Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 342. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
UNGUR SENUÞJÓFUR
BRYNJA ÓLAFSDÓTTIR SÖNG Á FJÖLSKYLDU-
TÓNLEIKUM Í ÞJÓÐBÚNINGI ÖMMU SINNAR >> 28
8
dagar
til jóla
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LÖGREGLA og fólk sem aðstoðar
fíkniefnaneytendur í Ipswich í Bret-
landi gefa nú vændiskonum peninga
til að fá þær til að hætta að stunda
vinnu sína á götunum, að sögn vef-
síðu dagblaðsins Guardian í gær.
Ástæðan er að raðmorðingi hefur
myrt fimm konur á svæðinu síðustu
daga og vikur og virðist einbeita sér
að vændiskonum. Staðfest var í gær
að fimmta líkið sem fundist hefur
væri af 29 ára
vændiskonu,
Annette Nicholls. 
Góðgerðar-
stofnun lagði
fram féð sem var
afhent ráði er hef-
ur yfirumsjón
með öryggismál-
um almennings í
Ipswich. Um 300
lögreglumenn
taka þátt í leitinni að morðingjanum
eða morðingjunum, um fleiri en einn
gæti verið að ræða. Stewart Gull hjá
rannsóknarlögreglunni sagði að yf-
irvöld í grannborgunum Norwich og
Cambridge hefðu einnig gripið til
ráðstafana. Hann sagði að morðing-
inn færi nú ef til vill að leita uppi
fórnarlömb á öðrum svæðum. 
Lögreglan veltir því fyrir sér
hvort konurnar, sem vitað er að not-
uðu fíkniefni, hafi verið deyfðar eða
svæfðar með lyfjum áður en þær
voru myrtar. Ein lést ?af völdum
þrýstings á háls? eins og lögreglan
orðar það, önnur hafði verið kæfð.
Haldi sig frá götunni 
Vændiskonum í Ipswich nú borgað fyrir að hætta
Stewart Gull 
lögreglumaður.
San Antonio í Texas. AP. | Ný rannsókn vís-
indamanna sýnir að tíðni brjóstakrabba
minnkaði um rúmlega 7% í Bandaríkjunum
árið 2003. Er talið að ástæðan sé að miklu
leyti sú að fjöldi kvenna hafi hætt að taka
inn hormónalyf til að vinna gegn áhrifum
tíðahvarfa. En bent er á að einnig geti það
haft áhrif að á sama tíma hafi færri konur
farið í brjóstaskoðun sem geti valdið því að
færri tilfelli en ella hafi uppgötvast.
Árið 2002 kom í ljós í Bandaríkjunum að
tíðni brjóstakrabba og hjartasjúkdóma
jókst hjá konum sem tóku hormónalyf og
fóru læknar þá að hvetja konur til að taka
aðeins litla skammta og ekki nema í stuttan
tíma. Ári síðar hafði konum sem tóku lyfin
fækkað um helming.
Rannsóknir í Bretlandi sýna einnig lækk-
andi tíðni brjóstakrabba. Krabbamein eru
nokkur ár að þróast og hætti kona að taka
hormónalyfin myndi það ekki tafarlaust
koma í veg fyrir krabbameinsmyndun. En
æxli sem hafa verið byrjuð að myndast
gætu hafa hætt að vaxa, minnkað eða jafn-
vel horfið. 
Færri með
brjóstakrabba 
Eftir Andra Karl og 
Elvu Björk Sverrisdóttur
?VIÐ treystum því og göngum út
frá að deiluaðilar leysi þennan hnút
þannig að ekki komi til neinna
truflana í flugi,? sagði Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi Ice-
landair, í gærkvöldi um ástandið
sem upp er komið hjá flugumferð-
arstjórum og Flugstoðum ohf.,
sem tekur til starfa um áramót. 
Hætta er á að flug lamist um
áramót komi ekki til ráðninga um
sextíu flugumferðarstjóra sem
ekki hafa skrifað undir ráðningar-
samning við Flugstoðir. Frestur
flugumferðarstjóra var í gærkvöldi
framlengdur til mánudags.
Matthías Imsland, fram-
kvæmdastjóri Iceland Express,
segist ekki trúa öðru en að menn
geti leyst þessi mál, ekki sé annað í
stöðunni. ?Þessir aðilar hljóta að
hafa það mikla skynsemi að þeir
leysi þetta og við treystum því að
það verði gert.?
Ólafur Sveinsson, stjórnarfor-
maður Flugstoða, telur ljóst að
skerða þurfi þjónustu komi ekki til
frekari ráðninga. ?En landið verð-
ur ekki samgöngulaust,? segir
Ólafur og bætir því við að verið sé
að vinna að viðbragðsaðgerðum.
Loftur Jóhannsson, formaður
Félags flugumferðarstjóra, segir
að ef ekki verði samið um kjör
verði landið samgöngulaust komi
ekkert annað til.
?Ég veit ekki hvernig [Ólafur]
sér þetta fyrir sér. Eftir því sem ég
best veit eru ekki nema svona þrír
eða fjórir flugumferðarstjórar,
með réttindi til að starfa sem slíkir,
sem hafa ráðið sig, þá er ég að tala
um á öllu landinu,? segir Loftur.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra vildi ekki tjá sig efnislega
um málið þegar eftir því var leitað. 
L52159 Skerða þarf | 6
Líkur á að samgöngur
lamist ef ekki úr leysist
Flugumferðarstjórar ráða sig ekki til Flugstoða nema samið verði um kjör
Í HNOTSKURN
»
Flugstoð er nýtt opin-
bert hlutafélag sem
tekur til starfa um áramót.
»
Félagið sendi á mið-
vikudag bréf til flug-
umferðarstjóra þar sem
þeim var gefinn frestur til
kl. 15 í gær til að ráða sig
hjá félaginu.
»
Fresturinn var í gær-
kvöldi framlengdur til
mánudags.
ÞEIR voru sprækir hundarnir
hans Birgis Jónssonar þegar ljós-
myndari Morgunblaðsins rakst á
þá í síðdegisgöngu í Hafnarfirð-
inum í vikunni.
Ferfætlingarnir létu kuldabola
ekkert á sig fá heldur stukku
sprækir til og frá. Hvort það var
til þess að halda á sér hita eða
vegna eðlislægrar forvitni skal
ósagt látið.
Í hugum margra er hundurinn
besti vinur mannsins og víst er að
mörgum þykir gott að leita fé-
lagsskapar í nærveru hans. Ekki
þykir heldur spilla fyrir að eig-
endur hunda fá kjörið tækifæri til
þess að hreyfa sig daglega þegar
þeir þurfa að viðra þessa ferfættu
vini sína. Ágætlega hefur viðrað
til þess arna síðustu daga.Morgunblaðið/Kristinn 
Hundarnir
fráir á fæti
í frostinu 
???
Kaupmannahöfn. AP. | Lögþingið í Færeyjum
samþykkti í gær með 17 atkvæðum gegn 15
tillögu um að bannað yrði að mismuna sam-
kynhneigðum. Þingið felldi sams konar til-
lögu í fyrra en andstæðingar tillögunnar
sögðu samkynhneigð ganga gegn fyrir-
mælum í Biblíunni.
?Við erum afskaplega ánægð, fyrir okkur
hefur þetta verið spurning um mannrétt-
indi,? sagði þingkonan Annita af Fridriks-
mörk sem flutti tillöguna ásamt félaga sín-
um úr Lýðveldisflokknum. ?Færeysk lög
hafa haltrað á eftir lögum í öðrum nútíma-
samfélögum.?
Mismunun gagnvart samkynhneigðum
komst mjög í sviðsljósið í september síðast-
liðnum þegar fimm karlar réðust á 25 ára
gamlan tónlistarmann, Rasmus Rasm-
ussen, en hann er samkynhneigður og fór
ekki leynt með það. Lögreglan vildi ekki
meðhöndla málið sem ofbeldi vegna haturs
á samkynhneigð og bar því við að mis-
munun vegna kynhneigðar væri ekki ólög-
leg í landinu. 
Samkynhneigð
tekin í sátt 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76