Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ

UMRÆÐAN

U

m hvað nákvæmlega

voru þeir Jeff Skill-

ing og Ken Lay,

fyrrverandi stjórn-

endur Enron,

fundnir sekir núna um daginn?

Það hét vissulega að kviðdómurinn

í Houston kæmist að þeirri nið-

urstöðu að þeir væru sekir um ým-

is lögbrot ? skjalafals, yfirhylm-

ingu, ósannsögli og ýmislegt fleira

sem lög kveða á um að sé bannað. 

En maður þurfti ekki að fylgjast

lengi með fréttum af gangi rétt-

arhaldanna, frásögnum af yf-

irheyrslum og gagnyfirheyrslum,

og einkum málflutningi saksókn-

ara, til að komast að því að það

sem þeir Skilling og Lay voru eig-

inlega ákærðir fyrir ? og fundnir

sekir um ? var siðblinda. En það

varð að heita eitthvað annað því að

strangt til tekið er siðblinda ekki

lögbrot, hún er persónu-

leikabrestur.

Í tilefni af dómnum yfir Skilling

og Lay hafa fjölmiðlar vestanhafs

fjallað dálítið um nýútkomna bók

sem heitir því skemmtilega nafni

Snákar í jakkafötum ? siðblind-

ingjar hefja störf (Snakes in Suits:

Psychopaths Go To Work), og er

eftir þá Robert Hare, fyrrverandi

sálfræðiprófessor við Háskólann í

British Colombia í Kanada, og

Paul Babiak, iðnaðar- og fyr-

irtækjasálfræðing í New York, en

hann rannsakar siðblindu innan

fyrirtækja. Hér er stuðst við um-

fjöllun The Globe and Mail í Kan-

ada um bókina.

Hare er einn helsti sérfræðing-

urinn í heiminum í rannsóknum á

siðblindu, og er höfundur fræði-

legrar skilgreiningar á siðblindu

sem víða er stuðst við. Fyrir um

aldarfjórðungi bjó hann svo til

greiningartæki, svonefndan sið-

blindugátlista, sem nota má til að

verjast siðleysingjunum. 

Siðblinda er ekki geðveiki. Hún

er, eins og fram hefur komið, per-

sónuleikabrestur. Grundvall-

areinkenni hennar eru algjört

samviskuleysi og fullkominn

skortur á hluttekningu og samúð.

Siðblindingjar eru gráðugir, sjálfs-

elskir, svikulir, óáreiðanlegir og

gjarnir á að fá óhamin reiðiköst.

Þeir eru rándýrin í mannfélaginu.

En við fyrstu kynni eru þeir al-

gjörlega heillandi, skilningsríkir

og sjálfsöryggið skín af þeim. 

Þeir Hare og Babiak telja að á

undanförnum tveim áratugum hafi

orðið gríðarlega hraðar breytingar

á vettvangi stórfyrirtækja í Am-

eríku, ekki síst vegna netfyr-

irtækjabólunnar sem sprakk. Hún

hafi meðal annars valdið því að

gömul og gróin stórfyrirtæki hafi

skroppið saman og/eða runnið

saman við önnur. Samkeppnin hafi

líka harðnað ofboðslega. Þetta

hafi, án þess að það hafi beinlínis

verið ætlunin, búið í haginn fyrir

fólk haldið siðblindu.

Hare gengur svo langt að full-

yrða að nú sé svo komið að það sé

eiginlega vænlegra til frama innan

stórfyrirtækja að tileinka sér við-

horf siðblindingjanna. Þetta sé

ekki síst vegna þess að í samfélag-

inu almennt aukist nú áherslan á

yfirborð og stíl á kostnað áherslu á

innihald og grunnatriði. Slíkt geri

þeim siðblindu auðveldara um vik

að athafna sig án þess að komast í

kast við lögin.

Ekki svo að skilja að allir sem

komast til metorða innan stórfyr-

irtækja séu fyrirlitlegir siðleys-

ingjar. Fyrr mætti nú vera. Met-

orðin segja ekkert um siðgæði

fólks, það eru aðferðirnar sem það

beitir, og þá fyrst og fremst við-

horf þeirra til samstarfsmanna

sinna, sem skera þar úr. Hare seg-

ir að líklega sé erfðagalla um að

kenna ? en vissulega hafi fé-

lagslegt umhverfi áhrif ? að sið-

blint fólk finnur ekki tilfinningar á

borð við depurð, ótta, sektarkennd

og iðrun, þótt það hafi fullkomlega

vitsmunalegan skilning á þessum

tilfinningum. 

En siðblindingjarnir upplifa

aldrei tilfinningarnar sjálfar og

geta þar af leiðandi ekki haft eig-

inlegan skilning á því hvernig öðru

fólki ? sem hefur þessar tilfinn-

ingar ? raunverulega líður. Og þar

af leiðandi geta siðblindingjarnir

ekki sett sig í spor þessa fólks. Það

mætti líkja þessu við að maður

myndi lesa og læra allt sem hægt

er að læra um tannpínu, en maður

myndi samt ekki í raun og veru

skilja þjáningu þess sem haldinn

er tannpínu ef maður hefði aldrei

fengið hana sjálfur.

Hare telur að í Norður-Ameríku

sé um það bil eitt prósent íbúanna

siðblint. Þótt siðblint fólk sé í sum-

um tilfellum vissulega fært um að

fremja morð sé það í flestum til-

vikum greint og vel upp alið og

?nýti? því þennan eiginleika sinn

fremur til að öðlast völd, virðingu

og peninga. Siðblindingjar séu því

í fæstum tilvikum beinlínis hættu-

legir.

Nú verður auðvitað ekkert um

það fullyrt að Skilling og Lay séu

siðblindir. Vera má að þeir séu

bara ?venjulegir Machiavellianar?.

En hvenær á maður að fara að

hafa áhyggjur af því að ekki sé allt

með felldu og að maður sem lítur

út fyrir að vera traustur og öflugur

starfsmaður sé í rauninni siðlaust

rándýr? 

Hare og Babiak hafa sett saman

nýjan lista, svonefnt ?Business

Scan 360?, sem er ætlaður fyrir

fyrirtækjastjórnendur sem vilja

finna siðblindingjana sem kunna

að leynast innan um heiðarlega

starfsmenn. Meðal tíu ?hættu-

merkja? sem geta gefið vísbend-

ingu um að siðblindingi sé á ferð-

inni eru, þótt það kunni að hljóma

undarlega, að viðkomandi starfs-

maður virðist yfirvegaður, hefur

fágaða framkomu og heillandi per-

sónuleika. Flestar samræður hans

snúast um hann sjálfan; hann gerir

lítið úr öðrum til að bæta eigin

ímynd og orðspor; hann lítur svo á

að fólk sem hann hefur kveðið í

kútinn eða ráðskast með sé

heimskt og hann er tækifær-

issinni, miskunnarlaus og þolir

ekki að tapa.

Hættumerkin eru fleiri, en öfl-

ugasta vopn þess siðblinda er ein-

stakur hæfileiki hans til að villa á

sér heimildir ? til að koma sér í

mjúkinn hjá fórnarlambinu áður

en hann lætur til skarar skríða. 

Snákar í

jakkafötum

Hare gengur svo langt að fullyrða að nú

sé svo komið að það sé eiginlega væn-

legra til frama innan stórfyrirtækja að

tileinka sér viðhorf siðblindingja.

BLOGG:kga@blog.is

VIÐHORF

Kristján G. Arngrímsson

kga@mbl.is

IÐNAÐARRÁÐHERRA krafð-

ist nýlega lögreglurannsóknar

vegna kröfuspjalds

sem eitt eða tvö ung-

menni höfðu uppi í

fjölmennri göngu fyr-

ir verndun hálendis

Íslands sem hún taldi

beinast að sér per-

sónulega. Undirrit-

aður tekur undir

nauðsyn þess að um-

ræðan snúist um mál-

efni en ekki einstaka

persónur. Um virkj-

unarstefnu íslensku

ríkisstjórnarinnar en

ekki um Valgerði

Sverrisdóttur iðnaðarráðherra

sem persónu.

Á hinn bóginn hlýtur krafa iðn-

aðarráðherra um lögreglurann-

sókn á fyrrnefndu kröfuspjaldi að

beina athyglinni að framgöngu

ráðherrans í umræðum um virkj-

anir og náttúruvernd. 

Iðnaðarráðuneytið hefur í sam-

vinnu við fyrirtæki og stofnanir

þess varið milljónum króna í áróð-

ur gegn þeim sem vinna að nátt-

úruvernd á Íslandi. Alræmdasta

dæmið þar um er vefsíðan

www.star.is þar sem haldið var

uppi gegndarlausum

óhróðri um ein-

staklinga og samtök

sem vinna að nátt-

úruverndarmálum.

Vefsíðunni var síðan

lokað fyrir tilstilli Al-

coa sem þótti nóg um.

Valgerður Sverr-

isdóttir hefur ekki

hikað við að ráðast að

heiðri náttúruvernd-

arsamtaka í ræðustóli

á Alþingi þar sem þau

geta ekki varið sig.

Stundum hefur fjand-

skapur ráðherrans í garð um-

hverfisverndarsamtaka tekið á sig

hjákátlega mynd eins og þegar

hún kenndi ótilgreindum umhverf-

isverndarsamtökum um vandræði

skinnaiðnaðarins á Akureyri.

Málflutningur Náttúruvernd-

arsamtaka Íslands hefur byggt á

þekkingu og reynslu þeirra ein-

staklinga sem unnið hafa fyrir

samtökin. Fagleg og málefnaleg

framsetning þeirra hefur vakið at-

hygli og virðingu fyrir málstað

náttúruverndar. Þannig verða slík

samtök að vinna. Það verður að

gera þá kröfu að hið sama gildi

um stjórnmálamenn. 

Tvískinnungur 

iðnaðarráðherra

Árni Finnsson fjallar um starf-

semi náttúruverndarsamtaka í

tilefni af kröfu iðnaðarráð-

herra um lögreglurannsókn

vegna kröfuspjalda

?

Málflutningur Nátt-

úruverndarsamtaka Ís-

lands hefur byggst á

þekkingu og reynslu

þeirra einstaklinga sem

unnið hafa fyrir sam-

tökin. 

?

Árni Finnsson 

Höfundur er formaður Nátt-

úruverndarsamtaka Íslands.

AÐ LOKNUM kosningum hóf-

ust viðræður um að mynda meiri-

hluta í sveitarstjórn-

unum. Hvað eftir

annað heyrði ég talað

um að nauðsynlegt

væri að komast í

meirihluta af því að í

minnihluta hefðu

flokkarnir engin

áhrif, þeir væru bara

á hliðarlínunni en það

þýðir væntanlega að

þeir séu nánast ekki

með.

Þetta er satt að

segja mjög merkileg

hugmynd um lýðræði,

að það sé sjálfgefið að þeir, sem

kjörnir eru í sveitarstjórn, hafi

nánast engin áhrif nema þeir kom-

ist í meirihluta. Þessi vanþróaða

lýðræðisvitund kemur líka fram á

Alþingi, þar sem stjórnarflokk-

arnir virðast hafa að leiðarljósi að

hundsa vilja stjórnarandstöð-

unnar, forðast málamiðlanir og

þröngva málum í gegn sama

hversu djúpstæður ágreiningur er

um þau. Og eina leið stjórnarand-

stöðunnar til að hafa einhver áhrif

er að stunda svo mikið málþóf í

þinginu að nálgast ofbeldi, ofbeldi

sem gripið er til í sjálfsvörn.

Ég hef setið í stjórnum nokk-

urra félaga. Þar hafa stjórn-

armenn vissulega ekki verið kosn-

ir listakosningum, en þeir hafa

samt haft mismunandi skoðanir á

stefnu og starfsemi þessara fé-

laga. Það hefði áreiðanlega þótt

dálítið sérkennilegt og ekki verið

vel séð ef einhverjir stjórn-

armanna í þessum félögum hefðu

farið að rotta sig saman í klíkur til

að mynda meirihluta og halda

minnihlutanum niðri. 

Sveitarstjórn er væntanlega

kosin til að annast hagsmuni sveit-

arfélagins og íbúanna í því. Það

eru auðvitað skiptar skoðanir á

því hvaða leiðir eru heppilegastar

enda skipa frambjóðendur sér

gjarnan í flokka og setja fram

stefnuskrár. En þó að skoðanir

séu skiptar, þá koma líka upp

mörg mál sem eru þverpólitísk,

eins og það er kallað, eða lítill

ágreiningur um. Minnihlutaflokk-

arnir hljóta stundum að koma

fram með hugmyndir og stefnu

sem meirihlutinn sér ýmislegt í

þótt hann sé ekki tilbúinn til að

taka allt upp eða ganga alla leið.

Þannig skyldi maður ætla að

minnihlutinn gæti komið ýmsu til

leiðar ef meirihlutinn er ekki fyr-

irfram ákveðinn í að halda honum

niðri, halda honum á

hliðarlínunni.

En svo er spurning-

inn: er yfirleitt ein-

hver þörf á að mynda

meirihluta? Er það

nokkuð eðlilegt? Til

hvers er verið að

standa í svona meiri-

hlutamyndunum? Mér

er það hreint ekki

ljóst. Ef það er ekki

til að halda minnihlut-

anum niðri, þá sé ég

bara eitt svar við því:

til að velja bæj-

arstjóra og forseta bæjarstjórnar.

Eðlilegast væri auðvitað að ráða

bara ópólitískan bæjarstjóra,

framkvæmdastjóra sveitarfé-

lagsins. Síðan mundu flokkarnir

skiptast á forseta bæjarstjórnar,

deila kjörtímabilinu í fjölda flokk-

anna eða framboðanna. Svo vinna

menn bara saman að hagsmunum

sveitarfélagsins, taka mál fyrir

eftir því sem tilefni er til, ræða

þau með það að leiðarljósi að kom-

ast að sameiginlegri niðurstöðu,

en ef það er ekki hægt, þá eru

greidd atkvæði og þau bara falla

eftir eðli hvers máls en ekki í

samræmi við einhverjar fyrirfram

myndaðar klíkur.

Lýðræðið á hliðarlínunni

Einar Ólafsson fjallar 

um meirihlutamyndanir 

í stjórnmálum

?

Eðlilegast væri auðvitað

að ráða bara ópólitískan

bæjarstjóra, fram-

kvæmdastjóra sveitarfé-

lagsins.

?

Einar Ólafsson

Höfundur er fyrrverandi formaður

VG í Kópavogi.

EKKERT er nýtt undir sól-

inni. Krossferð Ólafs Hanni-

balssonar er ófrumlegri en

ætla mætti. Hann fer í smiðju

manna sem á 8. áratug síðustu

aldar ólu á kjaftasögum um að

Framsóknarflokkurinn stæði

að sprúttsölu og fyrirskipaði

jafnvel mannshvörf. Málið

barst inn á Alþingi, þar sem

þingmaður hélt tilfinn-

ingaþrungnar ræður. Þjóðfé-

lagið var um skeið heltekið.

Nokkrir menn sátu blásaklaus-

ir bak við lás og slá. Þá eins

og nú var fjölmiðlum beitt.

Þegar upp var staðið mátti

hverjum sem sjá vildi vera

ljóst að rógsferðin hafði ekkert

með raunveruleikann að gera.

Með henni náðu þó einhverjir,

sem hirtu hvorki um skömm

né heiður, að þjóna lund sinni.

Framgangan vekur spurn-

ingar. Getur Gróa á Leiti átt

vísan aðgang að fjölmiðlum, eins

og við urðum vitni að í Kastljósi

sjónvarpsins 1. júní? Geta menn

þulið kjaftasögur í kastljósum

og sagt: Hér er mergjuð kjafta-

saga, sem við Hallveig heyrðum

í heitapottinum. Hlustið nú vel,

við höfum að vísu ekkert fyrir

okkur, en er ekki einhver sem

getur bætt um betur?

Eftir rógsferðina fyrri kom

Framsóknarflokkurinn afar illa

út úr kosningu. Þetta veit Ólaf-

ur í krossferð sinni. Tilgang-

urinn helgar jú meðalið. Það

rann þó um síðir upp fyrir kjós-

endum hvernig í málum lá.

Framsóknarflokkurinn vann í

kjölfarið einn af sínum stærsu

sigrum.

Spurningin er hvort sagan

muni endurtaka sig.

Halldór Árnason

Rógsferð

Höfundur er efna- og hagfræð-

ingur.

?Þessar kjaftasögur eru ekkert frá mér.?

Ólafur Hannibalsson í Kastljósi, 1. júní

2006.

?Ólyginn sagði mér ??

Gróa á Leiti

?Let them deny it.?

Richard Nixon

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52