Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						8 | Lesbók Morgunblaðsins
?
25. mars 2006
Í
ljóðasafnið Íslands þúsund ár
valdi Einar Ólafur Sveinsson pró-
fessor meðal annars dróttkveðið
ljóð sem hefur oftast verið kallað
Hallmundarkviða. Um drótt-
kvæðin íslensku segir Einar Ólaf-
ur að list þeirra sé gædd kyn-
legum þrótti sem virðist inni
byrgður líkt og jarðeldur. Það á því vel við að
Hallmundarkviða er ort undir þessum hætti,
því að hún fjallar augljóslega um eldgos. Flest
bendir til þess að kviðan lýsi því þegar Hall-
mundarhraun rann úr Langjökli á tíundu öld,
en rúmmál þess er um það bil helmingur af
rúmmáli Skaftáreldahrauna eða Eldgjárhrauna
(Sveinn Jakobsson).
Hallmundarkviða er
skráð í Íslendingaþátt-
inn Bergbúa þátt. Hér er farið eftir útgáfu
Hins íslenska fornritafélags sem Þórhallur Vil-
mundarson sá um. Á eftir skáletruðum vísna-
skýringum Þórhalls fara svo nokkrar hugleið-
ingar mínar um náttúrufræðina í kvæðinu,
einkum hvernig lýsingarnar geta komið heim
við Hallmundarhraunsgosið. Tvennt þarf þá að
taka til greina. Skáldið notar kerfisbundið mik-
ið af kenningum og heitum forna skáldamáls-
ins. Auk þess eru lýsingarnar mjög mótaðar af
þeirri heiðnu hefð að náttúrufyrirbæri séu lif-
andi, og gosmekki, fjöll, reykjarstróka, kletta
og gróður megi skoða sem jötna eða aðrar
vættir. Þegar frásögnin er leyst úr þessum
böndum skáldamáls og trúarbragða fær hún
raunsærri og hlutlægari svip. Við það bætist að
um almælt og alvarleg tíðindi sem þessi eiga
vonandi við þau orð Snorra Sturlusonar um
hirðskáldin að enginn myndi þora að segja það
sem fólk vissi ?að hégómi væri og skrök.?
1. Hrun hlýzt af för jötunsins (Hallmundar);
hallandi björg taka að falla; fátt mun frítt í
fornri veðrahöll hins aldna jötuns (fjöllunum);
gnýr verður, þegar hinn gráhærði höfðingi
gengur um bratta hamra; Hallmundur stígur
hátt höllum (hallandi) fæti í gný fjalla.
Hallmundur jötunn hefur brugðið sér í líki
gráa gosmakkarins sem gosefni hrynja úr. Sú
hugmynd er ekki fráleitari en frásögn Móse-
bókar af því að Drottinn gekk fyrir Ísraels-
mönnum ýmist í skýstólpa eða eldstólpa. Með
hallandi og fallandi björgum er vel lýst hruninu
við hraunjaðrana. Landslagið er ekki frítt, því
að jökullinn, hið forna hríðarsetur, er sennilega
kámaður af öskufalli en landið sundurtætt á
eldstöðvunum, gígahrúgaldur mikið eins og
Þorvaldur Thoroddsen orðaði það. Brattir
hamrar einkenna Jökulstalla í grennd við elds-
upptökin. Mökkurinn stígur hátt með miklum
gný, en hallandi fótur jötunsins getur verið
neðri hluti gosstróksins sem leggur til ýmissa
átta.
2. Hinn dökkleiti eldur brýzt um drynjandi,
áður en hann rýfur harðvirkur dyngjur fjall-
garðanna; gnýr er í kringum hinn dökka mann;
ég segi dimma eimyrju þeytast skjótlega upp;
það verður hávaðasamt við klettana, er glóð-
irnar fjúka.
Dyngjurnar eða haugarnir eru vafalaust gíg-
ar, og þeir fleiri en einn, sjá fimmtu vísu. Hinn
dökki maður er mökkurinn, annað í þessari sí-
gildu goslýsingu segir sig sjálft.
3 Menn munu síðan að því loknu laugast í
vatnsflaumi; vötn steypast heldur heit yfir
menn; menn vita, að það vatn sprettur upp í
jötnabyggðum; heitur eldur mun ekki sárari
mönnum, þar sem þeir una sér glaðir (og eiga
sér einskis ills von).
Undan Hallmundarhrauni (jötnabyggðum)
sprettur enn upp vatnsflaumur og myndar
meðal annars Hraunfossana fögru og köldu þar
sem hraunið endar fyrir neðan Barnafoss. En
sárheitir hafa þeir fossar verið meðan hraunið
var nýlega runnið. Smám saman, ?að því
loknu?, hafa þeir þó orðið þægilega baðvolgir.
4. Stór björg og stinnar bergbungur springa;
og hin glymjandi fjallaborg skelfur; þá farast
margir menn; þytur fer um árgljúfrin; ég
þrammaði yfir ána fyrir skömmu, en fleiri
menn magna ókyrrðina með öllum hætti.
Glóandi hraunkvikan flæðir mishratt undir
storknu yfirborði sem sígur þá og rís, byltist
og springur. Hér er sagt frá mannskæðum
jarðskjálfta. Ekki er óþekkt að landskjálftar
eigi upptök sín í uppsveitum Borgarfjarðar. Í
jarðskjálfta 12. júní 1974 (5,5 á Richter) mynd-
aðist löng sprunga eftir dalnum í Þverárhlíð,
með 0,4 m háu þrepi í Kvíum, og steinsteyptur
húsgafl á Hermundarstöðum hrundi (Þorsteinn
Eggertsson, Kvíum). Og þegar Jökulstallarnir
miklu í Langjökli mynduðust hefur mikið
gengið á (Þorvaldur Thoroddsen). Í kvæðinu
virðist sem gengið hafi verið fremur en vaðið
yfir á fyrir skömmu þar sem straumurinn niðar
nú í gljúfri. Boranir á móts við Kolsstaði í
Hvítársíðu sýna að þar er hraunið allt að því 65
metra djúpt, og það bendir til þess að þar hafi
verið gljúfur áður en hraunið rann. Vel má
vera að hraunið hafi stíflað á (Norðlingafljót?)
um stundarsakir, en síðan hafi hún ruðst fram í
gljúfrið. Og ekki er að undra að þys hafi verið
vaxandi meðal manna þegar hraunið stefndi
niður í byggðina.
5. Þýtur í þungu grjóti; (???); menn telja
það enn undur, er jöklar brenna; þó mun mað-
ur fyrr hafa kynnzt stórum meira undri á Ís-
landi, því sem æ mun standa.
Önnur braglínan, þrír eskvinar (í einu hand-
riti eskinnar) svíra, hefur reynst fræðimönnum
torskilin og er því sýnd með punktum. Mér
sýnist að hér þurfi ekki að skipta nema um
einn staf til leiðréttingar, breyta orðinu esk-
innar í eskingar. Það fer eðlilega á eftir tölu-
orðinu þrír sem karlkyns fleirtala af orðinu
eskingur. Það mundi upphaflega tákna ösku-
fok, en hefur verið fært yfir á skafbyl (öskubyl)
og kemur fyrir sem slíkt í trúverðugri lýsingu
norðanáttar í Bárðar sögu frá Snæfellsnesi
sunnanverðu. Næsta orð, svíra, verður að vera
sagnorð ef braglínan er sjálfstæð setning. Það
væri þá stakorð í íslensku máli en gæti verið
skylt danska orðinu svire (þjóra; hringsnúast).
Þá táknar braglínan: þrír öskustrókar þyrlast.
Þetta er eitt merkilegasta auðkennið á gosinu,
því að þrír gígar sjást á gígahrúgaldrinu sem
hraunið er komið úr (Sveinn Jakobsson). Stað-
urinn mætti kannski heita Eskingar. Í fram-
haldinu er sagt að jöklar brenni. Það er ekki
bókstaflega rétt, því að eldurinn kom upp fyrir
neðan jökulröndina. Þetta er þó ekki meiri óná-
kvæmni en sú að Skjólkvíagosið í grennd við
Heklu er kallað Heklugos Stórum meira undur
sem áður hefur gerst og æ mun standa getur
vel verið Eldgjárhraunið mikla sem eyddi
Álftaver og nálægir sveitir um 934 og er sam-
bærilegt við hraun Skaftárelda. Jarðeldsins er
getið í Landnámu, en hann er meðal annars ár-
settur í Grænlandsjökli og hann hafði langvinn
áhrif á veðráttu í Evrópu og víðar (Richard B.
Stothers 1998). Eftir þessu að dæma rann
Hallmundarhraun síðar en 934.
6. Svartir klettar springa (eða falla fram);
eldurinn magnar hríðirnar (færist í aukana);
undarlegur aur tekur að þeytast upp úr jörð-
unni; margir jötnar munu lifna; himinn rifnar
þá; steypiregn gerir; það rökkvar af regni, áð-
ur en heimurinn ferst.
?Aurr tekr upp at færask undarligr ór
grundu. Aurinn gæti verið jarðvegur sem lyft-
ist þegar hraunið sem er þyngra í sér ryður
honum á undan sér ?(Sigurður Steinþórsson).
?Undaðar moldir flaka?, orti Jón Helgason um
Skaftárelda og byggði eflaust á heimildum.
Jötnarnir sem lifna eru meðal annars klett-
arnir sem taka að birtast í hraunstraumnum,
stundum í ferlegri mannsmynd. Það hefur þótt
váboði, jafnvel spá um ragnarök, hvað rigningu
fylgdi mikið dimmviðri, einkum þegar vindur
stóð af gosinu.
7. Ég stíg fjall af fjalli félaga minna (jötna);
ég ferðast einatt myrkranna á milli; ég fer
norður á bóginn dýpst niður í hinn þriðja heim;
sá dökkleiti (eða: jötunn?), sem óttast komu
mína, fari jafnan í Élivoga; ég er á öndverðum
meiði við jötuninn.
Hér er Hallmundur látinn taka við frásögn-
inni. Hann víkur að sjálfum sér í líki gosmakk-
arins sem leggur yfir fjöllin og er á öndverðum
meiði við jötun nokkurn. Sumir halda að með
þeim jötni sé átt við Þór, en Þórhallur telur
það ólíklegt. Mér sýnist að þessi jötunn, bjarga
gætir, sé skuggalegi norðanbylurinn, og það er
snjöll myndlíking að skipa honum að bera
(élja)skegg sitt sem oftast til heimkynnanna í
Élivogum. Frá bæjum efst í Hvítársíðu hefur
gosmökkurinn síst sést þegar hann lagði suður
á bak við Eiríksjökul, Strút og Hafrafell, en frá
einum bæ, Hallkelsstöðum, hefur hann blasað
sérlega oft og vel við þegar hann lagði einmitt í
norðurátt og sást í gegnum skarðið milli Strúts
og Fljótstunguháls norður undan.
8. Vér vorum allir saman í myrkheimi (Nifl-
heimi?); ég sá um það, að jarðhýsið dygði; vér
nutum þeirra verka minna; það er furða, hve
eldhríðin mundi hita mér, ef ég kæmi samt
þangað, svo vel sem ég þoli eld.
Jarðhýsið (vallbingurinn) gæti verið hraun-
hellir sem Hallmundur þakkar sér að hafa
gert, brennandi heitur fyrst eftir gosið. Um
helli í hrauninu er snemma getið sem bústað
útilegumanna, í Landnámu, Vatnsdælu, Grettis
sögu og Harðar sögu og Hólmverja. Svo virðist
líka að í nágrenni Hallkelsstaða milli Fljóts-
tungu og Þorvaldsstaða hafi myndast grunnur
hellir sem þakið hefur hrunið úr á nokkrum
stöðum og myndað svonefnda kýla.
9. Menn báru mér gráskeggjaðan jötun
handan frá vígvellinum; von mun vera á össu;
en ég sendi jötninum sterklegan, járnsleginn
steinnökkva, auðkenndan útskornum bröndum.
Gráskeggjaði jötunninn gæti verið reykj-
armökkur frá skógar- eða sinueldi af völdum
hraunglóðarinnar, samanber kvæði Jónasar
um Skjaldbreið (?blágrár reykur?). Braglínan
mun ván ara kvánar táknar þá: vindurinn
stendur hingað, en Snorri segir vinda stafa af
því að Hræsvelgur jötunn fljúgi í arnarham. Þá
faðmar örninn maka sinn, vindinn. Hér sýnist
viðhöfð sú líking að hraunið sé steinnökkvi sem
siglir með skreyttu stefni (hraunreipum?) og
plægir jörðina eins og skip klýfur sjóinn, sam-
anber aurinn í 6. vísu.
10. Þór hinn sterki veldur böli manna; menn
segja, að illt eitt hljótum vér af að deila við
hann; felldur er sá, sem brennir jöklana; jötn-
um hefur fækkað; ég fer ekki að ástæðulausu
dapur niður í sveit hins svarta Surts í hinn
heita eld.
Hér mun sagt frá goslokum, þegar jötunninn
(Hallmundur) sem brennir jöklana fellur,
sennilega fyrir Þór óvini jötna, og reikar niður
til Surts, hugsanlega í heitan Surtshelli.
11. Ég veð sem mjöll á milli heima; víða er
svart af eldi; jörðin springur, því að ég ætla að
Þór einn hafi þannig farið þangað; þungar
áhyggjur má lesa út úr svip jötunsins, sjálfs
mín, er ég fer víða; heldur verður augnatillit
mitt ógnþrungið.
Höfundur jarðeldsins, Hallmundur, reikar
nú um sprungið og svart hraunið, líklega sem
afturganga eins og tvítekning síðasta vísuorðs í
hverri vísu kann að benda til, áhyggjufullur og
ógurlegur ásýndum eftir uppgjöf sína.
12. Ég á einn hús í hrauni; menn hafa sjald-
an sótt mig heim; ég var aldrei fyrr slyngur að
skemmta mönnum; lærið flokkinn, drengir, eða
þið munuð sæta þungri refsingu; enn er skáld-
mjöðurinn þrotinn (kvæði á enda).
Í kvæðislok er staðfest að Hallmundur eigi
heima í hrauninu, og þá líklega í helli. Ekki
leynir sér hvað skáldinu er umhugað að kvæða-
flokkurinn verði varðveittur. Þessi síðasta vísa
gæti bent til að nokkuð hafi verið umliðið frá
gosinu þegar kviðan var ort, en ekki lengra en
svo að ýtarleg vitneskja um það hefur lifað, svo
raunsæjar eru lýsingarnar.
Er þetta Hallmundarhraun?
Menn skyldu nú halda að eldgos séu ekki svo
ólík hvert öðru að ráða megi sérkenni þeirra af
lýsingum, síst af öllu skáldlegum lýsingum. Allt
í þessari kviðu getur reyndar átt við Hall-
mundarhraun, en sumt þó óvíða eða hvergi
annars staðar. Í fyrsta lagi eru það nöfnin
Hallmundur og Surtur, sem tengjast fremur
þessu hrauni en öðrum. Í öðru lagi koma
Hér er fjallað um Hallmundarkviðu, en flest bendir til þess að kviðan lýsi því þegar Hallmund-
arhraun rann úr Langjökli á tíundu öld.
Hallmundarhraun Runnið úr þremur gígum í hlíðum Langjökuls. Kort Sveins Jakobssonar.
                      Hraunfossar Kviðan segir frá heitu baðvatni undan jötnabyggðum (hrauninu).
Ljósmynd Þorsteins Jósepssonar
Hraunjötunn í Hallmundarhrauni við Strút. 
Eftir Pál Bergþórsson
pallberg@isl.is
Þýtr í þungu grjóti, þrír esk
Morgunblaðið/Arnaldur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16