Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Einar Falur Sendiherrar Íslands „Ef þessi bók vekur til umhugsunar um eitthvað, þá getur það verið það að fleiri en skáldin representera Ísland, það eru íþróttamenn, viðskiptafólk og ... ég hafði kannski ekki síst í huga pólitíkusana – maður verður oft skrýtinn á svipinn yfir fréttum af því sem þeir segja í út- löndum,“ segir Bragi Ólafsson í viðtali við Lesbók. » 10-11 Laugardagur 23. 12. 2006 81. árg. lesbók KVÆÐAGOTT EINU SINNI ÁTTI ÉG GOTT: FJÁRSJÓÐUR, GULLA- SKRÍN, KISTILL FULLUR AF GÖMLUM PERLUM >> 15 Dan Brown og Stephen King á ormaslóðum í nýjum bókum » 19 Elsta varðveitta Maríumynd á Norðurlöndum var í Hóladómkirkju sem Jón biskup Ögmundsson lét reisa skömmu eftir 1100. Myndin er nú varðveitt á Þjóðminjasafninu en ekki er vitað hver höfundur hennar er. Gísli Sigurðsson fjallar um Maríumyndir í ís- lenskum kirkjum í Lesbók í dag. Sjálfur á Gísli yngstu Maríumyndina í íslenskri kirkju en hún er í Úthlíðarkirkju. Við málun þeirrar myndar kann- aði hann sögu Maríumynda og er greinin afrakst- ur þeirrar vinnu en í henni leggur hann einnig mat á helstu Maríumyndir íslenskrar myndlistarsögu. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa spreytt sig á því að gera Maríumyndir en hið sama á við um marga af merkilegustu myndlistarmönnum heims. » 4-6 Maríumyndir Sú elsta á Norðurlöndum varðveitt í Þjóðminjasafninu Boðun Maríu Um 1400 var boðunin eitt vinsæl- asta viðfangsefni málara. Meðal þeirra var Sandro Botticelli sem málaði Maríu fagnandi í stað þess að áður hafði hún yfirleitt verið skelk- uð í málverkum. Sjá nánar í grein í blaðinu Feðgarnir fræknu, Eysteinn og Ást- ráður, eiga heiður skilinn fyrir að færa okkur Kafka á frábærri ís- lensku og fyrir þá alúð og virðingu sem þeir hafa ávallt sýnt skáldinu og verkum þess,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir í ritdómi um Um- skiptin, nýja þýðingu Eysteins Þor- valdssonar og Ástráðs Eysteins- sonar á sögu Kafka sem þekkt hefur verið undir nafninu Hamskiptin í ís- lenskri þýðingu Hannesar Péturs- sonar frá sjöunda áratugnum. Eysteinn og Ástráður útskýra breyttan titil sögunnar með þeim rökum að Umskiptin sé margræðari titill en Hamskiptin þótt það orð sé skáldlegra og hljómfegurra. Stein- unn Inga tekur undir þetta og segir margræðnina í anda Kafka. Hún er einnig sammála þeirri breytingu með nýju þýðingunni að kvikindið sem Gregor Samsa, að- alsöguhetja bókarinnar, breytist í sé nú kallað skelfilegt skorkvikindi en ekki bjalla eins og í þýðingu Hann- esar: „Sú dýrategund er bara ekki nægilega ógnvekjandi og við- bjóðsleg.“ Steinunn Inga segir útgáfu Um- skiptanna í nýrri þýðingu ekki bara vera tímabæra og gleðilega heldur líka sérlega hagnýta, en bókin er tví- mála, auk þess að innihalda ýmislegt ýtarefni. » 17 Hamskipt- in verða Umskiptin Ný þýðing á verki Kafka hlýtur góða dóma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.