Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI heilsa og hreyfing MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef frá barnæsku verið höll undir hannyrðir, en eftir að ég kynntist bútasaumi datt ég alveg í hans heim og hef ekki dottið úr honum síðan,“ segir Ágústa Markúsdóttir bútasa k Ágústa segir lita- og munstur-sköpun bútasaums heillandi, en bæði getur maður hannað sín eiginmunstur og saumað efti standið í kringum þetta gefur mér óskaplega mikið,“ segir Á úsem e ý Inn í heim bútasaumsins Mestu dýrgripir kynslóðanna eru handunnir, heimagerðir hlutir ástvina, sem gefnir eru af heilum hug og unnir af natni með heitu hjarta. Dæmi um slíkar gersemar eru bútasaumsteppi sem skreyta hvílur okkar. Hér situr Ágústa Markúsdóttir við saumaskap og innan um sum af nýjustu bútasaumsteppunum sínum, en í hverju teppi liggur margra mánaða vinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífarfjölbreytt úrval Hringdu í síma ef blaðið berst ekki KAFFIBOLLAR dökkna venjulega að innan með mikilli notkun og erfitt getur verið að ná litnum úr þeim. Samkvæmt gömlu húsráði er gott að láta bollana liggja í klórvatni um stund og eiga þeir þá að verða skínandi hvítir á ný. 36,95% 72,75% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er með 97% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009. MÁNUDAGUR 23. mars 2009 — 71. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ORKUMÁL Iceland America Energy (IAE), félag í meirihlutaeigu REI, útrásararms Orkuveitu Reykja- víkur, er svo gott sem gjaldþrota og eignir félagsins í Bandaríkjun- um eru flestar verðlitlar og duga ekki fyrir skuldum. Þetta kom fram í máli stjórnarmanns IAE á orkuráðstefnu í Bandaríkjun- um í janúar. Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, vill ekki staðfesta að fyrirtækið sé svo illa statt. Fjárfesting í verkefnum í Bandaríkjunum á undanförnum árum nemur tæpum tveimur millj- örðum króna. Sú fjárfesting er að mestu leyti íslensk og virðist að engu orðin, samkvæmt Tal Finney, stjórnarmanni IAE sem jafnframt á fimmtán prósent í félaginu. Finn- ey kynnti viðskiptaáætlun til að bjarga IAE á orkuráðstefnu í jan- úar. Þar kemst Finney að þeirri niðurstöðu að félagið sé svo gott sem gjaldþrota og flestar eignir félagsins séu verðlitlar. Ekkert liggur eftir og eina raunverulega framkvæmdin, borun holu fyrir tæpan milljarð, mistókst. Grunnhugsunin í áætlun hans til að bjarga IAE er að REI leggi félaginu til 340 milljónir króna í nýtt rekstrarfé. Hann telur að hægt sé að margfalda virði félags- ins á nokkrum mánuðum, en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru litlir möguleikar á því að rétta félagið við í því viðskiptaumhverfi sem nú er í Bandaríkjunum. Kjartan fór til Bandaríkjanna nýlega til að kynna sér stöðu fyrir- tækisins og fundaði með Tal Finn- ey. Hann telur það ofsagt að IAE sé svo gott sem gjaldþrota. Hann segir að reynt sé að hámarka þau verðmæti sem búi í fyrirtækinu. Jafnframt segir Kjartan að það komi ekki til greina að REI leggi IAE til frekara rekstrarfé, eins og Tal Finney telur að sé nauðsynlegt til að fyrirbyggja gjaldþrot. Hezy Ram, eigandi orku- fyrirtækisins Ram Power Inc., sem Geysir Green Energy, fyrr- um meirihlutaeigandi í IAE, fékk til að meta stöðu fyrirtækisins í desember 2008, komst einnig að þeirri niðurstöðu að fyrirtæk- ið væri í alvarlegum vanda. Ram mælti með að umsvif IAE yrðu stórlega minnkuð með sölu eigna og skuldir greiddar. - shá / sjá síðu 4 Orkufyrirtæki REI í nær vonlausri stöðu Iceland America Energy, félag í eigu REI, er svo gott sem gjaldþrota, að sögn stjórnarmanns þess. Tæplega tveggja milljarða króna fjárfesting virðist glötuð. ÁGÚSTA MARKÚSDÓTTIR Hefur handsaumað yfir hundrað teppi • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HREYFING OG HEILSA Crossfit, mýrarköfun, fílapóló og margt fleira Sérblað um hreyfingu og heilsu FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. AFRÍKA Hundruð þúsunda Angóla- manna söfnuðust saman í borg- inni Lúanda í gær til að hlusta á síðustu ræðu Benedikts páfa sex- tánda (XVI) á ferðalagi hans um Afríku. Í ræðu sinni hvatti páfi meðal annars íbúa álfunnar til að draga úr þeim stríðsátökum sem hafa átt sér stað þar síðustu áratugi og sagði að „eyðileggingarmátt- ur borgaralegra átaka“ hefði ríkt of lengi í álfunni. Í ræðu sinni syrgði páfi líka konurnar tvær sem krömdust til bana á laugar- daginn var þegar fólk streymdi inn á íþróttaleikvang til að líta hann augum. Með ræðunni í Lúanda lauk sjö daga heimsókn páfa til Afríku. - ve Benedikt páfi í Afríku: Vill að dragi úr stríðsátökum Gott veganesti í lífinu KFUM og KFUK fagna 110 ára afmæli á árinu. TÍMAMÓT 16 FJÖLMIÐAR Um þessar mundir er að koma út í Danmörku bókin „Alt går efter planen – Saga- en om Nyhedsavisen“ eða Allt samkvæmt áætlun – sagan um Nyhedsavisen. Bókina skrifuðu fjórir fyrrverandi blaðamenn þar og var ákvörðunin tekin kvöldið sem ljósin voru slökkt hinsta sinni á ritstjórnarskrifstofum á síðasta ári þegar útgáfu var hætt. „Við skoðuðum meðal annars hvernig fjárfestar komu að þessu úr öllum áttum og tengslin milli þeirra. Já, við reyndum að elta peningana,“ segir Morten Runge einn höf- unda. Sagan hefst á Íslandi þegar Gunnar Smári Egilsson og Jón Ásgeir Jóhannesson fóru að ræða blaðaútgáfu og horfðu til Kaup- mannahafnar. - jbg/ sjá síðu 26 Bók um Nyhedsavisen: Eltu peningana ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON Laddi leikur í Roklandi Kvikmynd eftir sögu Hallgríms Helgasonar FÓLK 20 Auglýsir íslenskt Ökuþórinn Felipe Massa verður andlit orkudrykkjarins Soccerade sem er í eigu Íslend- inga. FÓLK 20 Hægviðri Í dag verður hæg breytileg átt um allt land en hvessir heldur í kvöld. Víða verður bjart, einkum suðaustanlands og að mestu úrkomulaust. Hiti 1-5 stig. VEÐUR 4 4 1 1 2 3 STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíus- son tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins í gær. Tveir hafa nú tilkynnt um framboð sitt; Kristján og Bjarni Benediktsson. Kristján segist telja það styrk- leikamerki fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að kosið sé á milli einstakl- inga. „Það er nauðsynlegt fyrir landsfund að kjósa á milli ólíkra einstaklinga með það að markmiði að hafa sem breiðasta og víðasta skírskotun til almennings í land- inu.“ Kristján segir stjórnmálamenn undanfarið hafa orðið fyrir rétt- mætri gagnrýni almennings og komið hafi fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfur hafi hann aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati. „Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verk- efni verður forysta Sjálfstæðis- flokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga.“ Framboð sitt segir hann mega líta á með þessa kröfu um endurnýjun í huga. - kóp Tveir hafa tilkynnt framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi: Kristján Þór býður sig fram Léku sér að Eistlendingum Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar er þeir rúlluðu yfir Eistlendinga að Ásvöllum. ÍÞRÓTTIR 22 PÁFINN Í AFRÍKU Sjö daga heimsókn páfa til Afríku lauk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Neyðarlínan „Í fljótu bragði kemur fátt á óvart við upplýsingarnar um styrki til stjórnmálaflokkanna: snýst þetta ekki um einhvers konar hug- sjónir?“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 14 BESTU SÆTIN Hvert sæti var skipað á áhorfendabekkjunum í Frostaskjólinu í gær þegar heimamenn í KR tóku á móti Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Það stoppar þó ekki uppátækjasamt ungt fólk, og þessir áhorf- endur voru á besta stað til að fylgjast með afgerandi sigri heimamanna. Sjá síðu 22 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.