Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 333. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TÆKNISAMRUNI
SÍMI ER EKKI BARA SÍMI HELDUR STÖÐU-
TÁKN OG ALHLIÐA VERKFÆRI >> VIÐSKIPTI
17
dagar
til jóla
Reuters
Fundur Lee Hamilton, George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, og James Baker ræða við
fréttamenn um nýju Íraksskýrsluna. 
Washington. AFP. | George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, segir að ný Íraksskýrsla gefi
mjög dökka mynd af stöðunni í Írak en í henni
séu áhugaverðar tillögur og hann taki allar til-
lögur alvarlega. Forsetinn biður um pólitískt
vopnahlé í Íraksmálinu og með þjóðarhag í
huga sé best að allir vinni saman í því.
James A. Baker III, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og Lee H. Hamilton,
fyrrverandi þingmaður demókrata, fóru fyrir
starfshópi sem Bandaríkjaþing skipaði í mars
sl. til að skilgreina stöðuna í Írak og leggja
fram tillögur til lausnar ástandinu í landinu.
Skýrslan var gerð opinber í gær og eru þar
lagðar fram 79 tillögur á 160 síðum. Meðal ann-
ars kemur fram að staðan í Írak sé grafalvar-
leg og fari versnandi og Bandaríkjastjórn verði
að breyta stefnu sinni í landinu.
Friðarviðræður nauðsynlegar
George W. Bush fékk skýrsluna í hendur í
gær og við það tækifæri hvatti hann alla þing-
menn Bandaríkjaþings til að kynna sér hana
vandlega. 
Í skýrslunni er bent á að Bandaríkjastjórn
nái ekki markmiðum sínum í Mið-Austurlönd-
um nema hún taki á deilu araba og Ísraela og
óstöðugleikanum á svæðinu öllu. Það þýði bein-
ar friðarviðræður við Ísrael annars vegar og
hins vegar við Palestínu, Sýrland og Líbanon,
og viðræður þeirra á milli. | 18 
Biður um
pólitískt
vopnahlé
Áhugaverðar tillögur um
Írak að mati forsetans
FORNLEIFAFRÆÐINGAR frá
Fornleifastofnun Íslands hafa
eftirlit með fornleifauppgreftri
norðan Hafnarstrætis og aust-
an Tryggvagötu við Reykjavík-
urhöfn. Í gær var verið að
vinna við gamlar grjóthleðslur
sem komið hafa í ljós bak við
hús Rammagerðarinnar og
önnur hús norðan Hafnar-
strætis. 
Fyrirtækið Urð og grjót ehf.
er nú að breyta lögnum sem
lenda inni í byggingarreitum
fyrirhugaðs tónlistarhúss, hót-
els og banka við Reykjavík-
urhöfn. Garðar Þorbjörnsson,
framkvæmdastjóri Urðar og
grjóts ehf., sagði að þessi verk-
þáttur væri upp á um 200 millj-
ónir króna og lagnirnar sem
þyrfti að færa og leggja mæld-
ust samtals í kílómetrum. Hann
taldi að fjarlægja þyrfti gömlu
garðana að stórum hluta. Úti í
Pósthússtræti væri gömul
steinbryggja og hugmyndin að
reyna að sleppa við að fjar-
lægja hana.
Garðar Guðmundsson, forn-
leifafræðingur hjá Fornleifa-
stofnun, sagði að þau væru
þarna að vinna fyrir Minjasafn-
ið í Reykjavík við fornleifa-
rannsóknir. Á þessu svæði eru
leifar vel hlaðinna grjótveggja.
Garðar sagði veggina svo vel
byggða að menn veltu því fyrir
sér hvort verkþekkingin sem
þar var beitt hefði komið með
þeim sem byggðu Alþingishúsið
1881. Flestir veggjanna mynd-
uðu kjallara húsa sem voru
byggð saman og stóðu fremst á
sjávarkambinum um aldamótin
1900. Þessi hús voru þá bakhús
verslunarhúsa við Hafn-
arstræti. Um 1925 var byggður
grjótgarður, götubreidd utar,
fyllt á milli garðanna og
Tryggvagatan lögð á uppfyll-
ingunni.
Framan við grunnana á
myndinni komu í ljós leifar for-
vitnilegrar bryggju. Bryggju-
stólparnir voru festir með
grjóthleðslum í tréstömpum. 
Austan við þetta svæði hafa
fundist töluverð ruslalög, m.a.
með fiskbeinum, sem benda til
fiskverkunar, og einnig húsa-
sorpi á borð við leirmuni.
Garðar sagði þessar minjar
merkar að því leyti að þarna
hefði verið lagður grunnurinn
að borgarmyndun Reykjavíkur.
Breyta þarf lögnum í kíló-
metratali við miðborgina
Vandaðar grjót-
hleðslur frá fyrri
tíð líta dagsins ljós
Morgunblaðið/RAX
Uppgröftur Fornleifafræðingar voru að rannsaka grjóthleðslurnar við Tryggvagötu í gær.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
BANDARÍSKA verslunarkeðjan Whole 
Foods Market (WFM) hefur ákveðið að
hætta markaðssetningu á íslenskum vörum í
verslunum sínum sökum ákvörðunar stjórn-
valda að hefja að nýju hvalveiðar í atvinnu-
skyni. Verslunarkeðjan mun þó áfram bjóða
upp á íslenskar vörur frá einstökum framleið-
endum. Ákvörðunina sendi Kenneth Meyer,
aðalforstjóri austurstrandardeildar, Einari K.
Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra bréfleiðis
22. nóvember sl.
Í bréfinu segir Meyer meðal annars mikið
áhyggjuefni að ákveðið hafi verið að veiða níu
langreyðar en verst þykir honum að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um frekari veið-
ar og verði ekki fyrr en niðurstöður úr rann-
sóknum á hvalkjötinu liggi fyrir. Það þykir
Meyer gefa skýrt til kynna að til skoðunar sé
að auka við kvótann, þ.e. ef niðurstöðurnar
eru jákvæðar. ?Okkur þykir sú ákvörðun að
styðja ekki alþjóðlegt bann við hvalveiðum
andstæð markmiðum um að kynna landið
sem sjálfbært samfélag og framsækið í um-
hverfismálum,? segir Meyer og bætir því við
að staða Íslands í hvalveiðimálum dragi úr
viðskiptavild sem náðst hafi á meðal við-
skiptavina WFM. Því sé ómögulegt að halda
áfram markaðssetningu vörumerkisins Ís-
land. 
?Við hyggjum að ef afstaða Íslands til hval-
veiða breytist ekki muni eftirspurn eftir ís-
lenskum vörum í verslunum okkar minnka og
við verðum tilneyddir að leita eftir vörum frá
öðrum löndum.?
Whole Foods Market er í fremstu röð
verslana sem selja lífrænar afurðir og þær
sem framleiddar eru með sjálfbærum hætti.
Verslanirnar eru 180 víðsvegar um Bandarík-
in og stefnt er að því að fjölga þeim í þrjú
hundruð fyrir árið 2010. Undanfarin ár hefur
markaðssetning á íslenskum afurðum farið
fram í verslunum og meðal annars verið boðið
upp á lambakjöt, skyr, smjör og osta.
Hætta markaðssetningu
vara vegna hvalveiðanna
Í HNOTSKURN
»
Ríkisstjórnin
ákvað að leyfa
hvalveiðar í atvinnu-
skyni í október sl.
Veiða má níu lang-
reyðar og þrjátíu hrefnur á yfirstand-
andi veiðitímabili.
»
Fyrsta langreyðurin var veidd 22.
október og voru tvær eftir óveiddar
þegar Hvalur 9 hætti veiðum.
»
Talið er fullvíst að hvalkjötið verði
flutt á markað í Japan.
»
Beðið er eftir niðurstöðum rann-
sókna á kjötinu og er þeirra að
vænta um eða eftir áramót.
GILDISTÖKU þrjú hundruð þúsunda kr. frí-
tekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyr-
isþega og ellilífeyrisþega verður flýtt til 1. jan-
úar 2007, en að óbreyttu hefðu tillögur um
frítekjumörkin tekið gildi 2009 og 2010.
Þessar og fleiri breytingar voru kynntar á
sameiginlegum blaðamannafundi Árna M.
Mathiesen fjármálaráðherra og Sivjar Frið-
leifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra í gær. Þessar tillögur sem og þær til-
lögur sem fram koma í frumvarpi um
almannatryggingar fela í sér samtals 28 millj-
arða aukaútgjöld til lífeyrisþega á næstu fjór-
um árum, að sögn heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. | 4
Kjarabætur til ör-
yrkja og aldraðra
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64