkur nú að við framleiðum nýtt farartæki og traust“ —En hefurðu nokkra von til þess að geta keppt við stóra bflaframleiðendur um bæði gæði og markaðshlutdeild? Forskot fram yfir þástóru „Ef þú ætlar að kaupa þér rafmagns- bfl þá er um að ræða El-Jet bflinn og örfáa aðra bfla sem smíðaðir em hjá smáfyrirtækjum á mælikvarða bfla- framleiðenda og fæstir hafa gengist undir þær prófanir sem bílum er skylt áður en þeir hljóta gerðarviðurkenn- ingu. El- Jet er td. einasti rafbfllinn sem hlotið hefur gerðarviðurkenningu í flestum löndum Evrópu á sama hátt og aðrir bflar sem á markaði em og það gefúr okkur visst forskot Stóm bíla- framleiðendumir hafa hins vegar enn engan rafbfl smíðað enn sem þeir hafa viljað bjóða til sölu á almennum mark- aði en hins vegar sýnt ýmsar hug- myndir sínar um rafbfla, sem byggðar em á bflum sem þeir framleiða þegar. Við byrjuðum að framleiða Kewet El- Jet bflinn í aprílmánuði á sl. ári og það ár ffamleiddum við aðeins 75 bfla sem vom eins konar tilraunabflar. Flestir þeirra vom seldir innanlands með því skilyrði að við mættum fylgjast með sérhverjum bfl og notkun hans í þeim tilgangi að bæta síðarí framleiðslu. Síðasta ár var því eins konar reynsluár en raunvemleg framleiðsla fór hins vegar af stað á þessu ári. Nú höfum við gert sölusamninga við fjölda bflasala í flestöllum Evrópulöndum þar sem bfll- inn hefur þegar verið kynntur og feng- ið gerðarviðurkenningu og gerðar- skoðun, en hið síðastnefnda er víða mjög flókið, tímafrekt og erfitt að fa. Él-Jet bfllinn hefur hingað til einkum selst í Noregi auk Danmerkur en eftir- spum er mjög að glæðast í Þýskalandi, Sviss og Ítalíu. Auk þess höfúm við gert samninga við umboðsmenn á Spáni, Frakklandi, BENELUX löndunum, Austurríki, Grikklandi og Englandi og nú á íslandi. Þá er verið að gerðar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.