Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 340. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ABBABABB 
SÖNGLEIKUR EFTIR DR. GUNNA Í
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU >> 46 
10
dagar
til jóla
www.postur.is
14.12.
er síðasti öruggi skiladagur
á jólakortum til Evrópu!
ÍSLENSKA
/
SIA.IS
/
I
CE 34581 12/
06
Eftir Brján Jónasson og Baldur Arnarson
ÞRÍR núverandi eða fyrrverandi forstjórar
þriggja olíufélaga voru í gær ákærðir fyrir
meint brot gegn samkeppnislögum, fyrir að hafa
haft ólögmætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir
milligöngu undirmanna, með það að markmiði
að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni. 
Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru á hendur
Einari Benediktssyni, forstjóra Olíuverzlunar
Íslands, Geir Magnússyni, fyrrverandi forstjóra
Olíufélagsins ? sem nú heitir Ker, og Kristni
Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs.
Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt von á sekt-
um og fangelsisdómum allt að tveimur árum,
fjórum ef sakir þeirra eru taldar miklar, sam-
kvæmt núgildandi samkeppnislögum. 
Undirmenn þeirra, sem höfðu stöðu grunaðra
við rannsókn, verða ekki ákærðir vegna sam-
ráðsins, né félögin sjálf sem þegar hafa sætt
stjórnvaldssektum, að því er fram kemur í til-
kynningu frá ríkissaksóknara. 
Að sögn lögmanns eins ákærðu er búist við því
að ákæran verði þingfest í janúar nk. Ætluð brot
voru framin á tímabilinu frá 1. mars 1993 til árs-
loka 2001. Ákæran er í þremur köflum og 27
ákæruliðum og er birt í Morgunblaðinu í dag. 
Fyrsti kafli ákærunnar lýtur að samráði við
gerð tilboða, en þar er fjallað um meint samráð
forstjóranna þriggja, eða undirmanna þeirra,
við útboð ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja á
eldsneyti, olíuvörum og fleiri vörum. Er þar m.a.
um að ræða útboð dómsmálaráðuneytisins
vegna eldsneytis fyrir lögreglubíla og önnur
ökutæki, en þar segir í ákæru að starfsmenn
hafi fundað til að koma sér saman um hvað hvert
fyrirtæki myndi bjóða. Ríkiskaup höfnuðu til-
boðunum.
Annar kafli ákærunnar fjallar um það hvernig
ætlað er að fyrirtækin hafi markvisst skipt
markaðinum með sér með ólöglegu samráði. Er
þar m.a. fjallað um meint samráð þar sem mark-
aðssvæðum hafi verið skipt markvisst á milli fé-
laganna þriggja, t.d. með því að eitt eða tvö félög
hættu starfsemi í bæjum á landsbyggðinni til að
eitt félag sæti að markaðinum þar. Segir í ákæru
að félögin þrjú hafi m.a. undirritað samning þar
sem Olíufélagið og Skeljungur hafi skuldbundið
sig til að opna ekki bensínsölu í Grindavík.
Sagðir hafa átt fjölda funda
Einnig er ákært vegna ætlaðs samráðs í
tengslum við sölu á eldsneyti til erlendra skipa,
þar sem markaðinum var skipt niður á milli fé-
laganna þriggja í ákveðnum hlutföllum. Er talið
að félögin þrjú hafi jafnað kostnað og hagnað af
sölu til skipa eftir þessum hlutföllum. 
Þriðji hluti ákærunnar er sá viðamesti, en þar
er ákært vegna meints samráðs um ákvörðun
verðs á söluvörum, afsláttarkjör, álagningu og
viðskiptakjör. Er þar m.a. lýst 35 fundum eða
samtölum sem ákærðu og undirmenn þeirra áttu
þar sem þeir ráðfærðu sig og skiptust á upplýs-
ingum um rekstur félaganna og fyrirætlanir á
markaði, skiptust á skoðunum um verðlagningu,
viðskiptakjör, afslætti og álagningu.
Einnig er ákært vegna meints samráðs vegna
sölu á eldsneyti til erlendra skipa og vegna ætl-
aðs samráðs gegn aðgerðum LÍÚ um að lækka
verð á olíu til fiskiskipa.
L52159 Olíusamráðið | Aukablað
Þrír núverandi eða fyrrverandi forstjórar þriggja olíufélaga ákærðir fyrir brot gegn samkeppnislögum
Ákærðir fyrir þátt sinn
í samráði olíufélaganna
L52159 Sakaðir um samráð við gerð tilboða, markaðsskiptingu og ákvörðun um verð
L52159 Starfsmenn félaganna sem höfðu stöðu grunaðra við rannsókn ekki ákærðir
Í HNOTSKURN
»
Málið hófst með húsleit hjá olíufélög-
unum þremur 18. desember 2001.
»
Samkeppnisstofnun sendi fyrri hluta
frumathugunarskýrslu á meintu verð-
samráði félaganna til þeirra 8. janúar
2003.
»
Úrskurður áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála féll 31. janúar 2005. Í
kjölfarið voru sektargreiðslur félaganna
lækkaðar.
»
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
lauk rannsókn sinni á meintu samráði
17. nóvember 2005.
?HÉR er verið að láta á það reyna
hvort ákvæði samkeppnislaga nái
til brota einstaklinga. Refsirétt-
arfræðingar eru almennt þeirrar
skoðunar að svo sé ekki og ég tel að
svona tilraunastarfsemi eigi ekki
heima í réttarríki,? segir Gísli Bald-
ur Garðarsson, hrl., lögmaður Ein-
ars Benediktssonar, forstjóra Olíu-
verzlunar Íslands.
?Þetta er þó líka ákveðinn léttir
að því leyti til, að nú hafa hand-
hafar ákæruvaldsins loksins ákveð-
ið hvaða stefnu þeir ætla að taka í
þessu máli,? segir Gísli. ?Núna loks-
ins er hægt að takast á um efn-
isþætti málsins.?
Ragnar Hall, hrl., lögmaður
Kristins Björnssonar, fyrrverandi
forstjóra Skeljungs, segir það hafa
verið sinn skilning að þau laga-
ákvæði sem ákært er vegna vörð-
uðu félög en ekki einstaklinga.
?Ákæruvaldið hefur kosið að láta
dómstóla svara þeirri spurningu,
og þá verður bara að taka því,? seg-
ir Ragnar. Hann segir það þó alls
ekki réttlátt gagnvart þeim þremur
mönnum sem eru ákærðir. ?Ég tel
þetta satt að segja með ólíkindum,
að það eigi að vera niðurstaðan að
velta þessu áfram á þessum grunni
eftir að hafa legið yfir málinu svo
árum skiptir.?
Hvorki Geir Magnússon, fyrrver-
andi forstjóri Olíuverzlunar Ís-
lands, né lögmaður hans vildu tjá
sig um ákæruna í gær.
Tilraun sem
ekki á heima
í réttarríki
London. AFP. | Breska vikublaðið
News of the World hét í gær 250.000
pundum, eða sem svarar 34,2 millj-
ónum króna, þeim sem veitt gæti
upplýsingar sem leitt gætu til hand-
töku morðingja kvennanna fimm
sem fundist hafa í nágrenni Ipswich-
borgar síðan 2. desember sl.
?Við vonum að þessi metverðlaun
muni hjálpa við lausn þessara
grimmilegu morða sem hafa valdið
óhug með þjóðinni,? sagði í yfirlýs-
ingu blaðsins í gær.
Líklegt þykir, að konurnar fimm
hafi þekkt morðingjann, sem kann
að búa í borginni. | 16 
Leggja fram metfé til 
höfuðs morðingjanum
FJÖLMENNUR íbúafundur, þar sem kynntar voru
hugmyndir bæjaryfirvalda um framtíðarskipulag við
Kársnes, var haldinn í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi
en hugmyndirnar falla í misfrjóan jarðveg meðal bæj-
arbúa. Þannig hefur formaður íbúasamtaka vestur-
bæjar lýst áhyggjum af aukinni umferð og vaxandi um-
svifum á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Þá er formaður
foreldraráðs Kársnesskóla áhyggjufullur vegna auk-
innar umferðar og hefur sent bæjaryfirvöldum bréf
með ósk um upplýsingar um frekara skipulag. | 12
Morgunblaðið/Sverrir
Kópavogsbúar funduðu um Kársnesið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60