Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006
Á
nægjulegt er að rithöfundur úr
fræðigeiranum stingi niður
penna til þess að vekja athygli
á vegferð manna í þessum
geira bókmennta og menning-
ar. Í Lesbók lýsir Sigurður
Gylfi Magnússon eftir breyttri stefnu gagn-
vart fræðiritum á sem næst öllum sviðum, m.a.
hvað varðar kynningu og umfjöllun, og spyr
fjögurra spurninga sem ég tel líka brýnar og
óska eftir svörum eins og hann.
Eru fræðirit hluti menningar?
Ég nefni menningu hér að ofan vegna þess að
oftar en ekki virðist sú mikilvæga sýslan að
rita fræðibækur handa almenningi eða fræði-
mönnum ekki teljast til menningar. Gott dæmi
um það eru kynningar á ís-
lenskri menningu í útlönd-
um. Þar er venjulega lagt
upp með skáldskap, tónlist
og myndlist. Stöku sinnum fá ljósmyndir að
fljóta með og nú allra síðast hönnun, einkum
iðn- og fatahönnun. Raunvísindi (m.a. jarð-
fræði eða lífvísindi) og hugvísindi (m.a. saga
eða fornleifafræði), t.d. á bókarformi, húsa-
gerðarlist eða alþýðulist sjást varla eða alls
ekki. Um áhuga útlendinga á slíku þarf varla
að efast. Þannig hljóta þeir sem vinna að slík-
um kynningum að líta á menningu fyrst og
fremst eða eingöngu sem listalíf. Líklega fer
þarna þróuð hugmyndafræði sem hugmynda-
sögufræðingar kunna skil á. Hún speglast enn
fremur í afstöðu of margra forvígismanna í
menningargeiranum sem virðast setja altækt
samasemmerki milli bókmennta og skálda-
skrifa eða rithöfunda og skálda. Svo lengi hef-
ur þröngsýnin varað í samfélaginu að starfs-
umhverfi rithöfunda úr tveimur megingeirum
bókmennta, skáldskap og fræðiritun, hefur
orðið býsna misjafnt. Þar hallar heldur á
fræðirithöfunda (og eru þá skáldin ekki of-
haldin) enda fræðafálkinn jafn lágfleygur og
fram kemur í grein Sigurðar Gylfa. Sum verk-
efni eru auðvitað öllum rithöfundum sameig-
inleg, t.d. þau sem snúa að sölu og dreifingu
ritverka. Ég hef ritað hátt í þrjátíu bækur á
um 25 árum og eru þrjár þar af skáldverk.
Hinar eru flestar almenn fræðirit. Útgáfufyr-
irtæki sem ég hef starfað með eru orðin a.m.k.
fimm þannig að ég tel mig hafa töluverða
reynslu af ritstörfum.
Fræðirit … og fræðirit
Mér er sagt að mun fleiri bækur sem flokkast
til fræðirita komi út ár hvert en prentað er af
skáldverkum. Það merkir að margir fræði-
menn skrifa efni til útgáfu. Sögusögnin um
fræðimanninn í fílabeinsturninum er líklega
aðeins hálfsannleikur. Sala fræðirita í heild er
síst minni en sala skáldverka og segir það tölu-
vert um menningarlega raunstöðu fræðibóka.
Þá verða menn að muna að fræðirit eru af
tvennum toga. Mikið er um rit almenns eðlis
og þau ætluð bæði leikmönnum og öðrum
fræðimönnum en eru jafnan án tilvísana í upp-
runa fróðleiksins. Svo eru það fræðiritin sem
skrifuð eru skv. hefðbundnum tilvitn-
unarstöðlum og flest ætluð fræðimönnum í
sömu grein eða skyldum greinum og náms-
mönnum. Ljóst er að sumar fræðibækur, t.d.
úr flokki þeirra síðarnefndu, seljast lítið eða
hægt vegna sérstöðu en teljast engu að síður
afar mikilvægar í samfélagi sem byggir á
þekkingu, vísindum og tækni. Svo má hnykkja
á að ekki eru ávallt skörp skil milli skáldbóka
og fræðibóka. Ævisögur eru gott dæmi þar
um. Ferðasögur annað. Samfélagsrýni það
þriðja. Ekki má heldur gleyma þýddum fræði-
bókum, bæði sígildum og nýjum. Margar
þeirra eru mikils virði, eins þótt þær séu
valdar til þýðingar vegna vinsælda erlendis, en
það virðist vera tilefni til tortryggni meðal
sumra innlendra fræðimanna.
Hvað með kjörin?
Kynning eða umfjöllun um fræðibókmenntir
varða miklu um vegferð greinarinnar. Það
gera kjör fræðirithöfunda líka. Og hver eru
þau? Við skoðun á þeim má skipta tilurð fræði-
bókar í nokkur stig: Rannsóknir eða heim-
ildaöflun, ritun, undirbúning útgáfu, bók-
arvinnslu, kynningu, dreifingu og sölu.
Svipmyndir af þessum stigum eru for-
vitnilegar. Í sumum tilvikum vinna fræðirit-
höfundar að efnisöflun í bók sína í vinnutíma
en öðrum stundum gerist það fyrir eigin reikn-
ing manna. Mjög erfitt er að finna nægilegt fé
til slíkra starfa en í einhverjum tilvikum geta
þó alldigrir rannsókna- eða fræðastyrkir kom-
ið við sögu. Til er að taka að nokkrir aðrir sjóð-
ir eru til, t.d. Þjóðhátíðarsjóður, úthlutunarfé
Hagþenkis (félags fræðirithöfunda) og Menn-
ingarsjóður, sem veita styrki til útgáfu fræði-
rita en þeir eru flestir á bilinu 100.000 til
300.000 kr. og duga skammt þótt kærkomnir
séu. Um það bil átta árslaun eru veitt úr
Launasjóði fræðirithöfunda til jafnmargra
höfunda (rúmar 200.000 kr. á mánuði fyrir
skattheimtu). Fræðihöfundar fá yfirleitt ekki
úthlutanir úr Rithöfundasjóði (sk. list-
mannalaun) þar sem eru tífalt fleiri árslaun til
ráðstöfunar, en þá fyrst og fremst handa
skáldum. Aðeins eitt forlag, Háskólaútgáfan,
getur talist sérhæft í fræðiritaútgáfu og önnur
forlög sem sinna slíku eru helst tvö þau
stærstu í landinu, Edda og JPV. Raunar
stendur Edda þar JPV nokkru framar,
kannski sem stærðarmuninum nemur. Önnur
forlög telja sig vart hafa burði til útgáfu „ekki-
skáldsagna“ (að slepptum þjóðlegum fróðleik)
nema í afar takmörkuðum mæli og þá helst
þýddar, vinsælar „sölubækur“, þótt und-
artekningar séu þar á. Þegar kemur að und-
irbúningi útgáfu gerist jafnan tvennt. Mynd-
mál í fræðibók verður til þess að höfundi ber
að semja um lægri svokallaða höfund-
arprósentu en væri um bók að ræða með let-
ursíðum eingöngu. Rétt er að minna á að hlut-
ur höfundar er hlutfall af verði forlags á bók til
bóksala, án virðisaukaskatts og álagningar
þeirra. Höfundarhlutur getur því leikið á 10%
til 23% (aðeins letursíður). Bók sem selst á um
5.000 kr. færir þannig höfundi á að giska 280
til 640 kr. hvert eintak. Lægri höfund-
arprósenta vegna myndefnis er réttlætt með
auknum tilkostnaði forlags og hærra forlags-
verði sem færir höfundi fleiri krónur en ella.
Loks ber höfundur oft hitann og þungann af
myndöflun, yfirlestri og ýmsu öðru stússi, en
það er tímafrek, ógreidd vinna.
Og svo kynningin …
Kynning fræðibóka sýnist vera mun minni en
kynning á skáldskap. Forlögin virðast leggja
minni áherslu á að kynna fræðibækur en
skáldverk. Ein ástæðan gæti verið sú að fræði-
bækur eru taldar hafa mun lengri sölutíma og
salan er jafnari en sala flestra skáldverka.
Önnur sú að jólabókaholskeflan kaffærir allt
nema helstu sölubækur. Sú þriðja sýnist vera
áunnin „virðing“ skáldverks umfram fræði-
bókina sem fram kemur hjá mörgum þeim er
kynna eða skapa menningu eða fjalla um hana.
Ljósvakamiðlar fjalla lítið um fræðiritverk og í
dagblöðunum, t.d. Morgunblaðinu, kemur
þessi mismunun fram á ársgrunni, enda þótt
skrifað hafi verið um „á þriðja tug fræðirita“ í
haust í Lesbók Mogga, eins og Þröstur Helga-
son ritar í svari til Sigurðar Gylfa. Fræðibæk-
ur eru rýndar með síðari skipunum og hjá
Morgunblaðinu sýnast vera fáeinir gagnrýn-
endur með ólík sérsvið til að fjalla um fræðirit
en margir til að rýna í skáldskap. Hin dag-
blöðin skipta sér mjög lítið ef nokkuð af þess-
ari bókmenntagrein. Hægt er að vísa til tíma-
rita (t.d. Sögu, Skírnis o.fl.) sem fjalla um
fræðibækur en útbreiðsla þeirra er með þeim
hætti að þau gera fræðimönnunum frekar
gagn en almenningi í þessum efnum.
Hvað þá söluhættirnir!
Bóksalan er kapítuli út af fyrir sig. Stórmark-
aðsupphlaupið í desember er afar sérstætt.
Ekki veit ég til þess að kjörbúðir eða lág-
vöruverðsbúðir selji bækur í ríkjum sem Ís-
lendingar bera landið saman við. Þar eru til
stórar fjölvörubúðir með virkum bókadeildum,
auk sérhæfðra bókabúða. Annað sem einkenn-
ir tiltæki stórmarkaða er að þeir velja bækur
eftir sölutölulistum bókabúða eða forlaga og
sniðganga þá að mestu fræðibækur. Verði
nýrra bóka hefur enn fremur verið þrýst niður
um 30–40% á undanförnum árum með tilheyr-
andi kjaraskerðingu til rithöfunda og trúlega
allra sem koma við sögu. Ný verk eru auglýst
með útsöluafslætti. Slíkir grátbroslegir við-
skiptahættir geta auðveldlega spennt upp
bókaverð, þ.e. grunnverðið fyrir afslátt, því
forlögin reyna að verjast afsláttarkröfum
skyndisalanna. Hátt verð bóka utan jóla-
bókaflóðsins er þó til lítils í kjarabrölti rithöf-
unda vegna þess að 70–80% sölu meira en
helmings nýrra bókatitla fer fram undir árslok
á fyrsta útgáfuári. Í fyrra skrifaði ég grein í
Morgunblaðið þar sem ég sýndi fram á að
stórmarkaðsupphlaupið ýmist rýrir kjör rit-
höfunda eða bætir þau lítið. Þau hljóta að vega
meira í menningarviðleitni Íslendinga en
nokkur þúsund króna sparnaður hvers bók-
arkaupanda rétt fyrir jólin. Vissulega mætti
lækka grunnverð bóka en þá með glóru. Eftir
er að benda á það mikilvægasta sem gerir bók-
sölu óeðlilega á Íslandi. Bækur eru umboðs-
söluvara. Ísland er líklega eina landið í heim-
inum þar sem svo háttar til. Er útilokað að sjá
hverjum er greiði gerður með því fáránlega
fyrirkomulagi. Söluaðili getur pantað 100
bækur og skilað því sem ekki selst án nokk-
urrar þeirrar bindingar og viðskiptahátta sem
tengjast kaupum og sölu allra annarra vara. Í
sumum tilvikum koma uppgjör verslana til út-
gefenda mánuðum eftir sölu. Forlögin hafa
einnig afar rúman tíma til uppgjörs við höf-
unda. Bækur sem seljast í desember koma í
allra síðasta lagi til vaxtalauss uppgjörs í júní
árið eftir. Hlutur höfunda er í raun vörslufé
(líkt og gamli hásetahluturinn). Flestir höf-
undar kannast við að forlög freistast til að nota
þetta fé í sinni veltu, og kannski ekki oft van-
þörf á, og geta síðan ekki greitt höfundunum á
tilskildum tíma sem aftur leiðir til þess að þeir
reyna að semja um greiðslur fram eftir bók-
haldsárinu. Í þessum orðum felast ekki ásak-
anir heldur heldur furða á óeðlilegum starfs-
skilyrðum allra rithöfunda. Svo má reyna að
leita skýringa á allri þessari vitleysu.
Áfram skal haldið
Jón Kalman Stefánsson skrifar langa grein í
Lesbókina og gagnrýnir bæði stórmark-
aðsvæðingu, bókaumfjöllun og útgáfuflóð, og
það réttilega. Kannski uppsker hann lítið ann-
að en hæðnislegar athugasemdir einhverra
sem fjalla um menningu í fjölmiðlum. Þaðan
heyrast oft raddir um að rithöfundar berji sí-
fellt lóminn í stað þess að standa sig betur við
eigin skrif og ritverkakynningar. Með því eru
aukaatriði gerð að aðalatriðum. Kannski upp-
sker Jón Kalman líka áhyggjuþrungnar um-
vandanir útgefenda. Þeir kunna nefnilega eng-
in ráð til úrbóta en eru eðlilega líka órólegir
yfir ástandinu. Jón Kalman bendir á ýmislegt
sem kynni að leiða til skynsamlegri ferla í bók-
menntum en við búum við, t.d. að dreifa bóka-
útgáfu á ári hverju með skipulegum hætti. Og
hvernig væri að fella niður umboðssölu bóka
og búa til venjulega vöru úr skruddunum? Og
hvernig væri að taka að líta á fræðibækur sem
mikilvægan þátt menningar? Og hvernig væri
að auka og jafna hlut bókmenntaumfjöllunar í
fjölmiðlum árið um kring? Viðar Hreinsson
birtir grein í sama tölublaði Lesbókar og Jón
Kalman. Hann vill blása til sóknar, einkum í
málefnum fræðirithöfunda. Ekki vanþörf á.
En svo vill líka til að rithöfundar eru að mestu
sammála meginatriðum gagnrýninnar á ferli
bókaútgáfu, sölu bóka, grunnkjör rithöfunda
og á kynningu eða umfjöllun um bækur. Það á
því að vera efni til víðtækra breytinga. En með
frumkvæði hverra?
Fræðimenning – menningarfræði
Umræða um stöðu fræðirita heldur áfram
enda fjölmörgum spurningum enn ósvarað:
„Og hvernig væri að fella niður umboðssölu
bóka og búa til venjulega vöru úr skrudd-
unum? Og hvernig væri að taka að líta á
fræðibækur sem mikilvægan þátt menning-
ar? Og hvernig væri að auka og jafna hlut
bókmenntaumfjöllunar í fjölmiðlum árið um
kring?“
Morgunblaðið/Kristinn
Bóksalan „Bóksalan er kapítuli út af fyrir sig.
Stórmarkaðsupphlaupið í desember er afar sér-
stætt. Ekki veit ég til þess að kjörbúðir eða lág-
vöruverðsbúðir selji bækur í ríkjum sem Íslend-
ingar bera landið saman við.“
Höfundur er rithöfundur.
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
aritg@simnet.is