Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eldaskálinn | Brautarholti3 | 105Reykjavík
sími:5621420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com
Þrettándabrennan á eldhúsflatskjánum
Gerumokkurglaðandagogmeðanbirgðirendast
gefum við 20" Toshiba LCD flatskjáimeðInvitaeldhúsinnréttingum.
Áwww.invita.comsérðuennfleiriinnréttingalausnir.
20 ára ábyrgð.
Þetta er Invita
20" LCD
flatskjársjónvarp
25 ára afmælistilboð
Tekist á um upp-
sagnir hjá Alcan
MEGN óánægja er meðal starfs-
manna álvers Alcan í Straumsvík
með uppsagnir starfsmanna í fyr-
irtækinu, að því er segir í ályktun
vinnustaðafundar sem haldinn var
30. desember. Er skorað á fyr-
irtækið að hætta þegar í stað
?ógeðfelldum uppsagnaraðferðum
og fylgja eigin starfsreglum við
starfsmenn við gefnar yfirlýsingar
í tengslum við kjarasamninga?.
Forsvarsmenn fyrirtækisins mót-
mæla því sem röngu að viðhafðar
séu ógeðfelldar aðferðir við upp-
sagnir.
Sjötta uppsögnin
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna, segir uppsögn
starfsmanns hinn 29. desember sl.
hafa verið þá sjöttu frá því kjara-
samningar voru undirritaðir í
mars.
?Það er farin sú leið að segja
mönnum upp án ástæðu og við höf-
um verið að reyna að fá varnir
gegn óréttmætum uppsögnum inn
í kjarasamninga,? segir Gylfi. ?Því
hefur verið lofað að menn fengju
skýringar og ástæður en síðan er
farin sú leið að segja mönnum upp
og óskað eftir því við viðkomandi
að hann fari strax út af svæðinu.?
Sigurður Þór Ásgeirsson, fjár-
málastjóri Alcan á Íslandi, segir
það matsatriði í hvert skipti
hvernig starfsmenn eru látnir
skilja við vinnustaðinn þegar um
uppsagnir er að ræða. Þeim sé
ekki bannað að sækja persónulega
muni sína eða kveðja vinnufélaga.
?En í ljósi reynslunnar er best fyr-
ir viðkomandi að fá að fara beint
heim eftir uppsögn,? segir hann.
Hann leggur áherslu á að engum
starfsmanni sé sagt upp að tilefn-
islausu enda eigi slíkt sér ætíð að-
draganda og sé ekki gert nema að
vel athuguðu máli. 
Hann segir þess ætíð gætt að
uppfylla ákvæði kjarasamninga og
öll lög og reglur sem gilda hér á
landi.
Þá segir hann það rangt að
starfsmanninum, sem sagt var
upp, hafi verið meinað að snúa aft-
ur á starfsstöð sína til að sækja
muni sína.
?Í þessu tilfelli var valið að
fylgja honum og verkstjóri hans
fór með honum til að sækja dótið
hans í búningsklefa og fylgdi hon-
um svo út á bílastæði,? sagði Sig-
urður Þór.
SÖLUHLUTI raforkureiknings
heimilanna lækkaði mest hjá Orku-
veitu Húsavíkur nú um áramót, þeg-
ar sú breyting varð á að heimilin
gætu valið sér þann raforkusala sem
þau kysu að skipta við. ASÍ hefur
borið saman gjaldskrár fyrir raforku-
sölu um áramót hjá öllum veitum
nema Rafveitu Reyðarfjarðar, þar
sem gjaldskrá hennar var ekki tilbú-
in. 
Skv. upplýsingum Sigfúsar Guð-
laugssonar rafveitustjóra Rafveitu
Reyðarfjarðar, er eftir að afgreiða
gjaldskrána formlega en gera megi
ráð fyrir að hún verði 3,25 kr/kWst
fyrir utan virðisaukaskatt. Ekkert
fastagjald er innheimt og má því
reikna með að gjaldskrá Rafveitu
Reyðarfjarðar verði meðal þeirra
lægstu þegar hún liggur fyrir.
Í ljós kemur í samanburði ASÍ að
gjaldskrár lækka hjá öllum veitum,
nema Orkuveitu Reykjavíkur og
Orkubúi Vestfjarða. Dæmi eru um
9,4% mun á hæsta og lægsta verði
miðað við 4.000 kWst ársnotkun en sá
fyrirvari er þó á að gjaldskrár fyrir
flutning og dreifingu á rafmagni eru
ekki tilbúnar hjá öllum dreifiveitum
og liggur því ekki fyrir hverjar end-
anlegar breytingar verða á heildarra-
forkureikningi heimilanna um ára-
mót.
Skv. samanburði ASÍ er ódýrast
fyrir meðalheimili, sem notar 4.000
kWst. af raforku á ári, að kaupa raf-
orkuna af Orkuveitu Húsavíkur, þar
sem kostnaðurinn á ári er 16.036 kr.
en dýrast hjá Norðurorku 17.699 kr.
áári.
Fyrir minni heimili með 2.000
kWst notkun á ári er kostnaðurinn
einnig lægstur hjá Orkuveitu Húsa-
víkur, 8.018 kr. á ári, en hæstur hjá
Orkubúi Vestfjarða eða 10.210 kr. á
ári sem er 27% munur. 
Fyrir heimili með 6.000 kWst notk-
un á ári er kostnaðurinn lægstur hjá
Orkuveitu Húsavíkur, kr. 24.053 á
ári, en hæstur kr. 25.767 hjá Norður-
orku, en það er 7,1% munur. 
Þótt sú breyting á raforkumarkaði
hafi tekið gildi um áramótin að heim-
ilin geta valið sér þann raforkusala
sem þau kaupa raforkuna af valda
tafir við aðlögun á viðskiptahugbún-
aði því að umsóknir um breytingar á
raforkusölu taka ekki gildi fyrr en í
maí eða júní.
Eins og áður segir er hér aðeins
um að ræða þann hluta raforkureikn-
ingsins sem notendur geta haft áhrif
á, þ.e. kostnað við raforkusöluna sem
er um helmingur af raforkureikningi
heimilanna, en ótalinn er kostnaður
vegna flutnings og dreifingar á raf-
orku sem háð er sérleyfisstarfsemi
dreifiveitunnar á landsvæði viðkom-
andi heimilis. 
Sigfús rafveitustjóri á Reyðarfirði
er þeirrar skoðunar að breytingarnar
nú um áramót hafi ekki verið út-
skýrðar nægilega vel fyrir neytend-
um. Samkeppnin nái ekki til dreifing-
arkostnaðar sem verði fastákveðinn.
?En salan sem slík verður í sam-
keppni en hún er þó dálítið sérstök
því það er ekki nema einn heildsali.?
ASÍ ber saman gjaldskrár fyrir raforkusölu um áramót
Heimilum stendur mis-
munandi verð til boða
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
                                             Morgunblaðið/RAX
?REKSTUR fyrirtækja er ekki
spretthlaup, heldur langhlaup og á
endanum maraþonhlaup,? segir
Halla Tómasdóttir, nýráðin fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hún
vill að Viðskiptaráð
horfi í auknum mæli til
rekstrar fyrirtækja og
mannauðs í starfsemi
sinni og reyni að auka
umræðu um þessa
þætti, sem eru ekki
síður mikilvægir en
fjárfestingar og útrás. 
Halla tekur við starf-
inu af Þór Sigfússyni,
sem er nú orðinn for-
stjóri Sjóvár. Þór
gegndi starfinu frá því
vorið 2003 þegar hann
tók við af Vilhjálmi Eg-
ilssyni en Birgir Ár-
mannsson hafði áður
gegnt starfinu tíma-
bundið.
Halla var framkvæmdastjóri
átaksins Auður í krafti kvenna en
undanfarin tvö ár hefur hún stund-
að doktorsnám í viðskiptafræði við
Cranfield-háskóla í Bretlandi og
hyggst hún ekki hætta námi þótt
hún taki nú við ábyrgðarmiklu starfi
og námið gangi eitthvað hægar fyrir
vikið. ?Mér finnst mikilvægt að við
Íslendingar eignumst fleiri doktors-
menntaða viðskiptafræðinga,? segir
Halla. 
Aðspurð hvort breytingar muni
fylgja nýjum framkvæmdastjóra
segir hún að viðskiptaráð hafi staðið
sig afar vel undanfarin ár á ótrúleg-
um tímum í íslensku viðskiptalífi.
Hún segist hins vegar hafa áhuga á
að skoða rekstur fyrirtækjanna og
búa til fleiri leiðtoga í þeim. 
?Íslendingar þurfa að sýna og
sanna að við getum ekki bara keypt
og selt fyrirtæki, heldur rekið þau
líka. Ég held að þetta gangi út á að
efla leiðtoga í fyrirtækjum, ekki
bara æðsta leiðtogann, heldur líka
þá sem vinna í fyrirtækinu,? segir
Halla. 
Alls eru 32 viðskiptaráð starfandi
í Evrópu og aðeins eitt annað ráð
hefur konu í stöðu framkvæmda-
stjóra. 
Halla segir að í ljósi þessa kunni
ráðning hennar að vekja athygli. 
?Viðskiptaráð hefur
verið mjög afgerandi
tengslanet karla, enda
hafa þeir setið í stólum
forstjóra fyrirtækja.
Konur hafa ekki verið
nógu virkar í fé-
lagsskap okkar og ég
hef sjálf mikinn áhuga
á að sjá konur leiða at-
vinnufyrirtæki,? segir
hún og bætir við að
aukin áhrif kvenna séu
mikilvæg fyrir at-
vinnulífið í heild.
Þessu eigi fyrirtækin
helst að átta sig á sjálf
og reyna almennt að
auka fjölbreytni ólíkra
hópa í fyrirtækjum. Lagasetning sé
hins vegar síðasta úrræðið í þessu
efni en Halla segir hugsanlegt að
setja leiðbeiningarreglur fyrir fyr-
irtæki um jafnrétti kynjanna líkt og
viðskiptaráð hefur gert um starfs-
hætti fyrirtækja.
Hagsmunir hluthafa að stækka
Þegar Halla er spurð um viðhorf
sín til samfélagslegra skyldna fyr-
irtækja segir hún að þrátt fyrir að
vera í grunninn sammála þeirri
frægu fullyrðingu Miltons Fried-
mans að eina hlutverk fyrirtækja sé
að hámarka hagnað hluthafa telji
hún hagsmuni hluthafa alltaf vera
að stækka. 
?Hagsmunir hluthafa verða alltaf,
allavega um síðir, stærri en bara
arðsemi í skilningi peninga. Fólk vill
líka búa í samfélagi sem er arðsamt
og gjöfult. Hvað þetta varðar er að
verða ákveðin breyting víða í heim-
inum. Þegar atburðir viðskiptalífs-
ins ganga of langt verður ákveðin
vakning í þessum málum. Ég held
að mörg fyrirtæki séu farin að taka
þetta upp hjá sjálfum sér og þannig
vil ég sjá það gerast,? segir Halla. 
Nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Horfir til reksturs
ekki síður en fjár-
festinga og útrásar
Halla Tómasdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48