Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 351. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Í SUNDRALANDI
TVEIR HUGARHEIMAR LÍSU Í ÓFAGURRI
VERÖLD BORGARLEIKHÚSSINS >> 40
ÞRÍR FEIMNIR HRÚTAR
OG ÞRJÁTÍU KINDUR
FENGITÍMINN
Í FJÁRBORGUM >> 20
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
EKKI tókst að hefja dælingu á olíu
úr flutningaskipinu Wilson Muuga,
sem strandaði við Hvalsnes að
morgni 19. desember sl., en unnið
var að undirbúningi dælingar í
gær. 
Þegar hefja átti dælingu um
kvöldmatarleytið gaf sig tenging
og fór eitthvað af olíu í sjóinn en að
sögn Kristjáns Geirssonar hjá Um-
hverfisstofnun var um lítið magn að
ræða, nokkra lítra. 
Síðar um kvöldið var reynt að
hefja dælingu á nýjan leik en þá
gerðist það að snúningur kom á
slönguna þannig að ekki var unnt
að dæla. 
Háflóð skall á fljótlega í kjölfarið
og ekki reyndist unnt að halda að-
gerðum áfram um kvöldið en að
sögn Árna Ingimundarsonar hjá 
Olíudreifingu, sem sér um dæl-
inguna, stóð til að reyna aftur í
nótt. ?Við förum að dæla um leið og
við getum.?
Aðspurður hve langan tíma það
muni taka að dæla olíunni yfir segir
Árni að það sé erfitt að segja til um.
?Það mun taka nokkrar klukku-
stundir en ég veit ekki hvaða af-
köstum við náum.? | 6
Náðu ekki að hefja
dælingu í gær
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
AÐ MINNSTA kosti 260 manns
fórust þegar eldur blossaði upp í
bensínleiðslu í fátækrahverfi í Lag-
os, stærstu borg Nígeríu, í gær.
Hópur þjófa hafði borað gat á
leiðsluna til að stela bensíni og
hundruð íbúa hverfisins hafði drifið
að til að verða sér úti um eldsneyti
þegar eldurinn gaus upp.
Íbúar fátækrahverfisins sögðu
að þjófarnir hefðu stolið bensíni úr
leiðslunni mánuðum saman til að
selja eldsneytið á svörtum mark-
aði. 
Þótt Nígería sé mesti olíufram-
leiðandi Afríku hefur spilling og
óstjórn orðið til þess að olíuhreins-
unarstöðvar landsins anna ekki eft-
irspurn og algengt er að bensín-
stöðvar verði uppiskroppa með
eldsneyti. Verðið á einum brúsa af
bensíni á svörtum markaði getur
þá jafngilt um tveggja vikna laun-
um fátæks Nígeríumanns.
Sjónarvottar sögðu að þjófarnir
hefðu farið án þess að loka fyrir
gatið og íbúa í grenndinni hefði
drifið að með brúsa, fötur og jafn-
vel plastpoka til að verða sér úti um
bensín.
?Þarna voru mæður, með lítil
börn,? sagði Emmanuel Unokhua,
verkfræðingur sem býr nálægt
slysstaðnum. ?Ég sárbað þau um
að fara í burtu.?
?Að fólk skuli deyja fyrir brúsa
af bensíni! Þeir sem dóu brunnu
svo illa að fjölskyldur þeirra geta
ekki borið kennsl á þá,? sagði gam-
all maður og hristi höfuðið.
L52159 Yfir 2.000 hafa farist | 15
Reuters
Eldhaf á svipstundu Nígeríumaður hreinsar sót af andlitinu eftir að eldur gaus upp og varð fjölda manns að bana á augabragði í Lagos.
Minnst 260 létu lífið
Mikill eldur blossaði upp þegar fátækir íbúar Lagos-borgar reyndu að verða
sér úti um bensín úr leiðslu sem þjófar höfðu gert gat á til að stela eldsneyti
Í HNOTSKURN
»
Rauði krossinn sagði að
tala látinna gæti hækkað
vegna þess að talið væri að
margir þeirra sem fengu
brunasár hefðu farið í felur
af ótta við að verða sóttir til
saka fyrir að stela bensíni.
»
Nokkrir Lagos-búar
sögðust hafa sagt lög-
reglunni frá skemmdar-
verkum á leiðslunni löngu
áður en eldurinn gaus upp.
Colombo. AFP. | Kofi Annan, fráfarandi
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
gagnrýndi í gær stjórnarher Srí Lanka og
uppreisnarmenn úr röðum Tamíla fyrir að
tefja endurreisnarstarfið í landinu eftir
flóðbylgjuna miklu fyrir tveimur árum.
Um 220.000 manns létu lífið í flóðbylgj-
unni, þar af 31.000 á Srí Lanka.
?Enginn hefði getað komið í veg fyrir
eyðilegginguna af völdum flóðbylgjunnar,?
sagði Kofi Annan. ?En við getum í samein-
ingu komið í veg fyrir ófriðarbylgjuna sem
Srí Lanka-búar eiga enn einu sinni yfir
höfði sér.?
Um 100.000 íbúðir á Srí Lanka eyði-
lögðust eða skemmdust í flóðbylgjunni og
aðeins um 56% þeirra hafa verið endur-
reistar. Þúsundir landsmanna búa enn í
tjöldum. | 26
Ófriður
tálmar 
endurreisn
Annan gagnrýnir stríðs-
fylkingarnar á Srí Lanka
???
?VIÐ viljum biðja fólk afsökunar á þessum
mistökum,? segir Baldur Baldursson,
framkvæmdastjóri pitsufyrirtækisins
Dominos, en sms-skilaboð með jólakveðju
frá fyrirtækinu voru send á um 80 þúsund
viðskiptavini fyrirtækisins og bárust
mörg þeirra er komið var fram á að-
fangadagskvöld og fólk snæddi jólamat-
inn með fjölskyldu sinni. ?Við vorum í
góðri trú. Þessi skilaboð áttu að fara út á
milli kl. 10 og 14 en mistök hjá þjón-
ustuaðila okkar urðu til þess að skeytin
héldu áfram að berast,? segir Baldur sem
hafnar þeim orðum Jóhannesar Gunn-
arssonar, formanns Neytendasamtak-
anna, að sending Dominos sé dulbúin aug-
lýsing. ?Þetta var jólakveðja sem var
hugsuð til að gleðja fólk,? segir hann.
Biðjast afsök-
unar á sms-um

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52