Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ S ameining lögregluemb- ættanna á höfuðborgar- svæðinu ætti að tryggja betri þjónustu við alla íbúa á svæðinu og þar með meira öryggi. Það er enginn vafi að við náum að nýta lögregluliðið betur þegar það verður undir einum hatti. Við ætlum líka að mæta skýrri kröfu almennings um að lög- reglan verði sýnilegri en nú er. Ef sýnileiki lögreglunnar skiptir miklu fyrir öryggiskennd íbúanna er sjálfsagt að verða við þeirri kröfu.“ Stefán Eiríksson var skipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis- ins hinn 7. júlí sl. og er fyrstur manna til að gegna því nýja emb- ætti. Hann er 36 ára, fæddur og uppalinn á Akureyri, af móðurætt úr Eyjafirði og Hrísey en af föð- urætt úr Skagafirði og Borgarfirði. Um næstu áramót taka gildi ný lög um skipan lögreglumála. Lög- regluumdæmum verður fækkað úr 26 í 15 og á höfuðborgarsvæðinu verður sameinað umdæmi lögregl- unnar öll Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fjörður og Álftanes. „Innan lögreglunnar hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að fækka lögregluumdæmum og gera þau öflugri,“ segir Stefán. „Und- irbúningur þess komst í skýran farveg eftir að Björn Bjarnason settist í stól dómsmálaráðherra. Hann kallaði saman alla þá sem þessi mál varða, til dæmis ríkislög- reglustjóra, ríkissaksóknara, Landssamband lögreglumanna og Sýslumannafélagið. Í kjölfarið var skipuð verkefnastjórn um nýskipan lögreglumála og hún skilaði skýrslu árið 1995. Þessu næst mót- aði framkvæmdanefnd tillögurnar betur og skilaði þeim af sér í lok síðasta árs. Þær urðu svo grund- völlur lagafrumvarps sem lagt var fram á þingi í byrjun þessa árs og er nú orðið að lögum.“ Stefán kom að undirbúningi málsins frá upphafi og veitti m.a. verkefnastjórninni og fram- kvæmdanefndinni forstöðu. Hann segir lögreglumenn hafa tekið hug- myndunum fagnandi, en sýslu- menn hafi sumir verið hikandi í fyrstu, enda þýddu þessar tillögur að mörg verkefni voru frá þeim tekin. Nú séu þeir hins vegar sam- mála um að breytingarnar séu þarft framfaraskref. „Dómsmála- ráðherra markaði í upphafi þá stefnu að ekki bæri að fækka emb- ættum sýslumanna, en hins vegar þyrftu verkefni þeirra ekki að vera alls staðar hin sömu. Við þessu hefur verið brugðist með því að færa ýmis verkefni og málaflokka til sýslumannsembættanna, sem áður voru hjá dómsmálaráðuneyt- inu eða öðrum embættum. Þar má nefna að innheimta sekta og sak- arkostnaðar færist til sýslumanns- ins á Blönduósi. Þar er ekki nóg með að tíu ný störf skapist, heldur hefur innheimtuferlið verið tekið til gagngerrar endurskoðunar og er því betra eftir en áður. Umsýsla með bótanefnd færist í hendur sýslumanni á Siglufirði, útgáfa Lögbirtingablaðsins verður í hönd- um sýslumanns í Vík í Mýrdal og svo mætti lengi telja.“ Einfaldara og skýrara Þegar fækkun lögregluumdæma á Íslandi kom til tals var leitað í smiðju nágrannaþjóða. Norðmenn fækkuðu umdæmum sínum úr 50 í 25 fyrir nokkrum árum og Danir ákváðu nýlega að fækka umdæm- um þar í landi úr 54 í 12, eftir að hafa í fyrstu ætlað sér að fækka þeim niður í 25. „Þessar þjóðir hafa komist að sömu niðurstöðu og við, að með fækkun embætta nýtist fjármagn til löggæslu betur og skipulag löggæslumála verður bæði einfaldara og skýrara.“ Stefán vísar máli sínu til stuðn- ings í fjölda skýrslna og saman- tekta frá öðrum löndum, auk ís- lenskrar skýrslu sem unnin var af lögreglumönnum í stjórnendanámi í Lögregluskólanum og sýnir að þjónustan hjá lögregluembættun- um á höfuðborgarsvæðinu er mis- munandi. „Staðan hefur því verið sú, að fólk situr ekki við sama borð þegar kemur að aðstoð og þjónustu lögreglu. Þetta á auðvitað líka við annars staðar á landinu. Sum emb- ættin hafa bolmagn til ítarlegra rannsókna á afbrotum, en önnur geta einfaldlega ekki sinnt öllum málum sem til þeirra koma og þar með býr fólk í þeim umdæmum ekki við sama öryggi og aðrir. Við eigum að miða við bestu mögulegu þjónustu. Núna verða lögreglu- embættin 15, í stað 26 og af þess- um 15 verða 7 svokölluð lykilemb- ætti, þar sem lögð verður áhersla á að ná upp sérþekkingu og sérhæf- ingu við rannsókn stærri og flókn- ari mála. Núna leita minni emb- ættin til Reykjavíkur eftir aðstoð í stærri sakamálum og þar með byggist ekki upp nein sérþekking á slíkum rannsóknum úti á landi. Til allrar hamingju eru stærri brot líka það fátíð, að ekki er raunhæft að ætla að sérþekking náist á rannsókn þeirra alls staðar, en ákveðinni sérhæfingu er þó hægt að ná hjá lykilembættunum.“ Aðspurður hvernig þessar breyt- ingar verði á höfuðborgarsvæðinu, t.d. hvort þær þýði fækkun eða fjölgun lögreglumanna, segir Stef- án að enn sé vinna við sameiningu umdæma of skammt á veg komin til að hægt sé að svara því. Hann segir hins vegar að ekki verði ráð- ist í slíkar grundvallarbreytingar að loka lögreglustöðvum, t.d. í Hafnarfirði eða Kópavogi. „Nær- þjónusta er mjög mikilvæg og við eigum að tryggja að lögreglan sé í góðu sambandi við íbúana. Þar komum við að sýnileikanum. Við vitum að almenningur vill að lög- reglan verði sýnilegri. Það veitir fólki öryggiskennd og við viljum að lögreglan eigi stóran hlut í að veita fólki það öryggi sem það leitar eft- ir.“ En hvað með vopnaburð al- mennrar lögreglu? Þykir nýskip- uðum lögreglustjóra ástæða til að lögreglumenn beri skotvopn? Stefán segir að efling sérsveitar lögreglunnar hafi verið mikilvægt skref, því þannig hafi ákveðnum breytingum í samfélaginu verið mætt. „Harkan hefur aukist og hér eru vopnuð rán, svo dæmi séu tek- in. Lögreglan verður auðvitað að geta brugðist við slíkum aðstæðum og styrkur sérsveitarinnar gerir henni kleift að gera það. Ég vil ekki vopna almennu lögregluna og sérsveitin er liður í að við getum áfram haft almennu lögregluna óvopnaða.“ Fólki af erlendu bergi fjölgar ört í íslensku samfélagi og Stefán er inntur eftir hvort lögreglan þurfi að bregðast við því með einhverj- um hætti, t.d. sækjast eftir ein- staklingum úr þeim hópi til starfa, til að auðvelda samskipti hennar við ólíka menningarhópa, eins og Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins Sameining ætti að tryggja Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins, vill mæta kröfu almennings um að lögreglan verði sýnilegri, en hann vill ekki að almennir lögreglumenn beri skotvopn. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við lögreglustjórann. Morgunblaðið/Kristinn Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, vill að lögreglan verði sýnilegri en nú er. ’„Staðan hefur þvíverið sú, að fólk situr ekki við sama borð þegar kemur að að- stoð og þjónustu lög- reglu […] Sum emb- ættin hafa bolmagn til ítarlegra rann- sókna á afbrotum, en önnur geta einfald- lega ekki sinnt öllum málum sem til þeirra koma.“ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.