Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H vernig eiga fræði- bókahöfundar að koma í veg fyrir að ritum þeirra sé ýtt út af borði útgef- enda og bókaverslana og að það gleymist að fjalla um þau í fjöl- miðlum? spurði Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur í Les- bók á laugardaginn. Hann velti fyrir sér hugsanlegum svörum: „Nýtt tímarit? Nýtt blað? Nýr staður til að miðla því sem fræði- menn, menningarrýnar, skáld og rithöfundar telja sig hafa fram að færa?“ Sigurður tók ekki af skarið heldur lét þennan spurningalista duga sem niðurlag greinar sinnar. En svarið við öllum þessum spurningum hans er einfalt: Nei. Sigurður kvartaði undan því að í umræðunni undanfarið hafi eng- inn svarað því hvað fræðimenn þurfi að gera til að koma máli sínu á framfæri. Hér fær hann þá svar: Til að koma máli sínu á framfæri við bókaútgefendur, bóksala, fjöl- miðla og auðvitað fyrst og fremst almenna lesendur þurfa fræði- menn að hafa frá einhverju mark- verðu að segja og þeir þurfa að gera það skýrt og skorinort. Gott og vel. En hvað nákvæm- lega er í því fólgið að hafa eitthvað markvert fram að færa og flytja mál sitt skýrt og skorinort? Ég er ekki frá því að Páll Valsson bók- menntafræðingur hafi sýnt það í verki – og þar með í rauninni svarað spurningu Sigurðar Gylfa – þegar hann núna um daginn hélt því afdráttarlaust fram að ef fram héldi sem horfði yrði íslenska hvergi töluð í núverandi mynd eft- ir hundrað ár. Ekki að hún myndi veslast upp úr þágufallssýki, held- ur myndu grundvallarinnviðir hennar, beygingarkerfið, bresta. Páll hlaut svo sannarlega at- hygli fjölmiðla. Þessi kenning hans var efnið í aðalfréttinni á for- síðu Morgunblaðsins daginn eftir (mánudaginn 23. janúar). Hvenær gerðist það síðast að kenning hug- vísindamanns varð aðalfréttin í Morgunblaðinu? Og hvað skyldi hafa komið til? Jú, það sem Páll hafði fram að færa varðar al- menna fjölmiðlaneytendur og hann setti mál sitt skilmerkilega fram og alveg án þess að vottaði fyrir nöldur- og heimsósómatón- inum sem því miður einkennir gjarnan málflutning hugvísinda- manna og rithöfunda hérlendis (það verður bara að segja það al- veg eins og er). Í viðtali á NFS nokkru seinna bætti Páll svo um betur og hafði á reiðum höndum nauðaeinfalt svar við spurning- unni um hvað þyrfti að gera til að sporna við þróuninni: „Lesum fyr- ir börnin okkar.“ En það er líka til öðruvísi svar við spurningum Sigurðar Gylfa. Það er að segja, hvernig fræði- menn eigi ekki að fara að til að vekja almenna athygli á máli sínu. Í fjölmiðlun er til það sem kallað er „að enda á aðalatriðinu“. Það þýðir að meginatriði fréttar kem- ur fram undir lok hennar. Þetta ber fréttamönnum að forðast. Þeir eiga að byrja á að segja les- andanum hvað gerðist. Þeir eiga ekki að byrja á að rekja aðdrag- anda atburðarins eða lýsa um- hverfi hans. Síst af öllu eiga þeir að byrja á að tala um eitthvað sem kemur málinu alls ekkert við. Slíkt geta skáldsagnahöfundar leyft sér, en fréttamenn og fræði- menn geta það ekki. (Í skáldsög- unni Skipafréttir eftir Annie Proulx er að finna alveg dásam- legar lexíur í fréttaskrifum). Í áðurnefndri grein í Lesbók á laugardaginn var byrjaði Sig- urður Gylfi á því að tala um Michael Schumacher og form- úlukappakstur. Eftir fyrstu setn- inguna var ekki minnst aftur á Schumacher í greininni. Hann kom enda máli Sigurðar Gylfa ekkert við, og að blanda honum í málið varð ekki til annars en að rugla lesandann. Varla var það markmið greinarhöfundar? Lesandinn var reyndar lengi fram eftir greininni að velta því fyrir sér hvað hún væri eiginlega um. Hvað nákvæmlega var Sig- urður Gylfi að reyna að segja um svokallaðar formúlubókmenntir? Hann virtist halda því fram að þær séu út af fyrir sig ágætar og athyglisvert rannsóknarefni, en um leið virtist hann taka undir það viðhorf að þær séu nú eig- inlega fremur ómerkilegar, vegna þess að formúlubinding feli í sér „stöðnun og lífvana framsetn- ingu“. En fjölmiðlar vilji formúlu og þess vegna séu fjölmiðlar lág- kúrulegir. Það var fyrst þarna undir lok greinarinnar sem lesandinn fór að grilla í það hvað Sigurður Gylfi vildi segja honum. Sigurður var í greininni að ítreka fyrri málflutn- ing sinn um að fræðimenn verði að skera upp herör gegn fjöl- miðlalágkúrunni og hasla sér völl. Gott og vel. En hættan er sú, að lesandi greinarinnar sé orðinn snarringlaður af aukaatriðum á borð við Michael Schumacher og hreinlega yfirsjáist aðalatriði greinarinnar þegar það loksins skýtur upp kollinum. Nú má enginn halda að ég sé að segja að grein Sigurðar Gylfa hafi verið vond. En mig grunar að maður þurfi að hafa haft fyr- irfram áhuga á umfjöllunarefninu – og jafnvel vera í klíkunni – til að geta náð áttum í greininni. Út af fyrir sig er ekkert rangt við það. Strangfræðileg skrif eru bara fyr- ir annað fólk innan sömu fræði- greinar, og ekki nema gott eitt um það að segja. En það er einmitt þetta sem verður aftur á móti að forðast ef ná á almennri athygli, sem virðist vera það sem Sigurð Gylfa langar til að gera. Það var kannski ekki markmið hans í þessari tilteknu grein í Lesbók- inni, og þess vegna þarf hún alls ekki að hafa verið vond. En ef og þegar fræðingar ætla að koma sér á framfæri í almennum fjöl- miðlum og á almennum bóka- markaði mega þeir ekki fara svona að. Að vekja athygli Sigurður tók ekki af skarið heldur lét þennan spurningalista duga sem niðurlag greinar sinnar. En svarið við öllum þessum spurningum hans er einfalt: Nei. kga@mbl.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson ÞVÍ MIÐUR vill það brenna við að opinberar stofnanir séu seinar að fylgja kalli tímans. Í breyttu þjóðfélagi vinna flest- ir foreldrar úti allan daginn. Nauðsyn ber því til að grunn- skólabörnum bjóðist samfella í námi og tómstundum. Í dag býðst yngstu börn- unum viðvera í skól- anum til samræmis við vinnutíma foreldr- anna. Enn sem komið er, eru tómstundir eldri barna og ung- linga aðeins að litlu leyti innan skólans. Það stress og óöryggi sem skapast hjá bæði börnum og foreldrum við þetta ástand er óvið- unandi. Íþróttir Að undirlagi nokkurra foreldra, undirrituð var ein þeirra, var fyrir sjö árum gerð tilraun í Austurbæj- arskóla með að rúta sótti yngstu börnin, í lok skóladags og keyrði þau í íþróttir hjá Val. Þó að þetta mæltist vel fyrir varð ekki fram- hald á. Aðallega sökum þess að enginn aðili taldi sig bera ábyrgð á skipulagningu slíks samstarfs. Nú þegar viðurkennt er að tóm- stundastarf barnanna beri að tengja skólanum er ekki úr vegi að fela ÍTR að skipuleggja sambæri- lega þjónustu á næsta skólaári. Fullvíst má telja að þar á bæ væri því vel sinnt og þess gætt að þær greinar íþrótta sem í boði væru höfðuðu til áhugasviðs stúlkna jafnt og drengja. Æskilegast er að þessi þjónusta sé í boði fyrir börn á öllum aldri. Í þeim skólum sem innan sinna veggja geta boðið upp á góða íþróttaaðstöðu þarf e.t.v. ekki að koma á þessari sækjum – sendum þjónustu. Þar ætti að vera nóg að skipuleggja samstarf við íþróttafélögin. Því hvað er æskilegra en að félögin komi inn í skólann með sitt starf. Slíkt hlýtur að þýða betri nýtingu hús- næðis og minnka stressið sem í upphafi var minnst á. Tónlistarskólar Það sama gæti átt við að um tónlistar- skólana. Hægt er að hugsa sér að styrkur borgarinnar til reksturs þeirra væri bundinn því að grunnnám í tónlist, sem fram fer sem hópkennsla, kæmi inn í skólana. Í grunnskólum í Óð- insvé í Danmörku kynnti ég mér hvernig almennar bekkjarstofur voru notaðar fyrir hljóðfæra- kennslu eftir að hefðbundinni kennslu lauk. Ekki var betur að sjá en þetta sambýli grunn- og tónlistarskóla væri með ágætum. Aðrir listaskólar Hér á landi er lögð mikil áhersla á að börn stundi íþróttir og tón- listarnám, en minna fer fyrir um- ræðu um mikilvægi annars list- náms, svo sem í mynd- og leiklist, fyrir yngri borgarana. Hver ástæðan er skal ósagt látið, en fullvíst er að mörg börn hafa ekki síður gagn og ánægju af námi í þessum greinum en þeim fyrr- töldu. Fyrir löngu er orðið ljóst að listmenntun er ein af undirstöð- unum framfara. Listmenntun ýtir undir frjóa hugsun sem er for- senda þess að nýsköpun eigi sér stað í þjóðfélaginu. Því er nauð- synlegt að börnum bjóðist nám og þjálfun í listum strax í bernsku. Ekki er verið að gera lítið úr mynd- og handmenntakennslu í grunnskólum. En þeir sem til þekkja vita að fyrir áhugasama nemendur er hún langt því frá að vera nóg. Leiklistarkennslu, með þjálfun í framsögn, er og í dag að finna í sárafáum grunnskólum. Bæði börnum á miðstigi, sem og unglingum, ætti að standa kennsla í þessum greinum til boða í skól- anum eftir að hefðbundnum skóla- degi lýkur. Skipulagning tómstunda Tómstundastarf innan grunn- skólanna þarf að hefjast samtíma skólanum, í lok sumars. Ef vel á að vera, þurfa því að liggja fyrir áður en skóla lýkur að sumri, þau tómstundatilboð sem börnum býðst að stunda í tengslum við skólann á næsta skólaári á eftir. Það kæmi í veg fyrir endalausar reddingar foreldra í byrjun skóla- árs og er grunnforsenda þess að foreldrra og börn geti skipulagt veturinn framundan. Annað heimili barnanna okkar Frá Guðrúnu Erlu Geirsdóttur ’Tómstundastarf innangrunnskólanna þarf að hefjast samtíma skól- anum, í lok sumars.‘ Guðrún Erla Geirsdóttir Höfundur er kennari og myndhöf- undur og sækist eftir 4.–6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Prófkjör Reykjavík FYRIRSÖGNIN er náttúrulega öfugmæli. Hins vegar mætti ætla af umræðu síðustu daga um aukna skattbyrði að hin mikla kaupmátt- araukning síðustu ára væri byrði á fjölskyld- unum í landinu. Hálf sagan var sögð Útspil Stefáns Ólafs- sonar, prófessors við Háskóla Íslands, um aukna skattbyrði segir hins vegar einungis hálfa söguna. Í því felst hans brella, svo hans eigin orð séu notuð. Það má öllum vera ljóst að laun í landinu hafa hækkað verulega á undanförnum árum. Skattkerfi okkar er þannig uppbyggt að hærri laun þýða að stærra hlutfall þeirra fer í skatt, þar til hámarksálagningu er náð. Á hinn bóginn skiptir það meginmáli í þessu sambandi að hækkun launa, langt umfram verð- bólgu, hefur leitt til þess að fólk hef- ur meira á milli handanna. Kaup- máttur launa hefur aukist verulega. Því verður að skoða skattbyrði í samhengi við aukinn kaupmátt launa eftir skatt. Lægstu laun hækkuð umfram skattleysismörk Í röksemdum Stefáns Ólafssonar um aukna skattbyrði dregur hann fram að þeir sem fá lægstu laun greiði nú skatta, sem þeir gerðu ekki áður. Þetta er rétt. Í sjálfu sér er þetta ekki mjög flókið mál. Samningsaðilum tókst að hækka lægstu laun umfram aðra í kjarasamningum á árunum 1997 og 2000. Það var t.d. gert með því að klippa lægstu launaflokkana neðan af launatöflunni, þannig að laun sem áður voru undir skattleysismörkum færðust yfir þau mörk. Lágmarkslaun eru nú um 107 þúsund krónur. Ef lágmarkslaun hækkuðu nú í 150 þús- und krónur er augljóst, að óbreyttu skattkerfi, að viðkomandi greiða hærri upphæð og hærra hlutfall launa í skatta en af 107 þúsund krónum. Með sama hætti má segja að ein- staklingur sem lækkar í launum úr 150 þúsund í 107 þúsund, af hvaða ástæðu sem það er, greiðir lægra hlutfall launa í skatt, skattbyrðin minnkar. Mest kaupmáttaraukning lægstu launa Kjarni málsins er sá að veruleg hækkun launa og lækkun á tekju- skatti á síðustu árum hefur þýtt að fólk hefur að meðaltali 60% meira í höndunum eftir skatt en á árinu 1994. Lægstu laun hafa hækkað meira en önnur sem þýðir að kaup- máttaraukning lægstu launa er enn meiri. Svo miklar almennar launa- hækkanir á svo skömmum tíma eiga sér ekki neina hliðstæðu meðal þró- aðra ríkja. Þar sem fleiri fá laun yfir skattleysismörkum hafa tekjur rík- issjóðs aukist. Til viðbótar hafa mik- ill innflutningur, aukin einkaneysla og góð afkoma fyrirtækja aukið tekjur ríkissjóðs. Þetta getur skýrt hvers vegna skatttekjur ríkissjóðs hafa aukist meira hér á landi en í nokkru öðru OECD-ríki. Öll sagan sögð Þegar öll sagan er sögð blasir eft- irfarandi við: Vegna sérstaks átaks aðila vinnumarkaðarins í kjarasamn- ingum 1997 og 2000 voru lægstu laun hækkuð sérstaklega og fóru þau yfir skattleysismörk. Skattleys- ismörkin eru nú um 78 þúsund krón- ur, sem er það hæsta sem gerist í heiminum í dag. Sá sem hefur 80 þúsund í laun er kominn yfir skatt- leysismörk og greiðir þar af leiðandi skatt. Því má með sanni segja að skattbyrði hans hafi aukist. Því meira sem launin hækka eykst skatthlutfallið þar til hámarksálagn- ingu er náð. Það er hluti af tekju- jöfnunaráhrifum skattkerfisins. Að- alatriðið er þó að launahækkanir síðustu ára og almennt lækkað skatthlutfall hafa leitt til þess að fólk hefur að meðaltali 60% meira á milli handanna eftir skatt en á árinu 1994 og láglaunafólk enn meira. Er það ekki aðalatriðið? Er aukinn kaupmáttur byrði? Ásta Möller fjallar um kaupmáttaraukningu ’Vegna sérstaks átaksaðila vinnumarkaðarins í kjarasamningum 1997 og 2000 voru lægstu laun hækkuð sérstaklega og fóru þau yfir skattleys- ismörk.‘ Ásta Möller Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.