Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 39
átti með að setja sig í annarra spor. Hún naut sín best í góðra vina hópi og enga manneskju þekki ég minn- ugri . Þegar hún var að rifja upp at- vik frá fyrri tíð mundi hún öll smáat- riði og sagði skemmtilega frá. Undanfarna daga hafa liðnar sam- verustundir og minningar komið upp í hugann. Sjö ára þrautagöngu í stríði við krabbamein er nú lokið. Það birti þó annað slagið til á þeirri göngu. Ofarlega í huga mér er ferð með henni og Kiddu vinkonu okkar til Boston sl. haust. Þar nutum við lífsins í hálfan mánuð og almættið stillti á sól. Við dvöldum hjá Önnu Magg og Bob bæði í borginni og svo í húsi þeirra við vatn í Georgetown. Það var eins og Adda fengi einhvern aukakraft, væri alheil þennan tíma. Hún tók þátt í öllum okkar gjörðum og naut sín vel. Morgunstundirnar þar sem við sátum úti, borðuðum morgunverð, lásum í bók eða lékum okkur í vatninu, voru yndislegar. Það var eins og tíminn stæði kyrr og við höfðum á orði að þetta væri örugg- lega svipað og í Paradís. En fljótlega eftir heimkomuna tók veikinda- stríðið við aftur. Adda flutti til Heið- rúnar dóttur sinnar og fjölskyldu hennar eftir áramótin en þá gat hún ekki búið ein lengur. Litlu stelpurn- ar voru ljósin í lífi hennar og unun var að sjá umhyggju tveggja ára hnátunnar hennar Nínu Bjargar fyr- ir ömmu sinni. Hún snerist í kring um hana og sótti það sem hún taldi að hana vanhagaði um, það gat verið peysa eða einhver gestur sem hún taldi að ætti að sinna ömmu en ekki að vera að blaðra við foreldrana frammi í stofu. Við fjölskyldan send- um Heiðrúnu, Ágústi Val, dætrum þeirra og systkinum Öddu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum þegar tilvist okkar týnd og grafin er og ókominna alda börn hér yndi finna sér Þeim hvísli blærinn lítið ljóð svo langt um tímans haf Um háa höll og þyrnirós sem þúsund ár þar svaf og þann sem leysir álög öll og alheim lífið gaf (H.O.Steingrímsson) Herdís Hólmsteinsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 39 MINNINGAR Þakka þér fyrir hönd allra sjúklinganna sem að þú ann- aðist. Þakka þér fyrir hvað þú varst mér. Ég er sátt við að þú ert farin úr skugganum og komin í ljósið. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Sigríður Magnúsdóttir. HINSTA KVEÐJA Enginn veit hverj- um klukkan glymur fyrr en á ögurstundu. Þetta á svo sannarlega við um það þegar hann Heiddi fór í sína síðustu hjólaferð. Það er alltaf erfitt að kveðja ein- hvern hinsta sinni sem manni þykir afskaplega vænt um. Hann Heiddi var nefnilega enginn venjulegur maður. Hann var stórmenni. Heiddi var einn af þeim mönnum sem hafði áhugamál sitt sem for- gangsatriði í lífi sínu. Mótorhjól af öllum gerðum voru hans líf og yndi ásamt skemmtilega mannlífinu sem þeim fylgir. Heiddi hafði mikinn auð að gefa öðru fólki. Sá auður fólst ekki í Dow Jones-vísitölu eða peningum, heldur mannkærleika og lífssýn. Svo mikið er víst að fæstir muna eftir því við hvað fólk starfar í sínu jarðnesku lífi, en kynslóðir munu svo sann- arlega muna eftir því hvað Heiddi aðhafðist „utan vinnutíma“. Ég reyni að hugga mig við það að hann Heiddi kvaddi þennan heim við að gera það sem hann elskaði. Fyrst hann varð endilega að fara svona snemma, er ég viss um að hann hefði sjálfur kosið þessa leið til að komast á slóða himnaríkis. Þegar við félagarnir förum að hjóla á Trial, Enduro eða götuhjól- unum, þá verður þú alltaf, alltaf með okkur í hjarta Heiddi minn. Ég og fjölskylda mín sendum öllum að- standendum Heidda okkar dýpstu samúðarkveðjur. Far vel kæri, kæri vinur. Orðspor þitt gleymist aldrei með- al okkar. Heimir Barðason. Elsku Heiddi. Þú varst algjör öð- lingur, þvílík perla, gull af manni. En ég sagði þér það aldrei, og nú er það of seint. Allt í einu ertu farinn, hrifinn á brott í blóma lífsins. Þá er svo auð- velt að vera eigingjarn og spyrja, af hverju þú? Þú sem varst svo góður, vildir allt fyrir alla gera, traustur vinur. HEIÐAR ÞÓRARINN JÓHANNSSON ✝ Heiðar Þórar-inn Jóhannsson fæddist á Akureyri 15. maí 1954. Hann lést af slysförum sunnudaginn 2. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju 11. júlí. Þú varst alveg ótrúlega skemmtileg- ur sögumaður og hafðir alltaf frá svo mörgu að segja. Sem betur fer var ég nýlega búin að hitta þig og þú sýndir mér stoltur hluta af hjólunum þínum og sagðir mér ákafur fullt af góðum sögum sem eru svo dýrmæt- ar núna, og allt sem var brallað í þá gömlu góðu, það rifjast upp og yljar manni. Minning þín lifir. Ég vil senda fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur, og Guð geymi þig. Gullveig Kristinsdóttir. Það voru sorgleg tíðindi 2. júlí þegar mér var tjáð að Heiðar Snigill nr 10 hefði látist í bifhjólaslysi í Öræfasveit. Heiddi, eins og hann var ævinlega kallaður, var á heimleið af landsmóti Snigla sem í ár var haldið í Hríf- unesi. Að festa svefn að kvöldi 2. júlí var verulega erfitt því Heiddi kom æv- inlega upp í hugann í sínum ýmsu myndum og í gegnum tárin kom einstaka sinnum bros, en brosið fór eftir því hvort tennurnar voru uppi í Heidda eða ekki, en þegar Heiddi fékk sér í glas átti hann það til að bregða á leik með tennurnar sínar og þeir sem sáu þessa tannleiki Heidda gleyma þeim aldrei. Á þessum rúmu 20 árum sem við höfum verið samferða í lífinu höfum við ýmislegt brallað og ófáa mót- orhjólatúrana höfum við tekið. Við fengum okkar aðalstign innan Snigla sama daginn þegar stjórn Snigla gerði okkur að heiðursfélög- um sumarið 2002. Ef Heiddi var beðinn um hjálp eða að taka eitthvað að sér var hann alltaf fús til að gefa af sér í svoleiðis, en Heiðar var í ófáum nefndum á vegum Snigla og saman sátum við í 10 ára afmælisnefnd Snigla 1994. Í þeirri nefnd kynntist ég því hversu skipulega Heiddi vann og með mik- illi festu. Eftir þessi kynni mín af Heidda nýtti ég mér oft skipulags- snilli hans þegar ég var að skipu- leggja eitthvað fyrir mótorhjóla- menn eða var með hugmyndir að einhverju er tengdist mótorhjólum og bar þær ævinlega fyrst undir hann. Flestir landsmótsgestir á lands- mótum Snigla hafa smakkað sérlög- uðu landsmótssúpuna hans sem hann hefur eldað síðustu 19 ár á öll- um landsmótum síðan 1988. Senni- lega er ekki til sá Íslendingur sem hefur eldað ofan í eins marga mót- orhjólamenn og Heiddi, en oft tók hann að sér að elda fyrir bæði götu- og torfærumótorhjólamenn á hinum ýmsu uppákomum og ferðalögum hjólamanna. Fyrir tæpum tveim árum tók Heiddi sig á og breytti um lífsstíl, tróð tappanum vel í flöskuna og fór í kjölfarið að safna mótorhjólum fyrir alvöru og síðast þegar ég frétti átti hann 27 og hálft mótorhjól. Heiddi var eflaust einn reyndasti bifhjóla- maður landsins og keppti í hinum ýmsu keppnum á mótorhjólum og meðal annars var hann Íslands- meistari í sandspyrnu og samkvæmt mínum heimildum hefur enginn náð að slá met hans á mótorhjóli í sand- spyrnu. Heiddi keppti í nokkur ár í Íslandsmótinu í meistaradeild í þo- lakstri og var ævinlega langelsti keppandinn í þeim keppnum, en besti árangur hans var 12. sæti á móti þeim bestu. Hann keppti líka á jeppa í torfæru og varð Íslands- meistari í götubílaflokki 1986. Fyrir rúmu ári var haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki og þar var Heiddi að sjálfsögðu mættur með hluta af hjólaflota sínum, en af fimm keppn- um sem voru á hátíðinni tók Heiddi þátt í þrem keppnum og sigraði tvær þeirra. Í tengslum við þessa hátíð datt mér í hug að láta gera gera minn- isvarða um fórnarlömb bifhjóla- slysa. Það kom aðeins einn maður upp í hugann þegar smíða og hanna átti verkið. Að sjálfsögðu var það Heiddi sem fenginn var í verkefnið og fallegra listaverk er vandfundið. Þetta listaverk Heidda stendur við Varmahlíð og heitir Fallið og er til minningar um fórnarlömb bifhjóla- slysa og var afhjúpað á 100 ára af- mælisdag mótorhjólsins 19. júní 2005, en er það kaldhæðnislegt að listaverkasmiðurinn og hönnuðurinn sjálfur sé orðinn eitt af fórnarlömb- um bifhjólaslysa. Heidda verður sárt saknað meðal bifhjólamanna um ókomin ár. Ég vil votta fjöl- skyldu Heidda samúð mína á þess- um erfiðu tímum. Hjörtur (líklegur Snigill nr 56). Ég á, eins og við öll, fullt af sög- um og minningum um kappann. Margar tengjast því þegar við vor- um að elda saman eða í einhverju öðru matarstússi. Það var mjög gaman að vera honum til halds og trausts á fimmtugsafmælinu, þá flutti ég bara til hans og stússaði í matargerð alla daga þegar hann var í vinnunni og þar sem hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig matur á að vera þá teiknaði hann upp fyrir mig uppskriftirnar, já teiknaði því að þetta átti allt að fara ofan í pottana á ákveðinn hátt. Heiddi var einn af stofnendum Vélhjólafjelags Gamlingja, sannur og trúr fjelaginu alla tíð. Ég hef verið Leiðtogi Gamlingja síðan 1998, átt stuðning hans og hjálpsemi vísa í einu og öllu. Fjelagið og gömlu hjólin voru stolt hans og yndi. Hjólasafnið einstakt. Þvílíkt skarð sem hoggið hefur verið. Vélhjólafjelag Gamlingja verður aldrei samt. Núna undanfarið ár þegar við höfum hist eða hringst á hefur aðal- umræðuefnið verið að skipuleggja og viðra hugmyndir um mótorhjóla- söfn, hann sitt fyrir norðan og ég mitt í sveitinni. Eitt af því síðasta sem við ræddum á Landsmóti var einmitt þetta sameiginlega áhuga- mál okkar. Heiddi, þín verður minnst um ald- ir alda, heill sé yður Höfðingi. Gaml- inginn skoðar steininn. Takk fyrir allt. Þín Dagrún. Kæri Heiddi, mér tekur það sárt að þurfa að kveðja þig, kæri vinur, allt of snemma. Margar minningar sækja á hugann. Við höfum brallað margt saman gegnum tíðina, ótal ferðir á hjólunum, um landið og er- lendis. Við höguðum okkur eins og sannir hjólamenn með tilheyrandi glasalyftingum, hlátri og sprelli. Þú varst alltaf góður félagi og stóðst með mér í hvívetna. Á aðalfundi Snigla í mars sl. léstu alla heyra það sem þurftu að þú værir ekki sáttur við þá framkomu sem mér hefur verið sýnd á undanförnum árum. Það var mér mikils virði að þú skyldir verja æru mína. Þú varst sannur vinur vina þinna og það var heiður að fá að vera þér samferða í gegnum tíðina. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku vinur, takk fyrir allar okk- ar samverustundir og hefði ég viljað að þær hefðu fengið að vera enn fleiri. Ég vil votta vinum og ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Gunnar Eymarsson (Gunni brems). Ég hóf störf í Herrahúsinu 1991, þá 25 ára að aldri. Þar kynntist ég yndislegu fólki og starfaði lengst af með Guðgeiri og Sverri Bergmann í þau tíu ár sem ég var þar við störf. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Guðgeirs var hvað hann var mikið glæsimenni og sinnti sínu starfi af alúð. Margur viðskiptavinurinn hafði orð á því hvað hann væri mikið glæsimenni, enda höfðum við Sverrir gaman að því að spyrja fólk (þegar Guðgeir heyrði ekki til) hvað það héldi að hann væri „gamall“. Þegar svarið kom þá skeikaði yfirleitt um svona 10 ár plús, Guðgeiri í hag. Ég komst að því að til að selja glæsi- GUÐGEIR ÞÓRARINSSON ✝ Guðgeir Þórar-insson fæddist á Reyðarfirði hinn 13. september árið 1923. Hann lést á Landakotsspítala hinn 29. júní síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni 7. júlí. legan fatnað þurfti talsvert mikla kunn- áttu og að ég ætti langt í land, því í Herrahúsinu er boðið upp á þjónustu sem á sér engan líka varð- andi breytingar á fatnaði og þjónustu- lund. Ég var svo heppinn að vera læri- sveinn Guðgeirs og mun ég njóta þess um aldur og ævi. Þegar ég hóf störf í Herrahúsinu hafði ég á tilfinningunni að hann hefði haft marga lærisveina sér við hlið í gegnum tíðina, og að nú væri kom- inn enn einn lærisveinninn sem léti sig svo kannski hverfa eftir skamman tíma. Svo sannanlega hafði hann þurft að ala upp margan manninn. En hann sá að ég hafði mikinn áhuga á að læra og gera mitt besta. Við áttum afskaplega farsælt samstarf. Eitt af mörgu sem mér fannst svo aðdáunarvert í fari Guðgeirs var hvað hann var móttækilegur fyrir tískubylgjunni hverju sinni þrátt fyrir að vera á áttræðisaldri. Litasamsetningin á jakkafötunum, skyrtu og bindi var alltaf jafn- glæsileg. Oft spurði hann mig þeg- ar hann var að sinna viðskiptavin- inum: „Arnar, hvernig finnst þér þetta passa saman?“ Það bara klikkaði ekki hjá honum. Þeir voru ófáir dagarnir þar sem var gert grín og hlegið. Við höfðum afskaplega gaman af því að grínast hvor í öðrum og tókum upp á ýmsu okkur til skemmtunar. Guðgeir var frekar hjátrúarfull- ur maður og hafði ég afskaplega gaman af því að spyrja hann þegar við vorum í glerlyftunni í Herra- húsinu hvort þetta eða hitt hefði nokkurn tímann hent hann síðasta mánuðinn eða svo. Hann gat aldrei svarað mér fyrr en við vorum komnir út úr lyftunni og hann gat bankað þrisvar sinnum í næstu tré- hillu eða einhvern við. Hann var líka stoð mín og stytta ef eitthvað bjátaði á. Ef mér leið ekki vel þá tók hann það inn á sig og var tilbúinn að tala um hlutina, þannig var okkar samstarf og vin- átta. Ég gleymi aldrei þeim degi er ég tilkynnti Guðgeiri með trega að mér hefði boðist annað starf og að ég þyrfti að breyta til eftir tíu ára starf í Herrahúsinu. Hann hélt að ég væri með enn eitt grínið í gangi. Þegar hann sá að mér var alvara þá hugsaði hann sig um og sýndi mér mikinn skilning á þessu öllu saman. Síðasta vinnudaginn minn kvöddumst við í faðmi með tár á hvarmi. Í dag kveð ég þig vinur með virðingu og söknuði. Takk fyr- ir allt saman Guðgeir minn, það var yndislegt að kynnast þér og ég mun ávallt minnast þín. Ég votta ættingjum og vinum Guðgeirs mína dýpstu samúð. Arnar Freyr Gunnarsson. Vináttukveðja að austan. Guðgeir fæddist á Reyðarfirði, sonur Pálínu Þorsteinsdóttur og Þórarins Björnssonar, sem bæði voru einstaklega vel látin og vinsæl meðal samborgara sinna. Góðvild þeirra og aðstoð við þá sem þurftu þess með lét ekki á sér standa. Ég sem þessar línur rita naut í ríkum mæli velvildar þeirra þegar móðir mín lést á ellefta aldursári mínu 1939. Á þeim árum var ekki fyrir að fara neinni opinberri aðstoð eins og við þekkjum til í dag. Í þess stað kom til skjalanna gott og vel hugsandi fólk, sem með einhverjum hætti tókst að láta í té afgerandi aðstoð þótt engir peningar væru til. Ég hef oft leitt hugann að því hvernig þetta góða fólk gat lagt til sína mikilvægu aðstoð sem ég þá þurfti á að halda. Ekki er ég í vafa um að óteljandi margt fólk um land allt hefur orðið að liði í hliðstæðum tilvikum. Tímarnir eru mikið breyttir. Guðgeir átti þrjú systkin, Unni sem látin er fyrir nokkrum árum, Sigríði sem býr í Reykjavík og Kristin sem fluttist til Kanada og hefur verið búsettur þar síðan. Klæðskeranámið hóf hann hjá Þjóðverjanum Franz Jesorzky sem þá dvaldi á Reyðarfirði en lauk því síðan í Reykjavík hjá G. Bjarnason og Fjeldsted. Nokkrum árum síðar stofnaði hann ásamt öðrum fyr- irtækið Sportver h.f., sem fram- leiddi karlsmannsföt. Sú starfsemi naut mikilla vinsælda meðal mikils fjölda karlmanna og var hlutur Guðgeirs í fyrirtækinu mjög mik- ilvægur. Með láti Guðgeirs er horfinn af sjónarsviðinu einlægur og góður drengur. Árin á Reyðarfirði voru lífleg á sínum tíma, enda fjörðurinn fallegur og fólkið gott. Ég og fjöl- skylda mín áttum alla tíð gott sam- starf við fjölskyldu Guðgeirs fyrr og síðar, sem varð að traustri vin- áttu enda þótt hóparnir ættu eftir að dreifast bæði innanlands og ut- an. Allt þetta er okkur ljúft að þakka um leið og Guðgeiri er óskað alls hins besta á Guðs vegum. Að- standendum Guðgeirs sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.